Morgunblaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1994 13
FERÐALÖG
Snæfell-Lónsöræfi
er vinsæl gönguleið
í nokkrum áföngum
Egilsstöðum - Með tilkomu þess
að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
reisti skála við Kollumúlavatn,
Egilssel, og stækkaði skálann við
Geldingafell, hefur aukist mjög
umferð á gönguleiðinni Snæfell -
Lónsöræfi. Skálinn Egilssel var
fluttur fullbyggður og tilbúinn til
notkunar veturinn 1993. Nú er
hvergi meira en dagleið á milli
skála á þessari leið. Langflestir
hefja gönguna frá Bjálfafelli við
Snæfell. Gönguleiðin skiptist í eft-
irtalda áfanga; Snæfell - Geld-
ingafell, 30 km, en hægt er að
keyra að Bjálfafelli og styttist þá
leiðin um 12 km, Geldingafell -
Egilssel, 15 km og Egilssel -
Múlaskáli, 7 km.
Mikil fjölgun göngumanna
Þórhallur Þorsteinsson hjá
Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs segir
að áður hefðu um tíu manns farið
þessa leið á sumri, en nú verði
hátt á annað hundrað göngumanna
á ferðinni þetta sumar. Gönguleiðin
er skemmtileg, nokkuð frábrugðin
öðrum gönguleiðum, því hún byijar
í 900 m hæð, liggur yfir jökul og
lítt gróið land og endar í kjarri og
gróðursæld Lónsöræfa.
Vantar góð kort
Mikil fjölbreytni er í landslagi,
litatilbrigði í fjöllum og hrikaleg
gljúfur. Þórhallur vill geta þess
að kort af svæðinu eru ónákvæm
og villandi og hvetur göngumenn
til að leita sér upplýsinga um
gönguleiðina og staðsetningu
skála. Dæmi eru um það að vanir
göngumenn hafi lent í vandræð-
um í þoku og slæmu skyggni,
þegar gengið hefur verið eftir
áttavita og korti.
Flestir ferðast í hópum
Ferðafélag íslands hefur verið
með skipulagðar ferðir á þessari
gönguleið og einnig hefur Ferða-
félag Fljótsdalshéraðs farið eina
ferð í sumar. Flestir göngumanna
sem farið hafa þessa leið eru ís-
lendingar. Skálarnir geta tekið á
móti 16-18 manna hópum í gist-
ingu. Ferðin sem Ferðafélag
Fljótsdalshéraðs stóð fyrir var
farin dagana 28. júlí til 4. ágúst.
Þátttakendur voru 11 fyrir utan
fararstjóra, vanir sem óvanir
göngumenn og sá elsti í hópnum
var 68 ára.
Gist í fjallaskálum
Fyrstu nótt var gist í Snæfells-
skála, næstu tvær nætur í Geld-
ingafelli, þar sem gengið var á
Geldingafell síðari daginn. Hópur-
inn gisti tvær nætur í Egilsseli,
þar sem farið var í göngu um
Víðidal seinni daginn og að lokum
var dvalið eina nótt í Múlaskála
í Lónsöræfum og gengið um
næsta nágrenni hans. Hópurinn
var síðan sóttur á Illakamb og
ekið til Egilsstaða að kvöldi átt-
unda ferðadags.
Morgunblaðið/Þórhallur Þorsteinsson
Ágöngu
um fagurt
hrikaland
Lagt upp í gönguna. Víða var
numið staðar að dást að hrika-
legri fegurðinni. Í landinu er mik-
il fjölbreytni og litbrigði fjallanna
ólýsanleg. Hér á efri mynd sést
er nokkrir úr hópnum eru á leið
yfir Innri- Víðidalsþverá og yfir
snjóloft. Seinna kemur að því að
að fara fyrir Gjögur í Lónsör-
æfum. Sú leið er nokkuð seinfarin
og þar borgar sig að vera vel
skóaaður og laus við lofthræðslu.
Vinningsnúmer
í Ferðaleik
fjölskyldunnar
Vikuna 8.-12. ágúst voru þessir
vinningar dregnir út í Ferðaleik
ijölskyldunnar.
79563 og vinningur er kortabók
frá Landmælingunum
12479 — 60021 Scarpa-göngu-
skór frá Skátabúðinni
25941 — Dagatalið „Af ljós-
akri“ frá útgáfufyrirtækinu Nýj-
um víddum.
86228 — Kortabók Landmæl-
inga íslands.
32440 — Dagatalið „Af ljós-
akri“.
91016 — Kortabók frá Land-
mælingum íslands.
45449 — Dagatalið „Af ljós-
akri“ og dagatalið íalandsfákar
fyrir árið 1995.
97659 — Kortabók Landmæl-
inganna.
3709 — Dagatalið af Ljósakri.
72137 — Kortabók Landmæl-
inganna.
Töðugj aldahátíð
á Gaddstaðaflötum
DAGANA 19.-21.ágúst verður
Töðugjaldahátíð á Gaddstaðaflötum
við Hellu og er þetta hugsað sem
bænda- og fjölskylduhátíð með
skemmtiatriðum, íþróttum, sýning-
um og uppákomum auk landbúnaðar
og vörukynninga. Töðugjöldin er
verkefni í atvinnumálum í vestur-
hluta Rangárvallasýslu og er sam-
starf margra á þessu svæði. Meðal
atriða er KK sextett sem kemur nú
fram eftir áratuga hlé. Ellý Vilhjálms
og Raggi Bjarna syngja með.
Þá má nefna sælkeraveislu
bænda að Laugalandi í Holtum á
föstudagskvöldið og meðal þess sem
þar er á borðum er fordrykkur sem
er kallaður „Brennunjálsgarpur" og
af forréttum er t.d. hunangslax,
Ægissíðulaxafrauð og meðai aðal-
rétta eru glóðgrillaðir rangæskir
hrekkjusvínsbógar, kryddlegnar
kapallundir og Þykkvabæjarbomba.
Þá er ekki úr vegi að minnast á
fleiri dagskráratriði, svo sem hesta-
sýningar, unglingadansleik, flugsýn-
HESTUR og drengur á Gadd-
staðaflötum
ingar, fallhlífastökk, Heklugöngu og
Landgi'æðslan verður með opið hús
í Gunnarsholti. Þá verður keppnin
„sterkasti karl og kona Suðurlands“,
Hraunverksmiðjan sýnir Listaverk
náttúrunnar sem eru höggmyndir og
skartgripir úr Hekluhrauni.
Töðugjöldin hefjast kl. 14 á föstu-
dag með dráttarvélarakstri bænda í
langri lest og síðan heldur íjörið
áfram og lýkur síðdegis á sunnudag.
Ferðir í vikunni
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
LAUGARD. 20.ág. kl.8 er ferð að
Hagavatni. Stoppað í 3-4 klst. og
gengið um nágrenni Hagavatns. 20.-
21.ág. kl.8 er Hlöðuvellir-Hagavatn,
bakpokaferð.
Helgarferðir 19.-21.ág er í Þórs-
mörk, gist í Skagfjörðsskála. Hin er
Álftavatn-Fjallabaksleið syðri, fjöl-
skylduferð. Brottför kl.20 föstud.
Sunnud. 21.ág er dagsferð í Þórs-
mörk kl.8, kl.9 Tindfjallaheiði-
Klukkuskarð-Miðdalur og kl. 13 Ár-
mannsfell. Loks er að nefna að
sveppaferð í Skorradal er frestað til
laugard. 27.ág.
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
MIÐVIKUDAGSKVÖLD 17.ág. er
áfram gengið með ströndinni. Mæt-
ing kl.20 við Hafnarhúsið. Fyrst
verður nýr brottfararstaður kynntur
og síðan haldið með SVR upp í Graf-
arvog. Gangan hefst við Gullinbrú.
Gengið verður yfir Gufuneshöfðann,
komið við í Áburðarverksmiðjunni
og haldið áfram með ströndinni að
Geldingarnesgranda. Síðan aftur
með strætó niður í miðbæ. Allir eru
velkomnir.
ÚTIVIST
FIMMTUD.18.ág kl. 20 er Tóastíg-
ur, létt kvöldganga um sérkennilegar
og fallegar gróðuivinjar í Af-
stapahrauni.
DAGSFERÐ laugard.20.ág. kl.8 er
6. áfangi háfjallasyrpu og gengið á
Heklu. Göngutimi um 8 klst.
Sunnud. 21 ág. kl.10.30 er 5. áfangi
Vitagöngunnar og farið í Hópsnes
og Krísuvíkurvita. Rifjuð upp saga
þeirra og sjósóknar á svæðinu.
Fjaran skoðuð. Frítt fyrir börn
fimmtán ára og yngri í fylgd með
fullorðnum.
Þá eru tvær helgarferðir 19.-21.
ágúst. Sú fyrri í Bása við Þórsmörk.
Skipulagðar gönguferðir. Minnt á
að nú eru aðalbláber og hrútaber
að ná þroska. Hin ferðin er í Laka-
gíga sem eru einhver stórfengleg-
asta gígaröð landsins 25 km löng.
Af Laka er auðvelt að átta sig á
gígaröðinni og landsháttum. Þá
verður Vatnsgígurinn skoðaður,
Fjarðárgljúfur og söguslóðir á
Kirkjubæjarklaustri.
tsfemd ] Sækium 5auo olÝsii near
þaó heim!
Akraborg - áætlun
Frá Akranesi kl. 08:00*, 11:00,14:00,17:00.
Frá Reykjavík kl. 09:30*, 12:30,15:30,18:30.
Kvöldferðir á sunnud. júní-15. sept.
Frá Akranesi kl. 20:00.
Frá Reykjavík kl. 21:30.
*Þessar ferðir falla niður á sunnudögum
frá 15. september til 1. apríl.
flVestirigar
Réttin - Hlíðarlaug
Verslun - veitingar - bensínstöð.
Hlíðarlaug - Úthlfð,
Biskupstungum, s. 98-68770.
Nýr og skemmtilegur 9 holu
golfvöllur - par 35
Verið velkomin!
Hlíðarlaug Úthlíð
B I S K U PjS Tj U N G U M
Louqorvotn I9km_^^- Geysir 10 km
s. 98-68770. fax 98-68776
Útsýnlsflug - leigufiug
Ódýrara en þig grunar.
Jórvik hf.,
sími/fax 625101.
Stuttar ferðir - langar ferðlr -
fyrir vana jafnt sem óvana hestamenn.
Hestaleigan, Hlíðarlaug - Úthlfð,
Biskupstungum, s. 98-68770.
Glæsilag sundlaug
Heitir pottar, nuddpottur, nudd og ljós.
Hlíðarlaug - Úthlfð,
Biskupstungum, s. 98-68770.
Stórt tjaldsvæðl á frábærum
stað. Verið velkomin!
Hlíðarlaug - Úthlfð,
Biskupstungum, s. 98-68770.
Falleg sumarhús til leigu
Ath.: Pantið tímanlega. Verið velkomin!
Hlíðarlaug - Uthlíð,
Biskupstungum, s. 98-68951.