Morgunblaðið - 21.08.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.08.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 7 FRÉTTIR Einstakur heyþurrkur á Suðurlandi síðustu daga GUÐJÓN Birgir Þórisson sá um að garða heyið fyrir frænda sinn, Þorvald bónda. BÆNDUR og búaiið eru að leggja lokahönd á heyskap um þessar mundir. Þorvaldur Þórarinsson, bóndi á Litlu-Reykjum í Hraun- gerðishreppi, var í óða önn að binda síðustu baggana á föstudag. Hann sagði heyskap hafa gengið nokkuð vel í sumar. Tún á Suður- landi hafi almennt komið vel und- an vetri og því hafi verið hægt að taka sumarið snemma. Heyskapur á Litlu-Reykjum hófst um mánaðamótin júní-júlí. Þorvaldur hefur þó eins og fleiri bændur að mestu tekið bindivélina úr umferð. Því báru stórir staflar af heyrúllum glöggt vitni. Bónd- inn á Litiu-Reykjum gerði ráð fyr- ir að flestir bændur í nágrenninu myndu ljúka heyskap um helgina. „Síðustu dagar hafa verið ein- staklega góðir. Reyndar hefur viðrað mjög vel í sumar þrátt. fyr- ir nokkra vætu.“ Að sögn Þorvald- ar þurfa bændur ekki að kvarta yfir heyskorti eftir þetta sumar og sumstaðar hafi þeir hreinlega of mikið hey til ráðstöfunar. Lítill þurrkur Halldór Guðmundsson, bóndi á Nautaflötum í Olfusi, bar sumrinu ekki jafn vel söguna og kvaðst ekki muna eftir jafn erfiðu sumri í heyskap síðan 1955. „Heyskapur hefur gengið treglega þar til núna síðustu daga. Það hefur verið mik- il sprettutíð en þurrkurinn hefur hins vegar ekki verið nógu mik- ill.“ Hann sagði að besti þurrkur sumarsins hafi verið í kringum Landsmót hestamanna en þá hafði hann ásamt fleiri hestamönnum öðrum hnöppum að hneppa. Halldór hefur yfirdrifið nóg hey fyrir veturinn en þar sem það er svo létt gerir hann ráð fyrir að uppgrip verði hjá aðilum í fóð- urbætissölu. Bóndinn á Nautaflöt- um var að binda bagga fyrir hross en kvaðst annars yfirleitt rúlla heyið. „Ef rúllutæknin væri ekki til staðar væru bændur ekki búnir að heyja mikið núna.“ Hann átti þó ekki langt í land með að Ijúka heyskap þetta sumarið. „Ætli ég klári ekki um helgina ef hann fer ekki að rigna!“ - Morgunblaðið/Golli PÉTUR Guðmundsson og Charlotte Clausen aðstoðuðu Hall- dór bónda á Nautaflötum við að hirða síðustu bagga sumarsins. ÞORVALDUR bóndi á Litlu-Reykjum átti ekki marga bagga eftir óbundna á föstudaginn. Yngsta kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja fremur en endranær þegar heyskapurinn er ann- ars vegar. Hvesrt föar bikarinn fKápavog VeBtíuilsælnn? 1 WM gF**. W rfiSPÍKlir I turliikerkeppni kvenna er í dag! í dag kl. 15:00 hefst á Laugardalsvelli leikur ársins í íslenskri kvennaknattspyrnu -sjálfur úrslitaleikurinn í Mjólkur- bikarkeppninni. Tvö efstu lið 1. deildar mætast í æsispennandi leik. Nú reynir á styrk og úthald leikmanna og áhorfenda. Hvar verður þú? Sérstakur heiöursgestur á leiknum verður borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Dómari: Bragi Bergmann. Línuverðir: Kári Gunnlaugsson og Gísli H. Jóhannsson. Eftirlitsmaður: 3ón R. flilmarsson. j&SSSS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.