Morgunblaðið - 21.08.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.08.1994, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Félag íslenskra bifreiðaeigenda Fer fram á frekari skýringar á hækk- un bensínverðs Upprennandi aflakóngar Þórshöfn. Morgunblaðið. VEIÐIHUGURINN var allsráð- andi á hafnargarðinum hér á Þórshöfn á dögunum en ríga- þorskur var bandóður í önglunum hjá veiðiglöðum ungmennum. Beitan hjá þeim var loðna sem krakkarnir fengu nóg af úr Þórs- hamri sem var að landa þennan dag. Krakkarnir gerðu að þorskinum eftir kúnstarinnar reglum og það var greinilegt að þeir höfðu vinnubrögðin alveg á hreinu. Þama eru ef til vill á ferð upp- rennandi stórútgerðarmenn og aflakóngar. Ekki var nóg að moka upp aflan- um, hann varð einnig að gefa eitthvað í aðra hönd svo nú þurfti að markaðsselja góssið. Úr varð að snyrta fiskinn og pakka hon- um í neytendapakkningar þar sem væntanlegir neytendur væru kettir. Síðan var þrammað af stað með kattamatinn og hann boðinn til sölu á kattaeigendaheimilum. Ekki hafði fréttaritari spurnir af því hvernig viðtökur söluvaran fékk, en þar sem allt morar af köttum í þorpinu er ekki ósenni- legt að einhverjir hafi orðið fegn- ir þessu kostaboði krakkanna. STJÓRN Félags íslenskra bifreiða- eigenda samþykkti á fundi sínum á fimmtudag harðorð mótmæli vegna samráðs olíufélaganna um verðbreytingar og beinir þeirri áskorun til Samkeppnisstofnunar að sinna strax meira en ársgam- alli kvörtun FÍB vegna þessa sam- ráðs. FÍB segir opinberar skýrslur vekja upp spumingar varðandi útskýringar olíufélaganna á bens- ínhækkunum. Á fundi stjórnar FÍB kom fram að samkvæmt fyrirliggjandi versl- unarskýrslum frá Hagstofunni hefur cif-verð á bensíni farið lækk- andi frá áramótum en samt sáu olíufélögin ástæðu til að hækka öll sem eitt verð á bensíni 1. maí sl. um eina krónu og nú aftur virð- ist þau hafa samráð um tveggja krónu hækkun á hvern lítra. Aukin álagning olíufélaganna „I báðum tilvikum er hækkað um sömu krónutölu óháð bensín- tegundum. Hækkun á heimsmark- aði var nefnt sem ástæða hækkun- arinnar í maí en opinberar skýrsl- ur vekja upp ýmsar spurningar um þá staðhæfingu. Hækkunin nú er skýrð með sama hætti en frek- ari gagna er þörf frá olíufélögun- um þar sem opinberar tölur um innflutning frá því í júlí hafa ekki verið birtar. FÍB mun fara fram á frekari skýringu olíufélaganna. Af verslunarskýrslum má einnig ráða að álagning olíufélaganna hefur aukist á þessu ári í saman- burði við árið 1993. Hvernig skýra olíufélögin það?,“ segir í fréttatil- kynningu frá FÍB. Fjölgxin ferðafólks á minni hótelum HÓTELSTJÓRAR minni hótela, sem ekki eru í alfaraleið, láta vel af sumrinu og sumstaðar hefur orð- ið umtalsverð aukning gesta frá því í fyrra. Þó virðist sem lausaumferð sums staðar á Norðurlandi hafí brugðist í ár en pantanir aftur á móti verið með besta móti. Á Hótel Bjarkarlundi á Króks- íjarðamesi, þar sem em 27 rúm, hefur verið mikið gist það sem af er sumri. Brynja Harðardóttir hótel- stjóri býst þó við svipuðum fjölda gesta og í fyrra þegar upp verður staðið. Hins vegar séu útlendingar fleiri en í fyrra. í fyrrasumar gistu í Bjarkarlundi um 900 manns og núna séu gestir orðnir 750-800 tals- ins. Góð byrjun á Núpi Bessi Þorsteinsson hótelstjóri á Edduhótelinu á Núpi í Dýrafirði hafði engan samanburð frá fyrra ári því hótelrekstur hófst þar 20. júní sl. í júlímánuði gistu á Núpi alls 743 gestir, þar af 596 íslend- ingar. Hann sagði að miðað við kynningu sem fór seint af stað hafi ijöldi gesta það sem af er sumri verið meiri en ráð hafði verið gert fyrir. Dregið hafi heldur úr ferða- mannastrauminum í ágúst en júní og júlí hefðu verið framar vonum. „Mikill meirihluti gesta er íslend- ingar. Það var seint af stað farið með kynningu og við náðum ekki að gera vart við okkur á erlendum mörkuðum," sagði Bessi. Á Hótel Sæluhúsinu á Dalvík hefur nánast engin lausaumferð verið í sumar og fáir einnig not- fært sér tjaldsvæðið, að sögn Árna Júlíussonar. „Hvað það varðar þá er þetta miklu lélegra en í fyrra. Ég veit ekki hvað veldur og það er alltaf erfitt að henda reiður á iausaumferðinni en þó held ég að okkur vanti hérna eitthvað sérstakt sem dregur ferðamenn að,“ segir Árni. Það hefur hins vegar verið aukning í fyrirfram bókaðri gist- ingu milli ára, sem er bróðurpartur- inn af tekjum hótelsins. Aldrei betra á Djúpavogi Arnór Stefánsson hótelstjóri á Hótel Framtíð á Djúpavogi segir, að starfsemin hafi aldrei gengið jafn vel og í sumar. Hótelið býður einnig upp á bátsferðir út í Papey og segir Arnór, að það hafi verið ferð upp á hvern einasta dag. „Ég hef ekki tekið saman nýtinguua, en hún er mjög góð. Ifyrrasumur kom einnig vel út, en það ei onn betra núna. íslendingarnir eru fleiri núna en verið hefur,“ segir Arnór. Auk Papeyjarferða býður hótelið upp á sjóstangaveiði, hjólreiðaferðir og skipulagðar gönguferðir og telur Arnór það eiga sinn þátt í auknum ferðamannastraum. Hann telur að um 60% gesta séu útlendingar. Á Hótel Þórshamri í Vestmanna- eyjum hefur verið töluvert meiri straumur en í fyrra. Júnímánuður sló t.a.m. öll met varðandi gistingu og hafa íslendingar verið fleiri nú en áður. Fallist á mislæg gatnamót við Höfðabakka Útnesvegur um Klifhraun lagður á núverandi vegi SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur með úrskurði fallist á lagningu mis- lægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Höfðabakka, sem Vegagerð ríkis- ins og Reykjavíkurborg standa að. Embættið hefur jafnframt úrskurð- að, að Útnesvegur um Klifhraun á Snæfellsnesi, í nánd við Amarstapa, í umsjón Vegagerðarinnar skuli lagður á núverandi vegi, en þeim kosti er hafnað að leggja nýjan veg yfir Klifhraun. Þessir úrskurðir eru í samræmi við nýleg lög um mat á umhverfisáhrifum. Allar meiriháttar framkvæmdir eru háðar umhverfis- mati og eru vegaframkvæmdir þar á meðal. Embætti skipulagsstjóra leitar í hveiju tilviki til opinberra umsagnar- aðila og á ákveðnu tímabili er öllum ftjálst að gera athugasemdir við fyr- irhugaðar framkvæmdir. Vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka gerðu Hollustuvernd ríkisins, einn opinberra umsagnar- aðila, og einn íbúi í nærliggjandi íbúðarhverfi athugasemdir við fram- kvæmdirnar og fjölluðu þær um hljóð- og loftmengun. Skipulags- stjóri tók tillit til þeirra og gerir þann fyrirvara á úrskurði sínum að framkvæmdaraðila' sé skylt á fimm ára fresti að kanna loft- og hijóð- mengun við íbúðar- og/eða iðnaðar- hverfi við gatnamótin og skila skýrslu til Hollustuverndar ríkisins. Þá er gert ráð fyrir því að fornleifa- deild Xrbæjarsafns sé tilkynnt um það þegar framkvæmdir hefjast. Útnesvegur um Klifhraun Tveir kostir komu til greina við lagningu Útnesvegar um Klifhraun. Annars vegar var lagt til að endur- bætur yrðu gerðar á núverandi vegi en hins vegar að nýr vegur yrði lagð- ur um Klifhraun. Skipulagsstjóri tók þann kostinn að leggja veginn ofan á þann gamla. Þó er lagt til að vegur- inn verði færður neðar í Stapabotni og Smálækjarhlíð m.a. til þess að minnka snjóþunga á veginum. Nokkrir fyrirvarar eru gerðir í úrskurðinum. M.a. ber að tryggja að vetrarumferð verði sem best tryggð, lagt er til að Vegagerðin kanni möguleika á aukinni þjónustu á snjómokstri og efnistaka úr nám- um skal fara fram í fullu samráði við Náttúruverndarráð. Báða úrskurðina má kæra til umhverfísráðherra innan fjögurra vikna frá því að þeir voru birtir í fyrradag, 18. ágúst. Fulltrúar MFA í Færeyjum á íslandi Læra námskeiðshald fyrir atvinnulausa HÉR á landi dvöldust í liðinni viku tveir fulltrú- ar Menningar- og fræðslusambands al- þýðu í Færeyjum, Hild- ur Paturson og Vigdís Johannesson, sem sækja námskeið sem MFÁ á íslandi heldur í sjálfsstyrkingu og sam- skiptum og einkum er ætlað atvinnulausum. Færeysku fulltrúamir hyggjast standa fyrir samskonar námskeið- um í Færeyjum þar sem atvinnuleysi er um 20% af öllu vinnufæru fólki. Morgunblaðið ræddi við Hildi um námskeiðið og þörfína á slíku nám- skeiði í Færeyjum. „Við erum að læra að standa fyrir námskeiðum í sjálfsstyrkingu og samskiptum. Það er aðallega ætlað atvinnulausum og af þeim höfum við Markaðs- málin til umfjöllunar AÐALFUNDIR Landssambands kúabænda og Landssamtaka sauðfj- árbænda verða haldnir á mánudag og þriðjudag og verða markaðsmálin í brennidepli á báðum fundunum. Aðalfundur kúabænda verður hald- inn á Flúðum en sauðfjárbændur funda á Reykjum í Hrútafirði. Hjá kúabændum verður fyrri fund- ardaginn megináherslan lögð á markaðsmál mjólkurvara og hagræð- ingu í mjólkuriðnaði, en síðari fund- ardaginn beinist athyglin að kjötmál- um nautgriparæktarinnar. Sölumál lambakjöts verða til umljöllunar hjá sauðfjárbændum, en gerð verður grein fyrir markaðsstöðu kjötsins á innanlandsmarkaði og fjallað verður um útflutningsmálin. alveg nóg í Færeyjum núna, eða um 20% af vinnufæru fólki. Nám- skeiðið núna er í sam- vinnu við menningar- og fræðslusamböndin á hinum Norðurlöndun- um,“ sagði Hildur. Missa trú á sjálfa sig Hún sagði þetta nor- rænt framtak þar sem reynt er að veita Færey- ingum stuðning til að takast á við vandamál atvinnulausra. Ingi- björg Guðmundsdóttir, námsfulltrúi MFA á íslandi, hafði forgöngu um að færeysku konurnar kæmu til landsins. Námskeiðið stóð yfir í eina viku. „Námið fólst í kennslu í því hvernig öðlast mætti betra sjálfsálit. Margir þeirra sem eru atvinnulausir missa alla trú á sjálfa sig og þurfa að læra að takast á við þá sálarangist sem atvinnuleys- inu fylgir. Einnig þurfa þeir að læra að lifa lífínu án þess að hafa at- vinnu,“ segir Hildur. Hildur segir mjög mikla þörf fyrir slík námskeið í Færeyjum. „Atvinnu- leysið kom svo skyndilega yfir okkur í Færeyjum þótt auðvitað hefði mátt búast við því ef litið hefði verið rauns- ætt á málin. Það er mjög mikil nei- kvæðni í færeysku samfélagi, allt þykir hafa farið á versta veg og fólk sér varla til sólar. Þetta eru náttúru- lega viðbrögð við því ástandi sem í Færeyjum ríkir. En það er mikil þörf á því að koma fólki upp úr þessari lægð og láta það aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig þarf það að glíma við það sem hægt er að breyta sem er ekki síður mikilvægt," sagði Hild- ur. Hún sagði að nú hefðu þær stöllur fengið grundvallarhugmyndir um hvernig slík námskeið eru uppbyggð og ætlunin væri að setja upp nokk- urn veginn sama námskeið í Færeyj- um. Hildur Paturson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.