Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 53
LANDSMÓTIÐ í GOLFI
Taugar Sig -
urpáls héldu
Fyrsti sigur Akureyrings í 17 ár
ÞAÐ var auðséð að þungu fargi var létt af Sigurpáli Geir Sveins-
syni úr Golfklúbbi Akureyrar þegar hann setti niður á síðustu flöt
í gær og íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Gríðarlegri spennu,
taugastríði og frábærum fjórum golfhringjum var lokið. Stoltið
sagði einnig til sín þvíhann var á heimavelli og fjöldi fólks fylgd-
ist með. Það eru 17 ár síðan Björgvin Þorsteinsson úr GA varð
síðast íslandsmeistari og því hafði hinn ungi Akureyringur fulla
ástæðu til að gleðjast. Hann var aðeins tveggja ára þegar Björg-
vin vann sfðast og stoltið og ánægjan sagði þvítil sín og reyndi
hann ekki að leyna geðshræringu sinni frekar en margir aðrir
Akureyringar.
Sigur í höfn
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SIGURPALL Gelr svelnsson fagnar hér meistaratitlinum. A efri
myndinni hefur hann rétt rekið í síðasta púttið fyrir pari og sigur-
inn í höfn, en á neðri myndinni óskar Björgvin Sigurbergsson,
sem var í þriðja sæti þriðja árið í röð, honum til hamingju.
FulKrúi ungu
kynslóðarinnar
ÍÞRÓmR
FOLK
■ TVEIR keppendur á landsmót-
inu komu frá Höfn í Hornafirði,
ENGUM vefst hugur um að Sig-
urpáll Geir Sveinsson er maður
landsmótsins. Hann lék hreint
frábærlega og stóðst þá
pressu sem fylgir þvf að vera
f forystu. Hann er einnig glæsi-
legur fulltrúi hinnar ungu kyn-
slóðar sem virðist vera að taka
við í íslensku golfi. Snyrtilega
klæddur, kemur vel fram á golf-
velli og auk þess léttur og
skemmtilegur strákur.
Eg verð nú að segja það eins og
er að það kom mér nokkuð á
óvart að mér skyldi takast að halda
út allt mótið. Eg var að vísu að
leika frábært golf fyrir mótið og
vissi að ég hefði getuna til að sigra,
en þetta var bara spurning um
taugarnar. Nú veit ég að ég hef
taugar til að sigra á svona móti,“
sagði Sigurpáll Geir eftir að hann
hafði rekið síðasta púttið niður á
18. flöt fyrir framan um 500 manns.
Þetta hefur sem sagt tekið dálít-
ið á taugarnar, sérstaklega þegar
Birgir Leifur skoraði vel á 14. og 15
holu?
„Já heldur betur og þetta var
alls ekki öruggt fyrr en síðsta pútt-
ið datt. Ég hló nú bara þegar hann
fékk holu í höggi á 14. holu, en
þegar hann vann eitt högg til við-
bótar á 15. holu fór aðeins um mig.
Ég náði siðan að setja niður erfitt
pútt fyrir pari á 16. holu á meðan
hann þrípúttaði og þar með var ég
aftur kominn í þægilega stöðu. A
17. náði ég líka góðu pútti undir
mikilli pressu og þar með var þetta
nokkurn veginn í höfn þó svo ég
hafí ekki gert mér fyllilega grein
fyrir því fyrr en síðasta púttið datt
á 18. Það var rosaleg tilfinning.
Ég var tveggja ára þegar Björgvin
[Þorsteinsson] varð síðast Islands-
meistari þannig að ég var fullur af
stolti og það var eins og þungu
fargi væri létt af mér. Þetta var
dásamleg tilfinning,“ sagði ný-
krýndur íslandsmeistari.
þeir Ilalldór Birgisson, sem varð
annar í 1. flokki, og Jón Björns-
son, sem varð fjórði í 2. flokki.
Ekki slæmur árangur hjá Horn-
firðingum.
■ ROSMUNDUR Jónsson dóm-
ari keppninnar braut gleraugun sín
á fimmtudaginn og þurfti að bruna
með þau í gleraugnaverslun niður
í bæ. Rósmundur sagðist þó ekki
hafa áhyggjur af því að menn
reyndu að nýta sér Jiað að hann
væri án gleraugna. „I stað þess að
fara alveg að þeim stað þar sem
dómara er óskað fer ég frá staðnum
og nota kíkinn minn. Þannig sé ég
þetta ágætlega," sagði Rósmund-
ur.
■ ÞAÐ var dálítið furðulegt að
fylgjast með síðasta riðli í meistara-
flokki karla. Talsverðar tafir voru
á leik vegna þess hversu ört var
ræst út og í stað þess að hanga á
teig og gera ekkert notfærðu þeir
sér að þeir voru síðastir og voru
langtímum saman að pútta á grín-
unum eftir að þeir höfðu lokið leik
á holunni.
■ SIGURPÁLL Árni hefur leikið
mjög vel síðustu vikurnar og hefur
lækkað sig í forgjöf úr 1,7 í 0 á
rúmum mánuði.
■ NOKKUÐ var um að kylfingar
léku í gallabuxum, nokkuð sem er
alls ekki við hæfi og algjörlega
bannað víðast hvar erlendis. Sum-
um stendur þó greinilega á sama
um þetta en aðrir vilja láta banna
gallabuxurnar algjörlega á golfvöll-
um, sérstaklega landsmóti. Sama á
við um venjulegar íþróttastuttbux-
ur, en á mánudaginn léku nokkrir
þannig klæddir. Forsíðumyndin á
landsmótsblaðinu er tekin á fjórðu
flöt. Þar er maður í gallabuxum að
pútta og sá er heldur við stöngina
er með sígarettu í munninum.
Skemmtileg auglýsing fyrir golf-
íþróttina! segja sumir.
FLESTIR keppendur í meist-
araflokki karla og kvenna nota
Tommy Armour golfsett og Tit-
leist golfboltar eru vinsælastir
meðal þessara keppenda.
Keppendur í meistaraflokki karla
voru 44 talsins og 14 konur
kepptu, sem er það mesta sem ver-
ið hefur í meistaraflokki kvenna.
Samtals voru keppendur því 58. Tíu
kylfingar nota Tommy Armour
Sigurpáll er vel að sigrinum
kominn. Hann lék frábært
golf, hélt haus allan tímann og
hafði forystu allt frá
Skúli Unnar fyrsta degi, nokkuð
Sveinsson sem ekki hefur gerst
skrífar frá í fjölda ára. Sigur-
Akureyrí páll átti eitt högg á
Birgi Leif Hafþórsson frá Akranesi
og Björgvin Sigurbergsson úr Keili
þegar lagt var af stað í gær. Fljót-
lega náði hann fimm högga forystu
og töldu menn þá líklegt að titillinn
væri í höfn en hinn ungi Skagamað-
ur var á öðru máli.
Hola í höggi
Á 14. holu fór Birgir Leifur holu
í höggi á meðan Sigurpáll fékk par
og nú munaði aðeins þremur högg-
um á þeim. Skagamaðurinn ungi
vann annað högg á 15. braut, fékk
fugl og nú var munurinn aðeins tvö
högg og allt gat gerst. Á næstu
braut var Birgir Leifur inn á flöt í
tveimur og átti talsvert erfitt pútt
fyrir höndum, fimm metrar voru
eftir í holuna og talsverður hliðar-
halli. Sigurpáll vippaði of langt inn
á flötina í þriðja höggi og átti
þriggja metra pútt eftir.
Leifur Geir rétt missti púttið en
boltinn stöðvaðist um metra fyrir
neðan holuna. Það pútt missti hann
einnig á klaufalegan hátt en á sama
tíma sýndi Sigurpáll gríðarlegt
keppnisskap og sterkar taugar með
því að reka púttið í. Þar með var
munurinn aftur orðin þijú högg, en
hefði hæglega getað verið jafn því
pútt Sigurpáls var erfitt og síðara
pútt Birgis Leifs átti að vera öruggt.
Ekki sanngjart
„Það var varla hægt að ætlast til
að ég setti niður púttið fyrir fugli
á 16. holu eftir það sem gerðist á
tveimur holunum þar á undan. Það
hefði varla verið sanngjarnt ef ég
hefði sett niður. Metra púttið mis-
reiknaði ég hins vegar á einhvern
óskiljanlegan hátt,“ sagði Birgir
Leifur. „Ég viðurkenni að ég var
aðeins farinn að hugsa um fyrsta
sætið þarna um tíma en síðan ein-
beitti ég mér aðeins að því að leika
eins og maður. Ég er mjög ánægð-
ur með sætið því ég hef best náð
níunda sæti áður,“ sagði þessi ungi
kylfingur sem fer á unglingameist-
aramótið í Grafarholti um næstu
helgi og síðan á stigamót á sama
stað.
Allt er þá þrennt er
Björgvin Sigurbergsson úr Keili
var ánægður með þriðja sætið enda
golfsett, níu Maxfli og Ping og Slaz-
enger nota átta kylfingar. Sex nota
Hogan, fjórir Misuna, þrír eru með
Wilson og Maruman, tveir með
Taylor Made og John Letters og
einn karlmaður var með Power Bilt
og ein stúlka með Mac Gregor.
Morgunblaðið kannaði einnig
hvernig bolta meistaraflokkskylf-
ingar nota. Kom í ljós að 38 kepp-
endur í meistaraflokki karla nota
ballada-bolta. Flestir nota Titleist
er hann vanur að vera þar. Þetta
er þriðja landsmótið í röð þar sem
hann verður í þriðja sæti. „Allt er
þá þrennt er,“ sagði hann og bætti
því við að vonandi yrði það ekki
fullreynt í fjórða sinn. „Ég missti
af lestinni eftir 14. og 15. holu og
fór þá að hugsa um sætið mitt,
þriðja sætið. Síðan frétti ég á 16.
braut að Siguijón [Arnarsson] væri
á átta yfir þannig að ég vissi að
ég þyrfti einn fugl enn til að halda
sætinu mínu. Það tókst á 17. braut
þannig að ég var nokkuð rólegur á
þeirri síðustu því mér hefur gengið
mjög vel á henni í mótinu," sagði
Björgvin og bætti því við að trúlega
væri þetta besta skor sem hann
hefði náð á landsmóti.
Frábært golf
Á landsmótinu var leikið frábært
golf og mörg snilldar golfhögg sáust
enda var mikið slegið. Fjórir kylfíngar
léku einn hring á einu höggi undir
pari og sjö sinnum vai' völlurinn leik-
inn á pari. Sigurpáll Geir, maÍLa
mótsins, lék á fjórum yfír parinu í
heildina og er það hreint frábært.
Aðrir kylfingar léku ekki eins vel, eins
og gefur að skilja, en engu að síður
áttu margir mjög góða hringi. Sigur-
jón Amarsson úr GR hafnaði í íjórða
sæti eftir tvo hræðilega hringi tvo
fyrstu dagana. í gær lék hann á einu
undir pari og næst síðasta hringinn
á pari. Tryggvi Pétursson úr GR lék
einnig á parinu í gær og hífði sig upp
í 14. sæti eftir dapra þijá daga. Bjöm
Knútsson lék einnig vel og stöðugt.
Fyrstu tvo dagana lék hann á 74
höggum og seinni tvo á 73. Þetta
dugði honum í 5. sæti.
ínémR
FOLK
■ ÞAÐ er í nógu að snúast hjá
sumum keppendum, sérstaklega í
kvennaflokkunum. í meistaraflokki
kvenna eru tvær stúlkur með unga-
börn. Ragnhildur Sigurðardóttir
úr GR er hér með þriggja mánaða
gamla dóttur sína og Þórdís Geirs-
dóttir úr Keili er með sex mánaða
gamlan son sinn hér. Pabbarnir
gæta að sjálfsögðu barnanna á
meðan mömmurnar spila og síðan
tekur mamman við. Björgvin Sig-
urbergsson úr Keili er einnig með
ungt barn hér, fjögurra mánaða
gamla dóttur.
bolta, 16 talsins, tíu eru með Maxfli,
níu með Rextar og Slazenger, sjö
með Top Flite, fimm Precept og
síðan notaði einn Hogan -og
Pinnacle.
Mestu breytingarnar frá síðustu
landsmótum eru að margir nota nú
Rextar bolta sem eru tiltölulega
nýir á markaðnum og einnig vekur
athygli hve margir eru með Tommy
Armour sett.
Flestir með Tommy Armour