Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 1

Morgunblaðið - 21.08.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C 188 TBL. 82. ÁRG. Buxur fyrir ýstrubelgi MIKILVÆG breyting hefur verið gerð á stöðlum sem notaðir eru við gerð nærbuxna hjá breska fyrirtækinu Joc- key og er talið að buxurnar muni fram- vegis henta betur þeim sem eru með náttúrulegan björgunarhring. Jockey segir að allt frá fjórða áratugnum hafi buxurnar verið með röngu sniði og sé það vegna reikningsvillu. Komið hefur í ljós að fjarlægðin milli nafla og nára er nær eins hjá öllum körlum, óháð mittismáli. Áður var talið að hún ykist í samræmi við mittismál. Hafa buxur ýstrubelgja því annaðhvort verið of pokalegar um klofið eða menn hafa orðið að hysja þær upp fyrir maga. Bannað að leggja hér V ÖRUBÍLSTJÓRI nokkur, Dennis Wadsworth frá Birmingham, var óheppinn á fyrsta degi í nýju starfi og á fyrsta degi sínum í London. Hann varð bensínlaus er hann ók um White- hall-hverfið í grennd við þingið og lagði 7 tonna bíl sínum á akrein sem merkt er tvöföldum gulum strípum, þar er stranglega bannað að Ieggja. Reinin er auk þess andspænis Down- ingstræti þar sem bústaður forsætis- ráðherra er. Fyrir þrem árum var beitt sprengjuvörpu til að skjóta á bústaðinn úr bíl er lagt hafði verið á nákvæmlega sama stað. Wadsworth sneri aftur eftir hálfa aðra klukku- stund og var þá lögreglan búin að breyta farkostinum í brotajárn með tveim hnitmiðuðum sprengihleðslum. „Yfirmaður minn er búinn að vera með óttaleg leiðindi eftir að ég sagði honum frá þessu,“ sagði Wadsworth. Langt viðtal í glatkistuna TERRY Major-Ball, eldri bróðir Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, er á eftirlaunum og hefur nú ritað bók um áhugamál sín, lagfæringar á heimilinu og garðaskreytingar, en einnig um hinn fræga bróður sinn og fjölskylduna. Frásagnargáfan þykir ekki beinlínis hrífandi. Hann segir sjálfur frá því að eitt sinn hafi verið tekið við sig blaðaviðtal í tvær stundir en ekkert af því hafi verið birt. „Hví- lík tímasóun," segir Major-Ball. „Ég hefði getað málað hurð á þessum tíma.“ STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 21. AGUST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar staðráðnir í að flytja herlið sitt á brott frá Rúanda Hundalíf við Þvottalaugaveg Morgunblaðið/Þorkell HUNDUM þykir ekki gaman að láta baða sig og þegar þessi seppi sá vegskiltið neitaði hann að halda áfram. Ungi maðurinn reyndi að sannfæra seppa um að ekkert væri að óttast, en hann lét ekki sannfærast. Það hljóta jú allir að skilja að á Þvottalaugavegi er þvottalaug. SÞ óttast aukínn flótta- mannastraum tíl Zaire París, Bukavu í Zaire, Gikongoro í Rúanda. Reuter og FRAKKAR eru staðráðnir í að flytja síðustu hermenn sína á brott frá verndarsvæðinu í suð-vesturhluta Rúanda í dag, sunnudag, þrátt fyrir áskoranir ýmissa ríkisstjórna, þ.á m. Bandaríkjanna, og Sameinuðu þjóð- anna um að fresta brottflutningnum. Ekki er búist við gæsluliði SÞ á staðinn fyrr en á morgun og auk þess mun það verða fá- mennt til að byija með. Margir óttast ofsókn- ir Rúandahers á hendur flóttafólki á svæðinu en Frakkar segja að ný stjórn Rúanda, þar sem Tútsar ráða mestu, verði að stöðva flótt- ann með því að draga úr ótta við hefndarað- gerðir Tútsa gegn Hútúum. Fulltrúar alþjóðlegra hjálparstofnana segja hættu á því að straumur fólks yfir iandamærin til Zaire verði óviðráðanlegur The Daily Telegraph. eftir helgina og stjórnvöld í Zaire sögðust í gær ætla að loka landamærunum. Ekkert benti þó til þess af þeirri ákvörðun yrði hrint í framkvæmd er síðast fréttist. 43.000 látnir í Goma Um 80.000 flóttamenn eru þegar í Bukavu þar sem fyrir bjuggu um 250.000 manns, og hefur flóttafólkið þyrpst saman í miðborg- inni. Fulltrúar flóttamannahjálpar SÞ segja að 15-20.000 manns hafi komið yfir hrörlega brú á landamærunum til Bukavu á föstudag en borgin er við stöðuvatn. Rúm milljón manna flúði fyrir skömmu til Goma sem er skammt handan við norðvesturlandamæri Rúanda, í austurhluta Zaire. Talsmenn hjálp- arstofnana segja að alls hafi nú 43.000 manns látist af völdum sjúkdóma og vosbúð- ar í flóttamannabúðum í og við Goma. Á holóttum götum Bukavu sitja örmagna íjölskyldur með föggur sínar, margir flytja með sér sjúka og lasburða ættingja á börum. Sjónarvottar segja að regntíminn valdi því að heilsufar fólksins sé enn verra en ella. I'jöldi barna vafrar um á blóðrisa fótum. Franskur ofursti í herliðinu í Rúanda, er áður hafði verið í gæsluliði SÞ í Saravejo, var vondaufur er hann ræddi við frétta- menn. í Sarajevo hefði honum fundist að hægt væri að leysa vandann með því að Vesturveldin tækju frumkvæði. „En hér er útilokað að sjá að nokkur geti greitt úr flækj- unni.“ íslendingar ó úthafsveióum SÍGARETTUM JAFNAÐ VID EITURLYF ENN STÆKKAR HÓTELSAGA Ql Z P > 3 t' Ckí Z)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.