Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðuneytið mótmælir um- mælum norskra sendimanna Ekki stefnubreyting í hafréttarmálum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur séð ástæðu til að vísa á bug því, sem norska fréttastofan NTB hafði í gær eftir ónafngreindum norskum dipló- mötum á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York, að ís- iendingar hefðu skipt um skoðun hvað varðaði öll helztu atriði í kröfum strandríkja á ráðstefnunni. „Hér er um órökstuddar staðhæf- ingar að ræða, enda hafa ekki verið nefnd nein dæmi um stefnubreytingu íslenzku sendinefndarinnar á ráð- stefnunni. Hið rétta er, að Island hefur frá upphafi verið virkur þátt- takandi í kjamahópi strandríkja, en Noregur, sem fram að þeim tíma hafði skipað sér á bekk með úthafs- veiðiríkjum, hóf þar ekki þátttöku fyrr en fyrir fáeinum mánuðum." Utanríkisráðuneytið segir ísland hafa stutt og styðja enn þau sjónar- mið, sem kjarnahópur strandríkja hafi sett fram á ráðstefnunni og á þeirn stefnu hafi engin breyting orð- ið. „ísland hefur þannig ítrekað hvatt tii þess að gerður yrði bindandi al- þjóðasamningur um deilistofna og miklar fartegundir á úthafinu, réttur strandríkja tryggður við nýtingu auð- lindanna á aðlæga svæðinu við efna- hagslögsöguna og komið á virku kerfí fiskveiðistjómunar og fiskivemdar utan við 200 sjómílumar. Slík fisk- veiðistjómun hlýtur að byggjast á samvinnu þeirra ríkja sem mestra hagsmuna eiga að gæta, í samræmi við Hafréttarsáttmálann, en ekki ein- hliða ákvörðunum ríkja sem helga vilja sér hluta heimshafanna.“ VARÐSKIPIÐ Óðinn er smíðað 1959, er 63 metrar á lengd og gengur 18 sjómílur. Til samanburðar má geta þess að norska strandgæzluskipið Senja, eitt fimm skipa sem Norðmenn halda nú úti við Svalbarða, er smíðað 1981, er 105 metrar á lengd og gengur 23 sjómílur. Senja er vopnuð fimm fallbyssum, auk tundur- skeyta og djúpsprengna. Óðinn verður fallbyssulaus i Barentshafi. Gunnar G. Schram kallaður heim Skoða þarf dómstóla- leiðina GUNNAR G. Schram lagapró- fessor, sem er varaformaður íslenzku sendinefndarinnar á úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem nú fer fram í New York, hefur verið kallað- ur heim tímabundið til að vera lögfræðilegur ráðunautur rík- isstjórnarinnar í Svalbarða- deilunni. Gunnar sagði í samtáli við Morgunblaðið, aðspurður hvaða lögfræðileg verkefni væru efst á baugi vegna Sval- barðadeilunnar, að skoða þyrfti betur þá leið að stefna málinu fyrir Alþjóðadómstól- inn í Haag. Samningsuppkast Noregs og Kanadamanna Varðskipið Óðinn sent til aðstoðar íslenzka flotanum í Barentshafi Fallbyssan ekki um borð Norsk stjórnvöld furða sig á ákvörðun Islendinga um að senda skip á miðin Rættum bann við sölu togara til íslands Gengið frá samn- ingi í haust NORÐMENN og Kanadamenn hafa gert drög að samningi um gagnkvæmt eftirlit með veiðum á svæðum sem liggja að lögsögu ríkj- anna. Rætt er um að í samkomu- laginu felist einnig að Kanadamenn leggi bann við því að gamlir kana- dískir togarar verði seldir ódýrt til íslands. Norska NTB-fréttastofan greinir frá þessu. í skeytum frétta- stofunnar kemur fram að endan- lega verði gengið frá samningnum er líður á haustið. Undir hentifána RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum i gær að senda varðskip tii aðstoðar íslenzkum togurum við veið- ar í Barentshafi, og var eining um málið í stjóminni. Varðskipið Oðinn valdist til fararinnar og er áætlað að skipið leggi úr höfn á mánudaginn. Gert er ráð fyrir allt að tveggja mán- aða úthaldi, sem gæti kostað um 15 millj. króna. Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegs- og dómsmálaráðherra, seg- ir að hann hafí beðið um að fallbyssa Óðins yrði tekin niður, þannig að ekki fari á milli mála að skipið eigi ekki að taka þátt í neinum átökum. Óðinn fer þvf óvopnaður í Barentshaf. Styttra að senda þyrlu frá Finnmörku Norsk stjómvöld segja að ákvörð- un ríkisstjómar íslands komi á óvart og sé merki um að íslenzk yfirvöld styðpi opinberlega veiðar togara i Smugunni og við Svalbarða. Jorgen Kosmo, vamarmálaráðherra, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðs- ins í Ósló í gær að ákvörðunin kæmi sér í opna skjöldu, en henni yrði auðvitað ekki breytt. Hún myndi hins vegar ekki hafa nein áhrif á stefnu norskra stjómvalda. Kosmo sagði að þau rök íslend- inga, að skipið ætti meðal annars að hafa lækni innanborðs og sinna neyðarþjónustu, væm sérkennileg. „Ef íslenzkir fiskimenn þurfa á lækn- ishjálp að halda er fljótlegra að senda björgunarþyrlu frá Banak í Finn- mörku,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi að íslendingar óttuðust að menn kynnu að slasast í árekstr- um við norsk strandgæzluskip, svar- aði Kosmo að færu Islendingar eftir gildandi siglingareglum, myndi eng- inn meiðast. Ákvörðunin ótengd deilunni Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að senda varðskip í Barentshaf væri ótengd deilu ís- lands og Noregs um fiskveiðar. „Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að það eru mörg íslenzk skip og ís- lenzkir sjómenn að veiðum á þessu svæði. Skipið er sent til að aðstoða íslenzka sjómenn. Ákvörðunin er ekki þáttur í deilunni, heldur aðeins þjónustuatriði," sagði Þorsteinn. Hann benti á að Óðinn hefði verið sendur síldarflotanum við Bjarnarey til aðstoðar 1968 ogNorðmenn sendu aðstoðarskip með sínum flota þegar hann væri á loðnuveiðum á íslands- miðum. Þorsteinn sagðist sjálfur hafa beð- ið um að fallbyssan yrði skrúfuð af Óðni. „Það á að vera alveg ljóst að skipið á ekki að taka þátt í neinum átökum,“ sagði ráðherrann, aðspurð- ur hvort vopnleysið væri skilaboð tii Norðmanna um það í hvaða tilgangi skipið væri sent. Þorsteinn sagði að um borð í Óðni yrðu menn, sem aðstoðað gætu skip- ið við köfun, og læknir sem veitt gæti lágmarksþjónustu. Aukinheldur myndi áhöfnin sinna eftirliti með veiðarfærum íslenzku skipanna og samsetningu afla. „Hluti af verkefni skipsins er að framfylgja hefðbundnu veiðieftirliti og Norðmenn ættu ekki að hafa á móti því. Treystum Norðmönnum Er Þorsteinn var spurður álits á ummælum Kosmos varnarmálaráð- herra, sagði hann að íslenzk stjórn- völd treystu Norðmönnum fyllilega til að sinna neyðarþjónustu, ef alvar- leg veikindi eða slys kæmu upp. „Norski utanríkisráðherrann hefur gefíð íslenzka sendiherranum í Ósló yfirlýsingu um að Norðmenn muni veita alla nauðsynlega þjónustu í neyðartilvikum og ef þörf verður á læknisþjónustu, muni hún veitt. Þetta gerðum við líka gagnvart Bret- um á sínum tíma. Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en Norð- menn muni veita þá þjónustu. Á bak við ákvörðun okkar í dag liggur ekk- ert vantraust á Norðmönnum að þessu leyti,“ sagði Þorsteinn. Nokkrir togarar, sem keyptir hafa verið í Kanada fyrir lágt verð, eru nú að veiðum í Barentshafi. Flestir togaramir sigla undir hentifána, þótt þeir séu í eigu ís- lenzkra útgerða, en nú er fyrirhug- að að sumir þeirra komi undir ís- lenzkan fána með breyttum regl- um um skráningu skipa. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, vildi ekki tjá sig um þetta mál. Hann sagði að ekki hefði borið á því að þeir, sem leituðu eftir togarakaupum í Kanada, mættu þar andstöðu. Viðskiptaleg ákvörðun Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra álits á þessum fregnum og hvort hann liti á þær sem diplómatísk skila- boð. „Þetta hlýtur að vera við- skiptaleg ákvörðun þeirra á millí,“ sagði Þorsteinn og vildi ekki láta hafa annað eftir sér, þar sem hann hefði ekki kynnt sér málið. NTB greinir frá því að Norð- menn reyni nú að fá fleiri ríki til liðs við sig í baráttu gegn veiðum íslendinga í Smugunni og á Sval- barðasvæðinu og hafi Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra hitt rússneska sendimenn að máli í New York á mánudag til að ræða sameiginlegar aðgerðir til að stöðva veiðarnar. Norski sjávarútvegsráðherrann atyrðir íslendinga á úthafsveiðiráðstefnu SÞ JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, beindi spjótum sín- um að íslenzkum togurum í Smug- unni í upphafsávarpi sínu á úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem stendur nú yfir í New York. Ráðherrann sagði Smuguveiðamar brjóta í bága við anda hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna; þær væm tækifærismennska, ætluð til að bæta upp fyrir hnignun _ fiskistofna á heimamiðum. Helgi Ágústsson, for- maður íslenzku sendinefndarinnar, svaraði í ávarpi sínu og sagði að ís- lenzk skip hefðu fylgt og myndu fylgja reglúm Hafréttarsáttmálans til hins ýtrasta. Tækifærismennska og uppbót vegna aflabrests heima Olsen sagði í ávarpi sínu að verk- efni úthafsveiðiráðstefnunnar væri aðkallandi. „í mörgum heimshlutum sjáum við sláandi dæmi um ofveiði deilistofna og flökkustofna. Grafið er undan skilvirkni verndaraðgerða af hálfu strandríkja og uppbyggingu stofnanna seinkar, eða þeim hnignar jafnvei enn frekar, vegna krafna ríkja um fijálsan aðgang að fiski- stofnum á úthafinu," sagði Olsen. „Það er sérstaklega uggvænlegt hvemig fiskiflotar eltast við aflavon á svæðum, sem liggja að efnahags- lögsögu strandríkja og ógna þannig beinlínis fiskverndarstefnu þeirra.“ Smuguveiðar gegnandaHaf- réttarsáttmálans Jan Henry T. 01- Helgi Ágústsson sen, sjávarútvegs- sendiherra. ráðherra Noregs. Olsen hélt áfram, án þess að nefna ísland á nafn, en þeir, sem til þekkja, telja engan vafa á hvert skeytunum var beint: „Vandamálið nær í raun til allrar heimsbyggðar- innar og það er verkefni hins alþjóð- lega samfélags að binda enda á óábyrgar veiðar, sem valdið hafa miklum skaða. Ríkisstjórn mín styð- ur þennan málstað heils hugar. Nýlegir atburðir í Barentshafi hafa enn styrkt okkur í þeirri afstöðu. Þar hafa nýir innkomumenn valdið auknum þrýstingi á fiskistofna, sem ganga um fiskimið nærri efnahags- lögsögu þar sem slíkir stofnar eru undir nánu eftirliti og varfærinni stjórnun. Þeir veiða þar án þess að hafa áður átt til þess nokkurt til- kall, og greinilega í andstöðu við anda hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þó átta þeir sig ágæt- lega á því að skýr og ljós lög og reglugerðir vantar til að stjórna veiðum á slíkum svæðum. Hér hef ég Smuguna svokölluðu í Barents- hafi í huga. Það, sem við horfum upp á þar, er stefna tækifær- ismennsku og tilraunir togaraflot- ans til að bæta sér upp hnignun fiskistofna á heimamiðum." Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins undirbjó íslenzka sendi- nefndin, í samráði við utanríkisráðu- neytið, svar við orðum Ojsens, sem fram kom í ávarpi Helga Ágústsson- ar sendiherra, formanns sendinefnd- arinnar. Helgi lagði í máli sínu áherzlu á mikilvægi þess að ráð- stefnan viðurkenndi sérstaka hags- muni strandríkja. Á sama tíma yrði að byggja vinnu ráðstefnunnar á samstarfi, samkomulagi á breiðum grundvelli og samstöðu um fram- kvæmd niðurstaðna hennar. „Það ber því að segja það skýrt að niður- stöðuna ætti ekki að skilja sem svo að hún feli í sér samþykki við núver- andi samstarfí, sem byggist á ein- hliða ákvörðunum nokkurra ríkja, sem hafa útilokað nágrannaríki sín og litið framhjá því að þau síðar- nefndu eru að miklu leyti háð nýt- ingu sjávarauðlinda og jafnframt horft framhjá landfræðilegum og öðrum beinum hagsmunum, sem þau eiga að gæta á svæðinu," sagði Helgi. „í þessu sambandi, herra for- maður, get ég fullvissað yður um að veiðar íslenzkra skipa á norður- slóðum hafa fylgt og munu fylgja til hins ýtrasta skýrum lögum og reglum hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna. Ég vil því ítreka að grundvallarmarkmið okkar er fisk- vernd og stjórnun úthafsveiða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.