Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 15

Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 15 ur,“ svara ég. „Það er með öllu ómerkt. Nú býð ég þér að koma hingað um borð til mín og sýna mér merki ykkar á því. Ef þú getur gert það, skal ég á auga- bragði setja baujuna á sinn stað aftur.“ Þessu er ekki svarað; ég bíð í stundarfjórðung; held þá af stað, því að þetta mál er sýnilega úr sögunni. En Baujustríðið heldur áfram. Nokkru síðar er ég út af Haga- nesvík. Þar er hópur breskra tog- ara, og Anderson vakkar hjá þeim. Það er ljómandi veður, logn og blíða. Allt í einu sé ég hvar dufl liggur úti. Ég skoða það, en fer i ekki nær því en á að giska hundr- að metra. Og þá getur heldur en ekki á að líta. Efst á baujustöng- inni, þar sem venjulega voru hafð- ar bláar eða rauðar dulur, blaktir breski alríkisfáninn, hvorki versl- unarflaggið né herfáninn, heldur krúnuflaggið sjálft! Nú er verið að leggja fyrir mig gildru, hugsa ég með mér. Þetta dufl get ég ekki tekið. En þá er að gera eitthvað annað. Frá þessari bauju er gengið á annan veg en ég hafði nokkurn tíma áður séð. í staðinn fyrir belgi er gríðarmikil stáltunna, tvöföld á stærð að ég hygg. Mér dettur í hug að skjóta í hana þannig að duflið sökkvi; sæki óðara riffil og skotfæri, sem ég hafði notað til að eyðileggja tundurdufl á stríðsárunum, og geri ráðstafanir svo að hvellurinn heyrist ekki. Ég læt loka öllum gluggum á brúnni, hef dyrnar bakborðsmegin opnar og opna sömuleiðis niður í gang á skipinu og inn í loftskeytaherbergið. Svo sigli ég milli baujunnar og togaranna, og mér lánast þetta prýðilega; fyrst skýt ég tunnuna í sjónmálslínu, en síðan í toppinn á henni til að hleypa loftinu út. Hægt og hægt sekkur tunnan og dregur baujuna.með sér, og við fylgjumst með því glottandi, ég og skipshöfnin sem stendur í hnapp umhverfis mig. En um leið og breska krúnuflaggið hverfur í hafdjúpið, gera strákarnir mér þann grikk að reka upp siguróp eitt mikið. Bresku togaraskipstjórarnir heyra ópið, sjá að baujan er horf- in, klaga mig undir eins fyrir And- erson og segja: „Þeir eru búnir að stela duflinu!“ Örskömmu síðar berst mér harðort skeyti frá Anderson: „Ef þú skilar ekki duflinu á sinn stað innan tíu mínútna, skaltu hafa verra af!“ Ég svara um hæl og segi — eins og satt er: „Ég hef ekkert dufl tekið og get þar af leiðandi engu skilað.“ Ég heyri í talstöðinni að Ander- son ber málið á ný undir togara- skipstjórana, en þeir svara enn á sömu lund: „Það er öruggt að þeir hafa stolið duflinu." Anderson segist hins vegar vera farinn að þekkja mig það vel nú- orðið að ef ég segist ekki hafa tekið baujuna, sé það að öllum lík- indum satt. „En hvern fjandann hefur hann þá gert?“ bætir hann við og stynur þungan. Loks hefur hann aftur samband við mig og spyr: „Komstu ekki nálægt duflinu?" „Ja, nálægt og ekki nálægt," svara ég. „Ég renndi á lítilli ferð framhjá því í á að giska hundrað metra fjarlægð, en það var nú ein- göngu til þess að sýna breska krúnuflagginu tilhlýðilega virð- ingu!“ Þá hnussar í Anderson, og hann flýtir sér að segja: „Við látum málið falla niðúr.“ -gisting og góður matur Nuddskóli Rafms Qeirdals NUDDNAM hefst 1. september næstkomandi. Hægt er að velja um dagnám eða kvöld- og helgamám. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 876612 Smiðshöfða 10, 112Reykjavík alla virka daga. Colt 1300 GLi 1.095.000. Lancer 1600 GLXi, sjálfskiptur 1.484.000.- Afmælisafsláttur á Mitsubishi r I tilefni 15 ára afmælis Mitsubishi r á Islandi seljum við á næstunni takmarkað magn Mitsubishi bíla á hreint frábæru verði! Tryggðu þér bíl í tíma. Allt að 48 mánaða greiðslutími. */sHl Á Lancer GLXi 4x4, með sítengdu aldrifi. 1.790.000.- HEKLA Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00 A MITSUBISHl í • Qími rq ck nn MOTORS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.