Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 6

Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 6
6 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ótti við að gereyðingarvopn geti hafnað í höndum glæpaflokka HORFT í HYLDÝPIÐ Þjóðverjar hafa fundið í fórum smyglara efni sem hægt er að nota við smíði kjam- orkuvopna og er talið að efnin komi frá fyrrverandi Sovétlýðveldum. Krislján Jónsson fjallar um smygl á plútoni og ------------------------3----------- ástæður þess að hmnið í austri eykur kj amorkuhættuna Alræmdasti hryðjuverka- maður síðari ára, „Sjakalinn“ Carlos, er nú fangi Frakka. Ott- inn við vinstrisinnaða öfgahópa, eina af mörgum afurðum kalda stríðsins, er nefndu sig borgar- skæruliða, fer dvínandi. Hrun kommúnismans hefur grafið undan hugmyndum þeirra og stuðningi. Það sem einkum veld- ur ótta við að ný ógn geti tekið við af kalda stríðinu er efnahags- legt hrun í Rússlandi og Úkraínu og ýmsar afleiðingar þess. Vest- rænir ráðamenn óttast m.a. að geislavirk efni, plúton eða úran, til gerðar kjarnorkuvopna, sem smyglað er frá Rússlandi, hafni hjá einræðisríkjum í þriðja heim- inum, öfgasinnuðum múslima- hópum eða glæpasamtökum. Þeir hafa hvatt Rússa til að efla öryggiseftirlit sitt og samkvæmt síðustu fréttum heita ráðamenn í Moskvu nú bót og betrun. Sérfræðingar telja að það muni aldrei takast án þess að Rússar fái aðstoð utan frá; birgðabókhald hafi verið talið óþarft í kjarnorku- stofnunum á sovétskeiðinu og enginn viti hvað hafi verið til og hve mikið sé horfið. Einnig er bent á að alþjóðlegar eftirlits- stofnanir fái ekkert að kynna sér framleiðsluna hjá verksmiðjum og rannsóknastofum hers- ins en talið er að hluti af smyglvarningnum komi þaðan. Að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende gekk yfirmaður Gosa- tomnadzor, kjarnorkueftirlits- stofnunar rússneska ríkisins, fram fyrir skjöldu í vor og sagði að alger ringulreið ríkti í kjarn- orkuiðnaði landsmanna. Starfs- menn sínir hefðu fundið mörg þúsund dæmi um brot á öryggis- reglum en ekkert getað gert til að ráða bót á þeim. Leiðtogar Rússlands vilja vafa- laust umbætur í þessum efnum en agaleysið í landinu og uppi- vöðslusemi herforingja gera þeim óhægt um vik. Borís Jeltsín for- seti og menn hans vita að það eru ekki aðeins þriðjaheimsríki sem sækjast eftir kjarnavopnum. Innri fjendur Moskvustjórnarinnar í uppreisnargjörnum héruðum og mafíuleiðtogar gætu valdið gríð- arlegum erfíðleikum ef þeir réðu yfir einhvers konar kjarnavopnum eða geislavirkum efnum. Silfurhvítt og baneitrað Plúton er notað í kjarnorkuiðn- aði en auk þess er hægt að nota það við framleiðslu kjarnorku- vopna. Það fellur til sem úrgangur í kjarnorkuverum en finnst aðeins í örlitlu magni í náttúrunni, er silfurhvítt á litinn og geislavirkt. Efnið er svo baneitrað að einn milljónasti hluti úr grammi af plú- tonryki getur valdið dauða þess sem andar því að sér. Helmingun- artími plútons, þ. e. tíminn sem það tekur geislunina að minnka um helming, er 24.000 ár. Þýska lögreglan gerði upptæk um 300 grömm af efninu á flug- vellinum í Munchen í liðinni viku, þrír menn er ferðuðust með far- þegavél frá Moskvu reyndu að smygla því í farangri sínum. Reiknað hefur verið út að magnið dygði til að eitra allt drykkjarvatn í Þýskalandi. Hryðjuverkamenn myndu í fyrstu reyna að nota geislavirku efnin í pólitískum tilgangi, reyna að kúga stjórnvöld til að láta und- an kröfum sem gætu verið af ýmsu tagi, allt frá því að heimta fé til þess að láta aðra hryðju- verkamenn lausa úr fangelsi. Glæpamenn gætu hótað að koma plútonryki fyrir í sprengju með hefð- bundnu sprengiefni, sagt að hún yrði sprengd yfir kjarna milljónaborgar til að dreifa geislavirkninni. Þótt takast mætti að flytja íbúana á brott ef viðvör- un kæmi í tæka tíð er Ijóst að stórt svæði yrði óbyggilegt um langa hríð því að mjög seinlegt og dýrt yrði að hreinsa það. 360 tonn Alls munu nú vera til um 360 tonn af plútoni í heiminum, þar af um 100 tonn í kjarnorkuvopn- um af ýmsum gerðum. Eitt kíló af plútoni jafnast að sprengikrafti á við 18.000 tonn af TNT-sprengi- efni en aflið í atómsprengju með plútonhleðslu færi mjög eftir því Birgða- bókhald óþarft ÞÝSKUR bankaræningi ógnar gísl með skammbyssu. Geta glæpamenn komist yfir geislavirk efni eða jafnvel kjarnorku- sprengjur? hvernig hún væri að öðru leyti hönnuð. Hygðust hermdarverkamenn búa til sprengju yrðu þeir að kom- ast yfir svonefnt auðgað úran eða auðgað plúton sem er miklu tor- fengnara en megnið af því plútoni sem reynt hefur verið að smygla. Þetta hefur fram til þessa reynst örðugasti hjallinn fyrir jafnt glæpamenn, hryðjuverkaamtök og þau ríki í þriðja heiminum sem vitað er að reyna að koma sér upp sprengju. Það vakti hins vegar athygli þýskra sérfræðinga að efnið sem fannst í Miinchen var auðgað og sama er að segja um fáein grömm sem gerð voru upp- tæk í maí. Bandaríkjamenn munu þó hafa látið í ljós efasemdir um að það hafi verið nothæft í sprengjur. Til þess að búa til nothæfa sprengju þarf að minnsta kosti 6 kílógrömm af plúton 239, það er hnullungur á stærð við greipaldin en færustu sérfræðingar geta þó komist af með eitt kílógramm. Ritgerð í skóla Minnsta gerð af atómsprengju er ekki stærri en svo að hægt er að koma henni fyrir í litlum sendi- bíl eða jafnvel rúmgóðri ferða- tösku. Þekkingin á vopnasmíðinni er víða til. Árið 1976 vakti það þjóðarat- hygli í Bandaríkjunum er nemandi við Princeton-háskóla, Aristotle Phillips, ritaði grein þar sem hann lýsti smíði atóm- sprengju og sérfræð- ingar lýstu því yfír að ef farið væri eftir uppskriftinni myndi vera hægt að búa til raun- verulega sprengju. Breskur verkfræðiráðgj a í'i, John Large, sem ferðaðist um Rússland í fyrra segir að háttsett- ir embættismenn og stjórnendur fyrirtækja í kjamorkuiðnaði landsins hafí rætt við sig og beð- ið um samstarf við vestrænar rannsóknastofur sem kanna skyldu fyrir þá sýnishorn af plú- toni og úrani. Einn af þessum mönnum hefði reyndar verið handtekinn nokkru síðar. Large segir ljóst að þeir hafi haft í huga útflutning sem stangist á við ákvæði í samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Rússar eiga aðild að samningnum. „Kjarnorkuiðnaður Rússa er allur í reiðileysi, lekur eins og gata- sigti“, sagði Large. Hann furðaði sig ekkert á því að smyglað plú- ton frá Rússlandi hefði fundist á Vesturlöndum. Tekjurnar drýgðar Large telur að 250.000 - 500.000 dollarar (17 - 34 milljón- ir króna) fáist á svartamarkaðn- um fyrir eitt kíló af plútoni. Tug- þúsundir starfsmanna, í mörgum tilvikum sérfræðinga, í kjarnorku- iðnaði gömlu Sovétlýðveldanna beijast nú í bökkum. Oft dregst að greiða laun í marga mánuði. Atvinnuleysi og hvers kyns fé- lagsleg eymd verða sárari en ella vegna þess að þetta fólk naut sérstakra vildarkjara í tíð komm- únista. Margir freistast því til þess að vinna sér inn eitthvað aukreitis með því að smygla ör- litlu plútoni út úr stofnunum og fyrirtækjum kjarnorkuiðnaðarins. Hvergi er skortur á lukkuriddur- um og mafíuliðum sem vilja ólmir gerast milligöngumenn og koma þessari hættulegu vöru, sem þeir verða að koma fyrir í traustum stál- og blýhylkjum, á alþjóðlegan svartamarkað. Kjarnorkuváin hvarf ekki með kalda stríðinu, engin leið er að eyða hvarvetna þekkingunni sem þarf til að smíða vopnin, boð og bönn duga skammt gegn þeim sem engum alþjóðalögum vilja hlíta. Rússland, Evrópusambandið, Bandaríkin og Japan hafa samein- ast um að setja á laggirnar rann- sóknarstofnun í Rússlandi þar sem fyrrverandi starfsmenn her- gagnaiðnaðarins geta fengið vinnu. Heitið hefur verið 70 millj- ónum dollara til þessa verkefnis en ljóst er að það dugar skammt. Umheimurinn getur aðeins vonað að alþjóðlegt samstarf dragi úr hættunni. Martröð, sem spennusagnahöfundar hafa lýst og notað til að kveikja sæluhroll lesenda sinna með því að leyfa þeim að horfa í sjálft hyldýpið, gæti ella orðið að ísköldum veru- leika. „Lekur eins og gatasigti" Finnsku fjárlögin Engin útgjalda- aukning Helsinki. Morgunblaðið. „ÞESSI fjárlög eru einstök í sinni röð“, sagði Esko Aho forsætisráð- herra Finna (Miðfl.) á frétta- mannafundi þegar fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar lá fyrir á föstudaginn. Það dæmalausa í frumvarpinu mun vera að ríkis- stjórnarflokkarnir hafa ekki aukið útgjöld ríkisins þó að kosningar liggi fyrir í mars. Að sögn Ahos sýnir frumvarpið að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það til bragðs að kaupa sér fylgi en þess í stað hafi hún sýnt hvernig eigi að bera ábyrgð á efnahag þjóð- arinnar. „Vonandi lýsa einnig kjós- endur yfir stuðningi við fjáriagar frumvarp sem er einstakt á þennart hátt“, bætti Aho við. S veitarsljórnarmenn óánægðir Fjárlagafrumvarpið • mun að mestu leyti vera samið af Tiro Viinanen fjármálaráðherra (hægrim.) og aðstoðarmönnum hans. Nokkrum dögum áður en fjárlagafundur ríkisstjórnarinnar hófst voru ráðherrar Miðflokks með margar nýjar hugmyndir um bætt félagsleg útgjöld, aðallega með tilliti til kosninganna í vetur. Frá þeim áformum hefur að mestu leyti verið horfið. Fjárlagafrumvarpið hljóðar upö á 195 milljarða finnskra marka (um 2600 milljarðar ísl.króna) en 60 milljarðar verða teknir að láni’. Mestu átökin innan ríkisstjórnar- innar urðu vegna fyrirhugaðs nið- urskurðar á framlagi ríkissjóðs til bæjar- og sveitarfélaga. Hefði það bitnað á skóla- og heilbrigðiskerfi sveitarfélaga. Frá því var að mestu leyti horfið með því að minnka framlög til atvinnufyrirtækja og með því að stórhækka orkuskatta. Sveitarfélög verða þó að fjár- magna um 1 milljarð umfram það sem var á þessu ári. Þýðir það að útsvar muni hækka á mörgum stöðum, enda gagnrýna sveitar- stjórnarmenn ríkisstjórnina fyrir að færa kostnað frá ríki yfir á sveitarfélög. Samtök iðnaðar og vinnuveiö enda (TT) lýstu strax yfir ánægju sinni með íjárlagafrumvarpiö nema hvað varðar orkuskattimt Að mati TT dregur orkuskatturinn úr áhuga fyrirtækja á fjárfesting- um. Hins vegar viðurkenna tals- menn TT að samsvarandi skattaf tíðkast einnig í aðildarríkjum Ev£ ópusambandsins. Þess vegna verði menn að sætta sig við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. ------♦--------- Pauling allui? Palo Alto. Reuter. Dr. LINUS Paul- ing, sem tvisvar sinnum hlaut Nó- belsverðlaun, lést í gær í Kaliforníu. Hann var 93 ára að aldri. Pauling hlaut óskipt Nóbels- verðlaun í efna- fræði árið 1954 fyrir rannsóknir sínar á uppbygg- ingu sameinda og síðar friðarverð- launin 1962. Pauling tók mikinn þátt í baráttu gegn kjarnorkuvopnj um á sjötta og sjöunda áratugnurá og var sagður hafa átt þátt í a*j bann við tilraunum í andrúmsloftinij var samþykkt 1963. Pauling var mjög umdeildur fyrir að mæla eindregið með því að fóllj tæki að staðaldri stóra skammta af C-vítamíni til að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma, þ. á m. kvef. Linus Pauling

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.