Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fyrrverandi forsætisráðherra kemur Benazir Bhutto í vanda Segir að Pakistanar hafi yfir kjamavopnum að ráða Islamabad, Nýju Delhí. Reuter. STJÓRNVÖLD í Pakistan áréttuðu í gær að landið hefði ekki yfir kjarna- vopnum að ráða þrátt fyrir yfírlýs- ingu frá fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, Nawaz Sharifs, um hið gagnstæða. Sharif sagði að gerðu Indvetjar árás á Pakistan myndi það leiða til kjarnorkustríðs þar sem bæði ríkin hefðu eignast kjarnavopn. „Pakistanar hafa, með þróun frið- samlegrar kjarnorkuáætlunar sinn- ar, öðlast getu til að smíða kjarna- vopn, en við höfum sjálfír tekið þá ákvörðun að framleiða þau ekki,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Islamabad. Ummæli Sharifs, sem hann við- hafði á útifundi á pakistanska hluta Kasmír á þriðjudag, grafa þó undan trúverðugleika stjórnarinnar, sem hefur lengi haldið því fram að hún hafí ekki yfir kjarnavopnum að ráða. Sharif var forsætisráðherra í 30 mánuði þar til hann sagði af sér í júlí í fyrra. Hann berst nú af mikilli hörku fyrir því að koma stjórn Benazir Bhutto forsætisráðherra frá. _ „Ég staðfesti að Pakistanar eiga kjamorkusprengju," hafði pakist- önsk fréttastofa eftir Sharif. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin í Vín kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort Pakistanar hefðu smíðað kjarnavopn þar sem þeir hefðu ekki heimilað eftirlit með kjarnorkustöðv- um sínum. Pakistanar, sem og Indveijar og ísraelar, hafa ekki undirritað samn- inginn um takmarkanir við út- breiðslu kjarnavopna þótt þeir eigi aðild að kjarnorkumálastofnuninni. Talsmaður indverska utanríkis- ráðuneytisins sagði ummæli Sharifs staðfesta grunsemdir indversku stjórnarinnar og hvatti þjóðir heims til að grípa til aðgerða gegn Pakist- önum. Bhutto hefur ekki tjáð sig um ummæli Sharifs. Aftab Shaban Mir- ani varnarmálaráðherra lýsti stað- hæfíngum Sharifs sem „barnaiegu tiltæki" hjá óábyrgum manni sem færi ekki rétt með staðreyndir. „Menn eiga eftir að nota þetta tii að saka Pakistana um að vera við- riðnir plúton-smygl,“ sagði Aseff Ahmed Ali utanríkisráðherra. Þýska lögreglan kveðst hafa fundið vís- bendingar um að smygla hefði átt plútoni til Pakistans en því vísaði stjórn Pakistans á bug í vikunni sem leið. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður sagði að Bandaríkjastjórn teldi að Pakistanar og Indverjar gætu sett saman kjarnorkusprengju á tiltölulega skömmum tíma. Pakistanar hafa lagt til að ríki Suður-Asíu semji um bann við kjarnavopnum í þessum heimshluta en Indverjar hafa hafnað því á þeirri forsendu að þeim stafi hætta af Kín- vetjum. Bandaríkjamenn hættu allri hern- aðaraðstoð við Pakistania í október 1990 vegna gruns um að þeir væru að undirbúa smíði kjarnavopna. Ath: Full bú& af nýjum vörum. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SÍMl 18519 rp ... y íoppskorinn JL VELTUSUNDI SlMI: 21212 VIÐ INGÓLfSTORG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN J’* SÍW 689212 ^ Hár í prjónahúfu benda til sektar Reuter Rannsókn í morðmáli O.J. Simpsons O.J. SIMPSON (t.h.) með verjanda sínum. Forseta- frní framboð? ALBERTO Fujimori, forseti Perú, hefur leyst eiginkonu sína, Susana Higuchi, undan embætt- isskyldum forsetafrúar. Sagði hann ástæðuna vera „óskiljan- lega“ gagnrýni hennar á stjórn- ina og ósk hennar um að verða sjálf forseti. Hjónin hafa ekki búið saman frá því í byrjun þessa mánaðar, en þá mótmælti Higuc- hi því opinberlega að hún gæti hvorki farið í framboð né gagn- rýnt stjórn eiginmannsins. Hefur hún látið að því liggja í blaðavið- tölum, að hún hyggist bjóða sig fram gegn eiginmanni sínum en forsetakosningar verða í Perú í apríl nk. Þetta er síðasta myndin sem tekin var af þeim saman, í lok síðasta mánaðar. STEINAR WAAGE Los Angeles. Reuter. HÁR, sem fundust í blárri prjónahúfu í húsinu þar sem fyrrverandi eigin- kona homaboltamannsins og leikar- ans 0. J. Simpsons og vinur hennar voru myrt, hafa reynst vera sams konar og hár á höfði Simpsons. Sjón- varpsstöðin KNBC skýrði frá þessari niðurstöðu rannsóknar alríkislögregl- unnar, FBI, í gær. Simpson hefur staðhæft að hann hafí ekki verið á staðnum morðnóttina. Niðurstaða FBI þykir veikja mál- stað Simpsons en jafnframt er bent á að könnunin sé ekki jafn traust og áreiðanleg og DNA-rannsókn á blóðsýnum. Saksóknari fullyrti á mánudag að bráðabirgðaniðurstöður sýndu að sýni sem tekin hefðu verið úr blóðdreifum fyrir utan húsið bentu til að blóðið væri úr Simpson. Nicole Brown Simpson og vinur hennar, Ronald Goldman, voru myrt fyrir utan hús hennar í Brentwood í Los Angeles 12. júní sl. og hefur rannsókn máls Simpsons vakið geysi- lega athygli. Hann reyndi að komast hjá handtöku og fylgdust sjónvarps- stöðvar með er lögregla elti hann uppi. Simpson var áður dáður horna- boltamaður og síðar allþekktur kvik- myndaleikari. Réttað verður í málinu 19. september. - kjarni málsins! Minni hagnaður Telegraph HAGNAÐUR Telegraph blaðaútgáfunnar dróst saman um 12% á fyrri helmingi þessa árs en verðstríð hefur verið á milli Telegraph og fjölmiðla- samsteypu Ruperts Murdoch.. Er búist við enn verri útkomu á síðari hluta ársins, þar sem verð á Daily Telegraph var lækkað fyrir skömmu. Lést milljón í Rúanda? TALIÐ er að fjöldi þeirra sem látið hefur lífið í skálmöldinni í Rúanda geti verið yfir milljón, að sögn starfsmanns Samein- uðu þjóðanna. Áður var talið að fórnarlömbin hefðu verið um 500.000. Rottuplága í Feneyjum ROTTUPLÁGA herjar á íbúa Feneyja og er nú svo komið að í borginni eru fimm rottur á hvern íbúa. Er mannfólkið lítt hrifið af rottunum, sem munu margar hverjar vera vel við vöxt og eiga það til að elt- ast við ketti. íbúum Feneyja hefur fækkað mjög á undan- förnum árum, þar sem dýrt er að búa í borginni, og eru þeir nú um 70.000. Farsímar gegn glæpum SÍMAFYRIRTÆKI í New York hefur afhent 500 sjálf- boðaliðum farsíma sem aðeins eru tengdir rás lögreglunnar. Mun fólkið gera viðvart ef eitt- hvað grunsamlegt ber fyrir augu. Sjálfboðaliðarnir verða á ferli í Prospect-garðinum í Brooklyn og Marcus Garvey- garðinum í Harlem. Gordíevskíj kom upp um Berling UPPLÝST hefur verið að það hafi verið sovéski gagnnjósnar- inn Oleg Gordíevskíj sem kom upp um sænska njósnarann Stig Berling, háttsettann emb- ættismann sem vann fyrir KGB. Berling var handtekinn fyrir skömmu en hann hafði verið á flótta í fjölda ára. Bjórvambir ofbeldis- hneigðar? ALÞJÓÐLEG rannsókn sýnir að lík- amlegt of- beldi er al- gengara meðal þjóða þar sem bjór- drykkja er vinsælli en vín- drykkja, að sögn hollensks glæpasérfræðings, Hann segir að það sé þó varla ölið sjálft sem valdi þessu en öllu heldur menningarhefðir í löndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.