Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 19 AÐSENDAR GREINAR Yrkjum Island SUM málefni eru mikilvægari en önnur — um það geta allir verið sammála. Samt leiðum við slík mál- efni ótrúlega oft hjá okkur, bæði sem einstaklingar og þjóð, en eyðum þeim mun meiri tíma í að ræða hluti sem skipta litlu sem engu máli. Svo gerist það stundum að af okkur brá- ir og við vöknum upp með andfælum um leið og við skynjum alvöru líð- andi stundar og nauðsyn þess að bregðast rétt við kringumstæðum. — Eða, sem gerist of oft, við fljótum áfram sofandi að feigðarósi í draumalandi óskhyggjunnar, fullviss þess að málum verði bjargað fyrir okkur — af öðrum. Á tímamótum 50 ára afmælli íslenska iýðveldis- ins eru óneitanlega tímamót sem rétt væri að staldra við til að huga að framtíð lands og þjóðar með hags- muni komandi kynslóða í huga, einn- ig til að líta um öxl og spyrja: hvað höfum við lært af ellefuhundruð ára búsetu í okkar ástkæra landi — ís- landi? Hvert stefnum við? Hvað vilj- um við? Við vitum að gróðurfarslega er landið okkar eitt verst farna land í heimi af manna völdum sökum búsetu. Hvernig höfum við brugðist við þessari staðreynd? Hvernig ætl- um við í náinni framtíð að takast á Bitlinga- borgarstjórinn HVER MAN ekki eftir eldmóði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, í baráttunni fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor, þegar hún sakaði sjálf- stæðismenn um stór- fellda spillingu og að grípa hvert tækifæri til að úthluta stöðuveit- ingum eða vel launuð- um verkefnum til póli- tískra samherja? Sjálf lýsti hún yfir því að hún hefði ekki gert neinum greiða til að komast þangað sem Kjartan hún væri komin. Magnússon Það hlýtur því að vekja athygli að Ingibjörg Sólrún er ekki sein til að gera vinum sínum . greiða á kostnað borgarbúa þegar hún loks fær tækifæri til þess. Fyrir og eftir kosningar í kosningabaráttunni í vor lögðu frambjóðendur R-listans mikla áherslu á að nýtt embætti yrði stofn- að innan borgarkerfisins, embætti umboðsmanns borgarbúa. Eftir kosningar sagði Ingibjörg Sólrún að ekki yrði skipað í embættið fyrr en á næsta ári þar sem ekki væri gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun þessa árs. Það vakti því furðu borgarbúa þegar borgarstjóri réð nýlega tvo pólitíska aðstoðarmenn til sín í ráð- húsið þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyrir þeim á fjárhagsáætlun. Aðstoðarmaðurinn Strax eftir kosningar tilkynnti Ingibjörg Sólrún um stofnun emb- ættis aðstoðarmanns borgarstjóra. Embættið var stofnað í flýti á borgar- ráðsfundi og ósk sjálfstæðismanna, um að málinu yrði frestað til næsta fundar, var virt að vettugi þrátt fyr- ir að löng hefð sé fyrir slíku og eðli- legt hefði verið að kanna hvaða regl- ur giltu um stofnun slíkra embætta. Að því loknu réð borgarstjóri gamla vinkonu sína í embættið. Innanbúðarmaðurinn Þá tilkynnti Ingibjörg Sólrún fyrir skömmu að hún hefði ráðið gamlan vin, Stefán Jón Hafstein, til tíma- bundinna verkefna hjá Reykjavíkur- borg. Sigrún Magnúsdóttir, sem nú virðist gegna stöðu borgarstjóra, segir að Stefán eigi að gera úttekt á innanbúðarmálum í ráðhúsinu, þ.e. þeim sem tengjast almennri stjórn- sýslu og boðskiptum milli embættis- manna og stjórnmálamanna. Augljóst er að hér er um vanda- samt verkefni að ræða sem hlýtur að krefjast sérfræðiþekkingar eða mikillar reynslu af viðfangsefninu. Stefán Jón hefur hvorugt og því er augljóst að ráðning hans er pólitísk. Hann er íjölmiðlafræðingur að mennt og hefur getið sér gott orð í dag- skrárgerð fyrir útvarp jafnt sem sjón- varp en ekki er vitað til þess að hann hafi áður sinnt ráðgjöf á sviði stjórn- sýslu, boðskipta og upplýsingamiðl- unar. Hefðu fagleg sjónarmið ráðið hefði að sjálfsögðu verið leitað til einhvers af þeim fjöl- mörgu einstaklingum og fyrirtækjum, sem veita slíka þjónustu. Borgarstjórinn í fríi Frambjóðendur R- listans, og þá ekki síst Ingibjörg Sólrún, hömr- uðu í kosningabarátt- unni á nauðsyn breyttra vinnubragða við stjórn Reykjavíkurborgar. Nú, tveimur mánuðum eftir að borgarstjórnarmeiri- hlutinn tók við stjórn borgarinnar, liggur ekkert eftir hann annað en jafnmarg- ir bitlingaþegar á opinberu fram- færi. Þá vekur það einnig athygli að hinn nýi, ferski og óþreytti borgar- Nú, tveimur mánuðum eftir að borgarstjórnar- meirihlutinn tók við stjórn borgarinnar, seg- ir Kjartan Magnússon, liggur ekkert eftir hann annað en jafnmargir bitlingaþegar á opin- beru framfæri. stjóri hefur ferilinn á því að taka sér sumarfrí eftir aðeins tvo mánuði í starfi en yfirlýstur tilgangur fram- boðs Ingibjargar Sólrúnar var ein- mitt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn borgarinnar. Borgarstjórinn ætti nú aldeilis að vera vel undir veturinn búinn enda kominn með aðstoðarmann og innan- búðarmann á aukafjárveitingu auk allra hinna embættismannanna. Aðr- ir borgarbúar virðast frekar vera á vetur setjandi og þurfa að bíða enn um sinn eftir sínum umboðsmanni. Hann birtist ef til vill með hækkandi sól og nýrri íjárhagsáætlun. Höfundur er blaðamaður. við þetta vandamál, sem er nánast þjóðar- skömm? Einhvers staðar sá ég haft eftir andlegum meistara: „Að vita, en framkvæma ekki, er verra en að vita ekki.“ Gjöf til landsins Sem betur fer þá eru á meðal okkar einstakl- ingar sem vita og fram- kvæma þjóðinni til heilla. — Einstaklingar sem vilja skila betra búi til viðtakenda en þeir sjálfir tóku við. — Jóhann G. Abyrgir einstaklingar Jóhannsson sem vilja takast á við ' vanda síns tíma í stað þess að velta honum yfir á herðar barna og sinna og barnabama, vitandi að á endanum geti hann orðið komandi kynslóðum óleysanlegur. A sviði landgræðslu og skógræktar hafa slíkir einstaklingar stuðlað að því að' stórvirki hafa verið unnin. En betur má ef duga skal, því vandinn vegna gróðureyðingar er slíkur að þjóðin þarf að sameinast um að leysa hann sem fyrst með markvissum og skipulegum hætti. I tilefni 50 ára afmælis íslenska lýð- veldisins væri því við hæfi að þjóðin sameinaðist um þjóðargjöf til lands- ins — landgræðsluátak til frambúð- ar, með því að markmiði að fyrir næstu aldamót verði lokið við að bjarga helstu náttúruperlum þjóðar- innar, sem nú eru í hættu sökum gróðureyðingar. Yrkjum ísiand Markmiðið er að stofna fræbanka, segir Jó- hann G. Jóhannsson, Vísir að slíku átaki er þegar kominn til framkvæmda _ undir heitinu Yrkjum ísland. Átakinu er hrundið af stað af aðilum sem vilja sjá hugmyndina um þjóðargjöf til landsins á 50 ára afmæli Lýð- veldisins verða að veru- leika. Verndari átaks- ins er okkar ástsæli forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem í forsetatíð sinni hefur gert ræktun landsins að sínu hjartans máli, landi og þjóð til ómet- anlegs gagns um ókomna tíð. Til stuðnings átakinu hefur Skífan hf. annast útgáfu lags og texta eftir undirritaðan í flutningi 20 af þekkt- ustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, sem allir gáfu vinnu sína málefninu til stuðnings. Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður, hafði yfirumsjón með vinnslu og hljóðritun lagsins. Allur ágóði af útgáfunni rennur til stofn- unar fræbanka Landgræðslusjóðs á 50 ára afmæli hans og Lýðveldisins, en Landgræðslusjóður var stofnaður 1944 til minningar um stofnun ís- lenska lýðveldisins. Lagið heitir Yrkj- um ísland, en kveikja að textanum var sú að á 60 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, var að ■ hennar ósk stofnaður sjóður handa íslenskri æsku til að hún rækti land sitt. Sjóðurinn heitir Yrkja eftir samnefndri bók sem að frumkvæði fjölmargra velunnara forsetans var sem hann telur brýnasta verkefnið á sviði land- græðslu og skógræktar. gefin út á afmælisdegi hennar 15. apríl 1990. Þj óðarsamstaða Það er einlæg ósk okkar sem höf- um staðið að undirbúningi átaksins að það nái að skila þeim árangri sem vænst er. Svo það verði þurfa lands- menn allir _að sameinast um það. Með forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, sem verndara átaksins í framvarðarsveit, ásamt helstu ráða- mönnum þjóðarinnar, fulltrúum landgræðslu- og skógræktar sem og tónlistarmönnum, fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og stofnunum, sem hafa gengið til liðs við framtakið er von til að takast megi að mynda nauðsynlega þjóðarsamstöðu um málefnið Yrkjum ísland. Markmiðið er sem fyrr segir stofnun fræbanka, sem í dag er brýnasta verkefnið á sviði landgræðslu og skógræktar með langtímamarkmið í huga. Slík þjóðargjöf yrði veglegur minnisvarði um 50 ára afmæli íslenska lýðveldis- ins, komandi kynslóðum til heilla. Höfundur er tónlistar- og myndlistarmaður. ' McÁIUsí+bXiMcli^ NÚTÍÐ - FAXAFENI 14 Skemmtileg og þroskandi námskeið fyrir ungar stúlkur, dömur og herra á öllum aldri og verðandi sýningarfólk byrja í næstu viku. Hvaða hópur hentar þér??? Ungarkonur Ungar stúlkur Herrar á öllum aldri 13-16 ár á öllum aldri Snyrting snyrting Framkoma Hárgreiðsla Frqmkoma Fataval Framkoma Fataval Hreinlæti Borðsiðir K Hreinlæti Hárgreiðsla Fataval Borðsiðir Borðsiðir Hreinlæti Mannleg samskipti Mannleg samskipti Gestaboð Ganga Ganga Mannleg samskipti Mætitig 6 skípti Mæting 5 skipti Mæting 6 skipti Munið gjafakortin tösa í ( - Ganga - snúningar - pósur - Sviðsframkoma - Snyrting - hárgrei&sla - Allt sem viðkemur sýningarstörfum - Prófverkefni og sýning að þeim loknum - Viðurkenningarskjal Erum umboSsaðilar fyrir „Zoom Model of London" Innritun og upplýsingar ísíma 643340 kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir. STÓRGRILLVEISLA ÁRSINS LAUGARDAGINN 20/8 KL19. HEILSTEIKTIR NAUTAHRYGGIR, GRÍSIR, KJÚKLINGAR 0G LÖMB. VERÐ AÐEINS KR. 999 - KR. 250 FYRIR BÖRN (2 pylsur, franskar og I’e pso. - 0G PLÁHNETAN SPILAR. 3ja daga ævintýri 19.-21. ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellu. Athugið að frítt er inn á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.