Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 25

Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994 25 AÐSENDAR GEINAR „Island, sækjum það heim“ Islenskt æskufólk er ferðalangar framtíðarinnar GETUR átak í ferðaþjónustu tengst myndlistarkennslu í skóla- starfi barna og unglinga? Er þarft að kalla fram jákvæð viðhorf barna og unglinga til landsins? Getur sýn barna og unglinga á land og þjóð verið öðrum næring og hvatning til að kynnast landinu betur? Er list- kennsla árangursríkt afl í menntun barna og unglinga til skoðunar á uppruna, umhverfi, sögu og eigin skynjun? Þetta eru spurningar sem komu upp þegar átaksverkefnið „ísland, sækjum það heim“ var kynnt mynd- listarkennurum síðastliðið haust. Leitað var til Félags íslenskra myndlistarkennara um samstarf. Markmið átaksins var að hvetja ís- lenskar fjölskyldur til ferðalaga um eigið land. Okkur þótti það verðugt verkefni að aðilar í ferðaþjón- ustunni og aðrir legðu saman krafta sína og beindu athygli að landinu. Að ræktuð sé sú ímynd Íslands að það sé girnilegt ferðaland fyrir ís- lendinga. Myndlistarkennarar völdu að taka þátt í átakinu vegna þess að þarna var tækifæri til að vekja athygli ungmenna á náttúru lands- ins, mannlífi og uppruna og að vega örlítið upp á móti sterkum erlendum áhrifum. Svona samstarf tengir saman skólastarf og atvinnulíf og vekur athygli á listkennslu í skólum. Hlutur myndlistarkennara í átak- inu „ísland, sækjum það heim“ er myndlistarverkefni sem var kynnt í öllum skólum landsins í lok síð- asta árs. 19.534 nemendur frá 131 skóla tóku þátt í verkefninu. 5.000 myndir voru sendar til dómnefndar og var starf dómnefndar vandasamt því velja þurfti á milli margra jafn- góðra mynda. Við valið var haft að leiðarljósi þema verkefnisins „ís- land, sækjum það heim“. 120 úr- valsverk voru valin á farandsýningu sem hófst í ráðhúsi Reykjavíkur 27. júní. Verndari myndlistarverkefnis- ins, frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands, afhenti viðurkenn'ingar til þeirra ungmenna sem eiga verk á sýningunni. Vegna þess hve mörg úrvalsverk bárust ákvað styrktar- aðili myndlistai’verkefnisins, Bún- aðarbankinn, að setja upp sérstaka sýningu á 100 myndum í Kringl- unni og í Menntamálaráðuneytinu var sett upp sýning á 80 myndum í boði ráðuneytisins. Myndlistarverkefnið bauð upp á margar leiðir fyrir nemendur til skoðunar og tjáningar út frá eigin upplifun af landinu. Markmið okkar var fá nemendur til að líta í hug- skot sitt og finna ímynd sína af veruleika landsins. Það er jákvæð og uppbyggjandi nálgun að við- fangsefninu. Engin sýn er annarri lík, hver og einn lítur landið sínum augum. Grundvallarregla í listnámi er að vera það sem maður er, með lifandi fjölbreytt tilfinningalíf og skynjun og að vinna út frá því. Að meta skoðun sína og koma á framfæri krefst hugrekkis. Þvl get- ur leið lista í uppeldi og skólastarfi skapað frumkvöðla sem þora að standa að nýsköpun á öllum sviðum þegar á þarf að halda. Listnám býður einnig upp á markvissar leið- ir til að byggja upp afstöðu gagn- vart veruleikanum vegna þess að unnið er út frá reynsluheimi, per- sónulegu mati og skyr.jun nemand- ans og hægt að tengja skoðun á fortíðinni, hefðum, sögu mannsins og menningarsögunni. Okkar upplifun af því að vinna að myndlistarverkefninu tengt átakinu, var að verulegar viðhorfs- breytingar á afstöðu til íslands sem ferðamannalands komu fram hjá ungmennunum. ísland sem var varla „með“ í upphafi, þegar rætt var um hvert væri eftirsóknarvert að ferðast, komst á blað hjá „alþjóðlegum" ungmennum okkar sem hugsanlegur kost- ur. Það hafði ekki síst áhrif að á sama tíma og unnið var með eigin skynjun þá var mikil umræða 1 gangi og auglýsingaflóð í fjöl- miðlum. Sú umfjöliun hefur verið ríkjandi undan- farið að átakið „ísland, sækjum það heim“ hafi ekki skilað sér í aukn- um ferðalögum í júní. í júnímánuði í ár höfðu Islendingar þó sér- stakar ástæður til að að halda sig heima. Lýðveldisafmælið og HM í knattspyrnu. Talsmenn tjaldstæða og bændagistinga hafa kvartað yfir að fjárútlát til uppbyggingar hafi ekki skilað sér I kassann. Nei- kvæðar raddir hafa verið þær einu sem hafa heyrst í fjölmiðlum und- anfarið vegna átakisins og þær virðast koma frá aðilum úr ferða- geiranum sem ekki sáttir við að svona uppbygging tekur tíma. Gréta Mjöll Bjarnadóttir Það er sárt ef vinna íslenskra ungmenna í skólum landsins að átakinu „ísland, sækj- um það heim“ verður undir og eyðilögð í neikvæðri umræðu um átakið. Viðhorfsbreyt- ing er langtímaverk- efni en skammfíma- sjónarmið þar sem sem eingöngu er hugsað um hagnað dagsins I dag getur eyðilagt slíkt starf auðveldlega og þá ekki síður það starf sem unnið var í íslenskum skólum. En það er svipað og að höggva undan sér fæturna. Islenskt æskufólk eru ferðalangar framtíð- arinnar. Ef ná á árangri verður uppbygging ferðaþjónustunnar að vera af öðrum toga en í fiskeldi og loðdýrarækt þar sem margir ætluðu að græða á skömmum tíma. Verðlag verður að vera á þeim nótum að ísland sé girnilegur kost- ur jafnt fyrir íslendinga sem út- lendinga. Útlendingar sem ferðast hafa um ísland ráðleggja oft á Hlutur íslenskrar æsku er farandsýning um landið, segir Gréta Mjöll Bjarna- dóttir, og endurspeglar sýningin sterka og bjartsýna íslandssýn. þessa leið: „farðu endilega tii ís- lands en farðu fyrst til allra ann- arra staða því eftir að þú hefur verið á íslandi hefurðu ekki efni á að fara annað“. Ég hef þá trú eft- ir að hafa unnið að átakinu „Is- land, sækjum það heim“ að ísland þurfi ekki að vera síðasta landið í ferðalögum íslendinga en þá þarf ferðaþjónusta að byggjast upp sem vandað langtímaverkefni sem „all- ir“ standa heilir að. Margir sem starfa að ferðamenhsku gera það af mikilli fagmennsku og það er ótrúlega hugmyndaauðlegð og kjark að finna hjá íslendingum. íslensk ungmenni eru opin og jákvæð en jafnframt hagsýn og það þýðir ekkert að plata þau. Ohætt er að segja að átakið „Island, sækj- um það heim“ fékk athygli þeirra og ef hugur á að fylgja máli við að auka ferðalög um ísland verður eitthvað að búa undir annað en skammtímasjónarmið svo að þau skynji áþreifanlega eitthvað eftir- sóknar- og virðingarvert við ferða- lög um landið. Umræða þarf að vera jákvæð og verðlag og þjón- usta á þá leið að allir séu sæmilega sáttir. Hlutur íslenskrar æsku til átaks- ins er farandsýning um landið sem endurspeglar sterka og bjartsýna íslandssýn. Þessi sýning er dæmi um að leið lista í menntun barna og unglinga getur skilað markverð- um árangri svo úr verði kraftmikl- ir, gagnrýnir og sjálfstæðir ein- staklingar sem eru óhræddir við að fara eigin leiðir. Þeir staðir sem farandsýningin á eftir að koma til eru: Mývatnssveit 5. - 14. ágúst, Egilsstaðir 17. - 28. ágúst, Vest- mannaeyjar 2. - 11. september, Keflavík 16. - 25. september. Ég hvet alla sem eru á ferðalög- um um landið og aðra að skoða farandsýninguna „ísland, sækjum það heim“. Sýningin er góður vitnisburður um æsku landsins og gefur fyrirheit um bjartsýni og trú á ísland. Höfundur er formaður Félags íslenskra myndlistarkennara. KAÍRÓ- PÝRAMÍDARNIR-SI6LIN6Á NÍL- ASWAN Stórkostlegt ævintýri til Egyptalands, vöggu heimsmen- ningarinnar, þar sem þú kynnist umhveríi og menningarverðmæt- um Faróanna sem eiga sér engan líka í mannkynssögunni. Töfrar Kaíró í góðum aðbúnaði á 4 stjörnuhóteli og ævintýrasigling á ánni Níl með íslenskum fararstjóra Heimsferða allan tímann. Inniíalið í verði: Flug, lerðir til og frá flugvelli erlendis, gising á 4 stjörnu hótelum, sigling á Níl, morgunverður í Kairó og fullt fæði í siglingunni á Níl. Gist á íbúðarhóteli á Benidorm á útleið og heimleið og er þá ekki fæði innifalið. Fararstjóri: Þorsteinn Stephensen o rL á Spáni ~r- 99.600 Flugvallaskattar kr. 3.660, ekki innifaldir. AUSTURSTRÆTI 17 SIMI 624600 FERÐATILHÖGUN » 28. september Beint flug með flugi Heimsferða til Alicante. Ekið frá flugvelli til Benidorm þar sem gist er í 2 nætur. » 30. september Flug frá Barcelona til Kairó. Lent í Kairó kl. 23.00 að staðartíma þar sem tekið er á móti hópnum og ekið beint heim á hótel Oasis, 4 stjörnu hótel í Kairó. ...■■■» 1. og 2. október Dvöl í Kairó. Kynnisferð um Kairó og farið til Giza þar sem hinir stórkostlegu pýramídar eru skoðaðir. ...3. október - Luxor, 5 dagar á Híl Að morgni dags er farið með flugi til Luxor. 5 daga sigling niður Níl frá Luxor til Aswan. Helstu áfangastaðir: Luxorhofið og Karnahofið -Dalur konunganna og grafhýsi Ramsesar II og Seti I. Hof Hatsheputs drottn- ingar - Dalur drottninganna. Sigling um Esna, Edfu og Kom Ombo. Hof Hórusar - Kitchener eyjar. Grafhýsi Agha Khans. fStíflan mikla í Aswan. - Abu Simbel. 1 ► 8. október Flug til Kairó og dvöl á Hotel Oasis. —► 9. október Morgunverður og boðið upp á aukaferð til Alexandríu fyrir þá sem vilja. Annars er dagurinn frjáls. ...10. október Morgunverður. Ekið út á flugvöll um kl. 10.45 og farið með flugi til Barcelona kl. 12.45. Lent i Spánar. Dvalið á Benedorm á góðu íbúðarhóteli í 9 daga ► 19. október Flug heim til íslands í beinu flugi Heimsferða frá Alicante.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.