Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 52
• 52 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓTIÐ í GOLFI Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér í gær sjötta íslandsmeistaratitil sinn á jafn mörgum árum í golfi kvenna. Þetta er ekki leiðinlegt - sagði besti kvenkylfingurinn um sjötta sigurinn á sex árum Golf Landsmótið á Akureyri Meistaraflokkur karla: Lokastaðan eftir 72 holur: SigurpG. Sveinss. GA....70 71 76 71 288 BirgirL. Hafþórss. GL....73 75 70 72 290 Björgv. Sigurbergs. GK..71 74 73 73 291 SiguijónArnarsson GR..75 76 71 70 292 Bjöm Knútsson GK......74 74 73 73 294 Sveinn Sigurbergs. GK...76 75 71 73 295 Örn Arnarson, GA......72 74 73 76 295 Guðm. Sveinbjörnss. GK71 75 74 77 297 Tryggvi.Traustason.GK..77 76 73 73 299 Björgv. Þorsteinss. GA...75 74 75 75 299 Kristinn G. Bjarnas. GL..72 72 77 78 299 Þorkell Sigurðars. GR ....77 77 71 75 300 Sig. Hafsteinss., GR..75 79 73 74 301 Tryggvi Pétursson, GR...76 76 81 70 303 HelgiD.Steinsson,GL...76 74 72 81 303 Helgi A. Eiríksson, GR ...76 77 75 77 305 Hjalti Atlason, GR........72 78 76 79 305 Björn Axelsson, GA........75 77 80 74 306 Hjalti Pálmason, GR.......75 79 74 79 307 Meistaraflokkur kvenna: Lokastaðan eftir 72 holur: Karen Sævarsd. GS.........77 79 73 77 306 Ragnh. Sigurðard. GR....79 78 77 84 318 Herborg Amarsd. GR........76 84 80 81 321 Ólöf María Jónsd. GK......77 80 77 88 322 Þórdís Geirsd. GK.........86 81 78 81 326 RutÞorsteinsd. GS.........81 88 83 88 340 AndreaÁsgrímsd. GA....86 86 86 86 344 AnnaSigurbergsd.GR ...83 84 84 93 344 Erla Adólfsd., GA.........83 93 89 90 355 Kristín Pálsd. GK.........96 93 89 90 368 Erla Þorsteinsd. GS.......95 92 90 92 369 Inga Magnúsd. GK..........96 88 93 96 373 Jóhanna Ingólfsd. GR...90 97 95 100 382 Magdalena Þórisd., GS99 100 98 93 390 1.. flokkur.. karlai Lokastaðan eftir 72 holur: Sig. H. Ringsted GA.......73 76 73 75 297 Halldór Birgiss. GHH......76 73 72 78 299 Ómar Halldórss. GA........75 70 79 78 302 Einar B. Jónss. GKJ.......74 78 77 75 304 Birgir Haraldss........79 77 73 75 304 Friðbj. Oddss. GK......78 74 74 81 307 Styrmir Guðmunds. NK..80 74 80 76 310 Gunnar Einarss. GOS...76 77 79 78 310 Magnús Jóns. GBB.......80 78 78 76 312 Ólafur Gylfas. GA......77 80 78 77 312 Skúli Ágústs. GA......75 79 81 77 312 Halldór Rafnss. GA.....84 72 77 79 312 Ágúst Ársælss. GK......78 77 77 80 312 Sverrir Þorvalds. GA......89 75 78 72 314 Jón S. Ámas. GA...........80 80 81 73 314 Kristvin Bjarnas. GL......76 79 78 81 314 Kristján Hanss. GK........80 80 78 78 316 Albert Elíss. GK..........79 76 79 83 317 SteindórHallNK............81 82 79 76 318 Eiríkur Haralds. GA.......85 75 84 75 319 Helgi Ólafss. GKG.........78 84 79 78 319 Guðm. Siguijóns. GS.......80 82 83 76 320 Sig. Jónss. GG.........83 76 79 82 320 Guðm. Óskars. GR.......83 79 76 82 320 Þórh. Pálss. GA...........81 77 82 81 321 FylkirGuðm. GÓ............75 84 80 82 321 Sigurþ. Sævars. GS........81 78 88 75 322 ívar Ó. Amarss. GK........83 76 84 80 323 Morgunblaðið/Björn Glslason Sigurður H. Ringsted frá Akureyri sigraði í 1. flokki karla eftlr harða keppni Sigurður sigraði í 1. flokki KAREN Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér í gær sjötta íslandsmeistaratitil sinn á jafn mörg- um árum í golfi kvenna. Karen sýndi og sannaði, ef einhver hefur efast um það, að hún er besti kvenkylfingurinn og svo virðist sem aðrar stúlkur eigi talsvert í land með að ógna henni að einhverju marki. Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð önnur á 321 höggi og Herborg Arnars- dóttir, einnig úr GR, varð í þriðja sæti á 322 höggum. j^aren var að vonum ánægð með sigurinn og þegar hún var spurð að því hvort það færi ekki að vera leiðinlegt að vinna svona ár eftir ár sagði hún: Skúli Unnar „Nei, þetta er alls ekki leiðin- Sveinsson legt. Ef það er einhver titill skrifarfrá sem maður vill vinna þá er Akureyri það þessi. Annars átti ég alls ekki von á svona yfirburðum og ég hafði undirbúið mig fyrir mikla spennu og var tilbúinn í slíkt, en til þess kom í raun- inni ekki. Það kemur samt að því einhvern tíman því stelpurnar eru að draga á mig en það kemur alltaf einn slakur hringur hjá þeim og það gerir muninn. Ég fann ekki fyrir neinni pressu á mér eftir tvo daga þó svo munurinn væri ekki mikill á okkur. Mér fannst ég ekki getað ætlast til þess af mér að vinna sjötta árið í röð og kom með því hugarfari í mótið. Ég spilaði vel tvo síðustu dagana og er mjög sátt við þetta. Við byrjuðum reyndar frekar illa því við þurftum að bíða við hvert einasta högg og þá kólnar maður og við slógum allar illa en ég náði samt að skora ágætlega og ná að auka forskot mitt,“ sagði Karen. Um nánustu framtíð sagði Karen að hún tæki þátt í stigamóti í GR eftir tvær vikur og síðan færi hún út til Bandaríkjanna þar sem hún er við nám. En á hún sér ekki þann draum að gera golf að atvinnu sinni? „Jú, það blundar auðvitað í manni en það verður ekki á næstunni. Ég ætla að klára skólann fyrst og svo sér maður til en það eru nokkur ár í að ég geti sagt við þig að ég sé á leið í atvinnumennskuna. Stelpurnar verða að glíma við mig í nokkur ár í við- bót,“ sagði Karen. „Hryllingur" „Þetta var hryllingur,“ var það fyrsta sem Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sagði þeg- ar hún hafði skilað skorkorti sínu, en hún lék á 84 höggum, sem nægði henni samt í annað sætið. „Ég veit ekki hvað var að hjá mér, en ætli það sé ekki einhver spenna og hún magnaðist bara þegar á leið ef eitthvað var. Ég fór í allar glompur sem ég fann á vellinum og vippaði meira að segja í þær nokkrar. Ég er auðvitað ánægð með annað sætið en ég hefði verið rosalega ánægð ef ég hefði fengið fugl á síðustu holunni, en ég var klaufí að missa púttið. Annars endað ég ágætlega, þrjú pör í röð, en fugl á síð- ustu hefði bjargað deginum," sagði Ragn- hildur. Hvenær kemur að því að þið farið að veita Karenu einhveija keppni? „Ég veit það svei mér ekki. Ég ætlaði að gera það núna en það virðist sem ég hafi sett of mikla pressu á mig, þannig að það fór allt í vitleysu.“ „Ánægð“ Herborg Arnarsdóttir úr GR varð lék vel í gær og kom inn á 81 höggi og skaust upp fyrir Ólöfu Maríu Jónsdóttur í þriðja sætið. „Ég er ánægð með hringinn, sérstaklega miðað við veðrið. Þetta er besti árangur sem ég hef náð á landsmóti, varð í fimmta sæti í Leirunni í fyrra. Það er ágætt að byrja í þriðja sæti og fara síðan aðeins upp.“ Ykkur gengur erfiðlega að eiga við Kar- enu, á ekkert að fara að veita henni verðuga keppni? „Jú, það er nú alltaf ætlunin en við leik- um alltaf illa einn dag á meðan hún er stöð- ug og fær enga verulega slæma hringi. Karen er rosalega sterk, rosalega grimm og rosalega góð þannig að það er erfitt að eiga við hana. Við getum þó veitt henni keppni en í fjögurra daga móti leikur hún alltaf stöðugt en við fáum slæman dag. Það kemur samt að því að við náum að sigra hana, hvenær það verður veit ég samt ekki,“ sagði Herborg. SIGURÐUR H. Ringsted frá Akureyri sigraði 11. flokki karla eftir mikla og harða keppni við Halldór Birgisson frá Höfn. Sigurður reyndist sterkari á síð- asta hring og sigraði með tveimur höggum, lék samtals á 297 höggum en Halldór á 299. Ómar Halldórsson úr GA varð þriðji á 302 höggum. egar kapparnir lögðu af stað í gærmorg- un átti Halldór eitt högg á Sigurð en sá síðarnefni byrjaði af miklum krafti og náði strax forystu sem hann hélt til loka. „Það fór nú aðeins um mig á 17. braut. Þar sló ég vestur fyrir flötina skallaði bolt- ann síðan með sandjárni yfir flötina og í brekkuna á móti og endaði á sjö höggum en Halldór fékk par. Ég átti fjögur högg fyrir holuna en aðeins tvö fyrir þá síðustu og ég ákvað að spila öruggt og tryggja þetta,“ sagði Sigurður og hafði orð á því að þetta hefði verið mjög skemmtilegur dag- ur og riðillinn frábæ:. Sigurður er nú með um fjóra í forgjöf og stefnir að því að leika í meistaraflokki á næsta landsmóti. „Ég hef rokkað á milli fyrsta og meistaraflokks undanfarin ár og hef oft leikið í meistaraflokki á landsmóti. En það eru orðin ein tíu ár síðan ég hef leikið á landsmóti fyrir sunnan þannig að maður stefnir þangað,“ sagði sigurvegarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.