Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 1
184. TBL. 82. ÁRG.
Hitabylgja
í Japan
YUKO Katsumura járnbrautar-
starfsmaður kælir kollinn á ís-
klumpi, sem komið hefur verið
fyrir við eina járnbrautarstöðina
i Tókýó. Hitabylgja gengur nú
yfir Japan og fór hitinn yfir 39°
fyrir fáeinum dögum. I gær til-
kynnti japanskt fyrirtæki að það
hygðist flylja inn vatn, þar sem
vatnsskorts gætir víða en dregið
hefur úr vatnsbirgðum höfuð-
borgarinnar um þriðjung vegna
þurrka. Ekki er spáð rigningu
fyrr en í byrjun september.
Smygl á plútoni
Rússar
segjast
rægðir
Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter.
EMBÆTTISMENN i Moskvu
sökuðu í gær Vesturveldin um
að rægja Rússa og rússneskan
kjamorkuiðnað með því að full-
yrða að smyglað plúton-239, sem
þýska lögreglan hefur klófest
síðustu mánuði, sé frá Rúss-
landi. „Fram til þessa hefur ein-
göngu verið um áróður að ræða,“
sagði Vladímír Tomarovskí, tals-
maður gagnnjósnaþjónustunnar,
í gær.
Talsmaður rússneska utanrík-
isráðuneytisins sagði að engar
sannanir væru fyrir því að efnið
kæmi frá Rússlandi. Ýmsir ráða-
menn löggæslu á Vesturlöndum,
þ. á m. yfírmaður bandarísku
alríkislögreglunnar (FBI), hafa
bent á hættuna sem stafaði af
því að illa launaðir kjarnorkuvís-
indamenn í fyrrverandi sovétlýð-
veldum reyndu að selja efni í
kjarnasprengjur á svörtum
markaði.
■ Fjórða plútonsmyglið/14
Japan og Bandaríkín
Samið um
hugverk
Tókýó, Washington. Reuter.
JAPANIR og Bandaríkjamenn undir-
rituðu í Washington í gær samkomu-
lag sem tryggir höfundarrétt á hug-
verkum. Að sögn talsmanns japanska
utanríkisráðuneytisins, er samningur
þessi þó aðeins lítill hluti tvíhliða
viðræðna, sem staðið hafa síðustu
13 mánuði og miða að því að leysa
viðskiptadeilu þjóðanna og stuðla að
fijálsari viðskiptum.
Höfundarréttur á hugverkum hef-
ur ekki verið eitt af forgangsverkefn-
um samningamanna Japana og
Bandaríkjamanna en samningurinn
er sá fyrsti sem þjóðirnar hafa náð
í viðræðunum.
Samningurinn kveður m.a. á um
að Japanir flýti því seinlega ferli sem
skráning höfundarréttar er. Þá felur
hann í sér að Bandaríkjamenn láti
uppiskátt í hveiju einkaleyfi felast
til að koma í veg fyrir óafvitandi
brot á þeim.
56 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Norska hafrannsóknastofnunin
Lagt til að selja
Islendingum
kvóta í Smugunni
FORSTJÓRI hafrannsóknastofnunarinnar norsku, Johannes Hamre,
hefur lagt til að Norðmenn semji við íslendinga um kvóta í Smug-
unni. Hann hefur margoft lagt til að leitað verði nýrra leiða til að
koma í veg fyrir veiðar utan kvóta á alþjóðlegum hafsvæðum, og
segir að Norðmenn eigi að selja öllum þeim kvóta, sem hann vilja
kaupa. Otto Gregussen, ráðuneytisstjóri í norska sjávarútvegsráðu-
neytinu, segir hins vegar að tillögur Hamres séu fráleitar og að
ekki eigi að verðlauna neina þjóð fyrir að fara sínu fram og veiða
úr norsk-rússneska þorskkvótanum.
Að sögn NTB-fréttastofunnar
leggur Hamre til að Norðmenn
hefji nú þegar samningaviðræður
við íslendinga um kvóta þeim til
handa í Smugunni. Segir Hamre
þjóðirnar ekki eiga að standa í
rifrildi á sama tíma og gengið sé
á þorskstofninn. Vandinn í Smug-
unni sé sá að hún sé alþjóðlegt
hafsvæði en þorskurinn hins vegar
hluti af norsk-rússneska stofnin-
um. Því eigi Norðmenn að vinna
að því að gera þeim útgerðum sem
áhuga hafa á að veiða, kleift að
kaupa kvóta úr hluta stofnsins.
Telur Hamre að selja mætti um
5-10% af heildarkvótanum á svæð-
inu. Þeir sem kaupi kvótann skuld-
bindi sig til að veiða ekki umfram
hann. Peningana sem fáist fyrir
kvótasöluna eigi við að nota í rann-
sóknir og framkvæmdir á svæðinu.
Illræmdasti hryðjuverkamaður heirns í varðhald
Carlos borubrattur og
gantaðist við dómarann
Reuter
STRÖNG öryggisgæsla var er hryðjuverkamaðurinn Carlos var
fluttur til dómshúss í París I gær.
París. The Daily Telegrapb.
„SJAKALINN Carlos“, illræmd-
asti hermdarverkamaður heims,
var sjálfsöruggur og borubrattur
þegar hann var leiddur fyrir
franskan dómara í gær eftir 20
ára flótta undan réttvísinni. Hann
gerði að gamni sínu við verði sína
og dómarann, sem dæmdi hann í
gæs.luvarðhald meðan mál hans
er rannsakað.
Fimm verðir, vopnaðir byssum,
fylgdust með Carlos í réttarsaln-
um. Eftir að hafa rætt við þá um
vopnin sem þeir báru heilsaði hann
dómaranum, Jean-Louis Bruguire,
á frönsku: „Herra dómari, hvernig
hafið þér það?“
„Hvernig hafið þér það?“ svar-
aði dómarinn. „Lifi enn - og á enn
mikið eftir,“ sagði þá „Sjakalinn
Carlos“, sem varð goðsögn í lif-
anda lífi vegna hermdarverka
sinna. Hann sneri sér síðan að
vörðunum og sagði: „Þessi maður
er stjarna."
Engin áhætta var tekin á 10
mínútna ökuleiðinni frá fangelsinu
til dómhússins í París. Bifreiðar á
bílastæðunum voru dregnar í
buitu og vegatálmar reistir.
Klukkustund síðar umkringdu lög-
reglubílar og vélhjól brynvarða
bifreið sem flutti Carlos í dómhús-
ið. Inngangurinn í húsið var aðeins
opinn í hálfa mínútu meðan bif-
reiðinni var ekið inn, umkringd
öryggisvörðum sem héldu á sjálf-
virkum byssum.
Bruguire yfirheyrði Carlos fyrir
luktum dyrum í tvær klukkustund-
ir og hermdarverkamaðurinn var
síðan ákærður fyrir sprengjutil-
ræði í París árið 1982, sem varð
einum manni að bana og særði
63. Talið er að hann beri ábyrgð
á fimm sprengjutilræðum í Frakk-
landi, sem kostuðu alls 15 manns
lífið og særðu um 200. Dómstóll
í París hafði dæmt hann í lífstíðar-
fangelsi árið 1992, að honum fjar-
stöddum, fyrir dráp á tveimur
frönskum leyniþjónustumönnum.
Samkvæmt frönskum lögum verð-
ur sérstakur dómstóll, sem fjallar
eingöngu um hryðjuverk, að taka
það mál upp að nýju.
Lögfræðingur Carlosar sagði að
hann hefði verið keflaður og
sprautaður með deyfilyfjum þegar
hann var handtekinn í Súdan á
sunnudag. Hann sakaði frönsku
stjórnina ennfremur um að hafa
greitt herforingjastjórninni í Súd-
an miklar fjárhæðir fyrir að fram-
selja Carlos.
Sigur fyrir Pasqua
í frönskum fjölmiðlum er ijallað
um handtökuna sem mikinn sigur
fyrir Charles Pasqua, innanríkis-
ráðherra Frakklands, og DST,
franska leyniþjónustusveit sem
fæst við starfsemi hi-yðjuverka,
þótt Carlos sé reyndar lýst sem
„manni fortíðarinnar".
Handtakan er ennfremur sögð
sætur sigur fyrir Philippe Rondot,
58 ára gamlan sérfræðing í mál-
efnum Miðausturlanda, sem
stjórnaði leit DST. Rondot gengur
undir nafninu „Arabíu-Lárus“, tal-
ar arabísku reiprennandi, og hefur
mikla þekkingu á íslömskum fræð-
um. Síðast þegar Pasqua var inn-
anríkisráðherra, árið 1986, mun
Rondot hafa samið við múslimska
öfgamenn í Beirút um lausn fran-
skra gísla skömmu fyrir þingkosn-
ingar.
■ Handtakan sögð árangur/14
Notagildi Sjakalans/21