Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FISKVEIÐIMAL Tillaga á fundi LÍU á Akureyri um að stofna vinnuhóp sem sinni málum skipa í Barentshafi Á FUNDI útgerðarmanna sem gera út skip í Barentshaf og Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra og Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra var borin fram tillaga um að myndaður verði vinnuhópur innan vébanda LIÚ sem sinni daglegum málum sem upp koma í tengslum við veiðar íslenskra skipa í Smugunni. Tillögunni var vísað til stjómar LÍÚ. Jóhann Jónsson útgerðarmaður á Þórshöfn dró til baka tillögu sína um eigin kvóta íslendinga í Barentshafi. Útgerðar- menn sem Morgunblaðið ræddi voru ánægðir með fundinn og boðskap ráðherranna og virt- ist sem málflutningur ráðherranna hafi fallið í góðan jarðveg. Yfirlýsingum ráðherra fagnað Það kom fram í máli útgerðarmanna sem Morgunblaðið ræddi við að þeir hefðu fram að þessu haft frumkvæði í stefnumótum varðandi þessi mál og fögnuðu þeir yfírlýsing- um ráðherranna og stefnubreytingu ríkis- stjórnarinnar. Sjávarútvegs- og utanríkisráðherra vom sammála um að málsókn fyrir Alþjóðadóm- stólnum byggðist á meintu broti Norðmanna á jafnréttissreglu Svalbarðasamningsins sem íslendingar gerðust nýlega aðilar að. Jafnrétt- isreglan er í annarri grein samningsins og í henni er kveðið skýrt á um að allir þegnar og skip frá aðildarríkjunum skuli njóta sama réttar til veiða á eyjunum og í landhelgi þeirra. Bandamanna leitað Jón Baldvin lagði höfuðáherslu á það á fundinum í gær að á úthafsveiðiráðstefnunni pg á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þurfi íslendingar að leita sér bandamanna í þess- ari deilu. „Bandamenn okkar eru ekki aðeins strandríkin sjálf heldur einnig sá mikli fjöldi nýfijálsra ríkja, smáþjóðir og eyríki, sem er fjölmennasti hluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Af hagsmunaástæðum eiga þessi ríki samleið með okkur. Allt tekur þetta tíma en það er mat íslenskra stjómvalda að tíminn vinni með okkur í þessu máli. Við verðum tJtgerðarmenn á fundi ÚTGERÐARMENN á fundinum á Akureyri fögnuðu stefnubreytingu stjórnvalda í Svalbarðamálinu, en sjávarútvegs- og utanríkisráðherra skýrðu sjónarmið ríkis- stjómarinnar um að leita eigi samninga við Norðmenn. Kvótatillaga dregin til baka hins vegar að gæta þess að fara fram á grundvelli laga og réttar og vera ekki með gífuryrði og hótanir og vera ævinlega reiðu- búnir til samninga ef sú leið opnast. Einnig þeim möguleika að sáttasemjari verði kvadd- ur að þessu máli,“ sagði Jón Baldvin. Einhliða kvótasetning óskynsamleg Þorsteinn kvaðst ekki telja skynsamlegt að útgerðarmenn settu sér einhliða kvóta í Barentshafinu. Sá kvóti yrði viðbót við það hámark sem búið er að úthluta og af þeim sökum gætu íslendingar ekki með góðu móti haldið því fram að slík kvótasetning væri fiskvemdunaraðgerð. „í annan stað verðum við að svara þeirri spurningu hvort við vildum að aðrar þjóðir settu einhliða kvóta á stofna sem ganga inn og út úr íslenskri lögsögu. Því svara ég neitandi," sagði Þorsteinn. Jón Baldvin sagði að bæði íslendingar og Norðmenn veiddu utan sinnar lögsögu. „Það gera Norðmenn suðvestan íslands og úr of- veiddum rækjustofninum milli Íslands og Grænlands. Norðmenn veiða einnig úti fyrir ströndum Kanada þar sem þeir halda 15-20 togumm að veiðum og svara því til að þama séu þeir á alþjóðlegu hafsvæði. Tilraunir Norðmanna til að sýna sig í öðru ljósi og setja sig siðferðilega á háan hest er hreinlega áróður sem stenst ekki dóm staðreynda," sagði Jón Baldvin. Tveggja kosta völ „Við eigum tveggja kosta völ,“ sagði Jón Baldvin. „Semja um málamiðlun eða fara með málið fyrír Alþjóðadómstólinn þar sem við reynum að hnekkja hinu svonefnda norska fiskverndarsvæði á þeim forsendum að ein- hliða valdataka Norðmanna þar bijóti gegn samningnum. Það yrði Norðmönnum mikið áfall ef þannig færi vegna þess að þar með yrðu lög og reglur Norðmanna um stjórn á svæðinu, útdeiling veiðiheimilda og réttur þeirra til nýtingar á auðlindum hafs og hafs- botninum, þ.m.t. olía og gas, sannarlega í hættu,“ sagði Jón Baldvin. Islenskir sjómenn fóru margar veiðiferðir í Barentshafið Við eigum sögulegan rétt til veiða „VIÐ EIGUM þama sögulegan rétt til veiða í Barentshafinu. Það hlýtur einhveiju máli að skipta það sem þessir karlar voru að gera þarna hér fyrr á árum,“ sagði Svavar Benediktsson, fyrrverandi togaraskipstjóri, sem stundaði veiðar í Barentshafi á árunum eft- ir seinna stríð. Islenskir sjómenn stunduðu veiðar í Barentshafi á árunum 1930-1975 og veiddu á tímabili mikið af þorski, síld og loðnu. íslensk skip fóru fyrst til veiða í Barentshafið, eða Hvítahafið eins og menn kölluðu það þá, árið 1930. Jón Guðmundsson, bóndi á Reykj- um í Mosfellsbæ, sagðist telja að Jón Oddsson, útgerðarmaður í Hull, hefði átt mikinn þátt í að íslensk skip fóru í Barentshafið. Jón hefði bent íslenskúm skipstjór- um á þessi mið, en hann sendi skip í Barentshafið í mörg ár. Faðir Jóns á Reykjum, Guðmundur Jónsson, skipstjóri, fór til veiða í Barentshafið á þessum árum á skipi sínu Reykjaborginni, sem var þá stærsta skipið í íslenska flotan- um. Jón sagði að íslensku skipin hefðu farið á haustin þar sem þá var dauður tími í veiðunum á heim- amiðum. Jón sagðist ekki vita hvað fað- ir hans hefði farið margar veiði- ferðir þarna austur eftir. Hann sagðist hafa átt kost á að fara með í túr sem Reykjaborgin fór árið 1937, en hann hefði frekar valið að fara á íþróttaskóla. Jón sagði að þessi túr, sem stóð í tvo mánuði, hefði gengið vel. Mikil veiði hefði verið í Barentshafinu á þessum árum og mun betri en á íslandsmiðum, sem þá máttu þola harða sókn þýskra og bre- skra togara. Óttuðumst Rússana Svavar Benediktsson fór nokkr- ar veiðiferðir í Barensthafið á ár- unum 1950-1952. Hann var þá háseti á togaranum Júlí. Svavar sagði að stór floti hefði stundaði veiðar í Barentshafi á þessum árum. Mjög mörg skip hefðu verið frá Rússlandi, en þarna hefðu líka verið Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Spánveijar og fleiri þjóðir. Hann sagði að fiskeríið hefði oft- ast nær verið mjög gott. Þó hefði komið dauður tími. „Ég man að einu sinni þegar veiðin var léleg fórum við austar; allt að ströndum Novayja Zemlya. Þar var mjög góður fiskur og við fiskuðum lengi á þessu svæði. Pabbi var skip- ™ " nn H' 1930 '35 '40 Veiðar íslendinga í norðaustanverðu Atlantshafi 1930-1975 Botnfiskur (þorskur að langmestu leyti) ■ Við Bjarnarey/Svalbarða □ ÍBarentshafi DHB Við Norður-Noreg Tonn 6.000 4.000 2.000 GRÆNLAND ÍSLENSKIR sjómenn fóru margar veiðiferðir í Barentshafið fyrr á árum. Hér eru þrír sjómenn af Reykjaborginni að leggja af stað í túr árið 1937, sem stóð í tvo mánuði. Þetta eru frá vinstri: Kristján Schram, fyrsti stýrimaður, Guðmundur Jónsson, skip- sljóri, og Ólafur Teitsson, bátsmaður. stjóri á Júlí og hann þorði ekki að fara nær landi en svona 14-15 mílur þó að landhelgin væri 12 mílur. Astæðan var sú að Rússarn- ir voru þarna á varðbátum á land- helgislínunni og hann var hræddur um að við yrðum teknir. Það hefði getað orðið erfitt að hafa uppi á okkur ef við hefðum lent í rúss- nesku fangelsi,“ sagði Svavar. Of mörg skip Árið 1950 veiddu íslensk skip yfir 6.200 tonn í Barentshafi, 2.400 tonn 1951 og 3.300 tonn 1952. Svavar sagði að eftir þetta hefði sókn íslenskra_ skipa í Bar- entshafíð minnkað. Ástæðan hefði verið léleg veiði, en jafnframt sú að góður afli hefði fengist við austurströnd Grænlands þar sem íslendingar fundu ný fískimið. Hann sagði engan vafa leika á að stunduð hefði verið ofveiði í Bar- entshafi á þessum árum, enda hefði gríðarlegur fjöldi skipa verið þarna við veiðar. Svavar sagði að Júlí hefði tekið kost í Norður-Noregi og ávallt fengið þar góðar viðtökur. Hann sagði að vinnan um borð hefði verið erfíð. Sjómennirnir hefðu m.a. þurft að umstafla saltfiskn- um. Hann sagði að skipið hefði verið 30-40 daga á veiðum og aflinn hefði verið 300 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.