Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Konur skemmta
konum
Leyndardómur - Alda Armanna Sveinsdóttir.
KONURNAR sem halda á Nor-
disk Forum héðan frá íslandi fara
margar með ýmislegt athyglivert
með sér í farteskinu. Auk þeirra
kvenna sem ætla að halda fyrir-
lestra og fundi um ýmis málefni
er konur sem ætla að syngja, leika,
sýna málverk og kvikmyndir og
margt fleira. Blaðamaður Morgun-
blaðsins kynnti sér hvað íslenskar
konur munu sýna og gera til að
skemmta sér og öðrum gestum á
kvennaþinginu í Finnlandi.
Dans og bókmenntir
Tólf konur frá Akureyri sem
kalla sig Eyjafjarðarskottur sýna
gamla dansa við undirleik harmon-
iku. Þær kalla atriðið Bærinn minn
Akureyri. Astríður Johnsen stjórn-
ar hópnum og Hildur Friðriksdótt-
ir sér um tónlistina.
Anna S. Björnsdóttir verður
með stutt atriði um bókmenntir
sem hún nefnir Blíða myrkur, kona
kveður. Hún mun flytja það á
dönsku og sænsku auk íslensku.
Leiklist
Hópur frá BSRB sýnir verkið
Dugmikla fjölskyldan. Verkið var
skrifað af meðlimum hópsins og
fjallar um íslensku fjölskylduna
og þá sérstaklega um stöðu kon-
unnar innan hennar. Tekið er á
málefnum eins og löngum vinnu-
degi, tíðum barneignum og vel-
ferðarkerfinu. Sýningin er að
mestu flutt með látbragðsleik en
auk þess verða hengdar upp töflur
með tölfræðilegum upplýsingum.
Konuverkfall á íslandi er sýning
sem konur í ASÍ setja upp. Þetta
er leikrit með söngum og dönsum
sem verður flutt á íslensku, dönsku
og „skandinavísku".
Þórey Sigurþórsdóttir flytur
einleik Elísabetar Jökulsdóttur
Skilaboð til dimmu. Verkið fjallar
um konu sem á í erfiðleikum með
að vinna úr tilfinningum sínum
þegar elskhugi hennar yfirgefur
hana og faðir hennar deyr.
Fimmtíu konur frá Keflavík
flytja verkið Höfum við gengið til
góðs götuna fram eftir veg? Þetta
er götuleikhús sem er flutt á
tveimur vögnum. Höfundur og
leikstjóri er Hulda Ólafsdóttir.
Tvær konur frá Kvennalistan-
um, þær Gígja Svavarsdóttir og
Guðrún Gísladóttir, flytja verkið
Gerir mínus mínus virkilega plús?
í verkinu er saga norræna kvenna
og hlutdeild þeirra í stjórnmálum
skoðuð í nýju Ijósi.
Björg Gísladóttir og Kolbrún
Erna Pétursdóttir sýna Og þá mun
enginn skuggi vera til verk um
sifjaspell. Nánari umfjöllun um
það er á öðrum stað í blaðinu.
Tónlist
Kvennakór Reykjavíkur verður
með ferna tónleika á Nordisk For-
um. Hann ætlar að syngja bæði
trúarlega og veraldlega tónlist
undir stjórn Margrétar Pálmadótt-
ur.
Hljómsveit Jarþrúðar ætlar að
skemmta tvisvar á kvennaþinginu.
Það eru þær Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Guðrún Jarþrúður Bald-
vinsdóttir, Lilja Steingrímsdóttir,
Lana Kolbrún Eddudóttir, Þórdís
Claessen og Sofía Theodórsdóttir
sem skipa hljómsveitina.
Myndlist
Anna Ingólfsdóttir sýnir teikn-
ingar og grafík á sýningu sem ber
heitið Frá mínum sjónarhóli. Mar-
grét Guðmundsdóttir sýnir grafísk
verk. Sýningin hennar er kölluð
Líf kvenna. Kristín Bogadóttir
heldur ljósmyndasýninguna Frá
náttúrunni. Steinunn Guðmunds-
dóttir sýnir fískroð sem hún hefur
málað á með akríl. Björg Atla
sýnir akrílverk sem hún nefnir
Q-Vita-Min. Konan, kærleikur og
heimilið er yfirskrift sýningar
Bryndísar Björgvinsdóttur. Á sýn-
ingunni eru vatnslita- og pastel-
myndir og keramík.
Alda Ármanna Sveinsdóttir sýn-
ir 16 málverk á Nordisk Forum.
Sýningin ber yfirskriftina Gyðjur
í íslensku samfélagi. Myndirnar
eru allar af islenskum konum og
hverri mynd fylgir stuttur texti
eða hugleiðing. Auk þess að setja
upp þessa sýningu mun Alda Ár-
manna taka þátt í alþjóðlegu sam-
vinnuverki málara á Nordisk For-
um. Atvinnumálarar frá öllum
Norðurlöndunum og Eystrasalts-
ríkjunum ætla að vinna saman að
stóru málverki í skemmtigarði í
Turku. Áætlað er að verkið taki
þijá daga og geta gestir og gang-
andi fylgst með framvindu verks-
ins. Það er danska listakonan Gitte
Pedersen sem átti hugmyndina að
þessu samvinnuverki.
Kvikmyndir
Heimildarmynd Önnu Björns-
dóttur Ást og stríð, um íslenskar
konur sem giftust bandarískum
hermönnum, verður ein af 99
myndum sem sýndar verða á kvik-
myndahátíð Nordisk Forum. Önn-
ur mynd eftir íslenska konu er
Hlaupársdagur
eftir Önnu Th.
Rögnvaldsdóttur.
Þriðja framlag ís-
lenskra kvenna er
mynd Öldu Lóu
Leifsdóttur Halló,
stutt heimildar-
mynd um síma-
stúlkur. Báðar síð-
arnefndu myndirn-
ar eru frá þessu
ári. Mynd Valdi-
mars Leifssonar,
Listakonan sem ís-
land hafnaði, um
Nínu Sæmundsson
verður einnig sýnd
á kvikmyndahátíð-
inni. I flokknum
myndir unnar með
myndbandsupp-
tökuvél er ein
mynd frá íslandi.
Hún ber titlinn
Golf og hana gerði
Margrét Guð-
mundsdóttir.
Listiðnaður og
annað
Arndís Jóhann-
esdóttir sýnir hluti
gerða úr fiskroði. Einnig verður
sýning á íslenskri nútíma textíllist
haldin í Turku. Handverkakonur"
milli heiða sýna íslenskar ullar-
peysur, handpijónaðar dúkkur og
skartgripi gerða úr beinum, horn-
um og við.
Ragnhildur Steingrímsdóttir
stendur fyrir_ sýningunni Ég lít
liðna anda. Á sýningunni verða
búningar íslenskra kvenna frá
ýmsum tímum. Kristjana F. Arnd-
al sýnir skyggnir af verkum sínum
sem hún nefnir Hrif. Aðalvið-
fangsefni verka hennar er síbreyti-
leg veðrátta á íslandi.
Guðrún G. Bergmann verður
með athöfn sem hún nefnir helgis-
iðalög fyrir konur í leit að villidýr-
inu í sér. Hún ætlar að stjóma
athöfninni á strönd í nágrenni
Turku.
Þýskur
organisti
í Hall-
gríms-
kirkju
SUNNUDAGINN 31. júlí
verða fimmtu tónieikarnir í
orgeltónleikaröðinni Sumar-
kvöld við orgellið í Hallgríms-
kirkju og hefjast þeir kl.
20.30. Á tónleikunum leikur
þýski organistinn Willibald
Guggenmos verk eftir Richard
Wagner, Sigfrid Karg-Elert,
Charles M. Widor, Louis Vi-
erne og Petr Eben.
Willibald
Guggenmos
fæddist
1957 í
Augsburg í
Þýskalandi.
Tónlist-
amám hóf
hann í
heimabæ
sínum og
hann lauk A
prófi í
kirkjutónlist
og orgelleik frá Ríkistónlistar-
skólanum í Miinchen og fékk
þar sérstaka viðurkenningu
fyrir orgelleik sinn.
Frá 1984 hefur hann verið
organisti og kórstjóri við
kirkju heilags Marteins í
Wangen/Allgáu auk þess að
vera líka listrænn stjórnandi
og skipuleggjandi „Alþjóð-
legra orgeltónleika“. Árin
1985-88 var hann einnig dós-
ent í orgelleik og spuna við
kirkjutónlistarskólann í Rott-
enburg/Neckar.
Hefur komið fram í
mörgum löndum
Willibald Guggenmos hefur
komið fram á tónleikum í flest-
um löndum Evrópu, Norður-
Ameríku, Vestur-Indíum,
Ástralíu og Hong Kong. Þá
kemur hann reglulega fram
sem píanó- og semballeikari á
ljóða- og kammertónleikum.
Auk þessa hefur hann oftlega
komið fram í útvarpi og sjón-
varpi í Þýskalandi, Sviss, á
Ítalíu og í Bandaríkjunum.
Willibald
Guggenmos
Lj óðatónleikar
í Signrjónssafni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARGRÉT Bóasdóttir sópran, Beate Echtler-
Kaller mezzósópran og Stephan Kaller píanó-
leikar leika í Sigurjónssafni.
Nýjar bækur
■ Skáldsagan Sjáumst þó síðar
verði eftir Mary Higgins Clark
er komin út hjá bókaútgáfunni
Vöku-Helgafell. Þetta er spennu
saga um fréttamanninn Meghan
Collins. Ekkert hefur spurst til föð-
ur hennar í tæpt ár en hann hvarf
með dularfullum hætti. Þegar Meg-
han sér sína eigin spegilmynd í
andliti óþekktrar, látinnar stúlku á
sjúkrahúsi vakna efasemdir um að
faðir hennar sé látinn. Hún fer að
grafast fyrir um uppruna stúlkunn-
ar en reynir jafnframt að komast
að sannleikanum um föður sinn.
Mary Higgins Clark hefur skrifað
ellefu bækur frá árinu 1975 og
hafa þær orðið metsölubækur um
ailan heim. Níu kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir sögum hennar.
H Út er komin Ijóðabókin Þegar
nóttin gleypti mig eftir Björn
Harðarson. Hann fæddist í Reykja-
vík árið 1971 og stundar nú nám
í sálfræði við Háskóla íslands. Bók-
in hefur að geyma 41 ljóð eftir
Björn og eru þau öll skrifuð á tíma-
bilinu 1989-1994. Þetta er fyrsta
ljóðabók höfundar. Bókin er 64
blaðsíður og er káputeikning eftir
Emil Cl. Guðbrandsson.
ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR Lista-
safns Siguijóns Ólafssonar 2. ág-
úst kl. 20.30 verða ljóðatónleikar.
Þar koma fram Margrét Bóasdótt-
ir sópran, Beate Echtler-Kaller
mezzósópran og Stephan Kaller
píanóleikar. Efnisskráin er fjöl-
breytt og flutt verða ljóð eftir ís-
lensk og erlend tónskáld, meðal
annars Jórunni Viðar, Jón Hlöðver
Áskelsson, Henry Purcell, Johann-
es Brahms, Leonard Bernstein og
Erik Satie.
Margrét Bóasdóttir nam söng
hjá Elísabetu Erlingsdóttur við
Tónlistarskóla Kópavogs og lauk
burtfararprófi árið 1975. Sama ár
lauk hún tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún stundaði framhaldsnám við
Tónlistarháskólann í Heidelberg-
Mannheim í einsöngskennaradeild,
óperu- og konsertdeild og útskrif-
aðist árið 1981. Hún nam ljóða-
túlkun hjá prófessor Konrad Ric-
hter við Tónlistarháskólann í
Stuttgart og var síðar í einka-
kennslu hjá prófessor Erika
Schmidt-Valentin í Bayern. Hún
hefur sótt fjölmörg námskeið í
túlkun ljóðasöngs og barokksöngs,
nú síðast hjá Ian Partridge í Skál-
holti. Hún hefur haldið fjölda ljóða-
tónleika hér heima og víða erlend-
is og sungið einsöngshlutverk í
mörgum helstu kirkjulegu verkum
tónbókmenntanna. Margrét starf-
ar nú hjá söngmálastjóra Þjóð-
kirkjunnar varaðandi bamakóra
við kirkjur og hefur kennt við guð-
fræðideild Háskóla íslands.
Beate Echtler-Kaller og
Stephan Kaller
Beate Echtler-Kaller stundaði
söngnám hjá prófessor Erika
Schmidt-Valentin við Berufsfac-
hschule fur Musik í Krumbach,
Bayem, og hefur auk þess lokið
námi sem söngkennari og kór-
stjóri. Hún hefur haldið Ijóðatón-
leika og sungið einsöngshlutverk í
kirkjulegum verkum í Þýskalandi,
Austurríki og á Ítalíu. Hún starfar
sem söngvari, kennari og kórstjóri
í Augsburg.
Stephan Kaller
nam píanóleik við
Tónlistarháskólann
í Wurzburg og lauk
einleikaraprófi árið
1984. Einnig
stundaði hann
sérnám í píanóleik
með Ijóðasöng.
Hann starfar sem
píanókennari við
Berufachschule fur
Musik í Krumbach,
Bayern. Hann hef-
ur haldið einleiks-
tónleika og leikið
kammertónlist víða
um Þýskaland, í
Austurríki, Slóvak-
íu,. á Ítalíu og á
íslandi.
Margrét, Beate
og Stephan hafa
starfað saman síð-
an árið 1989 og
haldið tónleika víða
um Þýskaland. Þau
hittast yfirleitt árlega og í október
nk. eru fyrirhugaðir 6 tónleikar í
Þýskalandi, m.a. í Munchen og
Heidelberg. Þetta er í þriðja sinn
sem þau leika og syngja saman á
íslandi.