Morgunblaðið - 25.08.1994, Side 33

Morgunblaðið - 25.08.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 33 _____BRÉF TIL BLAÐSINS_ Engin þörf á nýrri sjónvarpsstöð Frá Ólafí Ormssyni: SAMBÍÓIN, hljómtækjaverslunin Japis og fleiri hafa um tíma unnið að því að hefja sjónvarpsútsendingar á nýrri sjónvarpsrás og stofnun nýrr- ar sjónvarpsstöðvar. Undirbúningur er á lokastigi og ekki mun líða lang- ur tími þar til útsendingar hefjast. Fyrir eru eins og kunnugt er hér á landi fjölmargar sjónvarpsrásir eftir að landsmönnum var gefinn kostur á að komast í samband við alþjóð- legt gervihnattasjónvarp. Nú væri svo sem fátt við þessa þróun að athuga ef það væri stað- reynd að nýjar sjónvarpsrásir hefðu á dagskrá sinni vandað uppbyggilegt efni, fræðsluefni, framhaldsmynda- flokka er greina frá lífi og starfi, sigrum og ósigrum fólks í ólíkum heimsálfum. Ef þær hefðu á dagskrá efni sem þroskaði hinn almenna sjónvarpsáhorfanda, gerði hann jafnframt fróðleiksfúsari, víðsýnni, umburðarlyndari, kærleiksríkari en um fram allt að betri manni í veröld sem sannarlega er í vanda stödd vegna glæpa, hermdarverka, styrj- alda, eiturlyfjanotkunar og hvers kyns upplausnar. í veröld þar sem Mammon er dýrkaður og allt snýst um peninga og auðsöfnun og kær- leiksboðskapur Jesú Krists á í vök að verjast fyrir falsspámönnum og niðurrifsöflum sem hafa hreiðrað um sig meðal annars í fjölmiðlum nútim- ans, sjónvarpi og útvarpi. Óhugnanleg þróun Það vantar svo sem ekki að sjón- varpið hafi ekki numið lönd, út- breiðsla þess er hröð og með nýrri tækni, gervihnattasjónvarpi, má fullyrða að það sé komið inn á flest heimili í hinum vestræna heimi og einnig í fjarlægari heimsálfum. Voldugir sjónvarpsrisar eins og t.d. CNN og NBC hafa nánast kort- lagt heimsbyggðina og geta flutt atburði líðandi stundar líkt og Persa- flóastríðið 1991 inn í stofu til sjón- varpsáhorfenda um heim allan. Kapalsjónvarpið hefur einnig lagt undir sig fjölbýlishúsin með oft á tíðum óvandað efni, sorann úr mann- lífinu, myndir þar sem ofbeldi er dýrkað og hvers kyns óþverraháttur er aðalinnihaldið. Kvikmyndir og afþreyingariðnaðurinn Það vekur sérstaka athygli að Sambíóin skuli einmitt vera sá aðili er tekur þátt í undirbúningi að nýrri sjónvarpsstöð. Sambíóin reka full- komnustu kvikmyndahúsin á íslandi í dag. Það sem öðru fremur einkenn- ir kvikmyndaval Sambíóanna eru spennumyndir og efnisrýrar og inni- haldslausar afþreyingarmyndir sem eru ætlaðar unglingum og af þeirri gerðinni að þær teljast líklega seint hafa nokkurt uppeldisgildi eða þroskavænleg áhrif á ómótaðar unglingssálir. Kvikmyndavalið er því miður yf- irleitt úr smiðju þeirra í Hollywood þar sem sjúkt mannlíf ef oft við- fangsefnið. Það kemur þó fyrir að Sambíóin taka til sýninga gaman- myndir. Það er af sem áður var þeg- ar kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood stóð með blóma og þaðan bárust vandaðar kvikmyndir, sígild lista- verk snillinga eins og Charles Chapl- in, Alfred Hitchcock, Francis Ford Coppola eða John Huston. Auðvitað eru enn kunnáttumenn þar vestra að störfum og þaðan ber- ast eftirminnilegar kvikmyndir. Fáar þeirra hafa því miður ratað í Sambíó- in. Er vonandi að þar verði ráðin bót á og ekki efast ég um vilja for- ráðamanna Sambíóanna að hafa á dagskrá listaverk er hátt hafa risið í sögu kvikmyndanna. Kvikmyndin er áhrifamikill miðill í nútímasamfé- lagi og kvikmyndahúsin geta ekki komist upp með að miða val sitt á kvikmyndum til sýningar við gróða- sjónarmiðið eitt og auðvitað á að bjóða upp á annars konar kvikmynd- ir en þær sem sýna ofbeldi. Afþreyingarefni áberandi Ég hef áður hér í Morgunblaðinu gagnrýnt það efni sem helst er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Þar af afþreyingarefni áberandi, glæpa- myndir, ofbeldismyndir, spennu- myndir. Það er þó ekki ætlunin að bæta enn einni sjónvarpsstöðinni við er sérhæfi sig í slíku efni? Það er eins og sjónvarpsstöðvar nútímans hafi sérstakt lag á að laða til sín sjónvarpsefni sem höfðar til lægstu hvata mannsskepnunnar. Að fara af stað með nýja sjón- varpsstöð á íslandi þar sem íbúar eru aðeins um tvö hundruð og fimm- tíu þúsund er óheillaspor. Það er engu líkara en að markvisst sé unn- ið að því að gera íslendinga að sjón- varpssjúklingum er stari í blindni á sjónvarpsskerminn. Það er sannar- lega engin þörf á nýrri sjónvarpsstöð á Islandi. Við þurfum aftur að efla til muna bókaútgáfuna sem á í erfiðleikum meðal annars vegna þess að sjón- varpið hefur lagt undir sig heimili á íslandi. Við eigum að efla listastarf- semi, byggja veglegt tónlistarhús og styðja við bakið á efnilegum lista- mönnum í hinum ýmsu listgreinum og standa vörð um leikhúsið, leiklist- arstarfsemi. Fyrst og fremst þarf að leggja á það höfuðáherslu að veija uppvax- andi kynslóð á íslandi fyrir áhrifum frá spillingaröflunum sem eru áhrifamikil í fjölmiðlum samtímans, sjónvarpi og útvarpi og einnig kvik- myndum. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík. Jurtirnar qela okkur kratt! YUCCA GULL fæöubótarefniö er unniö úr Yucca plönt- unni. Þaö er frostþurrkaö viö lágt hitastig, til aö varöveita sem flesta lifandi efnahvata. YUCCA GULL er gott fyrir þá, sem eru meö meltingar- vandamál, því niðurbrot fæðunnar veröur 2-5 sinnum hraöari en ella. YUCCA GULL hjálpar líkamanum aö losna viö eiturefni og vökva og virkar grennandi. CHLOROPHYLL. 100% hreinn blaðgrænuvökvi, unninn úr alfalfa spírum, er blóðaukandi, eykur járninnihald blóös og bætir súrefni líkamans. Samkvæmt Gary Null, höfundi yfir 40 heilsubóka, þá er “Qhlorophyll úr iurtum besta efni sem hæat er að taka inn til að bæta ónæmiskerfi líkamans”. CHLOROPHYLL í fljótandi formi fæst hjá okkur. SÓLÞURRKAÐ SJÁVARSALT án aukaefna, ekkert sett í, ekkert tekiö úr. Saltið leysist auöveldlega upp í vatni, en ef salt gerir þaö ekki, þá leysist þaö heldur ekki upp í líkamanum. FLJÓTANDI VÍTAMÍN FRÁ EARTH SCIENCE nýtast líkamanum 2-5 sinnum betur en vítamín í töfluformi. Multiple vitamins with minerals-fjölvítamín meö steinefnum fyrir alla. Lipotropic Factor I- inniheldur yucca olíu, hvítlauks- kjarna og lecitín - gott fyrir blóörás og ónæmiskerfi. Stamina Plus- inniheldur octocosanol, unniö úr hveitikími, sem eykur úthald og styrk líkamans margfalt. A-D-E vítamínblanda- bætir útlit húöarinnar og dregur úr öldrunarferli. Lipotropic Factorll-lýsis- og kvöldvorrósarolíublanda- góö fyrir æöakerfiö. Valdir bókatitlar seldir meö 50% afslætti til mánaðamóta. Bækur sem leiða til Betra lífs... Persónuleg þjónusta og ráðgjöf. Póstkröfuþjónusta Greiðslukortaþjónusta beURMiL Borgarkringlan, KRINGLUNNI4-sími 811380 Hvert get ég farið út að ganga með hana Jósefínu mína? GREINARHÖFUNDUR telur tvískinn- ungshátt einkenna reglur um hundahald. Frá Guðbjörgu Garðarsdóttur: FYRIR um það bil 3 mánuð- um ákváðum við fjölskyld- an að stækka og fengum til liðs við okkur þennan líka dásamlega Irish Setter sem fékk snarlega nafnið Jósefína. Jæja, nú á aldeilis að fara út að ganga með Jósef- ínu litlu, að minnsta kosti tvisvar á dag... Fyrst í stað er farið í styttri göngur svo Iitla krúttið þreytist ekki, t.d. væri gaman að fara í gamla kirkjugarðinn, þar er svo friðsælt og gott að vera, en þarna veittum við í fyrsta skipti athygli, en því miður ekki því síðasta, skilti með hundi á sem rautt strik er dregið þvert yfír. Nokkru síðar detur mér í hug að fara upp í Öskjuhlíð, en þar er sama skiltið, Hljómskálagarðurinn er líka útilokaður, Elliðaárdalurinn líka, garðurinn við Kjarvalsstaði, ströndin úti á Nesi o.fl. o.fl. Ég hef á skömm- um tíma komist að því að ég og Jósef- ína verðum að láta gangstéttirnar hér í borginni duga, nema við höfum jú Geirsnef þar sem mér finnst ekki aðlaðandi að fara út að ganga með hundinn minn. Okkur hundaeigendum er gert að greiða skatt fyrir að halda hund hér í borg sem er hátt í 10.000 á ári. í hvað fara allir þessir peningar eigin- lega? Eru það fínu hundabannskiltin sem kosta svona mikið? Er ekki í lagi að leyfa hunda á einhvetjum af þessum stöðum? Manni er hvort sem er gert að hafa þá í ól, það væri hægt að leggja meiri áherslu á ólina með skilti, því það fer ekki framhjá neinum hundaeigenda að ótrúlega margir eru hræddir við hunda og auðvitað ber að virða það. Þetta tví- skinnungsástand gengur hreinlega ekki. Annað hvort er að banna hundahald algerlega, eða gera fólki kleift að eiga þá með sóma þannig að maður þurfi ekki hálfpartinn að ganga með veggjum með hundinn sinn! Svona í lokin vil ég nota tækifær- ið og skora á alla hundaeigendur að hafa plastpokann góða með í göngu- ferðina og nota hann!! GUÐBJÖRG GARÐARSDÓTTIR, Garðastræti 15, Reykjavík. Við opnum á moigun, föstudag, nýja og stórglæsilega verslun í Borgarkringlunni, 1. hæð. Frábær opnunar- og kynningartilboð á fatnaði NECESSITY Meiriháttar úrval af tískufatnaði. Komdu og kynntu þér verð og gæði. Misstu ekki af auglýsingunni á morgun „cha*cha - days of image clothing“. Eltt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.