Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson AFURÐAMÁLANEFND á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda á fundi á Reykjum í Hrútafirði. Arnór Karlsson formaður LS er annar frá vinstri á myndinni. Búgreinafélög’in hafi for- ystu um stefnumörkun SAUÐFJARBÆNDUR telja eina afg meginforsendum fyrirhugaðrar sam- einingar Búnaðarsambands íslands og Stéttarsambands bænda vera að hún leiði til verulegs spamaðar í stjóm félagskerfis bænda oggeri það um leið einfaldara og skilvirkarta. í tillögu sem samþykkt var á aðal- fundi Landssamtaka sauðfjárbænda á Reykjum í Hrútafirði s.l. þriðjudag segir að ef af stofnun heildarsamtaka bænda verði hljóti búgreinasamtökin að krefjast þess að fá um það bil heiming fulltrúa á aðalfund samtak- anna og eðlilega hlutdeild í stjórn þeirra. Í tillögunni segir m.a. að búgreina- félögin hijóti að telja það sjálfsögð réttindi að þau hafí forystu um stefnumörkun í viðkomandi búgrein og fái aðstöðu til að sinna hagsmuna- málum bænda í greininni, einkum sölumálum afurða, rekstrarskilyrð- um og hagræðingu. Þróunarsjóður til að efla útflutning Á aðalfundi LS var talsvert fjallað um markaðsmál búgreinarinnar og telur fundurinn eðlilegt að miðað við birgðastöðu og horfur í sölumálum sauðfjárafurða verði greiðslumark til framleiðenda fyrir verðlagóárið 1995/1996 7.400 tonn, en það er sama magn og úthlutað hefur verið til framleiðslu á næsta verðlagsári. Beingreiðslur til bænda verði á allt innlegg upp að 100% greiðslumarks, og allt innlegg umfram það fari inn á umsýslusamninga, en það innlegg er selt á eigin ábyrgð bænda. Fundurinn telur brýnt að stofna þróunarsjóð til að styðja markaðs- starf og efla útflutning á kindakjöti. Á meðan markaða sé aflað sé nauð- synlegt að til komi þróunar- og mark- aðsstyrkur frá hinu opinbera, og bendir fundurinn á í þessu sambandi að mörg fordæmi séu fyrir því að útfiutningsgreinum sé hjálpað . Formaðurinn endurkjörinn Arnór Karlsson var endurkjörinn formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda til næstu þriggja ára, en breytingu þui-fti á lögum samtak- anna til að svo gæti orðið, og sam- þykktu 23 fundarmanna hana en 16 voru henni andvígir. í formannskjör- inu var stungið upp á þeim Arnóri og Gunnari Sæmundssyni og féllu atkvæði þannig að Amór hlaut 24 atkvæði en Gunnar 15. Úrelding mjólkurbúa komin skammt á veg Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Landssambands kúabænda kom fram hörð gagnrýni á það að ekki skuli hafa verið gripið til nauðsyn- legrar úreldingar mjólkurbúa, en til ráðstöfunar eru 450-500 milljónir króna í því skyni. Guðmundur Lárus- son formaður LK telur tímann til aðlögunar væntanlegum innflutningi búvara hafa verið illa nýttan og vekja verði bændur til umhugsunar um að lækkaður framleiðslukostnað- ur sé kannski eitt veigamesta atriðið varðandi kjör mjólkurframleiðenda í framtíðinni. Yfirstjórn landbúnaðarmála hefur lengi verið ljóst að taka þyrfti á skipulagsmálum mjólkuriðnaðarins. Árið 1986 skipaði þáverandi land- búnaðarráðherra svokallaða Afurða- stöðvanefnd til að gera tillögur um hagræðingu í rekstri mjólkuriðnað- arins. Skilaði nefndin ítarlegu áliti 1989 og í kjölfar þess voiu tvö mjólk- urbú lögð niður. í janúar 1990 var síðan skipuð önnur nefnd til að leggja mat á tillögur Afurðastöðva- nefndar og skilaði sú nefnd áliti í mars 1991. í báðum þessum nefnd- arálitum kemur fram að verulegir möguleikar séu til þess að ná fram sparnaði og aukinni hagræðingu í rekstri mjólkurbúanna, m.a. með aukinni verkaskiptingu og/eða fækkun búanna. Samkvæmt reglugerð sem land- búnaðarráðherra gaf út í apríl síðast- liðnum er heimilt að ráðstafa allt að 450 milljónum króna af verðmiðl- unarfé sem innheimt var af innveg- inni mjólk fyrir 1. janúar 1994, auk vaxtatekna af því fé, til hagræðinga- raðgerða í mjólkuriðnaði og mjólkur- framleiðslu. Fram til 1. desember 1995 getur stjórn mjólkurbús sótt um styrk til úreldingar mjólkurbús- ins með þeim skilyrðum að búið verði úrelt í heild og tryggt verði að eign- Kúabændur hafa gagn- rýnt að ekki hefur orðið af nauðsynlegri úreld- ingu mjólkurbúa. Hall- ur Þorsteinsson ræddi við talsmann afurða- stöðva í mjólkuriðnaði og formann Neytenda- samtakanna um málið. in verði ekki tekin aftur í notkun til mjólkurvinnslu. Hrepparígur o g skammsýni Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB á sæti í verkefnisnefnd sem meta á umsóknir um úreldingu og sagði hann á aðalfundi Landssam- bands kúabænda að allir virtust sammála um að mjólkurbúum verði að fækka. Hins vegar væru allir jafn sammála því að fækka eigi mjólk- urbúum í öllum öðrum byggðarlög- um en þeirra eigin. Sagðist hann hafa rökstuddan grun um að hrepp- arígur og skammsýni muni koma í veg fyrir að nokkurt bú sæki um úreldingu og benti hann á að ef sú leið til úreldingar sem nú stendur til boða yrði ekki valin þá myndu öll mjólkurbúin bvrja að ganga á eigið fé og smám saman drabbast niður. Eriendum fyrirtækjum myndi því mæta lasburða ef ekki fársjúk fyrirtæki og þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Mjólkurbúin eru öll í eigu sam- vinnufélaga, annað hvort hreinna framleiðendafélaga eða samvinnufé- laga með blandaðan rekstur, þ.e. kaupfélaga. Hvert og eitt félag er því sjálfstætt á þann hátt að það tekur sjálft ákvörðun um hvort það æskir úreldingar eða ekki. Óskar H. Gunnarsson, formaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn- aði, SAM, sagði að hann teldi það í mörgum tilfellum tefja fyrir ákvarðanatöku um úreldingu að at- vinnuástand væri ekki nægilega gott og jafnframt að menn hefðu séð færi á að hagræða eitthvað í rekstr- inum. Sagði hann að SAM hefði margoft fjallað um hagræðingarmál í greininni, en í tilefni af gagnrýni sem komið hefði frá bændum um aðgerðaleysai SAM benti hann á að þeir sætu víða sjálfir í stjórnum þeirra mjólkursamlaga sem þeir væru að ræða um að leggja niður eða breyta eignaraðild að, þannig að þeir þyrftu líka aðeins að líta í eigin barm. Stjórnvöld grípi inní Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samtökin hefðu lengi haft það sjónarmið að sú offjárfesting sem væri fyrir hendi í mjólkuriðnaðinum væri ólíðandi og ef hrepparígur kæmi í veg fyrir úr- eldingu mjólkurbúa yrðu stjórnvöld að grípa inn í. „Það hefur áður verið gripið til aðgerða ofan frá og reyndar ekki í rétta átt að okkar mati með flötum niðurskurði. Ég hef trú á því að ís- lenskur landbúnaður geti lifað af samkeppni við innflutning, en ef hann er hins vegar haidinn sjálfseyð- ingarhvöt þá heldur hann auðvitað óbreyttri stefnu og gerir ekki neitt. Það er ólíðandi að einhver hreppa- pólitík ráði um verð á jafn mikilvæg- um vörum og mjólkurvörum og stjórnvöld verða að taka tillit til þess að það eru hagsmunir allra heimila í landinu sem eru í húfi,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson. Póstgíróreikningar Ekki tekin þjón- ustugjöld af viðskiptavinum Gunnar Valdimarsson Með breyttum þjón- ustugjöldum banka og sparisjóða hefur töluvert verið um að við- skiptavinir stofnananna hafi endurskoðað viðskiptahætti sína. Fjölmargir hafa valið að snúa sér að sjálfvirkri þjónustu og aðrir kjósa að leita nýrra leiða til að geyma og ávaxta fjármuni sína. Ein þeirra er notkun svokallaðra póstgíróreikninga. Hlutdeild póstgíróreikninga hefur ver- ið á bilinu 0,11-0,22% af heildarinnlánum bankakerf- isins eða 178 til 339 milljón- ir á mánuði frá ársbyrjun 1993. Stofnun póstgiróreikn- inga tók kipp í byijun sum- ars þótt heildarupphæð innlánanna stæði í stað. Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður Póstgírós, sagði að hægt væri að stofna reikning í hvaða pósthúsi landsins sem væri. „Kostnaður er enginn og ekki skylt að leggja neitt inn á reikninginn enda er ekki borgað út nema innstæða sé fyrst könn- uð. Hægt er að fá útborgað í öllum pósthúsum og senda má gíróseðla til útborgunar af reikningnum.“ „Við erum með tvær gerðir reikninga. Annars vegar launa- reikninga og eru þeir með 2% vöxtum. Hins vegar reikninga fyr- irtækja og einstaklinga og bera þeir 1% vexti. Vextirnir eru reikn- aðir af lægstu innstæðu á tíu daga fresti eins og af innstæðu tékka- reiknings. Fyrirkomulagið er svona núna. Aftur á móti er ekki hægt að ganga að því vísu að þetta verði óbreytt. Vextirnir geta bæði hækkað og lækkað eftir að- stæðum í þjóðfélaginu," sagði Gunnar. Hann sagði að Póstgíró hefði ekki tekið þjónustugjöld af við- skiptavinum sínum. „Við búum kannski að því að vera aðeins inn- lánsstofnun og hafa ekki heimild til útlána. Þvi þurfum við ekki að mæta töpuðum útlánum á sama hátt og bankarnir. Slíkt hvílir ekki á okkar herðum og viðskiptavinir okkar njóta þess að einhverju leyti.“ - Hafið þið ekki áhyggjur af vaxandi álagi? „Nei, nei, það er allt í lagi. Póstur og sími er þokkalega tölvuvæddur og ekki mikið mál að taka við meiri fjölda reiknings- hafa. Enn er langt í land að ein- hver vandræði skapist. En ef til slíks kæmi, sem þó er ekki fram- undan, er hægt að bæta tölvukerf- ið.“ - Hver hefur notkunin verið hingað til? „Hún hefur ekki verið mikil samanborið við lönd sem byggja á langri hefð í þessum efnum. Póstgíróstofan var stofnuð árið 1971 eftir póstlögum frá 1941. Samvinna banka, sparisjóða og Pósts og síma var sett sem skil- yrði fyrir stofnuninni. Þú getur því farið með venjulegan gíróseðil í banka, sparisjóð eða pósthús. Hvaðan sem er af Iandinu fer upphæðin inn á reikning samdæg- urs. Hins vegar er póstgíró víð- tækara þvl við sjáum um alla fjár- magnsflutninga fyrir póstþjón- ustuna, póstkröfur, póstávísanir innan- og utanlands. Síðan erum við í samvinnu við póstgíróstofur og póstbanka erlendis og tökum við töluverðum fjármunum til fyr- irtækja og einstaklinga. Á sama hátt sendum við heilmikið af pen- ► Gunnar Valdimarsson er fæddur 17. júlí 1942 áHúsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1963 og viðskiptafræðin- ámi við Háskóla íslands í jan- úarmánuði árið 1969. Á árunum 1970 til 1972 starfaði Gunnar fyrir Flugfélag íslands í Kaup- mannahöfn. Eftir það hóf hann störf hjá Pósti og síma og var ráðinn forstöðumaður Póstgíró- stofu árið 1981. Eiginkona Gunnars er Guðrún Oddgeirs- dóttir. ingum inn á gíróreikninga erlend- is. Fólk fær senda margs konar gróseðla, t.d. mikið frá Norður- löndunum, og einfaldast er að greiða upphæðina I næsta póst- húsi. Ef bankaleiðin er farin þarf að kaupa ávísun, skrifa eitthvað smá bréf og setja allt í frímerkt umslag. í pósthúsinu þarftu aðeins að fylla út gjaldeyrisumsókn sem veitir Seðlabankanum upplýs- ingar. Póstgíró býður viðskipta- vinum sínum pósttékka, alþjóðlegt eyðublað sem eigendur póstgíró- reiknings geta notað til úttektar af eigin póstgíróreikningi þegar þeir eru staddir erlendis. Unnt er að innleysa íslenska pósttékka í flestum löndum Vestur-Evrópu. Hver reikningshafi getur fengið tíu áritaða pósttékka og samsvar- ar hámarksupphæð, sem taka má út á hvern tékka, um 15.000 ís- lenskum krónum.“ - Hver er notkun gíróreikninga í nágrannaiöndunum? „Gíróreikningar eru gamalt fyr- irbæri á Norðurlöndunum, frá því uppúr 1920 í Danmörku og Sví- þjóð og frá stríðsárunum í Nor- egi, og eru mikið notaðir. Skýring- in felst í því að ekki hafa verið til ríkisbankar í löndun- um, sveitarfélög og ríki hafa notað gíróið sem sína greiðslumiðlunar- stofnun. Þróun hefur verið að eiga sér stað í þessum löndum og sumar póstgíróstofanna hafa verið að breytast í póstbanka. Danska póstgíróstofan heitir núna Giro- bank og er komin með bankarétt- indi. í Noregi hafa póstbanki og gíró verið til hlið við hlið. Þessar tvær stofnanir verða sameinaðar, að mig minnir, frá næstu áramót- um. Reyndar veit ég ekki ná- kvæmlega hvernig rekstrinum verður hagað því norska póstgíró- ið er mjög stórt. Svíar eru að breyta rekstrarfyrirkomulaginu og stofna svokallað Giro og bank. Þeir eru því að komast yfir á bankastigið að hluta.“ Þurfum ekki að mæta töp- uðum útlánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.