Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS VÉLGENGT glóaldin - hefur maðurinn rétt til að velja hið illa? Afar ósanngjarn leikdómur Frá Hugrúnu Ólafsdóttur ÁSTÆÐA þess að ég skrifa þessa grein í blaðið er sú að ég hef rétt lokið við að lesa dóm Súsönnu Svavarsdóttur um verkið Vélgengt glóaldin eftir Anthony Burgess. Þessi dómur var afar ósann- gjarn að mínu mati og gekk út á það eitt að Súsönnu fannst leikrit- ið viðbjóðslegt. Er konan heimsk, ég spyr? Auðvitað er verkið við- bjóður, það á líka að vera það. Súsanna dregur þá ályktun að fyrst að ofbeldi sé hampað eins og raun er í leikritinu þá sé boð- skapurinn ofbeldisdýrkun. Hið rétta er að Vélgengt glóaldin er hörð ádeila á ofbeldisverk ungl- inga og komst túlkun Sumarleik- hússins á verkinu því vel til skila. Tepruleg augu Súsanna segir í sínum dómi: „Mé_r finnst þetta viðbjóðslegt leik- rit. í því eru bara abstrakt vanga- veltur um siðfræði sem koma okk- ur ekkert við.“ Það skín í gegnum allan hennar dóm að hún hefur alls ekki skilið verkið, heldur horft á það með teprulegum augum upptekin af því að velta sér upp úr hugsunum á borð við: Þetta er hrikalega ógeðslegt og þetta líka, oj barasta. Vélgengt góaldin er eins og áður sagði hörð ádeila á ofbeldis- verk unglinga sem gengur út á það að ná samkennd áhorfenda með aðalpersónunni Alex. Þegar það hefur tekist fær Burgess hvern hugsandi mann til að fyllast viðbjóði yfir sjálfum sér. Flestum hlýtur að vera það óþægilegt að finna hjá sér samkennd með manni sem gengur um og Iemur, nauðgar og drepur fólk. Þegar svo Alex hefur gengið í gegnum prógrammið sem fær hann til að geta alls ekki, sökum líkamlegrar vanlíðunnar, framið ofbeldisverk fær Burgess mann til að vorkenna honum. Snilldarlegast finnst mér þó hvernig höfundi tekst að láta áhorfendur hálfgleðj- ast þegar Alex hefur náð „bata“. Þ.e.a.s. hann er fær um að gera allt það illt sem honum dettur í hug. Áleitnar spurningar Flest teljum við okkur góð, samt gleðjumst við með Alex þegar hann verður aftur eins og hann á að sér að vera. Morðingi og nauðg- arL Áleitnar spurningar koma fram í verkinu eins og: Hefur maðurinn rétt til að velja og ef hann hefur þann rétt, má hann þá velja hið illa? Við þessuin spurningum hef ég engin svör en ég er að spá og án efa einhveijir fleiri. Það er mín skoðun að þessar siðfræðilegu vangaveltur komi öllum við og ég vona að fleiri séu á þeirri skoðun. Góður árangur Mér finnst fáránlegt að leik- listargagnrýnir skili af sér dómi um leikrit án þess að meta frammi- stöðu leikara og leikstjóra. Sjálfri fannst mér allur undirbúningur að sýningunni góður og leikararnir ágætir. Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna þann sem lék sögumann- inn og stúlkuna sem lék fangelsis- prestinn sérstaklega. Alex fannst mér góður en það sem kom mér mest á óvart var að enginn var lélegur og allt gekk upp. Það er mjög góður árangur hjá áhuga- mannaleikhúsi. Eini ókosturinn við sýninguna var að hún hefði mátt vera styttri. Að lokum vil ég þakka sumar- leikhúsinu fyrir mig og ég vona að það sé komið til að vera. HUGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Eggertsgötu 2. Maestro/Cirrus notuð í París Frá Gunnari R. Bæringssyni: í TILEFNI skrifa ferðalangs frá París um meintar ófarir hans með debetkort þá vill Kreditkort hf. taka fram eftirfarandi: í París eru 75 hraðbankar sem taka við Ma- estro/Cirrus og fer þeim sífellt fjölgandi. Umræddur ferðamaður notaði kort sitt 12 sinnum í lirað- banka dagana 20. og 21. júní. Hann fékk ávallt svar við sínum fyrirspurnum en því miður fyrir hann þá eru reglurnar þær að næg innstæða eða heimild til yfirdrátt- ar þarf að vera til staðar til að fá úttekt samþykkta. Slíkt, var ekki í þessum tilvikum. Því var ekki um tæknileg vandamál að ræða. Umræddur korthafi hafði ekki samband hvorki við banka sinn né Kreditkort hf. sem hefur um- sjón með þjónustu við korthafa erlendis til þess að afla upplýsinga um ástæður höfnunar. GUNNAR R. BÆRINGSSON, framkvæmdastjóri, Kreditkorts hf. Bílamarkaöurinn Opið ídag kl. 10-17 RÁ. Lokað á sunnudag eTíaop'” ffiWSj °9 mánudag Mislukkaður hræðsluáróður Frá Sigurði Svavarssyni: ÁHUGAHÓPUR um bætta umferðamenningu hefur margt gott gert eftir að hann tók til starfa, og það ber að þakka. En auglýsing honum merkt < Morgunblaðinu 28. júlí síðast- liðinn þykir mér geiga alveg hrikalega, og get því ekki orða bundist. Auglýsingunni virðist sérstaklega beint til karl- manna, nánar tiltekið fjöl- skyldufeðra, og hún felur í sér ýmis sk-ilaboð - flest ógeðfelld. Stór mynd af kjarnafjölskyld- unni úti að aka í fjölskyldubíln- um; karlinn undir stýri,-konan og börnin varnarlaus og að því er virðist skelkuð, enda engin furða því „höfuð fjölskyldunn- ar“ hefur verið svipt húð og andlitsvöðvum vinstra megin svo að skín í kúpuna. „Höfuð fjölskyldunnar" virðist hafa boðið í bíltúr til þess eins að leika sér að lífi og limum sinna nánustu. Óskapnaður Hvaða skilaboð á þessi óskapnaður svo að flytja? Markmið auglýsendanna er vafalítið einhver hræðsluáróður: Akið varlega strákar, annars fer illa fyrir ykkur og þeim sem eru svo vitlausir að þiggja far með ykkur! Á þann hátt einan verður þessi mynd réttlætt. En auglýsingin kemur fleiru til skila. Fjölskyldumynd- in er algerlega hefðbundin, og hlaðið undir þau kynhlutverk sem enginn dró í efa fyrir rúm- um tveimur áratugum. Faðir- inn drottnar yfir konu og börn- um, sem ekki eru líkleg til að bera hönd fyrir höfuð sér, hvað þá að reyna að hafa áhrif á gang mála og bílstjórann, hið óárennielga ijölskylduhöfuð - karlófreskjuna. Misvísandi skilaboð Niðurstaða mín er sú að boð- skapurinn í þessari auglýsingu sé afar misvísandi og ég held að hún beinist að markhópi sem alla jafna stendur sig vel í umferðinni. Karlar og konur sem komin eru á virðulegan aldur koma yfirleitt sérlaga vel út úr könnunum á umferðar- óhöppum - sér í lagði þegar þau ferðast með börn sín. SIGURÐUR SVAVARSSON, Grundarlandi 1. european áWAI.OS PHILIPS hlaut hin eftirsóttu verðlaun frá „European Imaging and Sound Association". Vegna hagstæðra innkaupa getum við nú boðið fullkomið PHILIPS sjónvarpstæki með Blackline S myndlampa á einstöku verði. <8> 109.900 kr.stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt. PHILIPS DU MUNINN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.