Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 31
30 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691166, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
SKATTSVIKARAR A
FYRSTA FARRÝMI
Hugarfarsbreytingar er þörf í garð skattsvika. Brýna nauð-
syn ber til að skera upp herör gegn skattsvikum. Skatt-
svik eru slík að umfangi, að væru allar tekjur framtaldar,
nægðu skattar sem rynnu í ríkissjóð, af þeim tekjum sem ekki
eru taldar fram í hinu svonefnda „svarta hagkerfi“ til þess að
jafna hallarekstur ríkissjóðs.
Skattsvikarar ferðast á fyrsta farrými íslensks þjóðfélags, á
kostnað þeirra sem greiða skatta sína og skyldur til samfélags-
ins, og verða þar af leiðandi í mörgum tilvikum að sætta sig
við annað farrými.
Hér í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að heildarálagning
tekjuskatts á tekjur sem aflað var á liðnu ári nam 30,6 milljörð-
um króna, en þar af innheimtust ekki nema 25,2 milljarðar
króna, eða 82%. Þó innheimtist hærra hlutfall af tekjum liðins
árs, en gerðist af tekjum ársins 1992, en þá var hlutfallið um
81%. Ljóst er þó að skattskilin þurfa að verða mun skilvirkari
en þau eru og innheimtuhlutfall álagðs tekjuskatts þarf að
hækka frá ári til árs.
En það er ekki í innheimtunni sem aðalvandinn er fólginn,
heldur í svartri atvinnustarfsemi, sem veltir milljörðum króna
á ári hverju, án þess að gjalda samfélaginu það sem því ber.
í skýrslu um umfang skattsvika á Íslandi sem unnin var að
frumkvæði Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og kynnt á
liðnu hausti, kom fram að áætlað var að tekjur á árinu 1992
hefðu verið vantaldar um 16 milljarða króna og ríkissjóður og
sveitarfélög orðið af um 11 milljörðum króna í tekjum. Ekkert
bendir til annars, en þess að þessi tala fyrir liðið ár sé hærri
en hún var fyrir árið 1992. Auðvitað er þetta mikið áhyggju-
efni fyrir þjóðfélagið í heild.
Ýmis konar skattsvik tíðkast hér á landi, sem fela í sér svarta
atvinnustarfsemi, óskráð fyrirtæki, svört laun, svarta sölu,
svarta framleiðslu, tvöfalda tekjuskráningu, virðisaukaskatt-
svik, sem fela í sér margfalda innskáningu, skattsvik sem tengj-
ast gjaldþrotum fyrirtækja og staðgreiðslu- og tryggingagjalda-
svik.
Þetta svarta hagkerfi er íslensku þjóðfélagi stórskaðlegt:
Hið opinbera verður fyrir umtalsverðu tekjutapi og vegið er
að atvinnurekstrinum, þar sem samkeppnisstaða raskast.
En á þessu sviði getur ekki náðst markverður árangur, nema
hér eigi sér stað hugarfarsbreyting alls almennings og um það
myndist þjóðarsamstaða að fordæma skattsvik og það mark-
mið að reyna að útrýma þeim. Kannanir benda til þess, að
margir landsmenn mundu nota tækifærið og skjóta tekjum
undan skatti, ef þeir ættu kost á því. Spurning er, hvernig
hægt er að breyta því viðhorfi. í návígi okkar fámenna samfé-
lags, þar sem hver fylgist með öðrum, er nauðsynlegt að eitt
gangi yfir alla í skattamálum. Skattalöggjöfin eins og hún er
nú mismunar þegnum með ýmsum hætti og þessi mismunun
ýtir undir þá skoðun, að sjálfsagt sé að skjóta tekjum undan
skatti, sé þess nokkur kostur. Umbætur á löggjöf geta bætt
úr að þessu leyti. Erfiðara er að fást við þau skattsvik, sem
byggjast á lagabrotum. Vera má, að stórhert viðurlög við
skattalagabrotum séu eina færa leiðin til þess að takast á við
þann vanda að nokkru ráði. í Bandaríkjunum hefur tekizt með
afbrigðum vel að aga landsmenn í skattamálum m.a. með mjög
hörðum viðurlögum, ef skattalög eru brotin.
Slík viðurlög ættu þó aðeins við hér á landi, ef almenningur
hefði sannfæringu fyrir því, að hið opinbera færi vel með þá
fjármuni sem því er trúað fyrir, en því fer víðsfjarri, að slík
tiltrú sé fyrir hendi í þjóðfélaginu, þegar ráðstöfun ríkisfjár-
muna er annars vegar. Reynslan hefur kennt Islendingum að
það er nærtækasta fjáröflunartæki ríkisstjórnar hverju sinni,
að hækka álögð gjöld á almenning, og m.a. þess vegna eru
skattsvik ekki litin jafnalvarlegum augum og annað refsivert
athæfi.
ÖRYGGIÐ í ÖNDYEGI
Nú er hafin mesta ferðahelgi ársins, þar sem bílar í tugum
þúsunda munu leggja undir sig vegakerfi landsins. Ávalit
er brýnt að fara að öltu með gát í umferðinni, en aldrei brýnna
en þessa helgi, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar, að mikill
fjöldi ungmenna er á ferð um helgina og margir lítt reyndir
ökumenn þeirra á meðal.
Ábyrgðarkennd, tillitssemi og hófsemi ættu ferðalangar að
hafa að leiðarljósi. Aðeins þannig verður öryggið í öndvegi.
Morgunblaðið óskar landsmönnum ánægjulegrar verslunar-
mannahelgar og þeim sem á faraldsfæti verða, góðrar heim-
komu.
+
ÚTIHÁT8ÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Hellnar: Rólegt fjölskyldumót
I fyrir áhugafólk um mannrækt
og heilun. Sýnikennsla í heilun,
fræðsla um nálastungur,
náttúrulækningar, nudd, reiki,
öndun og slökun, tónlistar-
heilun, ilmolíumeðferð,
I huglækningar og áhrif drauma,
fyrirbænir, bænahringur,
sögustund og Ijóðalesturfyrir
börn og fullorðna, kvöldvökur,
varðeldur og söngur.
Rás 1,93,5/Rás 2,90,1/
Bylgjan 96,4.
Frá Akureyri... km
á Siglufjörð ..192
að Reykjahlíð ..106
í Ásbyrgi ..148
til Egilsstaða ..280
til Neskaupstaðar. ..351
Síldarævintýri: I dag er hægt að taka þátt í
íþróttakeppni og leikjum, skemmtidagskrá á torginu,
| A morgun er meðal annars hestasýning og
dorgveiðikeppni. Mikið um heimaunnið efni í skemmti-
I dagskránni en KK-band og Þúsund andlit skemmta.
Síldarævintýrinu lýkur svo á sunnudagskvöld.
[ Allt, sem fer fram á útisvæðum bæjarins er endurgjalds-
laust en yfirieitt verður selt inn á það, sem gerist innan-
dyra enda er það ekki á vegum bæjarins.
Eftiriit verður með unglingadrykkju og unglingum yngri en
sextán ára, sem ekki eru í fylgd með fullorðnum, verður
ekki hleypt inn á svæðið.
I Tjaldstæði eru næg, bæði utan við bæinn og eins á opnum
svæðum inni í bænum og verður að greiða fyrir notkun.
Rás1,99,0/Rás 2,88,7/Bylgjan 97,9.
Sækjum Akureyri heim: Fjölskylduhátíð með fjölbreyttri
dagskrá. Meðal annars verður alls kyns keppni, leikir og
íþróttir í tengslum við Kjamaskóg, miðbæinn og sundlaugina.
Dagskráin í miðbænum stendurfram undirkvöld en þar
verða ekki unglingadansleikir. Fyrir 16 til 20 ára verður
dansleikur í 1929 og önnur danshús á Akureyri munu sjá
þeim fullorðnu fyrir kvöldskemmtun. Auk lögreglu mun
Hjálparsveit skáta vera við eftiriit í bænum. Hátíðin er haldin
undir áskoruninni Stöðvum unglingadrykkjuna.
I Rás 1,91,6/Rás 2,96,5/Bylgjan 101,8.
Ætlað fjölskyldufólki.
Nóttin kr. 500/tjald
Dansleikir í kvöld
og annað kvöld
r. 450/mann,
1 ára og eldri
Vopnaskak: Hátið á vegum
Hótel Tanga. í dag verður
haldið sjóstangaveiðimót og
þátttökugjald er 900 krónur.
I kvöld leikur unglingahljóm-
sveitin Orkuverið í Miðgarði.
Auk þess em djass- og
blústónleikar með Magnúsi
Eirikssyni, Pálma Gunnarssyni,
Gunnlaugi Briem og Eyþóri
Gunnarssyni á Hótel Tanga.
Á morgun verður dorgkeppni
og mót í fjörufótbolta í Sandvík.
Einnig verða útitónleikar.
Selt er inn á dansleikina,
1.800 kr, og 500 kr. á unglinga-
dansleikinn. Miðaverð á
djasstónleikana er 800 kr.
Rás1,93,5/Rás2,97,4/
Bylgjan 98,9.
Frá Reykjavík... km
ÍVatnaskóg 80
að Hellnum 242
íHúsafell 138
í Bjarkariund 278
Ætlað fjölskyldufólki.
Nóttin kr. 400/mann,
12áraogeldri
Ætlað fjölskyldufólki.
Nóttin kr. 400/mann,
16áraogeldri
Ætlað fjölskyldufólki.
Nóttin kr. 400/mann,
15áraogeldri
Vatnaskógur: Sæludagar á
vegum nokkurra starfshópa
innan kirkjunnar. Ýmislegt er á
döfinni; kvöldvökur, varðeldur,
fræðslustundir, þrautakeppni,
guðsþjónusta, fijálsar íþróttir
og fleira. Sæludagar eru fyrir
alla aldurshópa, þar sem útivist
og skemmtun helst í hendur við
boðskap kirkjunnar.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. og
fritt fyrir börn yngri en 13 ára
og fólk eldra en 67 ára.
Sæludagarnir eru áfengislaus
hátíð. Rás 1,92,4/Rás 2,99,9/
Bylgjan 96,4.
Ætlað fjölskyldu- og útivistarfólki,
Nóttin kr. 3-400/mann. Neysla áfengis bönnuð.
Gönguferðir, barnastundir og leikjadagskrá.
Kyrrðarstund í Þingvallakirkju i dag. Bama-
guðsþjónusta á sunnudag í Hvannagjá og
guðsþjónusta í Þingvallakirkju.
J7K7-.
Ætlað fjölskyldu- og útivistarfólki.
Nóttin kr. 400/mann, 12 ára og eldri.
Ellilífeyrisþegar borga 200 kr.
Ætlað fjölskyldufólki. Nóttin
kr. 370/mann, 12 ára og eldri
j7~~r~7
Grindavík
Bindindishátíð í Galtalækjarskógi: i dag: Hjólreiða-
keppni, söngkeppni, þolfimi, tónleikar með Richard Scobie
og Sigurði Dagbjartssyni, þrautakeppni í ökuleikni,
barnaskemmtun og grillveisla við tjöldin. Mótssetning, kvöld-
vaka, dansleikur, flugeldasýning, varðeldur og dansleikir.
Á morgun verður körfubolti, helgistund klukkan 14.00, bama-
skemmtun og bamadansleikur, auk fjölmargra annarra atriða
sem lýkur klukkan 3.00 aðfaranótt mánudags.
Aðgangseyrin 17 ára og eldri 4.300,13-17 ára 3.800, yngri
en 12 ára fá fritt inn. Rás 1,97,1 /Rás 2,88,1 /Bylgjan 97,9.
U
Kirkjulækjarkot: Mótið er fyrir alla fjölskylduna og fer fram
í stóm samkomutjaldi. Fjöldi tjaldstæða er á staðnum og hægt
er að kaupa mat í matsal safnaðamiiðstöðvar hvítasunnu-
manna, Skálanum. Á dagskrá eru bæna- og lofgjörðarstundir,
skrúðgöngur og varðeldur auk móts fyrir böm til 12 ára aldurs
frá 10 á morgnana fram á kvöld. Börnin fá kennslu auk þess
sem þau geta farið í sundferð, veiðiferð og nestisferð.
Einnig koma tníðar og leikbrúður í heimsókn.
Barnamótið kostar 1.800 og innfalið er nesti, bolur og ýmislegt
dót. Systkini fá afslátt. Mótinu lýkur á hádegi á mánudag.
Ekkert kostar inn á hátíðina. Áfengisneysla bönnuð.
Rás 1,97,1/Rás 2,88,1/Bylgjan 97,9.
Þjóðhátíð í Eyjum: Á stóra danspallinum sjá
SSSól og Vinir vors og blóma um fjörið. Bong verður
á svæðinu og á Tjamarsviðinu verður Upplyfting auk
fleiri hljómsveita. Meðal skemmtikrafta á kvöldvökum
enr Raddbandið, Magnús Ólafsson og Ön/ar
Kristjánsson. Áhersla á bamadagskrá.
Afmarkaðar fjölskyldubúðir i Dalnum. Bjargsig,
brenna, flugeldasýning, varðeldur og brekkusöngur
með Áma Johnsen. Aðgangseyrin 6.500 krónur.
Hægt er að kaupa miða inn á svæðið og ferð með
Herjólfi frá Þorlákshöfn út í Eyjar á kr. 8.600.
Rás 1,97,1/Rás 2,88,1/Bylgjan 100,9.
______
IV /'/ Vík
Frá Reykjavík... km
í Galtarlækjarskóg .124
í Kirkjulækjarkot .115
íVík .192
að Kirkjubæjarklaustri .273
Frá Galtarlæk í Kirkjul.kot ...67
Frá Kirkjul.koti í Vík ...87
Frá Vík að Klaustri ...71
—HIHÍMMI
—
Kirkjubæjarklaustur: Aðstaða fyrir
fjölskyldur. Fritt inn á svæðið sem opið er
fýrir ferðalanga þótt ekki sé beinlinis um
hátíð að ræða.
Tveir dansleikir verða haldnir og mun
hljómsveitin Bergmál leika í kvöld og
annað kvöld.
í dag verður boðið upp á sitthvað fyrir
krakka og i kvöld verður varðeldur og
fjöldasöngur á tjaldstæðinu að Kleifum.
Eins og um aðrar helgar verður einnig
hægt að fara í ferðir í Laka, Eldgjá,
Núpstaðaskóg, Skaftafellsfjöru,
upp á Skálafellsjökul og víðar.
Að auki golfvöllur, sundlaug og hestaleigur.
Rás 1,88,0/Rás 2,98,7.
fiiSiMSfMSStl
gtaggeiisAiisai
ÍBgélllfeáglSlSS
Víkurhátíð: í dag er meðal annars hægt að fara í morgunleikfimi, leiki og stunda íþróttir.
Trúður kemur í heimsókn, vatnsfótbolti, söngkeppni, útigrill og lýðveldishlaup.
Einnig verður kveiktur varðeldur, sungið í brekkunni og loks er dansleikur i Leikskálum.
A morgun er götukörfubolti og fjársjóðsleit, auk morgunleikfimi og svipaðar dagskrár og í dag.
Einnig verða báts- og vélsleðaferðir gegn gjaldi. Dagskránni lýkur með dansleik.
| Aðgangseyrin Gisting kostar 1.500 á mann alla helgina á tjaldsvæði og 1.000 frá kl. 22 i kvöld.
Skemmtidagskráin kostar 500 krónur á mann fyrir þá sem gista annars staðar. Einnig kostar
inn á dansleiki, í gðtukörfubolta og vatnsfótbolta. Rás 1,91,2/Rás 2,98,7/Bylgjan 100,9.
Neistaflug '94: Fjölskylduhátið á vegum
ferðamálaráðs bæjarins. Enginn aðgangseyrir
og frí tjaldstæði. Hátíðin fer að mestu leyti
fram í miðbænum og næsta nágrenni fram
á mánudagsmorgun.
Meðal þeirra, sem troða upp, eru Bubbi
Morthens, Geirmundur Valtýsson ásamt
hljómsveit, Páll Óskar og milljónamæringamir
auk fjölda annarra hljómsveita og ýmissa
uppákoma eins og skemmtidagskrá á sunnu-
dag, sem endar með varðeldi og flugelda-
sýningu í Lystigarði bæjarins.
Rás 1,91,0/Rás 2,97,4/Bylgjan 98,9.
Eyjólfsstaðir: Mót tileinkað fjölskyldunni
undir yfirskriftinni „Guð gerir alla hluti nýja -
einnig þig“. Unglingar eru boðnir
sérstaklega velkomnir.
Á Eyjólfsstöðum, sem eru um 10 km sunnan
við Egilsstaði rekur Ungt fólk með hlutverk
biblíuskóla. Predikarinn Eivind Fröen kemur
auk þess sem ungt fólk frá Englandi tekur
þátt i unglingastarfinu. Fræðslustund á
morgnana og samkomur á kvöldin, frjáls tími
á milli. Dagskrá fyrir böm á morgnana, m.a.
vatnasport og körfuboltamót. Sérdagskrá
fyrir unglinga.
Mótsgjaldið er 2.000 kr., matur kostar 3.000
kr. og gisting inni er á kr. 1.800. Þeir sem vilja
geta komið með eigin mat. Krakkar á
aldrinum sex til tólf ára borga hálft gjald
en ókeypis er fyrir yngri.
Rás 1, 99,8/Rás 2,87,7/Bylgjan 98,9.
50 km
Samfelld dagskrá á 12 stöðum
Hátíðahöld í tilefni Verslunarmanna-
helgarinnar standa nú sem hæst
og samfelld skemmtidagskrá hafin
á 12 stöðum um land allt. Sums
staðar er unglingum gert hæst undir höfði,
annars staðar er gert ráð fyrir rólegu fjöl-
skyldu- og bindindisfólki. Flest tjaldstæði á
landinu eru opin, en tjaldstæðið á Búðum á
Snæfellsnesi verður lokað að þessu sinni. Á
tjaldstæðunum í Húsafelli, Vaglaskógi, Atla-
vík, á Laugarvatni og Þingvöllum er gert ráð
fyrir fjölskyldum og útivistarfólki og þess má
geta að neysla áfengis er bönnuð í þjóðgarðin-
um. Lögð er áhersla á að friður ríki frá mið-
nætti til sjö á morgnana og þeir sem gerist
brotlegir verði fjarlægðir af lögreglu. Einnig
vill Náttúruverndarráð leggja áherslu á að
þjóðgarðarnir í Jökulsárgljúfrum og í Skafta-
felli séu fyrst og fremst ætlaðir þeim sem
vilja njóta útiveru og náttúrufegurðar í friði
og ró. Er sérstaklega tekið fram að ekki sé
ætlast til skemmtanahalds á tjaldsvæðum.
Heilunarhelgí, síldarævin-
týri og bindindismót eru
meðal valkosta og sums
staðar standa hátíðahöldin
fram á miðjan mánudag
í Galtalækjarskógi er árlegt bindindismót
íslenskra ungtemplara og Umdæmisstúku
Suðurlands nr. 1. Boðið er upp á dagskrá, sem
hófst í gærkvöldi, fram á sunnudagsnótt og
læknir, hjúkrunarfólk og hjálparsveit verða á
staðnum. Einnig leikur hljómsveitin Karnival
og unglingahljómsveitir spila í kúluhúsi. Edda
Björgvinsdóttir og leikhópur skemmta og þar
fyrir utan verða Magnús Scheving, Hörður
Torfason, Raddbandið og fleiri. Einnig setja
flugeldasýning og varðeldur svip á mótið.
í Vík í Mýrdal er hafin fjölskylduhátíð og
meðal annars hægt að fara á hjólabáta, í sil-
ungsveiði, kíkja á útimarkað eða fara í
hestaferðir.
í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð stendur
landsmót hvítasunnumanna sem hæst en það
er hátíð fyrir fjölskylduna. Öll neysla áfengis
er stranglega bönnuð og samhliða landsmót-
inu er Barnamót sem ætlað er börnum til 12
ára aldurs.
Þjóðhátíð stendur yfír í Vestmannaeyjum
í 120. skipti og til að koma til móts við fjöl-
skyldur eru afmarkaðar fjölskyldubúðir inni í
Dal. Öll aðstaða á Kirkjubæjarklaustri er
opin fyrir ferðalanga þessa frídaga þótt ekki
sé beinlínis um hátíð að ræða.
Á Vesturlandi er meðal annars haldin heil-
unarhelgi á vegum Snæfellsáss á Snæfells-
nesi. Um er að ræða rólegt fjölskyldumót sem
opið er öllu áhugafólki um mannrækt og heil-
un._
í Vatnaskógi standa yfir Sæludagar á
vegum nokkurra starfshópa innan kirkjunnar.
Á Austurlandi má nefna fjölskylduhátíðina
Neistaflug ’94 í Neskaupstað sem ferðamála-
ráð bæjarins stendur fyrir. Enginn aðgangs-
eyrir er inn á svæðið og boðið upp á frí tjald-
stæði. Samtökin Ungt fólk með hlutverk, sem
starfa innan þjóðkirkjunnar, halda mót á
Eyjólfsstöðum, sem tileinkað er fjölskyldunni
en unglingar eru boðnir sérstaklega velkomn-
ir. Á Akureyri er fjölskylduhátíðin Sækjum
Akureyri heim undir slagorðunum „stöðvum
unglingadyrkkjuna“. Boðið er upp á fjöl-
breytta dagskrá í dag og á morgun. Á Siglu-
firði er hafið síldarævintýri. Mikið er lagt upp
úr heimaunnu efni í skemmtidagskránni. Alla
helgina verða síðan ýmiss konar leiksýningar,
hljómleikar, dansleikir og rifjuð upp stemmn-
ing síldaráranna á Sigló.
Ennfremur er skipulögð dagskrá á Vopna-
firði á vegum Hótels Tanga og loks má geta
tjaldstæðanna í Bjarkarlundi, Ásbyrgi og
Reykjahlíð sem öll verða opin.
Reykjavík, sögustaður við Sund/Sigfús Eymundsson
LÍKFYLGD Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar forseta í Aðaistræti 4. maí árið 1880.
HEFUR ÞÚ GENGIÐ
í GUÐS HÚSINN?
Morgunblaðið/Golli
HLUTI af kirkjulofti Dómkirkjunnar í Reykjavík, þar sem hægt
er að sjá svipmyndir úr sögu Reykjavíkur og ýmsa kirkjugripi.
Dómkirkjan í Reykjavík
er eitt af þeim húsum
sem íslendingar hafa
oft barið augnm. Færri
hafa eflaust litið inn til
að sjá hvaða sögu hún
hefur að geyma. Signr-
jón Pálsson hitti sr.
Þóri Stephensen í Dóm-
kirkjunni til að fræðast
um hana og leit meðal
annars á sýningu, sem
þar stendur yfir.
Dómkirkjan í Reykjavík er án
efa ein minnsta dómkirkja,
sem fyrirfinnst í höfuð-
borg. Þrátt fyrir það teng-
ist stór hluti sögu íslands og íslend:
inga henni á einn eða annan hátt. I
sumar stendur yfir sýning í kirkju-
lofti Dómkirkjunnar á þjóðlífinu í
Reykjavík á árum áður og ýmsum
gi’ipum í eigu kirkjunnar. Sr. Þórir
Stephensen staðarhaldari í Viðey var
lengi dómkirkjuprestur og þekkir inn-
viði Dómkirkjunnar og sögu hennar
vel. Það sem hér fer á eftir byggist
að mestu leyti á samtali við hann.
Árið 1785 var ákveðið, eftir að jarð-
skjálftar höfðu lagt Skálholtsstað að
mestu í eyði, að flytja biskupsstólinn
til Reykjavíkur. Þar þurfti fljótlega
að reisa nýja kirkju, þar sem eldri
kirkja við Áðalstræti þótti ekki rísa
undir kröfum, sem gerðar voru til
dómkirkju. Nýja kirkjan er talin vera
fyrsta kirkjan hér á landi, sem stóð
utan kirkjugarðs. Hún var vígð 30.
október 1796 en frá árinu 1801 þegar
biskupsstóllinn á Hólum í Hjaltadal
var einnig lagður niður hefur Dóm-
kirkjan í Reykjavík verið dómkirkja
allra landsmanna.
„Þá þú gengur í Guðs hús inn“
Þar sem sýningin er á kirkjuloftinu
verður ekki hjá því komist að virða
innviði kirkjunnar fyrir sér á leiðinni
upp og reka augun í munina, sem þar
eru geymdir. Þegar komið er inn í
forkirkjuna, eða anddyrið eins og ein-
hverjir mundu vilja kalla það, blasir
við vers séra Hallgríms Péturssonar
„Þá þú gengur í Guðs hús inn“ en
það er í ramma, sem Ríkarður Jóns-
son myndhöggvari skar út. Á norður-
veggnum er táknmynd Lúkasar guð-
spjallamanns og á suðurveggnum tákn
Jóhannesar, verndardýrlings gömlu
kirkjunnar, sem stóð við Aðalstræti.
Þegar komið er inn í kirkjuskipið sjálft
sést í miðjum kórnum einstakt lista-
verk Bertels Thorvaldsens, skírnar-
fontur, sem hann gerði í Róm og gaf
„Dómkirkjunni í landi feðra minna,
íslandi" að eigin sögn.
Mektarfólk og sætaskipan
Gaman er að velta sætaskipaninni
í kirkjunni forðum fyrir sér. Úppi og
niðri geta alls hátt í sex hundruð
manns setið. Niðri er hefðbundin
kirkjusætaskipan; gangur í miðjunni
og sæti til hægri og vinstri handar. Á
innstu sætaröðunum við ganginn eru
hurðir til að loka aðgangi að bekkjun-
um fyrir ölium öðrum en þeim, sem
fyrr á tíð keyptu sér aðgang að þeim.
Voru hurðir við mun fleiri bekki áður
fyrr. Á svölunum sunnanmegin í kirkj-
unni, næst predikunar-
stólnum, er biskupsstúka,
sem enn er notuð af bisk-
upi íslands og hans flöl-
skyldu. Utar á þessum
sömu svölum sátu áður fyrr
nemendur úr Lærða skól-
anum á hveijum sunnudegi þegar
þeir gengu til kirkju. Var stundum
kvartað yfir hávaða úr þeirri átt. Á
norðursvölunum er stúka, sem upp-
haflega var fyrir stiftamtmann, þá
landhöfðingjann og loks er hún nú
ætluð forsætisráðherra. Forseti ís-
Iands á hins vegar sæti í öðrum bekk
niðri að sunnanverðu. Við opinberar
athafnir fær hann sæti innst á kirkju-
gólfi gegnt prédikunarstóli, en stól-
amir sem hann notar þá kannast
margir við sem stóla brúðar og svara-
manns hennar. Skemmtilegt er sjá
skýr merki um það í Dómkirkjunni
hve íslendingar hafa almennt hækk-
að. Veggljósum kirkjuskipsins og áður
sneru niður, hefur nú verið snúið upp
svo hæstu menn rekist ekki í þau.
Kirkjuloft, og svipmyndir úr
Reykjavík forðum daga
Kirkjuloftið hefur snert ýmsa
strengi í sögu landsins. Þar á uppruna
sinn Landsbókasafnið, Þjóðminjasafn-
ið og Þjóðskjalasafnið, öll þrjú helstu
söfn íslendinga. Bókmenntafélagið
var þar einnig lengi. Það, sem snertir
sálartetur landsmanna kannski mest,
er þó það að talið er að Jón Sigurðs-
son forseti hafi setið þar við skriftir
og rannsóknir þegar stund var milli
stríða í stjórnmálaátökum. Skrifborð-
inu, sem hann á að hafa setið við,
hefur því miður ekki verið stillt upp
á sýningunni sjáifri en það er að finna
i geymslu ofan við kirkjuloftið ásamt
ýmsum merkum hlutum úr byggingar-
sögu kirkjunnar og sögu landsmanna.
í þessari ferð með séra Þóri um innstu
staði kirkjunnar fékk blaðamaður
einnig að sjá minnstu kirkjuklukkur,
sem finnast í dómkirkju og
stundaklukkuna, sem dreg-
in er upp einu sinni í viku
af Ólafi Tryggvasyni úr-
smið.
Fleiri hluti ber fyrir augu
en best er að snúa sér að
sýningunni sjálfri. Sr. Þórir segir að
þótt hún sé áhugaverð fyrir útlendinga
eigi íslendingar ekkert síðra erindi á
hana. Þar má meðal annars sjá ljósrit
af Guðbrandsbíblíu, Grallarann,
messusöngsbók útgefna árið 1763,
skildi sem hengu utan á kirkjunni á
árum áður, danska gyllta biskupskápu
frá árinu 1898 og ýmsa aðra kirkju-
muni. Á veggjum kirkjuloftsins hanga
gamlar ljósmyndir úr sögu Reykjavík-
ur og sýna vel þá bæjarstemmningu,
sem ríkti fyrr á árum. Meðal þess sem
sjá má er ístaka á tjörninni, Hannes
Hafstein að ganga til kirkju, jarðarför
Jóns forseta, svipmyndir frá lífinu í
bænum og svo mætti lengi telja. Ekki
er síður skemmtilegt að virða fyrir sér
vatnslitamyndir Jóns Helgasonar
biskups af gömlu Reykjavík. Sýna þær
vel hvernig Reykjavík breyttist úr
þorpi í bæ, þar sem gömlu ljósmynd-
irnar taka við og sýna hvernig Reykja-
vík breyttist úr bæ í borg.
Dómkirkjan er
mjög söguleg
bygging