Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 46
46 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Þakka skeyti, blóm og aðrar góðar gjafir
í tilefni af sjötugsafmœli mínu.
Elías Mar.
Sumartilboð
allt að 40% afsláttur
Vegna hagstæöra samninga bjóðast SCHOLTES
heimilstæki nú á frábæru verði.
Scholtes
Scholtes ofn, FC 104
Undir og yfirhiti, blástur grill og
blástursgrill
Tilboðsverö kr. 52.270
Staðgrvitt kr. 49.655
Scholtes ofn, FC 115X
undir og yfirhiti, blástur, grill
blástursgrill, tölvukiukka,
catalytic hreinsun.
Tilboðsverð kr. 62.070
Staðgreitt kr. 58.970
Scholtes vifta, H9360
60 cm þunn útdregin vifta 400m3,
með lýsingu í.
Tiiboðsverð kr. 16.330
Staðgreitt kr. 15.500
Scholtes helluborð, TH 483
Keramic helluborð með rofum,
2 halogen hellur 21 og 14,5 cm,
2 radiant hellur 16 og 14,5 cm.
Tiiboösverð kr. 60.440
Staðgreitt kr. 57.420
Scholtes helluborð, T493EX
4 hellur, 2x18 cm 2x14,5 cm, 2
hraðsuðuhellur með hitaöryggi.
Tilboðsverð kr. 23.850
Staðgreitt kr. 22.660
ffcp
L
Scholtes helluborð, TV 483
Keramik helluborð með rofum,
4 hellur, 2x14,5 cm 1x16 cm,
1x19,5 cm, hitaljós
Tiiboðsverð kr. 44.100
Staðgreltt kr. 41.895
Scholtes vifta, H260
60 cm, 350m3,
3 hraðastíllingar, Ijós.
Tilboðsverð kr. 14.700
Staðgreitt kr. 13.960
Scholtes uppþvottavél
LV12443. 4 kerfi, hljóðlát,
sparnaðarkerfi: 22 mínútur, til
innbyggingar.
Tilboðsverð kr. 64.180
Staðgreitt kr. 60.970
ESchoites
Þegar árangurinn skiptir máli
Funahöfða 19« Sími 875680
I DAG
Farsi
6-3
01994 Fwcu* Cartooní/Distributed by Urtwrsal Ptess Syndcate
WA/S6ív4íS/c<50í-T«4ft.T
„ Nú, 5\yo J>eoar þú ert bin'ruv ahyfcu
yfírböndinrib^ h,Lustaou þá i/ot á hvað
h/gtxns heÞur-að segjct."
SKÁK
Umsjón Margcir
Fétursson
ÞESSI STAÐA kom upp á
opna mótinu í Kaupmanna-
höfn í júnílok. Enski alþjóða-
meistarinn Keith Arkell
(2.500) var með hvítt en
Þjóðverjinn M. Steinbacher
(2.390) hafði svart og átti
leik. Hvítur lék síðast 31.
Rf3-gl?? _
Sjá stöðumynd
Svartur vinnur nú með
laglegum línurofsleik: 31. -
Be2+! og það var ekki um
annað að ræða fyrir hvít en
að gefast upp því hann held-
ur ekki valdi á f2. Þrír Ukra-
ínumenn urðu efstir og jafn-
ir á mótinu. Stórmeistarinn
Neverov og alþjóðlegu meist-
ararnir Stripunsky og
Brodsky hlutu Vh v. Eng-
lendingarnir Arkell og Ward
og heimamaðurinn Carstein
Höi með 7 v.
COSPER
Ég ætla að vona að hendurnar á þér séu hreinar
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Ómerktar
myndir
MAGNÚS H. Kristjáns-
son, sonur Kristjáns H.
Magnússonar, listmál-
ara, hafði samband við
Velvakanda í þeim til-
gangi að ef einhver ætti
í fórum sínum ómerktar
myndir eftir föður hans
væri hann meira en fús
til að staðfesta þær með-
an hann dvelur hér á
landi næstu tvær til þijár
vikurnar, en hann er
búsettur á Spáni. Fólk
getur lagt inn skilaboð
til hans á Hótel Lind.
Frábær
útvarpssaga
KONA hringdi til Vel-
vakanda til að vekja at-
hygli fólks á útvarpssög-
unni sem Sveinn Einars-
son, leikstjóri, er að lesa
þessa dagana og er eftir
hann sjálfan og heitir
„Dordingull". Sagan er
með afbrigðum
skemmtileg og hann les
hana svo vel að hún seg-
ist skemmta sér konung-
lega.
Svar til Þóru
HRINGT hefur verið
vegna fyrirspurnar Þóru
Jónsdóttur í blaðinu í
gær um kvæðið „Upp
undan bænum...“ Það
heitir „Dálítil saga“ bls.
7 í bókinni Kvæði eftir
Þorstein M. Gíslason gef-
ið út 1893 og er í 20-30
erindum. Tryggvi
Tryggvason og félagar
sungu það inn á plötu
sem oft er spiluð í út-
varpinu. Þóra má hringja
í Vilborgu Dyrset í síma
870782.
hressingu. Lesandinn vill
koma því á framfæri
hvort ekki væri hægt að
hafa sjálfsala á stöðinni
eins og víða erlendis.
Tapað/fundið
íþróttaúlpa
tapaðist
GUL og blá íþróttaúlpa
sem á er letrað með stór-
um stöfum „Bragi“
tapaðist á ferðalagi frá
Reykjavík um Snsgfells-
nes nú í vikunni. Skilvís
fmnandi vinsamiega
hringi í síma 30447 eða
30457.
Karlmannsúr
fannst
ÚR FANNST aðfaranótt
sunnudags fyrir utan
Sólon íslandus. Ólin er
gyllt og úr stáli. Eigand-
inn má vitja þess hjá
Veru í síma 694838.
Lyklakippa
fannst
SJÖ lyklar á kippu og
einn lítill með áletraðri
plötu fundust fyrir ca.
hálfum mánuði í mið-
bænum. Eigandinn getur
vitjað þeirra í síma
877376.
Gleraugu
fundust
LESGLERAU GU í
hulstri fundust fyrir viku
á horninu Snorrabraut
og Mánagötu. Eigandinn
má vitja þeirra í síma
27214.
Gæludýr
Sjálfsala í Högni týndur
Leifsstöð GRÁBRÖNDÓTTUR
HNEYKSLAÐUR les- högni með hvíta bringu,
andi hringdi og sagðist eyrnamerktur, týndist
hafa þurft að fara í frá heimili sínu á Flat-
Leifsstöðina með far- eyri þann 6. júlí þar sem
þega um kl. 23 eitt hann var í sumargæslu
kvöldið. Veitingasölunni þannig. að hann er þar
þar er lokað kl. 21.30 ókunnur og fólk því vin-
og fólki, sem var að bíða samlega beðið að aðgæta
eftir farþegum, stóð ekki í kjallara sína. Geti ein-
annað til boða en að fá hver gefið upplýsingar
sér vatnssopa á snyrting- vinsamlega hringið í
unni ef það vildi fá sér síma 94-7855.
Víkveiji skrifar...
Víkverji verður alltaf jafn undr-
andi, þegar hann sér að ein-
hverjir aðilar í viðskiptum hér á landi
sjá ástæðu til að auglýsa vöru sína
á erlendu tungumáli, þrátt fyrir að
auglýsingunni sé greinilega beint að
Íslendingum. Víkverji heldur einna
helst, að þarna sé um undarlegt
snobb af einhveiju tagi að ræða.
Hver er annars skýringin á miklum
borða, sem strekktur hefur verið yfir
Bankastrætið? Þar segir eitthvað á
þá leið, á engilsaxnesku, að banda-
ríski skyndibitastaðurinn Subway,
sem býður upp á samiokur og salöt,
sé „coming to Iceland this august“!
xxx
egar Víkveiji var í Noregi fyrir
nær tíu árum voru frændur
vorir að hvetja þjóðina til að drekka
meiri mjólk. Líkt og hér á landi var
slagorðið „Mjólk er góð“ notað í
Noregi. Það sem kom Víkverja hins
vegar afskaplega spánskt fyrir sjónir
var að slagorðið var alls staðar á
ensku, svo Norðmenn drukku meiri
mjólk undir kjörorðinu „Milk is
good“. Þá var Víkveiji þess fullviss
að slíkar auglýsingar sæust aldrei
hér á landi, en miðað við borðann í
Bankastrætinu virðast íslendingar
ætla að fara sömu ólukkans leiðina.
xxx
Yíkveiji sá um daginn mynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, Bíó-
daga. Það var á föstudegi og til þess
að forðast fulian sal af hávaðasömum
unglingum sem oft hafa gert Vík-
veija lífið leitt þegar hann fer á bíó
um helgar, var ákveðið að fara á
fimmsýningu. Víkverji var ánægður
framan af og hrósaði happi yfir því
að sitja í góðu sæti og horfa á ágæta
mynd í friði og ró. Friðurinn var hins
vegar fljótt úti þegar ungabarn fór
að láta í sér heyra framarlega í saln-
um. Það kom Víkveija tnjög á óvart
að foreldrar ungabarnsins eða þeir
sem voru með bamið þarna höfðu
Iitia sem enga tilburði uppi til þess
að róa það. Ungabarnið var einfald-
lega látið gráta dágóða stund,
væntanlega þar til það sofnaði. Vík-
veiji gerir sér grein fyrir því að Bíó-
dagar flokkast undir ljölskyldumynd,
en er hér ekki heldur iangt gengið?
Ur því að Víkveiji er að fjalla um
fjölskyldumyndina Bíódaga á
annað borð er ekki úr vegi að minn-
ast á það sem Víkveiji viil kalla óhóf-
lega verðlagningu. Miðinn á Bíódaga
kostar 800 krónur og fyrir fimm
manna fjölskyldu sem viil sjá mynd-
ina er því um að ræða útgjöld upp
á fjögur þúsund krónur.
I árdaga íslenskrar kvikmynda-
gerðar þótti sjálfsagt að hafa miða-
verð íslenskra mynda töiuvert hærra
en annars þekktist, en Víkveiji er
ekki viss um hversu sjálfsagt það er
í dag. Honum þótti það að minnsta
kosti einkennilegt að sjá viðtal við
Friðrik Þór í Morgunblaðinu sömu
helgi og hann greiddi átta hundruð
krónur fyrir að sjá Bíódaga, þar sem
Friðrik lýsir því yfir að við gerð
myndarinnar hafi hann fengið þá
styrki sem hann bað um og að fjár-
mögnum myndarinnar hafi ekki verið
neitt vandamál.
Víkveija þykir tími til þess kominn
að leggja af þann ósið að hafa miða-
verð á íslenskum kvikmyndum sjálf-
krafa mikiu hærra en á erlendum
myndum.