Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 28

Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 28
28 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR íslenska skólakerfið í molum Rýnt í grein Birnu Björnsdóttur ÞANN 2. júlí ritaði Birna Björns- dóttir grein í Morgunblaðið með ofangreindri fyrirsögn. Hún ber saman breska og íslenska grunn- skóla og hallar í einu og öllu á þá íslensku. Birna er „nýkomin úr náms- og kynnisferð í breska grunn- skóla.“ Nú er breska skólakefið tvíþætt: Annars vegar dýrir skólar, sem að- eins börn ijáðra foreldra geta sótt, hins vegar skólar fyrir sauðsvartan almenning. Ekki getur Birna hvorri gerðinni hún kynntist. Fangaráð Birnu er að lengja skóla hér að breskum hætti. Lengingu tel ég orka mjög tvímælis og byggi þar á eigin reynslu. í gagnfræðaskólum (sömu ald- ursflokkar og nú í efri bekkjum grunnskóla) var kénnsludagur aldr- ei lengri en sex stundir. Virtust nemendur þá hafa fengið sig fullsadda og ekki á bætandi. Sam- kvæmt grein Birnu sýnist kennslu- dagur í breskum skólum sem næst sjö stundum. Skólaár hjá okkur er - og hefur lengi verið - níu mánuðir. Því lýk- ur 31. maí. Okkur reyndist torvelt að halda nemendum að námi í honum, langur dimmur vetur að baki. Ég tel því orka tvímæl- is að lengja skóla út júní, að minnsta kosti meðan bæjarfélög sjá unglingum fyrir sumar- vinnu. Hana ber að efla en ekki skerða. Ungl- ingum lærist að meta hreint og snyrtilegt umhverfi, ekki síst hafi þeir sjálfir lagt hönd á plóg. Skyldi Reykjavík hafa breyst á örfáum áratugum í hreina og sum- arfagra borg, ef sumarvinnu ungl- inga hefði ekki notið við? Af hveiju ekki að spyija foreldra? Innan örfárra vikna gæfist þess kostur. Á lista til foreldra ætti ekki eingöngu að standa já eða nei til að krossa við, heldur og hvers mætti vænta af þeirri lengingu. Orðrétt segir Birna: „Eitt af ein- kennum íslenskra barna er agaleysi og að vinna með agavandamál er eitt af stærstu verkefn- um skólanna... við kennarar þurfum að takast á við ýmis aga- vandamál innan skól- ans. Vandamál sem eru fátíð í öðrum löndum... Margir foreldrai' færa sig undan að beita barnið sitt aga:“ Köld kveðja á ári fjölskyld- unnar! En eru skólarnir sýknir saka? Eru þeir nóg á verði að bægja ónytjungum frá, sém kunna að slæðast inn í raðir kennara? Sumum kennurum leikur það í höndum frá fyrsta tíma að halda aga, öðrum lærist það með tíð og tíma, en ein- staka tekst það aldrei. Hátt próf úr kennaraskóla er engin trygging. Dæmi er þess að dúx á slíku prófi væri með því marki brenndur. íslenska nemendur segir Birna tveimur árum á eftir breskum í ýmsum greinum. Gæti ekki meira nám í erlendum málum hjá okkur átt sök á því að einhveiju leyti? Mætti ekki að ósekju draga ögn úr Fáist ekki færir kennar- ar til starfa, segir Jón A. Gissurarson, skiptir skólalengd engu máli. dönskunámi í íslenskum skólum? Við munum eina þjóð í víðri veröld, sem setur annarrar smáþjóðamál í fyrsta sæti í skólum sínum. Birna telur samband skóla og heimila allt of lítið, t.d. séu skólar ekki skyldir að birta námsskrár, né heldut' námsefni hverrar greinar. Hún segir skólann skorta „faglegan metnað og markvissari vinnu þannig að enginn tími fari til spillis." Út' því, sem nú hefur verið tínt til, mætti bæta án tímalengingar. Fleiri samræmd próf á námsferli, myndu að nokkru tjúfa þá einangr- un sem Birna telur nú ríkja. Við Birna erum sammála um nauðsyn einsetins skóla. Mun nú svo í efri bekkjum í Reykjavík, enda hentar þeim lengri vinnudagur en sex ára börnum. Birna er andvíg því að flytja Jón Á. Gissurarson stjórnum skóla heim í héruð. Hér erum við á öndverðum meiði. Al- menningi er annt um skóla sína. Þegar fræðslulög voru sett 1907, léðu bændur stofuhús sín til skóla- halds. I litlu sveitarfélagi, Austur- Eyjafjöllum, hafa foreldrar séð börnum sínum fyrir heitri skóla- máltíð. Frumkvæði kom frá foreldr- um en ekki að sunnan. Byijunarlaun grunnskólakennara eru nú liðlega 68 þúsund á mánuði en þau hæstu tæpar 104 þúsund. Til viðbótar gæti komið þóknum fyrir bekkjarumsjón, fáeinar þús- undir. Ljóst má vera að þetta eru smánarlaun fyrir slíkt ábyrgðarstarf sem krefst háskólanáms. Ég teldi því í bili brýnna að hækka laun kennara heldur en lengja skóla. Það kostar líka mikið fé. Gæti ekki náðst „þjóðarsátt“ um að hækka grunn- skólakennara um nokkra launa- flokka, án þess að aðrir gerðu kröfu um sambærilega hækkun? Verði ekkert að gert, hefst flótti úr stéttinni að kreppu lokinni. Reynsla fyrri ára sannar það ótví- rætt. Fáist ekki færir kennarar til starfa, skiptir skólalengd engu máli. Hér munum við Birna Björnsdótt- ir á einu máli, þótt kjör kennara orði hún ekki og það að vonum, enda þau henni sjálfri of nákomin. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. ISLENSKT MAL Gunnar Skarphéðinsson í Reykjavík skrifar mér hið vand- aðasta bréf sem mér er fengur að birta-svotil í heilu lagi: „Ég vil byija á því að þakka þér fyrir ágæta þætti um ís- lenskt mál. Mig langar að gera orðið sjampó að umræðuefni. Það er nokkuð sérstætt tökuorð í íslensku og samkvæmt ís- lenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon er orðið af indverskum uppruna, sbr. hindúamál chhámpo sem mun vera boðháttur af chhampná sem merkir að nugga. Spænskum orðabókum sem ég hef undir höndum ber hins vegar saman um það að champú sé safi úr chilesku tré sem notaður sé til hárþvotta. Til okkar er orðið eflaust komið í gegnum dönsku eða ensku. Nokkuð hefur borið á því að menn vilji ekki veita orðinu „þegnrétt í málinu“ og í Orðabók Menningarsjóðs er það merkt með ? sem merkir vont mál eða orð sem forðast ber í íslensku. Þar er það þýtt með hárþvottalögur sem er fulllangt til hversdagsbrúks. Fyrir nokkr- um árum kom fram nýyrðið hárvi og skyldi það sett sjampó- inu til höfuðs. Hárvi er karlkyns- orð og beygist á sama hátt og fjörvi og smjörvi. Ekki virðist hárvinn hafa farið með sigur af hólmi í glímunni við sjampóið. En eigum við ekki í tungunni orð um hárþvott og það sem honum heyrði til? Þessa frásögn má lesa í Snorra-Eddu: „Það var eitt sinn að Brynhildur og Guð- rún gengu til vatns að bleikja hadda sína. Þá er þær komu til árinnar þá óð Brynhildur út í ána frá landi og mælti að hún vildi eigi bera í höfuð sér það vatn er rynni úr hári Guðrúnu, því að hún átti búanda hugaðan betur. Þá gekk Guðrún á ána eftir henni og sagði að hún mátti fyrir því þvo ofar sinn hadd í ánni að hún átti þann mann er eigi Gunnar og enginn annar í veröldu var jafnfrækn, því að hann vó Fáfni og Regin og tók arf eftir báða þá.“ Að bleikja merkir að gera hvítan og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 755. þáttur mun vera skylt blik og blikna og fleiri orðum. Nafnorðið hadd- blik kemur einnig fyrir í fornu máli. Haddur heitir hár það er konur hafa, segir Snorri. Allt er þetta nú nokkuð upphafið og skáldlegt og kannski fella menn sig ekki við að biðja um hadd- blik í búðinni sinni. En hvað þá um þessa frásögn úr 21. kafla Heiðarvíga sögu: „Nú ríður Barði þaðan (þ.e. frá Lækjar- móti - hann er að safna liði og þarf að hafa hraðan á en ein- mitt þess vegna fáum við eftir- farandi mynd úr daglega lífinu) og kemur á Bakka þar sem Þór- dís bjó og stóð þar hestur söðlað- ur og skjöldur stóð þar hjá og riðu þeir heim mikinn dyn í tún- ið eftir hörðum velli. Þar var úti karlmaður og kona og þó hún höfuð hans og voru þau Þórdís þar og Oddur. Og var að vanlykt- um nokkuð er hún þó höfuð hans og hafði hún eigi þvegið löður úr höfði hans. Og þegar er hann sá Barða þá sprettur hann upp og fagnar honum hlæj- andi. Barði tók vel kveðju hans og biður konu lúka verki sínu og vaska honum betur. Hann lét svo gera og nú býst hann og fer með Barða.“ Löður getur merkt m.a. freyðandi þvottalögur svo ég sé ekki betur en þessi ágæta kona, Þórdís, færi okkur orðið hárlöður!“ Umsjónarmaður þakkar þetta prýðilega bréf og þann liðstyrk sem það felur í sér. Fyrir all- mörgum árum gerði hann hér í þáttunum (eða í útvarpi) einmitt tillögu um löður fyrir sjampó, en þótti þá sem hann fengi dauf- ar undirtektir við þá uppá- stungu. ★ Meðan umsjónarmaður kenndi í skóla, var honum heldur í nöp við sögnina að ske eða *skeða. Hann var vanur að segja við nemendur sína: Atburðir gerast, slys verða, eitt og annað kemur fyrir, en ekkert „skeð- ur“. Þessi afstaða þykir honum nú full-einstrengingsleg, þótt hann sé ekki að mæla með sögn- inni að ske í stað þess sem að ofan greinir. En sögnin að ske á svo langa sögu í máli okkar, að ekki er gerlegt að útskúfa henni. Miða ég þá við Guð- brandsbiblíu til dæmis. Og mætti við mörgu amast, þegar tökuorð eiga sér svo langa sögu. Sögnin að ske er komin til okkar úr dönsku og til Dana úr þýsku geschehen = gerast. Þetta er talið rótskylt skagi, skegg og skógur í okkar máli. Menn hafa varla vitað hvernig átti að beygja þessa sögn. Nú . er víst alltaf sagt í nútíð skeð- ur, en fyrrmeir tíðkaðist nútíðin sker. Þannig kvað sr. Olafur Einarsson í Kirkjubæ: Guð minn, Guð minn, þakka ég þér, að þannig sker Drottins dómurinn strangi. Lýsingarháttur þátíðar kemur fram í orðasambandinu: það er ekki skaði skeður. Af sögninni að ske bjuggu menn til atviksorðin kannske og máske, vafalaust oft skrifuð í tveimur orðum. Þessar orð- myndir eru gamlar, og má rekja þær til Odds Gottskálkssonar og herra Guðbrands. Vel kann ég við þá breytingu, þegar i er haft í endanum og þetta þá orðið kannski og máski. Oft er gott að geta gripið til þessa í staðinn fyrir ef til vill. ★ Hlymrekur handan kvað (kannski stolið og stælt): Jón Eyjólfsson alþekktur rónaróni á rás undan hungruðu ljónaljóni æddi yfir Gambíu suður í Zambíu á sama hraða og Roberto Donadoni. Og enn kvað hann: Gamli Páll sagði örlítið lunga í lóuþrælskvikindisunga, en eitthvað er minna í aumingja Binna, því hann forsmáir frilluna unga. Straumvatnsslys og1 slysavarnir AÐ UNDAN- FÖRNU hafa orðið umræður í ijöimiðlum vegna slysa sem orðið hafá við siglingar á ám. í viðtölum við slysa- varnafólk hefur komið fram að Slysavarnafé- lag íslands hefur haft áhyggjur af því að eng- ar reglur og eftirlit væri til um atvinnu- starfsemi við slíkar siglingar. Um væri að ræða hættulega íþrótt og því rétt að setja lág- marks reglur um búnað manna og báta. Aðilar tengdit' slíkri atvinnustarfsemi hafa skrifað greinar í Morgunblaðið og veist að Slysavarnafélaginu fyrir að telja þörf á setningu reglna um ör- yggi við bátsferðir í straumvatni. í þessum greinum kemur þó fram að þessir aðilar telja þörf á að reglur Á komandi árum er lík- legt, segir Einar Sigur- jónsson, að margir reyni fyrir sér við rekst- ur báta í straumvötnum. vei'ði settar um starfsemina til auk- ins öryggis, en það er nákvæmlega það sem Slysavarnafélagið hefur bent á. Það er því enginn munur á skoðunum félagsins og skoðunum þeirra sem atvinnu hafa af slíkum bátarekstri og óskiljanlegt hvernig þeir brugðust við sjáifsögðum og samdóma kröfum um aukið öryggi t.il handa þeim sem ferðast með þessum bátum. Það er vitað að þeir aðilar sem nú stunda þennan rekst- ur hafa staðið sig vel hvað varðar öryggi bátsveija enda margir skói- aðir í björgunarsveitum Slysavarna- félags Islands svo sem fram kemur í umræddum greinum. Það er líka ljóst að slíkur rekstur getur verið hættulegur þeim sem þátt taka, um það eru allir sammála. Á komandi árum er líklegt að margir reyni fyr- ir sér við rekstur báta í straumvötn- um enda um spennandi og áhuga- verðar ferðir að ræða. Það er hins- vegar ekki víst að allir standi sig eins vel varðandi öryggismál og þeir sem þetta hafa stundað fram að þessu. og því skylt og rétt að setja lág- markskröfur um öryggi eins og um flesta aðra atvinnustarfsemi eink- anlega þegar hún getur reynst hættuleg. í Nor- egi hefur lík starfsemi rutt sér mjög til rúms eins og víða annars- staðar. Þar er nú unnið að setningu reglna til aukins öryggis við þessar siglingar vegna siysa sem orðið hafa. I grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu undir nafninu Slysavarnafé- lagið, bátafólkið og straumvatns- slysin eftir Erling B. Thoroddsen spyr hann hvort tíðni slysa björgun- arsveitarmanna við æfingar sé óeðli- lega há og reglur um þær ekki nógu skýrar. Því miður hafa orðið mörg slys á björgunarfólki bæði við æf- ingar og björgunarstörf. Störf björgunarmannsins eru hættuleg um það getum við verið sammála. Flest er gert til að þjálfa og æfa björgunarfólk til að það sé meðvitað um og ljós sú hætta sem fylgir björgunarstörfum en þau eru oft afar erfið og oftast unnin við verstu skilyrði. ísienskir björgunarmenn hafa oft þurft að leggja líf sitt í hættu og stundum við björgun ann- arra, iátið öryggisreglur lönd og leið. Stór skörð hafa við slíkar að- stæður verið höggvin í raðir ís- lenskra björgunarmanna, skörð sem aldrei verða fyllt. Frá árinu 1976 til þessa dags hafa 22 óhöpp orðið á björgunarmönnum Slysavarnafé- lags íslands við björgunar- og æf- ingastörf, þar með talin nokkur óhöpp sem orðið hafa vegna óveð- ursútkalla á síðustu árum. Það eru því um 22 óhöpp á 18 árum. Að meðaltali hafa verið um 1200 út- köll á ári til björgunarstarfa á seinni árum, en æfmgaferðir eru miklu fleiri. I björgunarsveitum Slysa- varnafélags ístands eru á fjórða þúsund manns á öllu landinu. Hvort hlutfall óhappa er hátt eða lágt er erfítt að meta en í röðum slysa- varnafólks er þetta talið 22 óhöpp- um of mikið. Hér eftir sem hingað til verður stöðugt unnið að betri öryggisreglum og þjálfun björgun- armanna, svo unnt verði að fækka óhöppum svo sem kostur er. Höfundur er forseti Slysavarnaféiags íslands. Einar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.