Morgunblaðið - 21.08.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 21.08.1994, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ TVÍSÝNUSTU KOSNINGAR í SÖGU MEXÍKÓ i i i Með hettuklæddum og vopnuðum uppreisnarmönnum á frumskógarhátíð Leiðtoginn menntaði valdi að gerast fitlagi Lacondanafrumskóginum, Mcxíkó. Morgunblaðið. Hvað fær fólk til að klöngrast í kallaði saman þing til að ræða mpira pn sólflrhrino- á holótt- lýðræðislega framtíð landsins og ákvað að halda það á umráða- meira en sólarhring á holótt- um drulluvegum, þola hit- asvækju, moskítóbit og úrhellis- rigningu lengst inni í óbyggðum frumskógi? í Mexíkó þurfti aðeins nokkur orð frá hinum hettuklædda upp- reisnarleiðtoga Marcosi og sjö þúsund manns þustu af stað til að sjá og heyra hetj- una sem er orðinn eitt helsta kyntákn landsins. Enginn veit hver hann er eða hvaðan hann kemur. Hann stökk fram í dags- ljósið í byijun árs og leiddi Þjóðfrelsis- her Zapatista, að stærstum hluta Ma- ya-indíána, í upp- reisn þeirra gegn stjómvöldum í Mex- íkó. Byltingarleiðtoginn Marcos gengur ávallt um með skiða- hettu og í herbún- ingi. Hann er nýj- asta átrúnaðargoð fátækra Mexíkana. Fylgismenn Marc- osar vopnaðir „tré- rifflum" á verði á ráðstefnunni í Chi- apas-héraði í suður- hluta landsins. Ljóðræn bréf til landsmanna Marcos sem ávallt er klæddur í herbúning og svarta skíðahettu sem hyl- ur allt nema skarp- leg augun, með riffil um öxl og pípu í munni, er nýjasta uppreisnarhetja Mexíkana, dáður og dýrkaður líkt og gömlu byltingahetj- umar, Pancho Villa og Emiliano Zapata. Sölubörn selja litlar dúkkur í líki Marc- osar og snældur með alþýðusöngvum um hann renna út eins og heitar lumm- ur. Marcos ræðir við landsmenn í gegn- um ljóðræn bréf sem hann sendir í blöð og tímarit' og bein- skeyttur og kald- hæðinn húmor hans hefur tekið fólk með trompi. Hann er einnig uppáhald blaðamanna um allan heim sem bíða í löngum röðum eftir að kom- ast inn á umráðasvæði Zapatist- anna í Chiapas-héraði í suður- hluta landsins til að fá að taka við hann viðtöl. Hin rómantíska og leyndar- dómsfulla hula sem hvílir yfir Marcosi eykur enn á vinsældir hans: hann er hvítur og hávaxinn í hópi dökkra og lágvaxinna indí- ána; hann er vel lesinn, menntað- ur millistéttarmaður sem valdi að gerast útlagi í eigin landi til að beijast fyrir réttindum minni- hlutahópa. Þrátt fyrir að her Zapatistanna sé lítill og vanbúinn þá hafa stjómvöld í Mexíkó ekki efni á að afskrifa hann. Salinas, Mexíkóforseti, tók þá ákvörðun fljótlega eftir upphaf átakanna að semja við Zapatist- anna í stað þess að láta stjórnar- herinn ráða að niðurlögum þeirra eins og hann hefði auðveldlega getað. Von stjórnarinnar var að tala málið í hel. Málþing um lýðræði Margir sögðu því að það væru draumórar einir þegar Marcos svæði Zapatistanna í Lacandona frumskóginum. En hann sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Hundruð félagasamtaka sendu fulltrúa sína á ráðstefnuna sem haldin var dagana 6.-10. ágúst. Bæði mexíkóskir og alþjóðlegir mennta- menn, rithöfundar og listamenn brugð- ust við kalli Marcos- ar og héldu inn í frumskóginn með birgðir af sólará- burði og skordýra- eitri á nokkurs konar „Woodstock a la Marcos." Stjórnarherinn sýndi fáheyrt sam- starf og 234 rútur með um sjö þúsund þátttakendum fengu óhindraðan aðgang að svæðinu. Hettuklæddir og vopnaðir Zapatistar tóku á móti ráð- stefnugestum í þorpi sem þeir byggðu sér- staklega fyrir sam- komuna. Risastórt útileikhús, eldun- araðstaða, klósett, svefnskálar, jafnvel bókasafn og tölvuað- staða, beið gest- anna. Þrátt fyrir alvar- legan tilgang þá breyttist samkoman fljótlega í hálfgerða útihátíð þar sem allir biðu spenntir eftir aðalnúmerinu: ræðu Marcosar. „Þetta hræðilega ferðalag var vel þess virði,“ sagði Rosa Velasques Hem- andez með stjömur í augunum eftir að Marcos hafði talað. „Við biðum eftir honum eins og nýjum guði.“ Friðsamleg mótmæli boðuð Samkoman samþykkti nær ein- róma harðorðar tillögur Zapatist- anna gegn einræði stjórnar- flokksins og gegn NAFTA. Þá var samþykkt að halda aðra ráð- stefnu með það að markmiði að endurskrifa stjórnarskrána og að efna til friðsamlegra mótmæla um allt landið ef Byltingarflokk- urinn ynni kosningarnar. En það voru ekki allir jafn ánægðir með samkunduna og margir fulltrúar gagnrýndu vald hundrað manna forsætisnefndar sem fór með stjórn ráðstefnunnar. „Meirihlutinn er menntamenn og fólkið, verkamennirnir, bænd- urnir, fá ekki að tala,“ sagði Eduardo Alguila from Guanahu- ato-héraði. Þrátt fyrir óánægjuraddir og grenjandi rigningu sem gaf svæð- inu yfirbragð flóttamannabúða þá var Marcos hæstánægður. „Þetta er nautn. Næstum full- næging,“ sagði hetjan með kímn- isglotti á blaðamannafundi, eftir að ráðstefnugestir höfðu einróma fellt tillögu um að hann tæki af sér skíðahettuna. Þing- og forsetakosningar fara fram í Mex- íkó í dag. Brynhildur Olafsdóttir hefur fylgst með kosningabaráttunni í Mexíkóborg og gerir hér grein fyrir frambjóðendum og sérstöðu stjómarflokksins. Pólitískir súpermenn, hettu- klæddur uppreisnarforingi og dauður forsetaframbjóðandi: Kosningabaráttan í Mexíkó er með sanni frábrugðin því sem menn eiga að venjast. Mexíkóar ganga að kjörborði í dag til að kjósa sér nýjan forseta og nýtt þing í kosningum sem margir stjórnmálaskýrendur spá að verði þær tvísýnustu í sögu landsins. Erlendir fjárfestar fylgjast spennt- ir með framvindu mála, krossa fing- ur gegn vinstri sinnaða Demókrata- flokknum (PRD) en gefa hinum hægri sinnaða Þjóðarflokki (PAN) hýrt auga. Ekki er áhuginn minni í Bandaríkjunum þar sem framtíð samningsins um Fríverslunarsvæði Norður- Ameríku, NAFTA, er talin í húfi. Þar í landi segja menn að tími sé kominn á lýðræðisleg stjómar- skipti í Mexíkó eftir 65 ára valdasetu Byltingarflokksins (PRl). Efasemdir um kannanir Nýlegar skoðanakannanir spá Er- nesto Zedillo, forsetaframbjóðanda Byltingarflokksins, sigri með um 55 prósent atkvæða. Diego Femandez de Cevallos frá Þjóðarflokknum er spáð stuðningi 27 prósenta kjósenda og Cuauhtemoc Cardenas frá Demó- krataflokknum 15 prósenta. Sex smáflokkar sem einnig bjóða fram fulltrúa eru taldir fá samanlagt tæp- lega þriggja prósenta fylgi. Áreiðanleiki skoðanakannana er hins vegar stórlega dreginn í efa í landi þar sem fólk er hrætt við að segja meiningu sína af ótta við að- gerðir af hálfu stjórnarflokksins sem teygir anga sína út í ystu kima þjóð- lífsins. Byltingarflokkurinn vann forseta- kosningarnar fyrir sex árum með harla vafasömum hætti. Kosninga- tölvurnar „biluðu" þegar hinn vinstri sinnaði frambjóðandi, Cuauhtemoc Cardenas, var kominn með forskot á Carlos Salinas de Gortari, núverandi forseta. Þegar búið var að „laga“ tölvubúnaðinn þremur dögum síðar kom í Ijós að Salinas hafði unnið kosningarnar með naumum mun. Stærstu stjórnarandstöðuflokk- arnir, Demókrataflokkurinn og fjóð- arflokkurinn, segja að flókið kosn- ingasvindl hafi þegar verið undirbúið tH- að tryggja sigur stjórnarflokksins nú. Þeir benda á að löngu látnir og grafnir einstaklingar hafi lag á því að tóra á kosningaskrám og vel þekktir stuðningsmenn Byltingar- flokksins séu skyndilega komnir með lögheimili víðs vegar um landið. Kosningalögum breytt Byltingarflokkurinn með Salinas forseta í fararbroddi hefur neitað þessum ásökunum og mýmargar breytingar hafa verið gerðar á kosn- ingalögum landsins til að reyna að tryggja að kosningarnar fari heiðar- lega fram. Um 35 þúsund eftirlits- menn, þar af um 1.000 erlendir, eiga að sjá til þess að allt fari eftir settum reglum en þrátt fyrir það er talið ómögulegt að fylgjast með öllum kosningastöðum landsins sem eru tæplega 100 þúsund. Zedillo, forsetaframbjóðandi Bylt- ingarflokksins og fyrrverandi Qár- mála- og menntamálaráðherra, þykir lítt spennandi forsetaefni. Hann hef- ur svipaðan bakgrunn og Salinas: hagfræðimenntaður, atvinnubúró- krati sem hafði lítið komið nálægt pólitík þegar hann var dubbaður upp sem forsetaframbjóðandi. Hann fylg- ir svipaðri stefnu og Salinas, sérstak- lega á efnahagssviðinu, en hefur lof- að að gera flokkinn lýðræðislegri og betrumbæta dómskerfi landsins sem er í molum. Cuauhtemoc Cardenas, frambjóð- andi Demókrataflokksins og sonur eins virtasta forseta Mexíkó, Lazaros Cardenas, sem þjóðnýtti olíulindir landsins, er hins vegar gamall í hett- unni. Cardenas, sem er fyrrverandi þingmaður og héraðsstjóri fyrir Bylt- ingarflokkinn, sagði skilið við flokk- inn fyrir síðustu kosningar og bauð sig fram til forseta með stuðningi nokkurra vinstri sinnaðra flokka. Hann hefur harðlega gagnrýnt efnahagsumbætur Salinas á þeirri forsendu að þær hygli efnuðum Mex- íkóum umfram þá sem minna mega sín. Cardenas, sem í upphafi lýsti sig alfarið á móti NAFTA-samningnum, hefur dregið úr andstöðu sinni upp á síðkastið, að því er virðist til að höfða til breiðari hóps kjósenda. Óvæntur sjónvarpssigur Sjónvarpskappræður á milli for- setaframbjóðendanna í maí breyttu sjónarspili kosningabaráttunnar. Cardenas, sem lengi framan af var í öðru sæti í skoðanakönnunum, hríðtapaði fylgi en lögfræðingurinn Diego Fernandez de Cevallos sem fram að því hafði verið nánast óþekkt spil stóð uppi sem sigurvegari. Fernandez, sem leiðir hinn hægri sinnaða Þjóðarflokk, hundskammaði Zedillo, gerði lítið úr Cardenas og tók heljarstökk í vinsældum. Hann er án efa einn litríkasti forsetafram- bjóðandinn: harðorður hugsjónar- maður með eld í augum. Leiðtogar Þjóðarflokksins hafa verið ásakaðir um leynilegt valdamakk með Bylt- ingarflokknum en Fernandez, sem þykir líklegur til að fylgja svipaðri stjórnarstefnu og Salinas, vísar því á bug. Hann hefur heitið því að minnka völd forsetans verði hann kosinn og auka sjálfstæði lands- byggðarinnar. Þrátt fyrir spenninginn í kringum kosningaúrslitin er mörgum Mexíkó- um ofar í huga hvað gerist eftir kosningarnar. Fregnir af vopnuðum óánægjuhópum víðs vegar um landið hafa vakið ótta við uppþot og ofbeldi í kjölfar kosninganna. Hundruð félagasamtaka hafa tek- ið höndum saman með zapatista-upp- reisnarmönnum í suðurhluta landsins og hvatt til friðsamlegra mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.