Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 60
MORGUNBLAÐIB, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ekkert var flogið til Eyja eftir hádegi í gær
Mörg hundruð far-
þegar komust ekki
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Ungur
meistari
• ígolfí
NÝR íslandsmeistari í golfi var
krýndur á Akureyri í gærkvöldi,
heimamaðurinn Sigurpáll Geir
Sveinsson, 19 ára. Karen Sævars-
dóttir, GS, varð Islandsmeistari
kvenna sjötta árið í röð.
Mikill fjöldi áhorfenda, eða 500
manns, fylgdist með þegar Sigur-
páll setti niður síðasta púttið á
18. flöt. Gífurlegur fögnuður
braust út því 17 ár eru liðin siðan
Akureyringur varð síðast íslands-
meistari. „Þetta var dásamleg til-
finning," sagði hinn nýi meistari
þegar hann hafði tryggt sér sigur-
, ian.
Atján ára piltur frá Akranesi,
Birgir Leifur Hafþórsson, saxaði
mjög á forskot Sigurpáls undir
lokin, ekki síst þegar hann fór
holu í höggi á 15. braut. Birgir
Leifur varð í 2. sæti og í þriðja
sæti varð Björgvin Sigurbergs-
son, GK.
■ íslandsmótið i golfi/52-53
MESTUR straumur ferðafólks í upp-
hafi verslunarmannahelgar lá til
Vestmannaeyja, að sögn talsmanna
BSÍ, Flugleiða og íslandsflugs.
Færri komust þó en vildu á Þjóðhá-
tíð í Eyjum í gærdag þar sem allt
flug flugfélaganna féil niður frá og
með klukkan hálf tvö eftir hádegi.
Mörg hundruð manns urðu stranda-
glópar af þessum sökum. Hetjólfur
hélt sínu striki og flutti um 900
manns í tveimur ferðum. Umferðar-
ráð telur að umferð hafi verið minni
í upphafi þessarar verslunarmanna-
helgar en á sama tíma á fyrri árum.
Margrét Gunnarsdóttir, vaktstjóri
hjá Flugleiðum, segir að flug hafi
fallið niður vegna lélegra lendingar-
skilyrða í Vestmannaeyjum. Til stóð
að flytja um 700 manns með vélum
Flugleiða en aðeins tókst að koma
um 150 á áfangastað í gærmorgun.
Þegar mest var biðu um 250 manns
í von og óvon eftir flugi til Eyja.
Sveinn _ Ingvarsson, afgreiðslu-
stjóri hjá íslandsflugi, hafði svipaða
sögu að segja. Þar biðu tugir manna
eftir flugi. Hann sagði í gærkvöldi,
að flogið yrði um leið og veður leyfði
og ferðum bætt við áætlun félagsins
eins og þörf krefði.
Frá BSÍ fóru flestir til Eyja, á
Galtalæk og í Þórsmörk.
Fimm þúsund í Eyjum
Bjarni Samúelsson framkvæmda-
stjóri Þjóðhátíðarinnar í Eyjum tel-
ur, að um 5 þúsund manns hafi ver-
ið komnir til Eyja í gærkvöldi, en
þar var hátíðin sett í úrhellisrigningu
og slagviðri. Seint í gærkvöldi sagði
hann að veður hefði gengið mikið
niður og kvaðst vona að fólk kæmi
um leið og rofaði til í dag. Hann
viðurkenndi, að til að endar næðu
saman væri æskilegt að fá um 9-10
þúsund gesti. Bjarni staðfesti að
veður hafi verið gestum óhagstætt
framan af degi, tjöld hafi fokið og
sumir hafi verið blautir og hraktir.
Hann segir, að forráðamenn hátíðar-
innar hafi sett saman neyðaráætlun.
Hún miði að því að tryggja nauð-
stöddum húsaskjól í Þórsheimilinu,
Týsheimilinu, eða í skólahúsum.
Sigurður B. Stefánsson, móts-
stjóri bindindismótsins í Galtalæk,
sagði að stöðugur straumur hefði
legið í Galtalækjarskóg í gærkvöldi.
Varlega áætlað væri tala gesta tæp-
lega 2.500.
■ Samfelld dagskrá/30-31
Morgunblaðið/Golli
ÞESSI hópur unglinga lét ekki dökkar horfur á flugi til Vestmannaeyja hafa áhrif á gleði sína.
Mörg hundruð manns biðu á Reykjavíkurflugvelli eftir flugi en komust hvergi.
íslenskt fyrirtæki byggir seiðaeldisstöð á Kamtsjatka í Rússlandi
Tuttugu íslenskir starfsmenn
fara utan vegna verkefnisins
ÍSLENSKA fyrirtækið KamHnit, sem er í eigu
verkfræðistofunnar Hnits hf., Isbús hf. og Ing-
ólfs Skúlasonar er þátttakandi í byggingu seiða-
eldisstöðvar á Kamtsjatka í Rússlandi. Fyrr á
þessu ári tókust samningar við rússnesk-jap-
anska fyrirtækið Pilenga Godo um byggingu
stöðvarinnar í samvinnu við fyrirtæki frá Suður-
Kóreu og Japan.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra Islands í
Moskvu, var nýlega á ferð á Kamtsjatka í boði
KamHnit og sagði hann í samtali við Morgun-
blaðið að þessu verki ætti að ljúka í október en
frá og með næstu mánaðamótum verði um 20
íslendingar, aðallega iðnaðarmenn, á Kamt-
sjatka á vegum KamHnits vegna þessa verkefnis.
Að sögn Gunnars eru ýmis verkefni í gangi
á vegum íslenskra aðila á Kamtsjatka. Nýlega
var gengið frá samningum um áframhaldandi
samstarf íslenskra sjávarafurða hf. og útgerðar-
fyrirtækisins UTRF á Kamtsjatka fyrir næstu
þijú ár en íslenskar sjávarafurðir hafa séð um
rekstur á frystitogara fyrirtækisins og annast
vinnslu og sölu aflans.
Miklar hitaveituframkvæmdir áformaðar
Virkir-Orkint hefur gert hagkvæmniathugun
vegna hitaveituframkvæmda frá svonefndu
Nutnovskíj-jarðhitasvæði, sem var fjármögnuð
af Evrópubankanum. Að sögn Gunnars hefur
ekki verið tekin formleg ákvörðun um hvort
ráðist verður í framkvæmdir, sem taldar eru
kosta nálægt 160 millj. bandaríkjadala eða um
11 milljarða ísl. kr., en Evrópubankinn sé já-
kvæður fyrir því að fjármagna hluta verksins
ef rússneska ríkið ábyrgist lán. Gunnar sagði
að sér hefði verið tjáð að haldnir hefðu verið
fundir um þetta mál í Moskvu 15.-17. júlí og
stjórnvöld væru jákvæð gagnvart því að veita
ábyrgðir. Svavar Jónatansson, stjórnarformað-
ur Virkis-Orkint, sagði fyrirtækið gera sér vonir
um að fá áframhaldandi verkefni við þessar
framkvæmdir en málið væri nú hjá Evrópubank-
anum og heimamönnum á Kamtsjatka. „Ef út
í þetta verður farið er um að ræða mjög stóra
framkvæmd," sagði hann.
I máli Gunnars kom einnig fram að á ferð
hans á Kamtsjatka hefði borgarstjórinn í Elisovo
lýst áhuga á að íslendingar aðstoðuðu við upp-
bygingu ferðaþjónustu á Kamtsjatka.
■ Fjölmörg tækifæri í Rússlandi/21
Fangageymslan
Renndu
sér niður
slönguna
TVÆR stúlkur struku úr
fangageymslum lögreglustöðv-
arinnar við Hverfisgötu en hafa
náðst aftur.
Stúlkurnar voru að sitja af
sér sektir en nokkrir fangaklef-
ar í lögreglustöðinni eru notaðir
í því skyni. Stúlkurnar tvær
komust inn í ræstingarklefa á
þriðju hæð, sem gleymst hafði
að læsa. Þar var brunaslanga
og stór veltigiuggi. Þær létu
slönguna út um gluggann, létu
hana síga niður eftir húsveggn-
um, renndu sér niður eftir henni
og komust í burtu. Önnur
stúlknanna náðist fljótt aftur
og hin var handtekin í verslun
í fyrradag.
Brotist var inn í læsta bíla-
geymslu við Þverholt í fyrri-
nótt. Innbrotsþjófarnir tóku
hliðarrúður úr fimm bílum og
stálu hljómflutningstækjum úr
þeim.
Skriða lok-
aði hring-
veginum
SKRIÐA féll úr Þvottárskriðum um
50 kílómetra austur af Höfn í Horna-
firði um klukkan hálfníu í gærkvöldi
og lokaði hringveginum fyrir um-
ferð. Að sögn Jóns Inga Björnsson-
ar, lögreglumanns á Höfn, var lægri
endi skriðunnar um 2 metrar á hæð
en sá hærri um 4-5 metrar á efri
hluta vegarins, og var hún 5-10
metrar á breidd. Jón sagði ástandið
viðráðanlegt, en kvaðst óttast stóra
skriðu úr Hvalnesskriðum vestan við
Þvottárskriður, þar sem vegfarendur
gætu þá króast inni, en smáar skrið-
ur féllu úr Hvalnesskriðum í gær.
Tugir manna biðu
Um hálfellefu í gærkvöldi biðu á
milli 40 og 50 manns í tólf bifreiðum
Hafnarmegin við skriðuna, og sagði
Jón Ingi fólkið rólegt en óánægt
með biðina. Fáir höfðu kosið að snúa
aftur til Hafnar, í þeirri von að rjúfa
mætti skriðuna, sem var of viðamik-
il fyrir veghefil sem reyndi að vinna
á henni. Þá var sent eftir hjóla-
skóflu frá Höfn sem hóf gröft rétt
fyrir klukkan 23, og kvaðst Jón Ingi
eiga von á að nokkrar klukkustund-
ir tæki að opna veginn að nýju.
Austanmegin við skriðuna biðu einn-
ig bifreiðir á suðurleið, en aðrar
sneru frá, þar á meðal tvær hóp-
ferðabifreiðir, fullar af farþegum,
sem óku til Djúpavogs. Astæða
skriðunnar er rakin til mikillar úr-
komu, en um hádegisbil í gær „skall
á ausandi rigning og fyrst núna er
að draga úr henni,“ sagði Jón Ingi.
Einnig féllu smáar aurskriður úr
Alnmnnaskarði, um níu kílómetra
frá Höfn og var vatn byijað að grafa
í veginn.
VEGNA verzlunarmanna-
helgarinnar kemur Morgun-
blaðið næst út miðvikudaginn
3. ágúst.