Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 23

Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 23 Landið í vatns- litum MYNDOST Stöölakot VATNSLITAMYNDIR Hrefna Lárusdóttir. Opið alla daga kl. 14-18 til 21. ágúst. Aðgangur ókeypis. Ljóðatónleikar Gerðu- bergs endurteknir LJOÐATONLEIKAR Gerðubergs, Is- lenska einsöngslagið, verða endur- teknir í borgarleikhúsinu, mánudaginn 22. ágúst klukkan 20.30 og í íslensku óperunni, þriðjudaginn 23. ágúst - einnig klukkan 20.30. Uppselt var á Ljóðatónleikana á afmæli Reykjavíkur fímmtudaginn 18. ágúst sl. og var því ákveðið að endurtaka tónleikana á mánudagskvöld. Þar sem ljóst var, að sögn forsvarsmanna Gerðubergs, að færri myndu komast að en vildu, var ákveðið að endurtaka tónleikana í þriðja og seinasta skipti í íslensku óperunni á þriðjudegnum. í fréttatilkynningu segir að þ_að megi teljast sérstakur viðburður á Is- landi að svo einstakir listamenn sem Garðar Cortes, Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sólrún Bragadóttir og Sverrir Guðjónsson komi saman á einum tón- leikum til að syngja íslensk einsöngs- lög. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir um flörtíu íslensk tónskáld. Jónas Ingimundarson, píanóleikari og um- sjónarmaður íslenska einsöngslagsins, spilar með á píanó. Ljóðatónleikarnir eru liður j menn- ingardagskrá sem er tileinkuð íslenska einsöngslaginu og Gerðuberg stendur fyrir á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Miðasala og miðapantanir eru í Borgarleikhúsinu. HREFNA Lárusdóttir hefur búið í Lúxemborg í um tvo áratugi, og naut kennslu í litameðferð í Trier í Þýskalandi; hún hefur verið dijúg við sýningarhald frá því hún hélt sína fyrstu sýningu fyrir tíu árum, og sýnt bæði í Þýskalandi og Lúxemborg, auk þess sem hún hef- ur tvívegis hengt verk sín á Mokka- kaffi. Myndefnin í málverkin hér sækir Hrefna til ferða um ísland, og má meðal þeirra kenna ýmsa þekkta staði, svo sem Snæfell, Almanna- skarð, Eyjafjallajökul, Jarlhettur og Rauðasand. Myndbygging er oft markviss og skýr í stærri verkun- um, en minnstu myndirnar eru allt of litlar til að efnið fái notið sín sem skyldi; slík póstkorta-stærð hentar því engan veginn. Á sama tíma og beiting litanna er oft með ágætum í landslagsmyndunum, þá er teikningin hins vegar ekki nægi- lega leikandi þegar persónur eða dýr koma inn í landið, og viðfangs- efnið verður óþarflega stíft í fletin- um. Hrefnu tekst best upp þar sem myndbyggingin er einföld og sjónarhornið ekki of þröngt, og hreinir litir fá að njóta sín. Þannig eru „Frá Rauðasandi" (nr. 4) og „Séð frá Almannaskarði“ (nr. 12) í góðu jafnvægi, og hinir tæru tón- ar loftsins í fjarlægð marka þá sýn á landið, sem listakonan leitar eftir að koma til skila. Vatnslitir eru vandmeðfarinn miðill, sem þó er hægt að læra að meðhöndla af ögun og smekkvísi, eins og sést á þessum myndum. Hins vegar skortir hér þá dirfsku og flæði í litameðferðinni, sem er nauðsynleg til að gera myndir af þessu tagi eftirminnilegar. Lands- lagsmálverkið á sér afar ríka hefð, sem þarf að nálgast á nýjan hátt, eða jafnvel bijóta gegn, til að hægt sé að tala um fijóa listsköpun hvetju sinni. Slík opnun viðfangsefnisins hlýt- ur að vera nauðsynlegt markmið skapandi listar, fremur en að lista- maðurinn láti sér nægja dægilega eftirmyndun þess sem fyrir augu ber. Eiríkur Þorláksson ------♦-•»-♦----- Egilsstaðir > Island sækjum það heim SÝNING á 120 úrvalsverkum úr myndlistarverkefni barna og ungl- inga á vegum ferðaátaksverkefnis- ins ísland sækjum það heim hófst á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 19. ágúst sl. Sýningin er farandsýning og er sýningin á Egilsstöðum sú sjöunda í sumar en hún stendur til 28. ágúst. Hún er opin alla daga frá kl. 14-19. |f»Skólinn er aö byrja Frábær skólafatnaður á börnin í miklu úrvali. LOKSIIMS H&M Rowells í Húsi verslunarinnar RCWELLS Þúsundir íslendinga þekkja gæði fatnaðarins frá H&M Rowells. Þeirvita að í H&M Rowells fá þeir fallegan og góðan fatnað á dömur, herra og börn á mjög hagstæðu verði. Verslun okkar er í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. þ Póstverslun Hennes & Mauritz Náðu þér í nýja haust- og vetrarbæklinginn frá H&M Rowells. 300 blaðsíður af fallegum fatnaði. Hringdu í síma 91-884422 og við sendum þér bæklinginn um hæl gegn 350 kr. greiðslu. ►FJOLSKYLDUNNI I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.