Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOLX ■ RONNIE Whelan fyrrum leik- maður Liverpool hefur að undan- förnu átt í viðræðum við Bournmo- uth, en félagið er að leita sér að framkvæmdastjóra Frá Bob hJá félaginu, sem Hennessy jafnframt getur leik- íEnglandi ið. Whelan fékk fijálsa sölu frá Li- verpool í vor eftir 13 ára dvöl hjá félaginu. ■ STAÐFEST var í vikunni að Peter Beardsley leikmaður Newc- astle kinnbeinsbrotnaði í fyrsta leik liðsins í deildinni á sunnudaginn. Hann mun ekki getað leikið fyrr en eftir tvo mánuði, og gæti því misst af allt að sextán leikjum. Afallið er mikið fyrir Newcastle, en Beards- ley átti frábæran leik á sunnudaginn. ■ CRYSTAL Palace varð líka fyr- ir áfalli um helgina, er Ray Wilkins meiddist, í leik gegn Liverpool. I ljós hefur komið á bein í vinstra fæti brotnaði og er Wilkins úr leik í að minnsta kosti sex vikur. ■ ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Ince hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska meist- ^ araliðið Manchester United. ■ CELTIC var fyrir viku gert að greiða 100 þúsund punda (rúmar 10 milljónir) sekt vegna þess að ólöglega var staðið að ráðningu þjálfarans Tommy Bums í síðasta mánuði. Burns sagði upp starfi sínu hjá Kilmamock en átti þá eftir tvö ár af samningi sínum. Daginn eftir var hann ráðinn þjálfari Celtic. Forráða- menn Kilmarnock voru ekki sáttir við þessi vinnubrögð og kærðu Celtic til skoska knattspyrnusambandsins. Celtic getur áfrýjað og verður að gera það innan tíu daga. ■ ROMARIO var sektaður um 78 þúsund dollara fyrir að mæta ekki til Barcelona á réttum tíma. Rom- ario tók sér mánaðar sumarleyfi eft- ir heimsmeistarakeppnina án sam- ráðs við Johan Cruyff, þjálfara Barcelona. Romario mætti á fyrstu æfíngu sína hjá spænska félaginu í gær, en deildarkeppnin hefst í byijun næsta mánaðar. ■ LINFORD Chrístie spretthlaup- ari frá Bretlandi vann tíunda stóra titilinn er hann sigraði í 100 metra hlaupi á Samveldisleikunum sem nú standa fyrir í Kanada. Christie hljóp á 9,91 sek. sem er sjötti besti tíminn sem náðst hefur frá upphafí og einnig Samveldismet. KNATTSPYRNA Maradona dæmdur í 15 mánaða bann DIEGO Armando Maradona var í gær dæmdur í 15 mánaða keppnisbann af Alþjóða knatt- spyrnusambandinu, FIFA, fyrir að nota ólögleg lyfja í úrslita- keppni HM íknattspyrnu í Bandaríkjunum í sumar. Þetta er í annað sinn sem knatt- spyrnukappinn snjalli er sett- ur í keppnisbann — í fyrra skiptið fyrir að nota kókaín árið 1991 er hann lék með Napólí á Ítalíu. Mara- dona var einnig gert að greiða 15.000 dollara (eina milljón) í sekt til FIFA. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði FIFA. í þvagsýni sem tekið var af Mara- dona í Bandaríkjunum fundust fimm mismunandi lyfjasambönd sem öll eru á bannlista FIFA, þar á meðal ephedrine. Sýnið var tekið eftir fyrsta leik Argentínu í keppn- inni, gegn Nígeríu, 25. júní. Argent- ína vann þann leik sannfærandi 4:0 og fór Maradona á kostum og skor- aði eitt mark í leiknum. Liðið þótt til alls líklegt í keppninni með Mara- dona innanborðs, en eftir að hann var sendur heim náði liðið sér aldr- ei á strik og féll úr keppni í 16-liða úrslitum. Leikbannið tók gildi 30. júní 1994 og því lýkur 29. september á næsta ári. Maradona verður þá orðinn 34 ára og 11 mánaða og má því búast við að knattspyrnuferli hans sé lok- ið og að hann hafi þegar spilað síð- asta leik sinn. ÞaðeralK hægt - sagði Pétur Pétursson um síðari leik- inn gegn Maccabi í Evrópukeppninni KEFLAVÍKUR leikur seinni leikinn gegn Maccabi Tel- Aviv í forkeppni Evrópu- keppni bikarhafa í ísrael í dag, og hefst leikurinn kl. 16 að íslenskum tíma. Maccabi sigraði ífyrri leik liðanna í Keflavík með tveimur mörk- um gegn einu, og því Ijóst að róður Keflvíkinga verður þungur. Pétur Pétursson þjálfari ÍBK sagði að stemmningin í hópnum væri góð og hugur væri í mönnum. „Það er hins vegar rosalega heitt hérna, um 40 stiga hiti, og þetta verður því örugglega mjög erfitt. Við reynum að spila þetta skynsamlega og beita skyndisóknum eins og íslenska landsliðið gerði oft. Ef við fáum á okkur mark er mikil hætta á að leikurinn riðlist hjá okkur og þetta verði erfitt. Þeir eru með atvinnumenn og það er augljóst þegar aðstæðurnar eru skoðaðar að hér er mikið lagt undir og lið- ið er mjög gott. Það er auðvitað erfiðara að vinna atvinnumanna- félög eins og gefur að skilja, en það er allt hægt í fótboltanum og ekkert hægt að afskrifa fyrirfram. Við ætlum okkur að reyna að skora fljótlega, og þá erum við strax inni í leiknum," sagði Pét- ur. Aðspurður sagði hann að Kjartan Einarsson væri meiddur, en aðrir væru heilir. Hann sagði að aðstæður væru allar hinar bestu og vel færi um leikmenn. „Við vorum sólarhring á leiðinni, en höfum haft það gott hér á hótelinu og aðstæður til æfinga eru góðar, en hitinn mikilí,“ sagði Pétur. Golfmót Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags húsa- smiða verður haldið sunnudaginn 28. ágúst kl. 13.00 á Kiðabergsgolfvelli í Grímsnesi. Glæsileg verðlaun. Golfnefndirnar. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER 1r ...hjá Eymundsson og ESSO. FELAGSLIF Þjálfaranámskeið í körfuknattleik Körfuknattleikssamband íslands stendur fyrir A-stigs þjálfaranám- skeiði í Reykjavík 26. til 28. ágúst. B-stigs þjálfaranámskeið verður hald- ið í Reykjavík í framhaldinu, dagana 2. til 4. september. Um verður að ræða eitt viðamesta námskeið í körfu- knattleik sem haldið hefur verið hér á landi. Erlendur sérfræðingur frá FIBA mun halda fyrirlestur um leik- fræði, auk þess sem fjallað verður um ýmislegt annað. Skráning fer fram á skrifstofu KKI í bæði námskeiðin. Þríþraut í Ólafsfirði Skíðadeild Leifturs heldur hina ár- legu MG þríþraut í Ólafsfirði nk. laug- ardag, 27. ágúst. Hefst keppnin við sundlaugina kl. 10. Keppt verður í flokkum karla 14-16 ára, 17-19 ára, 20-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri, og í flokki stúlkna og kvenna. Upplýsingar og skráning í síma 96-62270 og 96-62167. Reykjalundarhlaupið ’94 Reykjalundarhlaupið ’94 verður haldið nk. laugardag. Fjórar vega- lengdir eru í boði, sú lengsta er 14 km, þá 6 km, 3km og loks 500 metra til 4 km löng leið - öll malbikuð - sem hentað gæti fólki í hjóiastólum og með önnur hjálpartæki. Hlaupið hefst kl. 11 nema hjá 14 km hlaupurum, sem verða ræstir kl. 10.40. Ekki þarf að skrá sig í hlaupið en þátttakendur eiga að mæta milli 10 og 10.30 að Reykja- lundi. Þátttökugjald er 400 krónur. Maradona hefur líklega spilað síðasta leik sinn á knatt- spyrnuvellinum. íp/émR FOLK ■ BJÖRN Guðbjörnsson var kjörinn foi-maður Blaksambands Islands á ársþingi þess fyrir skömmu. Með honum í stjórn eru; Jón Grétar Traustason, Friðbert Traustason, Oddný Erlendsdótt- ir, Stefán Jóhannesson, Jason ívarsson, Guðmundur Helgi Þor- steinsson og Þórey Haraldsdótt- ■ LEIFUR Harðarson er nú staddur í Póllandi þar sem hann sækir dómaranámskeið á vegum FIVB. Leifur verður því væntan- lega fyrstur íslendinga til að öðl- ast alþjóðadómararéttindi. ■ HEIMSÞING FIVB verður haldið í Aþenu í Grikklandi í næsta mánuði og mun Björn Guðbjörns- son formaður BLI sækja þingið fyrir hönd íslands. ■ ÁSTRALIR hafa verið mjög sigursælir í sundgreinum á Sam- veldisleikunum í Kanada. Þeir höfðu í gær unnið 18 af 26 gullverð- launum sem í boði hafa verið. Eng- in heimsmet hafa þó enn fallið í sundlauginni. ■ RUBEN Sosa, leikmaður Inter og ítalska landsliðsins í knatt- spyrnu, segir í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í gær að Hollendingurinn Dennis Berg- kamp verðskuldi ekki að vera í byijunarliði Inter Milan. Sosa, sem hefur Ieikið með Bergkamp í fram- línunni hjá Inter og var marka- hæstur í deildinni í fyrra, segist frekar kjósa að leika við hlið Darko Pancev. 2.DEILD KARLA IA-BangorCity 2:0 Akranessvöllur, seinni leikur í forkeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu, mið- vikudaginn 24. ágúst 1994. Aðstæður: Gott veður og völlurinn í besta standi._ Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (8.), Ólafur Þórðarson (21.). Gult spjald: Lee Noble (13.), Sigurður Jóns- son (53.), David Bamett (59.), Kevin Jones (64.) allir fyrir brot. Rautt spjaíd: Lee Noble (72.) fyrir brot. Dómari: Alain Hamer frá Lúxemborg var ákveðinn, röggsamur og öruggur. Línuverðir: Gross og Flenghi frá Lúxem- borg. Áhorfendur: Um 1.000. í A: Þórður Þórðarson - Haraldur Sturlaugs- son (Bjarki Pétursson 87.), Zoran Miljkovic, Sigursteinn Gíslason, Theodór Hervarsson - Olafur Þórðarson, Pálmi Haraldsson, Sig- urður Jónsson, Alexander Högnason, Har- aldur Ingólfsson - Mihajlo Bibercic (Stefán Þórðarson 87.). Bangor City: Nigel Adkins - Kevin Jones, Mark Rutter, Harry Wiggins, Phil Myddle- ton - Steve Humphreys (Colin Hughes 89.), David Evans, David Barnett, Lee Noble - Mark Lloyd Williams (Nigel Barry 89.), Frank Mottram. 2. deild karla: UMFG - Þróttur R...................1:0 Guðjón. Ásmundsson (1.) Meistarakeppnin Úkraína Dynamo Kiev - Silkeborg (Danmörku) ....3:1 BDynamo áfram 3:1 Tyrkland Galatasaray - Avenir Beggen (Lúx.).4:0 ■Galatasaray áfram 9:1 Svíþjóð IFK Gautaborg - Sparta Prague (Tékk- landi).............................2:0 ■Gautaborg áfram 2:1 Ungverjaland VAC-PSG (Frakklandi)...............1:2 ■Paris St Germain áfram 5:1 Sviss Servette - Steaua Búkarest (Rúmeníu)....l:l ■Steaua Búkarest áfram 5:2 Austurríki Salzburg - Maccabi Haifa (ísrael)..3:1 ■Salzburg áfram 5:2 Skotland Glasgow Rangers - AEK (Grikklandi).0:1 ■AEK Aþena áfram 3:0 Króatla Hajduk Split - Legia Warsaw (Póllandi)...4:0 ■Hajduk Split áfram 5:0 Evrópukeppni bikarhafa: Finnland HJK Helsinki - Sandoyar (Færeyjum).2:0 ■HJK áfram 7:0 Lichtenstein Schaan - FC Pirin (Búlgaríu).......0:1 ■Pirin áfram 4:0 England Úrvalsdeildin: Aston Villa - Southampton..........1:1 (Saunders 32.) - (LeTissier 89.) 24.179 Man. City - West Ham...............3:0 (Walsh 13., Beagrie 42., Rosler55.) 19.125 Newcastle - Coventry...............4:0 (Lee 21., 34., Watson 26., Cole 73.) 34.163 QPR - Sheff. Wednesday.............3:2 (Ferdinand 22., Sinclair 57., Gallen 78.)— (Sheridan 38., Hyde 74.) 12.788 Tottenham - Everton................2:1 (Klinsmann 21., 36.) - (Rideout 46.) 24.553 Norwich - Crystal Palace...........0:0 Þýskaland Úrvalsdeildin: Duisburg - Schalke.................2:2 (Koezle 49., Osthoff 84.) - (Herzog 38., Anderbriigge 62.) 28.000. HSV - Bayer Uerdingen..............0:0 Gladbach - Karlsruhe...............2:2 (Hochstaetter 59., Herrlich 69.) - (Fink 65., 70.) 31.000 Werder Bremen - Leverkusen.........3:2 (Bode 18., 43., Rufer 33.) - (Dooley 16., Sergio 52.) 27,108. Portúgal Úrvalsdeildin: Benfica - Porto....................1:1 ■Mikill hasar var í leiknum og fimm leik- menn voru sendir af velli, þrír frá Benfica og tveir frá Portó. Gott veganesti fyrir bikarieikinn Þessi sigur var gott veganesti fyrir bikarúrslitaleikinn á sunnudaginn, því nú getum við verið aflsappaðir vegna Frímann deildarinnar," sagði Ólafsson Pálmi Ingólfsson að- skrífar frá stoðarþjálfari Grind- Grindavfk víkinga eftir 1:0 sig- ur þeirra á Þrótti Reykjavík í gær. Guðjón Ásmundsson gerði sigur- mark leiksins eftir aðeins 27 sek- úndna leik, með skalla af markteig eftir íýrirgjöf Ólafs Ingólfssonar. Markið virtist slá Þrótt út af lag- inu en Páll Einarsson átti þó gott skot að marki á 12. mín. sem Hauk- ur Bragason varði vel. Fjaiar Þor- geirsson, 17 ára strákur í marki Þróttar, sá við heimamönnum þannig að mörkin urðu ekki fleiri. Þróttarar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, léku vel úti á vellin- um, börðust fyrir hveijum einasta bolta og létu hann ganga vel á milli manna. Þeim gekk þó illa að skapa sér markfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.