Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 9 Athugasemd frá FÍB Ekkert svar hefur borist frá Samkeppnisstofnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Runólfí Ólafssyni, framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, vegna ummæla, sem höfð voru eftir Georg Ólafssyni, forstjóra Sam- keppnisstofnunar, í Morgunblaðinu 24. ágúst: FÍB hefur enn ekki fengið svar frá Samkeppnisstofnun við kvörtun félagsins vegna gruns um samstillt- ar aðgerðir olíufélaganna hér á landi við ákvörðun bensínverðs, sem send var stofnuninni 26. mai 1993. Kvörtunin var í fjórum liðum og samtals erindi upp á 9 blaðsíður með fylgigögnum. í bréfi frá Sam- keppnisstofnun 17. ágúst 1993 er vísað til þess að olíufélögin hafí verið beðin um umsögn á kvörtun FIB en vegna sumarleyfa starfs- manna tveggja olíufélaganna hafi svör eingöngu borist frá einu þeirra. „Umsögn olíufélaganna tveggja er væntanleg innan skamms og mun athugun Samkeppnisstofnunar bíða þeirra umsagna og verða tekin til umíjöllunar svo fljótt sem auðið er að þeim fengnum." Þetta eru loka- orð þessa stutta bréfs en annað skriflegt svar hefur ekki borist til FIB við formlegri kvörtun félagsins til Samkeppnisstofnunar. í fréttabréfí Samkeppnisstofnun- ar sem kom út í septemþer 1993 er frétt um kvörtun FÍB. í fréttinni stendur m.a.: „FÍB byggir kvörtun sína á því að verðbreytingar á bens- íni hafi gerst nær samtímis. Slíkt sannar ekki að um samstilltar að- gerðir hafi verið að ræða. Frekari röksemdir eða sannanir skortir. Á sama hátt nægja ekki svör olíufélag- anna til að hreinsa þau af ásökunum FÍB.“ Ekki er getið athugasemda FÍB um að ekki verði séð að sameig- inlegur rekstur olíufélaganna á bensínstöðvum standist ákvæði samkeppnislaga. Fréttin er í vé- frétta stíl og ekki hægt að túlka þessa stuttu frétt sem svar í ljósi þess lagalega hlutverks sem Sam- keppnisstofnun hefur. í frétt um málið í Morgunblaðinu 23. septem- ber er haft eftir Georg Ólafssyni „... að ekki megi líta svo á að það sé komin endanleg niðurstaða í málinu“. Enginn fundur var með forsvarsmönnum FÍB og Samkeppn- isstofnunar um þetta mál í septem- ber sl. Framkvæmdastjóri og gjald- keri stjórnar áttu fund með Georg Ólafssyni 10. desember þar sem þessi mál bar á góma. Georg gat þess að vegna mikilla anna og erfið- leika sem óvissan í kringum Sam- keppnisráð hefði skapað hefði dreg- ist að svara endanlega erindi FÍB. Á fundi sem Stefán 0. Magnússon stjórnarmaður í FÍB átti með Georg Ólafssyni í síðustu viku var ítrekað að FÍB hefði enn ekki borist svar við kvörtun sinni, svör Georgs voru söm og fyrr. Fréttin í Morgunblaðinu um að FIB hafi verið svarað fyrir ári er ekki rétt. Vilji aðilar breyta túlkun sinni og kalla septemberfréttina fullnaðarsvar við kvörtun FÍB, þá er það svar ekki sæmandi Sam- keppnisstofnun. Eftir stendur að spurningin um svarið er aukaatriði því meginmálið er hvort olíufélögin hafí haft með sér samráð um verðlagningu á bens- íni og aðra óréttmæta viðskipta- hætti. Að þessu eiga aðilar að beina orku sinni. Betra verð hjá Bflaleigubílar um allan Sími 91-880880, fax 91-881881. FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Þær hæstu með góða útkomu TVÆR gjöfulustu ámar í sumar, Norðurá og Þverá, eru nú komnar með á sextánda hundrað laxa, en frekar rólegt hefur verið yfir veiðum að undanförnu vegna langvarandi þurrka og hlýinda. Árnar mjög vatn- slitlar. Grímsá og Rangárnar draga á. Skilyrði til veiða hafa ekki verið góð seinni hluta sumars og veiðitöl- urnar eru til marks um hversu sterk- ar árnar eru. Vel er hugsanlegt að þær endi í 1.700 til 1.800 löxum og er það ekkert til að kvarta undan. Einum af stærstu löxunum af Borgarfjarðarsvæðinu var landað á dögunum, er Ragnheiður Ólafsdóttir veiddi 18 punda „virðulegan hæng“ í Kaupamannapolli í Norðurá. Laxinn tók maðk á sökkulausu reki, rétt eins og flugu. Hafði hann þó hunsað margar flugur bónda Ragnheiðar, Stefáns Á. Magnússonar. Stefán sagði svo frá, að tveir lax- ar svipaðir að stærð hefðu verið í hylnum og hefði annar þeirra verið skreyttur nokkmm flugum sem hann hefur greinilega verið að taka og slitið frá veiðimönnum. „Hann hefur verið að stríða mönnum á útlendinga- tímanum, þeir nota svo margir mjög granna tauma,“ sagði Stefán. Og hann sagði enn fremur, að ekki hafi verið nóg með að glíman við laxinn hafí verið snörp, heldur hefði komið í ljós gífurleg flækja á hjólinu þannig að ekki hefði mátt gefa laxinum of mikið eftir. „Ég var kominn úr vestinu, tilbúinn að fara á flot á eftir laxinum ef til þess hefði kornið," sagði Stefán, en hann var frá þeirri þraut leystur, því Ragn- heiður náði að lempa laxinn á stuttu línunni. Fréttir héðan og þaðan Húseyjarkvísl hefur dofnað mjög eftir þokkalega byijun. Fyrir skömmnu vora þar harðsnúnir og vanir menn í tvo daga með tvær stangir. Veiddu þeir aðeins einn lax og var það sá fyrsti sem kom á land í sex daga. Var það 71. lax sumars- ins. Sogið hefur ekki verið að gefa vel að undanfömu og þótt erfítt sé að henda reiður á heildartölur þar lítur út fyrir að veiðin sé vart yfir 150 löxum. Það er helst að menn hafi fengið físka í Ásgarði og Al- viðra. Syðri Brú hefur verið lélegri en um langt árabil, einnig Bíldsfell og á Torfastöðum og í Þrastarlundi eru menn að slíta upp físk og fisk. Sömu sögu er að segja um Stóru Laxá, eftir bærilegt gengi framan af sumri og eitt eða tvö skot á neðstu svæðunum er á leið, er þar nú lítið um að vera. Iðan hefur þó verið að gefa reytingsveiði að undanfömu. Núpá á Snæfellsnesi, þar sem blandast saman hafbeitarlaxar úr Lárósi, laxar af heimastofni, sjó- bleikjur og sjóbirtingar, hefur gefíð milli 220 og 230 laxa. Um 100 haf- beitarlaxar eru eftir í ánni og ein- hver reytingur af heimastofninum. Bleikjur allt að 4,5 pund hafa veiðst að undanförnu og fyrstu sjóbirting- amir eru komnir á land. W'flS/UA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.