Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ice-T er bar- áttumaður fyrir friði í LA ► SÖNGVARINN Ice-T sem undanfarið hefur reynt fyrir sér í kvikmyndum er ötull baráttu- maður fyrir friði í Los Angeles. Þar hefur lengi geisað stríð milli klíkuhópa blökkumanna sem náði hámarki í óeirðunum árið 1992. Hann segir að það hafi tekið Los Angeles tuttugu ár að þróast í þetta ófriðar- ástand: „Flestir vissu ekki af þessu fyrr en kvikmyndin „Col- ors“ með Sean Penn var tekin til sýninga. Sama ár og fólk spurði í forundran: „Jahérna, hafa þeir klíkur?“ voru 387 manns drepnir." Eftir óeirðimar árið 1992 var komið á vopnahléi í Los Angel- es, en Ice-T segir að það sé tek- ið alvarlega í aðeins þijátíu prósent tilvika. „Við höfum fundi með 10-15.000 manns sem hrópa á frið, þannig að ástandið horfir til batnaðar." Hann segir að tónlist sín og kvikmyndir, sem þykja ofbeldis- fullar í meira lagi, hefji ofbeldi ekki til skýjanna. Hann segist aðeins leitast við að draga upp mynd af ástandinu. og glæpa- segir hann. „Þeir þéna mestu peningana og keyra flottustu bílana, þar til þeir eru drepnir.“ Ice-T er um þessar mundir upptekinn við tök- ur á kvikmyndinni „Tank Girl“ í Arizona, en til skamms tíma stóð til að Björk Guð- mundsdóttir færi með aukahlut- verk í myndinni. Fyrsta miðnætur- sýning á Hárinu ÁHORFENDUR skemmta sér með leikurum í lok sýningar. Morgunblaðið/Halldór MÖGGURNAR þijár í sýn- ingunni: Margrét Eir, Mar- grét Sigurðardóttir og Mar- grét Vilþjálmsdóttir. SÖNGLEIKURINN Hárið hefur gengið fyrir fullu húsi í allt sum- ar. Síðastliðið laugardagskvöld var haldin fyrsta miðnætursýningin og var margt um óvæntar uppá- komur. í hléi fóru leikarar út á götu með kassagítar og slógu upp partýi. Áhorfendur fylgdu leikur- unum eftir og Ingólfsstræti lokað- ist fyrir allri umferð á meðan. Það leiddi til þess að lögreglan kom og bað fólk um að rýma götuna. Þá hófst sýningin aftur og í lok sýningar ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Brugðu leikarar þá á það ráð að slá upp partýi á sviðinu með áhorfendum. Það var því sannkölluð hippastemmning á Hárinu síðastliðið laugardags- kvöld. Þess má geta að um tíu þúsund manns hafa séð Hárið í sumarog uppseit hefur verið á þær tuttugu og þijár sýningar sem haldnar hafa verið. INGVAR Sigurðsson skiptir litum á sýning- unni FOLK Stefanía prinsessa og Ducruet í sumarleyfi ► STEFANÍ A prinsessa af Mónakó fór í sumarleyfi með unnusta sínum Daniel Ducruet og tveimur börnum á eyjuna La Reunion í Indlandshafi fyrir skömmu. Móðir Daníels var með í för og brá sér í barnfóstruhlutverkið þegar kærustuparið vildi vera í næði. Ekki er að sjá annað en að hamingjan blómstri hjá hjónale- ysunum. Robin Givens í Foreign Student ► LEIKKONAN Robin Givens leikur í væntanlegri kvikmynd sem nefnist „Foreign Student“, þar sem hún dreg- ur Marco Hofsc- hneider á tálar. Hann er í hlutverki fransks skiptinema sem hlýtur námsstyrk í úrvalshá- skóla í Suðurríkj- unum. Giv- ens komst í fréttirnar nýverið þegar hún fækkaði fötum á síðum banda- ríska tímaritsins Playboy. HASKOLABIO SÍMl 22140 Háskólabíó MEÐAL gesta voru Kristinn Ingólfsson og Ijós- myndararnir Davíð Þorsteinsson og Bragi Þ. Jó- sefsson. Morgunblaðið/Golli HILDUR Guðnadóttir, Friðrik Jóhannsson og Einar Falur Ingólfsson. ÞRJÚ skáldanna sem eiga Ijóð í sýningarskrá, frá vinstri: Þorsteinn Joð, Sigfús Bjartmarsson og Gyrðir Elíasson. Sýning opnuð á ferðalagamy ndum Einars Fals LJÓSMYNDASÝNING Einars Fals Ingólfssonar var opn- uð í Galleri 11 síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin nefn- ist „Ferðalagamyndir" og eru frá ferðalögum Einars um heiminn undanfarin sjö ár. Einar Falur segir um myndirn- ar í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag: „Vonandi leyfa þær fólki þá að sjá eitthvað nýtt við heiminn; sjá eitthvað, sem það hefur ekki séð áður.“ Hann hefur nýlokið mastersnámi í Ijósmyndun frá School of Visual Arts í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.