Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN WnMAUGL YSINGAR
Vélritun
- prófarkalestur
Ef þig vantar vélritun,
þá vil ég kraft minn bjóða.
Þér reynist vel mín réttritun
og reynslu hef ég góða.
María, sími 91-45085.
Mars ísimmi BOUNTY
Spennandi
sölustarf!
í tengslum við yfirtöku okkar á umboði fyrir Mars-sælgæti
leitum við nú að einstaklingi til sölustarfa.
Askilin er reynsla í sölumennsku og góð framkoma. Við
leggjum áherslu á að viðkomandi eigi auðvelt með að starfa
með öðrum, sé opinn fyrir nýjungum, reiðubúinn að læra og
tileinka sér ný vinnubrögð með söluárangur að markmiði.
Við leggjum ennfremur áherslu á snyrtimennsku og að
umsækjandi reyki ekki.
Um fullt starf er að ræða og viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir bexist á skrifstofu okkar að Fosshálsi 1,
110 Reykjavík, merktar „Mars - sölustarf"
fyrir föstudaginn 5. ágúst 1994.
í umsókn komi fram upplýsingar um aldur,
menntun og starfsferil.
Upplýsingar verða ekki veittar í síma.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Verksmiðjustjóri
Lón hf. - fiskimjölsverksmiðja, Vopnafirði,
óskar að ráða verksmiðjustjóra til starfa sem
fyrst. Unnið hefur verið að endurbótum á
verksmiðjunni og lögð er rík áhersla á gæða-
framleiðslu á mjöli.
Við leitum að manni með þekkingu og
reynslu af framleiðslusviði og hefur áhuga
fyrir gæðamálum og þróun framleiðslu.
Góð laun eru í boði fyrir réttan mann.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Verksmiðjustjóri - 253“, fyrir 5. ágúst nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Lyfjakynnir
Lyfjakynnir óskast til starfa hjá traustu inn-
flutningsfyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið:
Markaðssetning og kynning á lyfjum. Umsjón
með lyfjarannsóknum, skýrslugerð o.fl.
Við leitum að aðila:
★ sem getur starfað skipulega og sjálfstætt
★ sem talar og ritar ensku og a.m.k.
eitt Norðurlandamál
★ sem er jákvæður og á auðvelt með að
umgangast fólk.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Lyfjakynnir 256“, fyrir 6. ágúst nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Innheimtustjóri
fjármáladeildar KEA
Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir starf inn-
heimtustjóra fjármáladeildar félagsins laust
til umsóknar.
Innheimtustjóri hefur með höndum eftirlit
með öllum útlánum félagsins og sér um og
fylgist með innheimtu þeirra.
Starf innheimtustjóra heyrir undir fjármála-
stjóra félagsins.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir, er tilgreini aldur og menntun,
ásamt starfsreynslu, þurfa að berast aðalfull-
trúa félagsins fyrir 15. ágúst nk.
Kaupfélag Eyfirðinga.
/jf Háskólinn
xSðBS á Akureyri
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns
við rekstrardeild Háskólans á Akureyri.
Forstöðumaður deildar hefur yfirumsjón með
kennslu, námsskrárgerð og rannsóknum.
Forstöðumaður boðar til funda og stjórnar
þeim. í samvinnu við framkvæmdastjóra
gerir hann fjárhagsáætlanir fyrir sína deild
og hefur frumkvæði um samstarf við aðrar
deildir.
Leitað er að manni, sem getur veitt deildinni
öfluga faglega forrystu og haft frumkvæði
að frekari þróun á sviði kennslu og rann-
sókna. Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu af háskólakennslu og/eða rannsókn-
um við viðurkennda vísindastofnun og hafi
getið sér orðstír sem stjórnandi.
Starfið er veitt til þriggja ára í senn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Upplýsingar um starfið gefa rektor og fram-
kvæmdastjóri skólans í síma 96-30900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 15. september nk.
Háskólinn á Akureyri.
Atvinna
- sambýli í sveit
Við sambýlið á Gauksmýri, Kirkjuhvamms-
hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu, er laus
100% staða starfsmanns.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun
og/eða reynslu af störfum fyrir fatlaða.
Starfið krefst innsæis í mannleg samskipti
og hæfileika til samstarfs.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf
1. september nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni á
Sauðárkróki, sími 95-35866, og á sambýlinu
á Gauksmýri, sími 95-12988.
Tvokennara
vantar að Steinsstaðaskóla, Skagafirði
vegna skyndilegra forfalla.
Gott húsnæði á staðnum.
Upplýsingar gefur skólastjóri í símum
95-38033 og 985-36402.
Atvinnutækifæri
í mið-Evrópu
Defence Systems Limited (DSL), breskt fyrirtæki, óskar eftir
hæfu, faglærðu fólki með reynslu til að taka að sér hjálparstörf
í fyrrum Júgóslavíu. Um er að ræða krefjandi störf, stundum
við mjög erfiðar aðstæður. Umsækjendur þurfa að vera á aldrin-
um 25-45, hafa góða aðlögunarhæfni og tala og skrifa reiprenn-
andi ensku, með gilt vegabréf og ökuskírteini. Reynsla af störf-
um erlendis mjög æskileg. Hjá DSL starfar fólk af báðum kynjum.
Laun u.þ.b. 40.000 US$
Flutnings/skipulagsoffisér (m. gráðu og 8 ára reynslu í stjórnun
hópflutninga eða 10 ára herþjónustu við vöru- og fólksflutn-
inga). Rekstrar- og vélaverkfræðingar/tæknifræðingar (ensk
gráða og minnst 5 ára reynsla).
Laun u.þ.b. 33.000 US$
Skipulags- og verkstjórnendur (offisérgráða og 5 ára reynsla
við byggingastörf).
Laun u.þ.b. 29.000 US$
Fjarskipta/samskiptatæknar.
Verkstjórar á verkstæðum (vélar og flutningar).
Laun u.þ.b. 23.000 US$
Smiðir, rafvirkjar, pipulagningamenn, suðumenn, ökumenn á
stórum vinnuvélum/farþegabílum (verða að hafa ökuleyfi í flokki
C+E+D), ökumenn eldsneytistankbíla (verða að hafa ADR),
starfsmenn í þungaiðnaði, bifvélavirkjar, tæknimenn á sviði ra-
fals, loftræstikerfa og kælitækja.
Samningar eru til að byrja með aðeins til eins árs. Þeir, sem
hafa áhuga, sendi ítarleg menntunar- og starfságrip og staðfest-
ingu á gildu vegabréfi og ökuskírteini til Defence Systems Ltd.,
25-28 Buckingham Gate, London SW1E 6LD, Englandi,
simi 90 44 71 233 5611 og símbréf 90 44 71 233 7434.
Óhæfir umsækjendur munu ekki fá svar.
Lyftaraviðgerðir
Óskum að ráða viðgerðarmann til starfa hjá
traustu þjónustufyrirtæki í Reykjavík.
Við leitum að rafvélavirkja/rafvirkja eða
manni með aðra haldgóða, sambærilega
menntun/þekkingu og er vanur viðgerðum á
lyfturum og/eða tækjabúnaði.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Lyftaraviðgerðir 246“, fyrir 5. ágúst nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
RÍKISÚTVARPIÐ
Starf fréttamanns hjá Ríkisútvarpinu á
ísafirði er laust til umsóknar.
Háskólapróf eða reynsla í frétta- eða blaða-
mennsku er nauðsynleg.
Ráðningartími er frá 1. september.
Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri Ríkis-
útvarpsins á ísafirði í síma 94-4404.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. og ber
að skila umsóknum til svæðisútvarpsins,
Aðalstræti 22, ísafirði, eða Ríkisútvarpsins,
Efstaleiti 1, Reykjavík, á eyðublöðum, sem
fást á báðum stöðum.
FramhaldssKólinn
að Laugum
óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður:
íslenskukennara 100% staða, íþróttakenn-
ara 100% staða og húsvörð 100% staða.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1994.
Allar upplýsingar í símum 96-43120
og 96-43112.
HjaltiJón Sveinsson,
skólameistari.