Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1994 39 I DAG Arnað heilla T7 A ÁRA afmæli. í dag, | Vf 21. ágúst, er sjötug Lilja Guðmundsdóttir, Stóragerði 4, Reykjavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. BRIPS Umsjón Guóm. Páll A r n a r s « n TIL AÐ mynda sveiflu upp á 21 IMPa í einu spili þarf 2.500 stig. Slíkt gerist ekki oft, en sást þó í bikarleik Landsbréfa og Estherar Jak- obsdóttur sl. miðvikudag. Norður gefur, AV á hættu. .. , Norour ♦ ÁDG86 7 G ♦ G87654 ♦ 5 Vestur ♦ 9743 7 KD5 ♦ 10 ♦ ÁD764 Austur ♦ - y Á983 ♦ ÁD92 * KG1093 Suður ♦ K1052 y 107642 ♦ K3 ♦ 82 Mikill hasar var í sögnum í opna salnum, en þar sátu Hjördís Eyþórsdóttir og Ljós- brá Baldursdóttir í sveit Est- herar í NS gegn Jóni Baldurs- syni og Sævari Þorbjörnssyni: Vestur Norður Austur Suður S.Þ. H.E. J.B. LB. - 1 spaði Dobl 3 spaðar 5 lauf 5 spaðar 6 iauf Pass Pass 6 spaðar Pass Pass 7 iauf Pass Pass Pass Alslemman er borðleggj- andi og gaf AV2140. Sagnir í iokaða salnum höfðu allt annan hljóm. Þar virtist baráttan snúast um bútinn, en ekki slemmur og fómir. NS voru Þorlákur Jóns- son og Guðm. P. Amarson, en AV Esther og Anna Þóra Jónsdóttir: Vestur Norður Austur Suður EJ. Þ.J. A.ÞJ. G.P.A. - Pass 1 lauf 1 hjarta Dobl* 1 spaði Pass Pass 2 lauf 2 tíglar 3 lauf 3 spaðar Dobl Pass Pass Pass I'orlákur fékk níu slagi og 530. Q A ÁRA afmæli. Á *J\J morgun, 22. ágúst, verður níræður Stefán Guðnason, fv. trygginga- yfirlæknir, Droplaugar- stöðum við Snorrabraut, Reykjavík. Eiginkona hans var Elsa Krisljánsdóttir, hjúkrunarkona, sem lést 1992. Stefán verður að heiman á afmælisdaginn. QQ ÁRA afmæli. í dag, i/vf 21. ágúst, er níræð Anna Grímsdóttir, Hjarð- arhlíð 5, Egilsstöðum. Eiginmaður hennar var Jón Björnsson, en hann lést árið 1986. Þau bjuggu á Skeggjastöðum, Jökuldal. Anna tekur á móti gestum í dag á heimili sínu. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júní sl. í Laugar- neskirkju af sr. Pálma Matt- híassyni, Indíana Stein- grímsdóttir og Gunnar Guðjónsson. Heimili þeima er í Selvogsgrunni 11, Reykjavík. HOGNIHREKKVISI // HANN AÐL/EEA VIEÆKiPTI ORÐABOKHM Berast á banaspjót ÉG BÝST við, að menn kannist almennt við no. banaspjót í ofangreindu orðalagi, en hins vegar mun nú algengt sagt og ritað að berast á bana- spjótum. Fyrir rúmu ári tók Ari Páll Kristinsson þetta til umfjöllunar í Tungutaki, sem er vett- vangur umræðna um málfar í Ríkisútvarpinu. Árni heitinn Böðvarsson hleypti þessu litla, en þarfa málgagni af stokkunum. Þar sem það er að vonum ekki þekkt meðal almennings, hef ég fengið góðfúslegt leyfi Ara Páls til þess að notfæra mér sitthvað úr efni þess og koma á framfæri við lesendur Mbl. Ari Páll rekur þær gerðir, sem til eru af þessu orðtaki, en þær eru allmargar. Þar bend- ir hann á, að elzt muni vera að berast á bana- spjót, en merking þess er sú „að sækjast hvor eftir annars lífi“. Hér er berast á notað gagn- verkandi, þ.e. bera hvor á annan, sbr. að slást, þ.e. slá hvor annan. Þannig er hugsunin sú, að hvor ber banaspjót á hinn, þeir beita vopni hvor gegn öðrum. Hins vegar hefur þetta fyrir löngu verið misskilið og menn ályktað sem svo, að smáorðið á ætti að stýra hér þágufalli. Þannig hefur komið upp orðtakið að berast á banaspjótum. Trúlega er sú gerðin orðin svo al- menn, að lítt tjói við að fást. Aftur á móti er sjálfsagt að benda á hina upprunalegu gerð orð- taksins: að berast á banaspjót. J.A.J. STJÖRNUSPA cftir franccs Drakc LJON Afmælisbarn dagsins: Þú vilt fjölbreytni í starfi og hikar ekki við að taka áhættu ef með þarf. Hrútur. (21. mars - 19. apríl) A* Þú færð góðar hugmyndir varðandi vinnuna sem vert er að fylgja eftir. Reyndu að komast hjá ágreiningi við náinn félaga. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að leysa smá heimil- isvandamál fyrri hluta dags. Félagi veitir þér góðan stuðn- ing. Hlustaðu á góð ráð. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Þú gerir þér grein fyrir því hvað ber að gera í dag, en einhvetjar tafir geta orðið á framkvæmdum. Þú þarft að sýna þoiinmæði. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Taktu því sem að höndum ber í dag. Það getur verið góð til- breyting að gera eitthvað sem ekki er fyrirfram ákveðið. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. júlí sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigrún S. Jónsdóttir og Oddgeir Már Sveinsson. Heimili þeirra er á Tunguheiði 4, Kópavogi. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þótt þú hafir í mörgu að snú- ast heima í dag langar þig að byrja á nýju og spennandi verkefni. Farðu varlega í að gagnrýna aðra. Meyja (23. ágúst - 22. september) $£ Taktu ekki mark á orðrómi sem þér berst til eyma í dag. Listrænir hæfileikar fá að njóta sín og ástin er í háveg- um í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Eitthvað kemur þér mjög ánægjulega á óvart í dag. Þú átt góðar stundir með fjöl- skyldunni, en vinur er nokkuð afundinn. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Kj0 Ástvinir skreppa saman í stutt ferðalag í dag. Þú nýtur iifsins þótt eitthvað hafi farið öðruvísi en ætlað var í vinn- Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Farðu eftir eigin sannfær- ingu, því ráð sem þér em gefin geta verið stórlega göll- uð. Þú sinnir einkamálunum í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir ákveðið fyrirvara- laust að skreppa í heimsókn til gamalla vina. Nýjar upp- lýsingar breyta fyrirætlunum þínum í fjármálum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Málin þróast mjög þér í hag á bak við tjöldin í dag. Þótt félagar séu ekki sammála ætti að vera auðvelt að finna málamiðlun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hafðu hugann við það sem þú ert að gera í dag og láttu ekki smáatriði framhjá þér fara. Þér berast góðar fréttir frá vini. Stjömuspdna d að lesa sem dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra stadreynda. ÍTI111 lllii iiiii iiiii lllll lllll ilill llin inn lllll ■llll lllll lllll lllll ■■III lllll ■llll lllll lllll lllll lllll III lllll lllll lllll lllll lllll III BILHEIMAR Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 NOTAÐIR BÍLAR orgun byrjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.