Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 5 FRÉTTIR FRÁ undirritun samningsins, Sighvatur Björgvinsson, til vinstri og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs til hægri. Verkefni um fjárfestingar SIGHVATUR Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jón Ásbergs- son framkvæmdastjóri Útflutningsráðs undirrituðu í gær samning um verkefni er miði að því að auka erlenda fjárfestingu hér á landi. Samning- urinn er í fimm liðum og samkvæmt honum er iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið verkkaupi og Útflutningsráð verksali og mun það veita almenna þjónustu við þá erlendu aðila sem leita eftir upplýsingum um möguleika á fjárfestingu hér á landi. Útflutningsráði er einnig ætlað að útbúa upplýsingaefni og und- irbúa og stíga fyrstu skref í að skipuleggja markvisst markaðs- starf er beinist að erlendum aðilum. Verkefnið verður unnið á tímabilinu 1. september 1994 til 15. mars 1995 og kostnaður við það verður um fimm milljónir kr. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið mun skipa átta manna markaðs- nefnd um erlenda fjárfestingu sem verður til ráðuneytis á þessu sviði. Átta fulltrúar ímarkaðsnefnd í henni verða einn fulltrúi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, einn fulltrúi Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins pg Landsvirkjunar, einn fulltrúi Útflutningsráðs íslands, tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn fulltrúi sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skip- ar að höfðu samráði við hagsmuna- samtök í atvinnulífinu. Borhola bænda í A-Eyja- fjallahreppi lofar góðu FIMM bændur í Austur-Eyjafjalla- hreppi hafa í sumar borað eftir vatni skammt austan við bæinn Þorvaldseyri með góðum árangri. Kolbeinn Gissurarson, hreppstjóri og einn framkvæmdaaðila, segir að ekki sé búið að mæla hita vatns- ins í holunni til hlítar. Hann segir að ekki hafi enn fengist nógu lang- ur mælir til mælinga í botni hol- unnar en bráðabirgðatölur lofi hins vegar góðu. „Áður en farið var að blása holuna flæddu upp úr henni sjö sekúndulítrar af 48,7 gráðu heitu vatni. Á 667 metra dýpi náð- um við síðan að mæla og þar var hitinn 75,9 gráður.“Að sögn Kol- beins þarf holan nokkra daga til að jafna sig eftir blásturinn áður en unnt verður að framkvæma marktækar mælingar á hita vatns- ins. Áhættan borgaði sig Kolbeinn segir að heitt vatn hafi fundist víða í grennd við nýju holuna og það hafi verið helsta forsenda þeirrar bjartsýni sem leiddi til framkvæmda. Markmið bændanna mun hafa verið að lækka útgjöld sín til orkumála. Hann segir að ekki sé komið að skuldadögum ennþá en þar sem árangur hafi verið svo góður sé engin ástæða til að örvænta. „Áhættan var vissulega fyrir hendi en hún virðist hafa borgað sig eins og staðan er í dag.“ Að sögn Kol- beins synjaði Orkusjóður bændun- um um lán á þeim forsendum að það yrði ódýrari kostur fyrir þá að hita upp með óniðurgreiddu rafmagni. Sjálfur hefur hann efa- semdir um þá röksemdafærslu. Það var fyrirtækið Jarðboranir hf sem vann verkið fyrir hönd bændanna og segir Kolbeinn full- trúa þess hafa kvatt þá óspart til dáða. Hann segir að frekari boran- ir séu ekki á döfinni en útilokar þó ekkert í þeim efnum. „Hér er þéttbýlt og það væri þess vegua hægt að halda áfram borun og veita vatni ef það er til staðar,“ segir Kolbeinn og bendir á að jarð- fræðingar telji líkur á vaxandi hita eftir því sem neðar dregur. Hjartalæknir kosinn í stjórn Cleveland Clinic GUÐMUNDUR Odds- son, yfirlæknir hjarta- lækningadeildar Borgarspítala, hefur verið kosinn í stjórn Cleveland háskóla- sjúkrahússins í Banda- ríkjum, en það er með- al virtustu sjúkrahúsa í Bandarikjanna. í ný- legri grein í U.S.News er Cleveland Clinic í öðru sæti yfir virtustu sjúkrahúsa í lækning- um á hjartasjúkdóm- um. Guðmundur stund- aði nám við Cleveland Clinic á sínum tíma. Þeir sem lok- ið hafa þaðan námi eiga fulltrú í stjórn spítalans og er Guðmundur fulltrúi lækna frá Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku sem stundað hafa nám við sjúkra- húsið. Guðmundur sagði að þessi upphefð hefði komið sér þægilega á óvart. Hann sagði að hlutverk þessara stjórnar væri að halda utan kennsluþáttinn í starfsemi sjúkrahúss- ins. Sjúkrahúsið hefði að undanfömu unnið að því að efla endur- menntun á vegum spítalans. Guðmundur sagði að stjórnin muni halda áfram að vinna að þessu verkefni og hann komi m.a. til með að annast miðlun upplýsinga til þeirra sem stundað hafa nám við skólann. Guðmundur er kosinn í stjórn Cleveland spítala til næstu fjögurra ára. Stjórnarfundir eru haldnir tvisvar á ári. Guðmundur Oddsson læknir AdCall Smáauglýsingar - Upplýsingar 1 - Upplýsingaþjónusta Viðgerðir, vélar, verktakar, fjármál o.fl. 2 - Ferðaþjónusta Flug, rútur, hótel, gisting, veitingahús o.fl. 3 - Smáauglýsingar Heimilistæki, reiðhjól, barnavagnar, tölvuro.fl. 4 - Skemmtanir - afþreying Kvikmyndahús, leikhús, andleg mál, stjörnuspeki o.fl. 5 - Félagastarfsemi Félagasamtök, líknarfélög, trúfélög o.fl. 6 - Bílasala - farartæki Fólksbílar, jeppar, mótorhjól, varahiutir o.fl. 7 - Uppboð, tilboð og markaður Útsölur, sértilboð, Kolaportið, tjónaútboð o.fl. 8 - Fasteignir og fyrirtæki Fasteignir í verðflokkum, iðnaðarhúsnæði o.fl. 9 - FaxCall væntanlegt. Nýstárleg og þörf þjónusta allan sólarhringinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.