Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 10

Morgunblaðið - 25.08.1994, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Svanhildur fyrsti kven- formaður Varðar AÐALFUNDUR Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Ak- ureyri, var haldinn 9. ágúst sl. í stjórn voru kjörin Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður, Sig- urgeir H. Sigurgeirsson, vara- formaður, Hrólfur Máni Krist- insson, gjaldkeri, Andri Teits- son, ritari, Jens Garðar Helga- son, spjaldskrárritari og með- stjórnendurnir Ingvar Eyfjörð og Páll Erland Landry. Svan- hildur Hólm tók við formennsku af Ólafí Rúnari Ólafssyni, og varð þar með fyrsta konan sem gegnir því embætti í Verði. Djass og upplestur í Deiglunni LISTASUMRI ’94 á Akureyri lýkur brátt. í kvöld er tíunda og síðasta djasskvöld listasum- ars og þá spila þeir Ómar Ein- arsson gítarleikari, Jón Rafns- Jtf- son kontra- bassaleikari S °g Karl Pet- trommuleikari. Með þeim syng- ur Andrea Gylfadóttir. Þeir hafa spilað saman nokkrum sinnum áður, sjðast á Akureyri um páskana. I tilefni þess að nú er síðasta djasskvöldið í Deiglunni í sumar kemur Andrea til liðs við þá. í frétt frá aðstandendum Listasumars kemur fram að Ómar hafí leikið með öllum helstu djassistum landsins, meðal annars með tríói Guð- mundar Ingólfssonar. Jón og Karl eru báðir tónlistarkennar- ar við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og hafa tekið virkan þátt í blómlegu tónlistarlífi Akureyrar. Auk þess að spila djass og dægurtónlist spila þeir báðir með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Andrea Gylfa- dóttir er löngu landsþekkt söngkona. Hún hefur sungið með mörgum þekktustu hljóm- sveitum landsins, popp, blús, dægurlög og djass. Annar gestur kvöldsins verð- ur rithöfundurinn Hallgrímur Helgason, sem les úr væntan- legri bók sinni „Þetta er allt að koma“. Hallgrímur er þekkt- ur fyrir myndlist sína en hann hefur einnig gefið út eina skáldsögu og sent frá sér út- varpspistla undir nafninu Út- varp Manhattan. Að venju hefst dagskráin í Deiglunni kl. 22.00 og er að- gangur ókeypis. BAR OPIÐ: miövikudaga: 20:00 - 01:00 fimmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 - 01:00 S_________________________r AKUREYRI Svissneskur smíðakennari vill gjörbreyta kennsluháttum í greininni „Tæknimennt“ er réttnefni MANFREÐ Lemke er Svisslendingur, sem búið hefur í fimm ár á íslandi. Hann er smíðakennari í Stórutjarnaskóla, en hefur ekki starfað við kennsluna á þann hátt sem flestir nemendur hér- lendis hafa átt að venjast til margra ára. Hann vill reyndar að smíðakennslan þróist út í annað og meira en hún hefur verið, og vill kalla fagið „tæknimennt". Lemke er á þeirri skoðun að „tæknimennt" sé rétta orðið yfir það sem á að fara fram í um- ræddri kennslu. Handmennt, sem stundum er notað, sé afleitt orð, „því hendurnar ná ekki nema hingað upp,“ segir hann og bendir á axlirnar. „Verkmennt gæti verið í lagi, en tæknimennt finnst mér þó best.“ í smíðakennslunni eins og hún er víðast tíðkuð í dag sé það höndin sem ráði ríkjum, stundum komi hjartað inn í mynd- ina, þegar menn eru ánægðir með það sem þeir hafa búið til, en höfuðið þurfi líka að vera með. „í skólum er mikið talað um tækni, en bara í bóklegum greinum og það finnst mér skrýtið, því tæknin er það í menningu- okkar sem svarar spurn- ingum með hlutum. Tæknin kemst ekki upp með að svara með orðum — það gera vísindin," segir hann. „Hefðbundin smíðakennsla, eins og boðuð er í námsskrá, er eins og smækkuð mynd af verk- stæði. Kennarinn er eins og trésmiðameistari og nemendurnir margir litlir trésmiðir,” segir hann, og vill breyta. „Menn hald að ég sé kannski að boða smækkað tæknifræðinganám, en það er af og frá. En ég vil að menn læri að læra. Að börn læri með því að gera hlutina og hvers vegna þau geri þá þannig en ekki hinsegin.” Þrískipt nám Hann vill hafa námið, tæknimenntina eins og hann kallar það, þrískipt og að verði þannig gegn- um alla skólagöngu barnanna — 10 ár. I fyrsta lagi er það sem hann kallar umhverfishönnun eða sköpun. Þar læri menn ýmislegt um umhverfi sitt — bæði innan og utan dyra — og velti fyrir sér hvernig það er og hvers vegna. í öðru lagi vélatækni. „Ég er ekki að tala um uppfinningar — það er of hástemmt fyrir börn — en þarna er verið að kenna þeim að skapa. Niður- stöður eru því oft barnalegar, eru á plani barns- ins en ekki kennarans, og því má deila um hvort þær séu góðar eða vondar.“ Þriðji þátturinn er það sem kalla mætti vöru- hönnun. „Þar erum við að spá í ala upp neytend- ur. Að menn spái í vörur og greini þær, auk þess sem farið er út í að búa til ýmsa hluti úr mismun- andi efnum.“ Manfreð er kvæntur Svanbjörgu Sverrisdóttur, kennara, og eiga þau þrjá syni. Eftir að þau flutt- Morgunblaðið/Björn Gíslason MANFREÐ Lemke kennari á Stórutjörn- um í Ljósavatnshreppi. ust til landsins voru þau fyrst á Blönduósi í þijú ár, þar sem hann beitti umræddum aðferðum sín- um við kennslu og hefur nú verið á Stórutjörnum í tvö ár. Fallið í góðan jarðveg „Ég var í kennaranámi í Sviss hjá manni sem var leiðtogi í þessari stefnu. Fyrst eftir að ég byijaði að kenna hér á landi hugsaði ég með mér að ég yrði að gleyma því sem ég hafði lært; yrði að aðlaga mig þessu landi. En strax eftir einn mánuð fann ég að ég varð að vinna eftir minni sannfæringu, í trássi við hefðir. Og þetta hefur fallið í góðan jgrðveg, bæði hjá nemendum og fræðsluyfirvöldum. Ég hef oft heyrt feður segja: mikið vildi ég hafa verið hjá þér í skóla! Það er yndislegt að heyra.“ Einmitt vegna slíkra ummæla hefur Manfreð velt því fyrir sér að bjóða upp á kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Þess er reyndar getandi að hann hefur verið í sambandi við forráðamenn Háskól- ans á Akureyri og hugsaniegt er að „tæknimennt- unarnám", byggt á umræddum hugmyndum, hefj- ist næsta skólaár." Menn vilja breytingar Manfreð segir sérstakt, að öllum beri saman að einhveiju verði að breyta í smíðakennslunni, en þegar á hólminn komi guggni menn. „í sumar þegar boðið var upp á námskeið um tæknimennt í grunnskóla, á vegum endurmenntunar Kennara- háskólans, þá skráðu sig sjö. Þátttakan var ekki næg til að halda námskeiðið, sem átti einmitt að vera núna. Það var aðallega hugsað fyrir kenn- ara á Norðurlandi eystra, en aðeins tveir af svæð- inu skráðu sig. Ég hef einfalda skýringu á þessu; megnið af smíðakennurum úti á landi eru smiðir — ófaglærðir kennarar. Smíðin er misskilin sem iðjuþjálfun. Mér finnst frekar að bókkennari ætti að taka að sér þessa kennslu — komi með kennsluþáttinn og bæti við sig smíðaþættinum; því sem þarf til að geta kennt þetta. Ég er þó ekki að segja að slæmt starf sé unnið í smíða- kennslunni nú, en þó finnst mér að farið sé á mis við hlutverk skólans. Vinnubrögðin eru kennd, en krakkar læra ekki að læra...“ Hann nefnir að smíðakennarar láti börnin búa til ýmsa hluti — sem sé auðvitað gott — „en það sem vantar er að spá í af hveiju hlutirnir eru svona en ekki hinsegin." Blekkingar Hann segir dæmi um að börn séu blekkt í smíðakennslunni. Barn hafi komið til hans í 8. bekk og sagst ætla að smíða fataskáp í vetur. Hann hafi hins vegar ekki verið á sama máli, og sagt barnið ekki geta það ennþá. Jú, stóri bróðir gerði það nefnilega í 8. bekk, var svarið, og þess vegna ætlaði viðkomandi að gera það líka. Rétt var að bróðirinn hafði komið heim með slíkan skáp, „en spurningin er hins vegar hve mikið gerði hann sjálfur, og hve mikið gerði kennar- inn?“ Þarna væri því hugsanlega verið að blekkja nemandann og sjálfsmat hans yrði rangt. Manfreð lærði í Sviss, eins og áður sagði, en byggir kennslu sína að hluta á austurrískri að- ferð. Hann heimsótti í sumar prófessor í Austur- ríki, þar sem kennsluaðferð þessi er orðin rótgró- in. Gaman hafi verið að sjá hvað þar sé verið að gera, en notast hefur verið við umrædda kennslu- aðferð í 20 ár og árangurinn sé talinn mjög góður. Tækni Lemke segist telja íslendinga svolítið frum- stæða í viðmóti gagnvart tækni. Með því að kenna ungu fólki að umgangast tækni komi það til með að gera það af skynsemi, sem verði að gera. „Mér finnst viðmót íslendinga einkennast um of af annað hvort fælni eða dýrkun. Skynsemin er þar á milli, og verður að fá að ráða.“ Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Landsbanki selur vörur án reikninga NEYTENDAFÉLAG Akureyrar og nágrennis hefur óskað eftir því við ríkisskattstjóra að hann skeri úr um hvort Landsbanki íslands hafi framið lagabrot. í bréfi sem ríkisskattstjóra var sent á mánudag segir Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður NAN, að íjórum sinnum á eins mánaðar tíma- bili hafi verið keyptir, í Landsbanka íslands, peningabuddur sem bankinn selur í beinni samkeppni við verslan- ir á almennum markaði. „Þrátt fyrir ítrekaða beiðni þar um, hefur Landsbanki íslands ekki viljað gefa út iöglega reikninga vegna þessara viðskipta," segir í bréfinu. Vilhjálmur Ingi sagði við Morgun- blaðið í gær að bankamir hafi „verið að reyna að vera í samkeppni við önnur fyrirtæki án þess að borga virðisaukaskatt af sölunni. Ef Ríkis- skattstjóri segir að þeim sé heimilt að selja vörur án reikninga þá er það samkeppnislagabrot að bankir selji vörur með þessum hætti, en verslan- ir þurfi að skila virðisaukaskattin- um,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Til sölu í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru glæsilegar „penthouse“-íbúðir. Á hæðinni, sem er 120 fm, eru 2-3 svefnherb., góðar stofur, rúmgott eldhús, bað, þvottahús og stórar svalir á móti suðri. Steyptur stigi er upp í ris. I risi má t.d. koma fyrir svefnherbergjum, sjónvherb. eða tómstundaherb., sem gæti t.d. rúmað billjarðborð. Bílskúr fylgir. Til sýnis nánast fullbúiö. Á Snorrabraut v/Droplaugarstaði 3ja herb. 90 fm íbúð á 4. hæð mót suðri. íbúðin er í nýju húsi og ætluð fyrir 55 ára og eldri. Lyfta er í húsinu. Við Stelkshóla í 3ja hæöa húsi, rúmg. 2ja herb. ibúð á 3. hæð. Gott útsýni. Stórar svalir mót suðri. íbúðin er nýmáluö, flísar á gólfum í stofu, baði og eldhúsi, parket á svefnherb. Áhugaverð íbúð. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. Morgunblaðið/Björn Glæsilegar rósir RÓSIRNAR hennar Kolbrúnar Geirsdóttir á Akureyri eru engin smásmíði. Þær hæstu í garðinum hjá henni eru um 140 sentí- metrar á hæð, og ekki nema von að hún sé stolt af þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.