Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 29

Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 29 AÐSENDAR GREINAR Höfum við þá þörf fyrir myndlist- arskóla þegar ekki er lengur áhugi á þjálfun í teikningu, myndbygg- ingu, litameðferð og mótun? Eðli sjónlista er að um er að ræða sýni- lega formræna hluti, sem vinna saman að sjónrænni heild. Telji menn að áfram skuli haldið á sömu braut, sérstakiega með fagurlista- deildirnar, legg ég til að þær verði fluttar upp í heimspekideild Háskól- ans og að um listiðnaðardeildirnar verði stofnaður nýr skóli, sem mennti nemendur í aivöru listiðnað- arnámi. Eina deildin sem virðist starfa markvisst í þeim tilgangi er grafíska hönnunardeildin. Nú er ég viss um að sértrúarprestar „sést ekki listarinnar" sem hreiðrað hafa um sig í skjóli listastofnanna ís- lensku þjóðarinnar froðufella af bræði yfir því að ekki skuli allir vera jafn ánægðir með framgang mála. Þeir ráða orðið algjörlega flestum ijármunum sem til mynd- listar er varið. Um er að ræða fjár- muni til listaverkakaupa safna, til starfslauna myndlistarmanna, fé til listskreytinga opinberra bygginga og skóla, en það er nú sér kafli út af fyrir sig. A Norðurlöndum og fleiri löndum sem ég þekki til, hafa menn farið aðrar leiðr en hér í listiðnaðar- námi. Listiðnaðarskólar eru sérskól- ar sem kenna og þjálfa nemendur til ýmiskonar formhönnunar fyrir iðnað. Listiðnaðarmenn koma úr slíkum skólum og starfa sjálfstætt að ýmsum greinum listiðnaðar, svo sem keramík, textíl, grafískri hönn- un, gull og silfursmíði, innanhúss- arkítektúr o.s.frv. Ég skora á alla sem málið varðar að tjá sig. Stofnun listiðnaðarskóla er einn af hornsteinum til þess að rífa megi upp listiðnað í landinu. Við stjórnvöld vil ég segja, fal- legt tal um gildi verkmenntunar er ekki nóg, verkmenntun án form- sköpunar dugir ekki til þess að hér geti komið fram hágæðavörur með íslenskum séreinkennum. Höfundur er listmálari. Af sjónarhóli MIKIÐ hefur verið fjallað um nýsköpun atvinnutækifæra í fjöl- miðlum og ýmsar hug- myndir settar fram. Sala raforku til út- landa og stóriðja, hafa verið lausnarorðin. í veiðimannasamfélagi okkar skal gróðinn koma fljótt. Það er sagt að vaxtarbroddur- inn sé í ferðamanna- þjónustu og er það ánægjulegt, svo fram- arlega sem hann verð- ur ekki eyðilagður með okri. Síðasta átakið er að gera íslensk- an landbúnað hreinan af tilbúnum efnum og telja þeir menn, sem þar eru í forsvari mikla möguleika á mörkuðum heilsuæðisins, sem gengur yfir hinn vestræna heim. Það er hrein stóriðja ef vel er að staðið. Hvernig fer það saman við eiturspúandi álbræðslur? Ég er sammála þeim mönnum, sem vilja fara veg hins hreina í þessum efn- um, bæði til sjós og lands. Því miður þarf að vera hér lang- varandi kreppa til þess að menn vakni upp við það að menntastefna þjóðarinnar hefur verið kolröng undanfarna áratugi. Menn spyrja nú hvað hafi farið úrskeiðis? Viðhorf þjóðfélagsins hefur verið að flestir ættu að menntast sem fræðingar af einhveiju tagi. Verk- menntun er ekki talin fín á íslandi. Oskiljanleg launastefna ríkisins elur á titlatogi og svívirðilegur launa- ójöfnuður viðgengst í landinu, enda talsmenn verkalýðsfélaga búnir að vefjast inn i ruglið um aukaatriði og sjá ekki lengur ójöfnuðinn sem allsstaðar blasir við. Mikil tregða á fjárveitingum hef- Einar Hákonarsson ur ávallt einkennt stjórnvöld þegar kemur að verknámi. Skýring- in er sjálfsagt sú að ráðamenn hafa flestir gengið í gegnum hið bóknámssinnaða menntakerfi og skilja ekki samhengið í að saman fer hugur og hönd. Við íslendingar erum frægir þrætubók- armenn og erum snill- ingar í að þrátta um aukaatriði, sérstaklega ef um raunveruleg al- vörumál er að ræða. Hingað til hefur mönnum þótt þægilegra að láta aðra hugsa fyrir sig í formi vafasamra kenninga stjórnmálanna. Nú hafa slíkar breytingar átt sér stað í heiminum, með falli kommúnismans og því að dregið hefur úr áhrifum frjálshyggj- unnar, að grundvöllur fyrir skyn- samlegar umræður og ákvarðana- tökur hlýtur að vera á næsta leiti. Endurmat á stöðunni þvingar menn til _að hugsa rökrétt. íslenska flokkakerfið og kjör- dæmaskipan er löngu tímabært að stokka upp. Núverandi kjördæma- skipan grefur undan sjálfstæði þjóðarinnar og mun í nánustu fram- tíð setja þjóðfélagið á hausinn ef ekki verður breyting á. Landið verð- ur áð gera að einu kjördæmi og gefa fólki meira val um menn. Núverandi skipan hindrar okkar bestu menn í að bjóða sig fram. Ég nefndi hér fyrr að verknám hefði ekki náð sér á strik til jafns við bóknámið. Um er kennt að það sé svo miklu dýrara en bóknám og ekki skal ég draga það í efa, en það sýnir sig svo ekki verður um villst að verklagni þjóðar hefur úr- Stofnun listiðnaðar- skóla er einn af horn- steinum til þess, segir Einar Hákonarson, að rífa megi upp listiðnað í landinu. slitaþýðingu um afkomumöguleika í nútíð og framtíð. Hér á landi höf- um við löngum vitað af dapurri reynslu að erfitt getur verið að keppa við stærri þjóðir á sviði fjöldaframleiðslu iðnaðarvarnings, nema þá í matvælaiðnaði, sem verð- ur að þróa ört til fullbúinnar neyslu- vöru. Það er gleðiefni að víða sjást marktækir vaxtarbroddar þar. íslenskur listiðnaður hefur átt afar erfítt uppdráttar. Er þar um að kenna skilningsleysi stjórnvalda og lítt hvetjandi umhverfi. Þó hafa eldhugar á borð við Stefán Snæ- björnsson hönnuð, barist hetjulegri baráttu áratugum saman við að kynna og efla íslenskan listiðnað. Uppdráttarsýki í menntunarmálum listiðna hefur ekki létt róðurinn. Myndlista- og handíðaskóli ís- lands hefur haft innan sinna vé- banda listiðnaðardeildir allt frá stofnun skólans 1939 enda að hálfu kenndur við handíðir. Sú skoðun hefur verið ríkjandi innan skólans að fagurlistadeildirnar og listiðnað- ardeildirnar styddu hvor aðra. Mik- il umræða hefur verið um skólann vegna fyrirætlana um að færa nám- ið á háskólastig og flutning skólans í SS-húsið í Laugarnesi. Á nemendasýningum Myndlista- og handíðaskólans undanfarin ár Ljósmynd Einar Falur. Listhönnun eftir Seren S. Larsen (Gler í Bergvík). hefur mátt líta að formrænum kröf- um og verklægni hefur að stórum hluta verið ýtt til hliðar, fyrir eins- konar list, sem minnst á að sjást eða alls ekki. Hrafl í heimspeki er uppi um veggi í skrifuðum texta og uppfærslur á flautuhávaða bif- reiða. Helstu listastofnanir landsins eru nú um stundir undirlagðar lang- tímum saman af slíkum „listvið- burðum". Valmöguleikar ungs fólks, sem hyggur á myndlistarnám takmarkast orðið af þessari speki. Hvar er nú hið margrómaða frelsi í listum? Þessi „list“ sem kalla mætti „sést ekki myndlist" virist meira í ætt við fanatíska stjórnmálastefnu og eða trúarbrögð. Þessi stefna ei stefnu skyldi kalla er keyrð áfrarr af áhangendum sínum með slagorð- um eins og „málverkið er dautt“ „formalisminn er dauður" o.s.frv Kannast einhver við frasana? ísland og Evrópu- sambandíð AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræða um hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu aukist nokk- uð, sérstaklega í kjölfar þess að Noregur, Svíþjóð og Finnland luku samningaviðræðum við ESB og munu leggja niðurstöðuna úr þeim samningum fyrir dóm landsmanna á hausti komanda. Það er eins og nokkur taugaveiklun hafi gripið um sig hjá ýmsum aðilum við þessi tíð- indi og færa þeir hinir sömu fyrir því digur rök að ísland eigi að sækja um aðild að ESB hið fyrsta og verða samferða hinum Norður- löndunum inn í „sæluríkið". Helst virðist þessarar taugaveiklunar verða vart hjá atvinnustjórnmála- mönnum og embættismönnum, sem sjá fram á kollega sína á Norður- löndunum hittast á fundum án þess að nærveru þeirra sé þörf. Utanríkisráðherra í krossferð Á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní var samþykkt ályktun í Evrópu- málunum. Hún var þannig orðuð að báðir armar flokksins telja sig geta vel við unað, enda sagði for- sætisráðherra réttilega að sam- þykktin væri hvorki fugl né fiskur. Hún er kannske dæmigerð fyrir ástandið eins og það er innan flokksins í þessum málum sem mörgum öðrum. Utanríkisráðherra lætur hins vegar eins og niðurstaða flokksþingsins sé stórsigur fyrir Evrópustefnu hans, enda fer hann mikinn í þessum efnum. Stöðugt berast utan úr heimi frásagnir af yfirlýsingum hans um að hagsmun- um íslands sé hvergi betur borgið en innan ESB. Hann kannast hins vegar ekki við að hafa rætt þessi mál við nokkurn mann þegar heim er komið. Maður hlýtur að ætla, sé mark takandi á orðum ráðherra, að hér sé á ferðinni alþjóðlegt sam- særi um að skrökva upp á hann skoðunum. Það er athyglisvert að bera orð ráðherra nú, um mikilvægi þess fyrir íslendinga að gerast aðil- ar að ESB, saman við málflutning hans í átökunum um EES-samning- ana. Þá áttu EES-samningarnir að tryggja okkur gegn því að þurfa ekki að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Það hefur hins vegar komið á daginn að sú gagnrýni sem sett var fram á EES-samninginn og stefnu stjórnvalda í þeim málum hefur staðist, bæði hvað þetta varð- ar og önnur atriði. Hvað þýðir aðild að Evrópusambandinu? Hjá ýmsum sem um þessi mál hafa fjallað kemur það fram að það eina sem íslendingar hafí áhyggjur af í sambandi við hugsanlega aðild að ESB séu sjávarútvegsmálin. Ef lausn finnist á þeirn, þá sé ekkert því til fyrirstöðu fyrir ísland að sækja um aðild að ESB. Þetta kem- ur m.a. fram í grein eftir Valgerði Bjarnadóttur viðskiptafræðing í Morgunblaðinu 2. júlí sl. og í fyrir- lestri sem utanríkisráðherra hélt í Bonn 14. júlí sl. í mínum huga er þetta gríðarleg einföldun og mál- flutningur sem liggur fjarri raun- veruleikanum. Menn verða að gera Menn verða að gera sér grein fyrir því, segir Gunnlaugur Júlíus- son, hvers konar stofn- un ESB er. sér grein fyrir því hvers konar stofnun ESB er. Évrópusambandið er, eftir gildistöku Maastricht-sam- komulagsins, sambandsríki sem tekur til sín æ meir af ákvarðana- töku varðandi einstök aðildarríki. Með tilkomu innri markaðar ESB, árið 1993, þá féllu úr gildi mikil- vægir möguleikar einstakra landa til að stjórna sínum innri málum. Markaðslögmálin eru leidd til önd- vegis innan bandalagsins en hags- munir almennings og umhverfísins eni léttvægir fundnir í samanburði við hagsmuni stórfyrirtækjanna. Atvinnuleysi er gríðarlegt innan bandalagsins. Víða eru milli 10-20% vinnufærra manna at- vinnulausir í aðildarlöndum banda- lagsins. Tugir milljóna manna ganga um atvinnulausir í bandalag- inu öllu. Með aðild að Evrópusambandinu myndu íslendingar afsala sér sjálfs- forræði í öllum helstu málaflokkk- um er við koma samfélaginu og undirkasta sig stefnu ESB í þeim. Með aðild að Evrópusambandinu myndu allar helstu ákvarðanir í sjávarútvegs- og land- búnaðarmálum verða teknar í Brussel út frá heildarstefnu ESB hveiju sinni. Fyrir u.þ.þ. tveimur árum sá ég t.d. viðtal í norska sjónvarpinu við aðstoð- arsj ávarútvegsráð- herra Spánar, þar sem hann hélt því fram að mestu þróunarmögu- leikar spænska fisk- veiðiflotans fælust í því að fá fískveiðiréttindi í Norður-Atlantshafinu í sambandi við samn- inga Noregs um EES- svæðið. Landbúnaður hérlendis myndi dragast gríðarlega saman við aðild íslands að ESB, með til- heyrandi afleiðingum, nema ís- lenska ríkið myndi veija hann stórá- föllum með griðarlegu styrkjum, eins og Finnar virðast t.d. ætla að gera. Með aðild að ESB gæum við ekki lengur staðið á íslenskri eign- araðild yfir fiskimiðunum. Með aðild að ESB þyrftum við að taka upp stefnu ESB í málefnum vinnumarkaðarins, sem stefnir að því að gera kjör á almennum vinnu- markaði sveigjanlegri! Það þýðir lægri laun, verri aðbúnað á vinnu- stað og lakari félagsleg réttindi. Með aðild að ESB gætum við ekki lengur mótað okkar eigin stefnu í umhverfismálum og félags- legum réttindamálum. Líklega muni íslendingar greiða meir til ESB en við fengjum úr sjóð- um þess, samkvæmt niati utanríkis- ráðherra. Margur heldur mig sig Valgerður Bjarnadóttir endar grein sína 2. júlí sl. á því að ef ís- land muni ekki sækja um aðild að ESB á næstu vikum eða mánuðum og kjósa þannig að verða hinum EFTA-ríkjunum samferða inn í Evrópusambandið, þá verði litið á íslendinga eins og nokkurs konar Bakkabræður, sem verði rannsóknarefni fyrir mannfræðinga í framtíðinni. Það er svo sem ágætt að vita hvaða augum við- skiptafræðingurinn lít- ur á það fólk sem er henni ekki sammála í þessum efnum. Á hinn bóginn ætti hún að rifja það upp að meiri- hluti Svía og Norð- manna er á móti aðild landa sinna að ESB. Andstaða almennings innan bandalagsins hefur einnig verið að magnast gegn þeirri stefnu sem skrifræðisskrímslið í Brussel hefur verið að móta á liðnum árum um frekari samruna aðildarríkja ESB. Má í því efni t.d. bæði benda á nýafstaðnar kosningar til Evrópu- þings svo og hve erfitt var að fá almenning til að samþykkja Maas- tricht-samkomulagið á sínum tíma. Það er nefnilega stór spurning hveijir verða taldir meiri Bakka- bræður þegar upp verður staðið, það fólk sem hafnar forræði skrif- ræðisins og kýs lýðræði þjóðríkisins fremur en evrópskt sambandsríki eða þeir sem sitja í glerhöllum í Brussel og líkja almenningi við við- undur ef hann leyfir sér að hafa aðra skoðun á málunum en skrif- ræðisliðið. Höfundur er formndur Samstödu um óháö ísland. Gott fólk, athugið! 0 Sumamámskeið í ágúst. Sértími fyrir barnshafandi. Yogastöðin Heilsubót, _____Hátúni 6a, sími 27710._ Gunnlaugur Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.