Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 48
N • Á • M • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGVNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Brenndust í elds- voða í tjaldvagni Eldur í MIKILL reykur var í húsinu þegar slðkkvistarfið hófst. Flutt með þyrlu til Reykjavíkur HJON voru flutt frá Skógum með þyrlu Landhelgisgæslunnar á brunadeild Landspítalans vegna mikilla brunasára eftir að gaskútur sprakk í tjaldvagni þeirra við tjaldstæðið á Kirkjubæjarklaustri. Slysið varð um klukkan hálfell- efu í gærmorgun. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var kon- an að kveikja upp í gaseldavél þegar gaskúturinn sprakk og eldur braust út. Meðal gesta á tjaldsvæðinu var læknir sem hlúði að fólkinu í fyrstu en bæði hjónin hlutu svo mikil brunasár að nauðsynlegt var talið að flytja þau með hraði til Reykja- víkur. Einnig kom heilsugæslu- læknir á staðinn og sjúkrabíll, sem flutti fólkið strax áleiðis til Reykja- víkur. Jafnframt var óskað aðstoð- ar þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór á móti sjúkrabílnum og tók sjúklingana um borð við Skóga um hádegisbil. Fólkið var rakleiðis flutt á brunadeild Landspítalans en ekki fengust upplýsingar um ástand þess og líðan í gær. Rafveita Hamborgar óskar eftir samstarfi um úttekt á flutningi raforku Rétturinn til að leggja sæstreng verði kannaður RAFVEITA Hamborgar (Hamburgische Electricitát-Werke AG) hefur óskað eftir sam- starfi við Landsvirkjun um athugun á tæknilegri og fjárhagslegri hagkvæmni þess að flytja út raforku frá íslandi til Hamborgar á fyrsta ára- tug næstu aldar. Jafnframt verði hin lagalega hlið málsins athuguð. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að HEW vilji veita lögfræðilegu hlið máls- ins forgang, þ.e. því er varðar réttinn til að leggja sæstreng um úthafið, landgrunnið og efnahags- lögsögu hlutaðeigandi strandríkja. Ósk HEW verði lögð fyrir næsta stjórnarfund Landsvirkjun- ar til afgreiðslu. Bjartsýnn á samstarf Halldór leggur áherslu á að með því að koma til móts við HEW sé Landsvirkjun ekki að veita þessum aðilum meiri forgang en öðrum á einn eða annan hátt og nefnir í því sambandi að eft- ir sem áður yrði unnið í samvinnu við Icenet-hóp- inn að athugun á hagkvæmni þess að flytja raf- magn til Hollands um sæstreng. Athugunin eigi að taka 12-15 mánuði. Dr. Fritz Vahrenholl, orku- og umhverfisráð- herra Hamborgar, lét þess getið að beiðni um samstarf vegna hugsanlegs raforkuflutnings milli landanna um sæstreng lægi á borði Lands- virkjunar. Aðaláhersla yrði lögð á lagalega þætti málsins. „Við höfum boðist til að aðstoða íslend- inga við að framkvæma úttekt á lagalegri hlið þess að leggja sæstreng yfir hafið. Strengurinn myndi fara yfir símalínur, gas- og olíuleiðslur, og kanna verður afleiðingar þess ef hann skemmdi eitthvað af þeim eða að þær skemmdu strenginn," sagði Vahrenholl. Hann sagðist bjart- sýnn á að skrifað yrði undir samstarfssamning á næstu vikum og að úttektin myndi taka nokkra mánuði. Halldór'segir HEW telja að hér geti verið um raunhæfan möguleika að ræða til lengri tíma litið. Aðspurður kvað hann engan kostnaðar- grundvöll liggja fyrir enn sem komið væri. Virkjunarkostir norðan Vatnajökuls Fulltrúar borgaryfirvalda og HEW í Hamborg hafa átt í óformlegum viðræðum við Landsvirkj- un um hugsanlegan raforkuútflutning um þriggja ára skeið. Þeir tóku þátt í kynnisferð iðnaðarráðuneytis vegna virkjunarkosta norðan Vatnajökuls á föstudag. Jökulsá veitt í Kreppu Fram kom í ferðinni að vænlegustu virkjunar- kostir væru að mati Landsvirkjunar svokallaðar Arnardals- og Brúarvirkjanir fyrir Jökulsá á Fjöll- un og Kárahnjúkavirkjun fyrir Jökulsá á Brú. Jökulsá á Brú yrði stífluð við suðurenda Kára- hnjúka þar sem miðlunarlón virkjunarinnar verð- ur, Hálslón. Frá því yrði vatni veitt í göngum að stöðvarhúsi neðanjarðar yst í Norðurdal í Fljóts- dal með frárennslisgöngum út í Jökulsá í Fljóts- dal. Jökulsá á Fjöllum yrði veitt til Kreppu þar sem styst er á milli ánna sunnan Þorlákslinda- hryggjar. Þeim yrði síðan veitt austur fyrir hrygg- inn þar sem miðlunarlón yrði myndað með stíflu í Arnardalsá, frá Arnardalsöldu austur á Gijót, Amardalsmiðlun. Vatni yrði veitt um göng að stöðvarhúsi neðanjarðar við Reykjará með frá- rennslisgöngum út í Jökulsá á Brú. Frá Brúarlóni yrði vatni veitt um göng að stöðvarhúsi neðanjarð- ar með frárennsli til Jökulsár í Fljótsdal. Morgunblaðið/Golli Húsbygging í Hveragerði JÓNAS og Ásgeir láta sér ekki lengur bregða þó að jörð skjálfi undir fótum þeirra í Hveragerði. Kofabygging á hug þeirra allan þessa dagana. En það er betra að hafa kofann rammbyggðan ef hann á að þola jarðskjálftana og þess vegna spara þeir ekki naglana. Hékká fiskikari í í 2-3 tíma MANNBJÖRG varð er Árni NK5 frá Reyðarfirði, þriggja tonna trilla, sökk við Brökur norður af Skrúð snemma í gærmorgun. Að sögn rannsóknarlögreglu á Eskifirði fylltist trillan af sjó og sökk. Maðurinn sendi út neyðarblys, komst í flotbúning og hékk á 'fiskikari í tvær til' þijár klst. áður en honum var bjargað um borð í Regínu frá Eskifirði. Þangað var hann kom- inn um átta í gærmorgun. Fylltu sig af loðnu LOÐNA fannst á fimmtudags- kvöld um 30 mílur inni í græn- lenskri lögsögu út af Vestfjörð- um og fyrir hádegi í gær komu þrír bátar inn til Siglufjarðar með fullfermi, samtals á þriðja þúsund tonn. Sex bátar voru á miðunum og var von á öllum í land í gær með fullfermi. Albert GK var fyrstur inn til Siglufjarðar með 740 tonn. „Þetta er mjög góð loðnu, eðlileg Vestfjarðaloðna, átulaus og fal- leg,“ sgði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Albert um hádegis- bil í gær en þá var hann aftur á leið á miðin og vonaðist til að hefja veiðar að nýju um mið- nætti. sements- afgreiðslu HÚS sementsafgreiðslunnar á Sæv- arhöfða skemmdist talsvert í eldi í fyrrinótt. Eldsupptök eru óljós. Allt slökkvilið borgarinnar réð niðurlög- um eldsins á um klukkustund. Vaktmaður í iðnaðarsvæðinu við Dugguvog sá reyk leggja frá húsi handan Elliðavogar og hringdi á slökkvilið klukkan tæplega hálf- fimm. Þegar að var komið var mik- ill reykur í húsinu og voru reykkaf- arar sendir inn að kanna upptök eldsins jafnframt því sem allir slökkviliðsmenn borgarinnar voitj ræstir út. Eldsupptökin reyndust vera í loftpressuherbergi í norðaustur- *®feorni verkstæðisálmu hússins. Það- an hafði eldur borist upp á milliloft þar sem er lager og í þak hússins. Rjúfa varð þakið á kafla. Slökkvi- starfi var lokið á um klukkustund en vakt var höfð við húsið fram eftir morgni. í húsinu er sementsafgreiðsla og * verkstæði fyrir flutningabíla. Madonna syngrir lag eftir Björk MADONNA syngur lag eftir Björk Guðmundsdóttur á væntanlegri plötu sinni, „Bedtime Stories“, sem ^*^emur út á næstu vikum. Titill plöt- unnar er dreginn af lagi Bjarkar „Bedtime Story“. Björk samdi lagið ásamt slag- verksleikaranum Marius DeWries og Nellee Hooper, sem vann að upptökum á plötu Bjarkar, Debut, og vinnur nú með Madonnu að nýju pfötunni. ■ Titillag næstu/40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.