Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir 'OKM, I TIEP MY OUJM V SHOE5...NOU) UJHAT? MOU), VOU CAN UJALK,0R. RUN, OK JUMP, OR 00 ANYTHIN6 YOU LUANT.. YOU MEAN I DON T HAVE J0 6ETPERMISSION? > Allt í lagi, ég reimaði skóna mína Nú geturðu gengið, eða hlaupið, Áttu við að ég þurfi ekki að fá sjálfur... hvað nú? eða stokkið, eða gert hvað sem leyfi? þér sýnist BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Afram konur í pólitík Frá Magnúsi Hafsteinssyni: HINN 18. júlí sl var forstöðumanni húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar sagt upp störfum án útskýringa af meiri- hluta bæjarráðs. Þessu fylgdi jafn- framt að ráðinn yrði nýr og það á faglegum grunni eins og það var kallað ásamt því að ráðinn yrði tæknimenntaður starfsmaður. Ráðning tæknimenntaðs starfs- manns hafði áður verið samþykkkt samhljóða af húsnæðisnefnd Hafn- arfjarðar hinn 24. maí sl. A fundi í húsnæðisnefnd Hafnar- fjarðarbæjar hinn 19. júlí benti for- maður starfsmannafélags Hafnar- fjarðarbæjar á að samkvæmt 10 gr. reglna um réttindi og skyldur Hafn- arfjarðarkaupstaðar gagnvart starfsmönnum sínum væri uppsögn án ástæðu óheimil. Athygli vakti að fulltrúar annarra verkalýðsfélaga í nefndinni töldu samt sem áður enga ástæðu að mótmæla slíku broti á kjarasamningi sem formaður STH benti á. Blóraböggull Núverandi meirihluti bæjarráðs hefur fundið blóraböggul fyrir þann vanda sem húsnæðisnefnd bæjarins er komin í, þ.e. opinberum embætt- ismanni skal sagt upp þrátt fyrir að allir þeir sem til þekkja vita að meg- inhluti vandans er þeir flýtisamning- ar sem gerðir voru og nefndin ber fulla ábyrgð á, þetta ætti hver mað- ur með þekkingu og reynslu af fjár- málastjórn að sjá. Að kenna embætt- ismanninum um þann vanda sem Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar er komin í er ekkert annað en þröng- sýni og flótti frá raunveruleikanum og ábyrgð meirihluta Húsnæðis- nefndar undanfarin ár. Embættisfærslur Til að kóróna allt er stefna hins nýja meirihluta sjálfstæðismanna í Hafnarfirði að ráðið verði í stöður á faglegum grunni. Gott og vel. Hins- vegar er vert að fara yfir þær emb- ættisfærslur sem nýi meirihlutinn hefur staðið fyrir. 1. Ráðning í nýja stöðu svokallaðs starfsmanns reynslusveitarfélagsins Hafnarfjörð- ur, Guðmundur Rúnar, kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins ráðinn. 2. Fyrrum forseti bæjarstjórnar og Al- þýðuflokkskona rekin sem forstöðu- maður húsnæðisnefndar. Stefnan skýr, framkvæmdin einn- ig. Hvað næst? Verður kannski Magnús Gunnarsson ráðinn til hús- næðisnefndar og Jói Begg gerður að framkvæmdastjóra tæknideildar? Olíklegt, en allt getur gerst í hinu nýja leikhúsi fáránleikans. Fréttaflutningur Athygli mína sem Alþýðuflokks- manns vekur hversu fréttaflutningur af þessu öllu hefur verið lítill og þá hlutdrægur ef hann hefur verið og þá miðað við það írafár sem verður ævinlega er krati er ráðinn til opin- berrar stofnunar. Ég neita hreinlega að trúa því, sem margir vilja halda fram, að hér sé um að ræða að for- maður Blaðamannafélagsins er jafn- framt bæjarráðsmaður og formaður Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðarbæj- ar. MAGNÚS HAFSTEINSSON, fulltrúi húsnæðisnefndar Hafnarijarðar. Svar við grein um hj ólreiðakeppni í Galtalækjarskógi Frá lngibergi Jóhannssyni: í MORGUNBLAÐINU sl. fimmtudag birtist grein Guðrúnar Bjargar Sverr- isdóttur um hjólreiðakeppni á bind- indismótinu í Galtalækjarskógi í fyr- rasumar. I grein sinni lýsir Guðrún vonbrigðum sonar síns, þegar hin áður auglýstu veglegu verðlaun, sem hann vann í hjólreiðakeppninni reyndust vera verðlaunapeningur. Undirritaður, sem var mótsstjóri bindindismótsins í fyrrasumar, og er því miður fyrst núna að heyra um tilvik þetta, vill þakka Guðrúnu Björgu fyrir góða ábendingu hennar, Gag-nasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrii-vari hér að lútandi. sem vonandi verður til þess að atvik sem þetta endurtaki sig ekki, þ.e.a.s. að orðalag í auglýsingu dagskrár sé ekki nægilega skýrt. Hvað varðar reiðhjólavinninga skal tekið fram að keppnin í Galtalækjarskógi er hluti af landskeppni Bindindisfélags öku- manna en í þeirri landskeppni eru reiðhjól sem vinningar. Á bindindis- mótinu sjálfu hafa reiðhjól aftur á móti ekki verið vinningar í reiðhjóla- keppninni. Ljóst er að við undirbúning og framkvæmd samkomu á stærð við bindindismótið, má alltaf búast við að eitthvað fari úrskeiðis, þrátt fyrir vonir mótshaldara um að allir gestir mótsins megi eiga þar góða og ánægjulega verslunarmannahelgi. Því er mikilvægt að mótsgestir komi áleiðis athugasemdum um hvaðeina sem betur má fara. Sú er von undir- ritaðs að atvik sem þetta dragi ekki úr áhuga Guðrúnar Bjargar og ann- arra mótsgesta að koma aftur á bind- indismótið um helgina. Þá má geta þess að í þetta sinn munu verðlaun hjólreiðakeppninnar verða vöruúttektir í fjallahjólaverslun G.Á. Péturssonar auk verðlaunapen- inga. INGIBERGUK JÓHANNSSON, mótsstjóri bindindismótsins 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.