Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 36

Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM & íii Johnny Depp Skólamyndir af stjörnunum VIÐ FYRSTU sýn eru meðfylgjandi skólamyndir af áhyggjulausum og sak- leysislegum menntaskólanemum með óráðna framtíð. En er framtíð þeirra kannski þegar ráðin? Ef betur er að gáð má sjá að þar eru samankomin mörg helstu hjónaefni Hollywood. Richard Gere og Cindy Crawford LEIKARINN Johnny Depp olli aðdáendum sínum meðal veikara kynsins miklum von- brigðum, sem höfðu vonast til að sjá hann leika í ástaratriði í kvikmyndinni „Don Juan de Marco and the Centerfold". Þeg- ar Depp klæddi sig úr spjörunum fyrir framan myndavélarnar kom í ljós að hann hafði stór húðflúr og mikið af bólum á bakinu sem förðunarmeistararnir treystu sér engan veginn til að breiða yfir. Annar leik- ari var því kall- aður á vettvang til að leysa Depp af hólmi í atriðinu, sem svipaði til Depps, nema hvað hann var óhúðflúraður og ekki bólu- grafinn. Johnny Depp hef- ur oft verið líkt við James Dean Johnny Depp í hlutverki sínu í kvikmyndinni Benny og Joon. I þeirri mynd voru engin svæs- in ástaratriði og Depp fékk að leika út í gegnum myndina. Tom Cruise og Nicole Kidman Bruce Wiliis og Demi Moore Getur ekki leikið ást- aratriðin , - Kim Basinger og Alec Baldwin ★★★ Eintak ndiy avNN^aans iaQns>iiai iisvÐainiia/H VJVA NV U3 UVAQOOlAnV ■v „Enn ein mynd frá Almodóvar og ekki hænufeti frá fyrri myndum hans. Gaman." ★★★ Eintak Sjö biskups- vígðir menn íSkálholti ►Á SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 24. júlí síð- astliðinn komu sjö biskupsvígðir menn saman, þegar hinn nýi vígslubiskup Skálholtsstiftis var vígður. Það hefur ekki gerst fyrr í sögu íslands, að svo margir menn með biskupsvígslu hafir verið á lífi samtímis. Á þessari mynd er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrir miðju. Biskuparnir eru frá vinstri: Sigurbjörn Einarsson, sem var biskup íslands frá 1959 til 1981, Sigurður Sigurðarson, nýr vígslubiskup Skálholtsstiftis, Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum, sem var vígður 1990, fráfarandi vígslubisk- up Skálholtsstiftis séra Jónas Gíslason, vígður 1989, Ólafur Skúlason, biskup íslands, Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup í Hólastifti, vígður 1982 og Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands 1981-1989. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.