Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 21 AÐSENDAR GREINAR Endalaus niðurskurður er ábyrgðarleysi AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið allmiklar umræður í fjölmiðlum um bága rekstrarstöðu sjúkrahúsanna í landinu. Jóhannes Pálmason, framkv.stj. Borgarspítalans, sem jafnframt er formaður Landssam- bands sjúkrahúsa á íslandi, hefur þar helst orðið fyrir svörum og á skýran og afdráttarlausan hátt hefur hann gert grein fyrir því í hver óefni þessi rekstur er kominn hjá okkur eftir sífelldan niðurskurð á fjárveit- ingum hin síðari ár. Undirritaður vill sem fram- kvæmdastjóri svæðissjúkrahúss taka undir það með Jóhannesi, að nú eiga stjórnvöld hér á landi aðeins um tvennt að velja varðandi þennan rekstur, annarsvegar að sjá til þess að sjúkrahúsunum verði greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita, að öðrum kosti að hafa frumkvæði að ein- hverskonar forgangsröðun þjónustu- þátta og samdrætti. Á mannamáli gæti þetta þýtt að stjórnvöld skipulegðu undanhaldið í heilbrigðisþjónustunni og bæru ábyrgð á því. Endalaus niðurskurður á fjárveit- ingum til stofnana með óbreyttan rekstur, eða stofnana með verulega þjónustuaukningu, er ósæmandi og gæti fyrr eða síðar valdið stórslysi. Ástæðan er hið falska öryggi þjónustunnar B sem byggist á lítt skipu- lögðum samdrætti og lokunum deilda sum- staðar nær sumarlangt og á það jafnt við um sjúkrahús höfuðborgar- innar sem svæðissjúkra- húsin. Heilbrigðisráðherra Sighvatur Björgvinsson sagði eftir niðurskurðar- árið mikla 1992, að lengra yrði ekki hægt að ganga í niðurskurði á ijárveitingum til sjúkrahúsanna í landinu án þess að skerða þjón- ustuna verulega. Nú væri komið að niðurskurði á öðrum sviðum í heilbrigðiskerfinu og raunar víðar sagði ráðherrann. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar var og er niðurskurðinum haldið áfram og af hreinu ábyrgðarleysi krafist sömu þjónustu og helst meiri. Ráð- herrann veit að um langt árabil eru stjórnendur sjúkrahúsanna, að minnsta kosti á landsbyggðinni, bún- ir að leita uppi allar tiltækar sparn- aðarleiðir og það sem meira er, okk- ur hefur tekist að virkja alla starfs- Hafsteinn Þorvaldsson menn stofnana í því átaki, enda árangurinn augljós. Þegar við nú heyrum það í afar erfiðri rekstr- arstöðu m.a. eftir ný- gerða kjarasamninga við hluta starfsfólksins, að þessar hækkanir skuli sjúkráhúsin sjálf annast, verður manni orða vant. Undirritaður hefur nú starfað við þennan þjónustuþátt í tæp 30 ár og alltaf hafa samningsbundnar launahækkanir fengist bættar í aukaíjárveit- ingum, fyrr en þá nú. Vera má að einhverjar fjármála- stofnanir vilji lána okur fé til þessa reksturs tímabundið með ríkis- ábyrgð, ef ekki, hvað á þá að gera? Samninganefnd ríkisins semur við starfsfólk um kaup og kjör í þessari starfsemi á vegum ríkisins og fjár- veitingavaldið kemur síðan með yfir- iýsingar, og segir; kemur okkur ekki við. Hvers konar rugl er þetta? Sívaxandi þjónustuaukningu, eins og t.d. hjá Sjúkrahúsi Suðurlands á að viðurkenna með viðbótar fjárst- uðningi, svo fremi að hún sé á því Ef stjórnvöld vilja ekki greiða það sem heil- brigðisþjónustan kostar, segir Hafsteinn Þor- valdsson, verða þau að forgangsraða þjónustu- þáttum hennar, það er skipuleggja undanhald- ið í heilbrigðiskerfinu og bera ábyrgð á því. sviði þjónustunnar sem spítalanum hefur verið falið að annast. Slíkri þjónustu er best fyrirkomið sem næst fóikinu í þeirra heimabyggð. Sérfræðingar í læknastétt og sér- menntað fagfólk í öðrum þjónustu- þáttum vill til okkar og íbúarnir, fyrirtæki og félagasamtök gefa okk- ur tæki af fullkomnustu gerð. Ég fullyrði að kostnaðurinn við þá þjón- ustu sem við sjáum um er líka lægri en á stóru sjúkrahúsunum í Reykja- vik. Landsbyggðin mun alltaf þurfa að leita til stóru sjúkrahúsanna með tiltekna þjónustu og beinlínis gert ráð fyrir því í verkaskiptingunni, enda er hér um að ræða Ríkisspítala og höfuðborgarspítala sem teljast verður í eigu allra landsmanna. Það er því misskilningur hjá formanni Landssambands sjúkrahúsa, að vegna starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík í þágu landsbyggðarfólks eigi eða megi fiytja fé frá sjúkrahús- rekstri svæðissjúkrahúsanna til Reykjavíkur. Það vorar í efnahagsmálum þjóð- arinnar segir forsætisráðherra Davíð Oddsson. Það er því skýlaus krafa þjóðarinnar að mínu mati, að sjúkir og slasaðir fái notið batans, en þurfi ekki endalaust að búa við haust- og vetrarniðurskurð í heilbrigðisþjón- ustunni. Á sama tíma og sveitarstjórnar- menn og allur almenningur á Suð- urlandi fylkir sér um rekstur og uppbyggingu Sjúkrahúss Suður- lands, heyrist hjáróma vonleysisrödd fjármálaráðherrans sem segist ætla að varpa frá sér fjárhagslegri ábyrgð á einum viðamesta þjónustuþætti samfélagsins. Ég skora því á alþing- ismenn að sýna ábyrgð og standa vörð um það, að héraðssjúkrahúsin og annar sjúkrahúsrekstur í landinu verði ekki rústaður vegna tímabund- inna skammsýnissjónarmiða. Fjárveitingavaldið er í vanda, en á þó ekki annarra kosta völ en að sjá til þess að greitt verði fyrir þessa þjónustu. Það er samninganefnd rík- isins og stóraukin aðsókn sjúkra og slasaðra að sjúkrahúsunum sem valda því að sjúkrahúsreksturinn fer fram úr áætlun fjárlaga. Þar er ekki við rekstraraðilana að sakast. Því ber ríkisvaldinu að standa straum af þessari starfsemi með nauðsyn- legum viðbótar fjárveitingum, annað væri fullkomið ábyrgðarleysi. Höfundur er framkv.slj. Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi. Sjálfstæðisflokkurinn missti kjarkinn ÞAÐ ER dálítið merkilegt hvernig sumir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins telja nauðsynlegt að rétt- læta allt sem formaður eirra gerir og segir. í essum hópi þing- manna eru m.a. þeir Árni Mathiesen og Björn Bjarnason. Báðir þessir þingmenn skrifa greinar í Mogga laug- ardaginn 13. ágúst sl., þar sem þeir þykjast ánægðir með þá ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að hætta við haustkosn- ingar. Báðir þingmenn- irnir skrifa augijóslega þvert um hug sinn. Þeir er augljós- lega báðir súrir og svektir. Hvers vegna? Engin rök Ástæðan liggur í augum uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hafði greinilega ákveðið haustkosningar, en þegar spurt var hvers vegna, þá voru rökin haldlaust kjaftæði um veðurfræði og samgöngur. Forysta flokksins hélt í einfeldni sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ráðið ferðinni í þessu máli, en komst hins vegar að því, þegar Alþýðuflokkurinn lýsti sig reiðubú- inn til að halda áfram, að Sjálf- stæðisflokkurinn gat ekki fundið nein rök fyrir stjórnarslitum. For- ysta flokksins treysti sér einfald- lega ekki til að skýra það á trúverð- ugan hátt, hvers vegna ætti að kjósa áður en kjörtímabilið var úti. Forsætisráðherra lýsti því yfir í ríkisútvarpinu einn morguninn nú fyrir skömmu að hann væri fremur einfaldur stjórnmálamaður. Ég er sammála þessu mati hans á sjálf- um sér, því það var með fádæmum einfeldingslegt að hefja þessa haustkosningaumræðu, því hún var allan tímann út í hött. Hjálpum Davíð Greinar þeirra Árna og Björns í Mogganum sl. laugardag eru þannig skrifaðar til að reyna að breiða yfir fí- flaganginn í kringum þessar meintu haust- kosningar. Það gerir Árni með því að tala um erfiðleika í Alþyðu- flokknum vegna Jó- hönnu og síðan um framferði ráðherra flokksins í sérhags- munapotinu, þar sem flokksgæðingum sé hy- glað. Það er með ólíkind- um, að Árni Mathiesen og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, skuli þykjast hafa ein- liverjar áhyggjur af Alþýðuflokkn- um. Trúlega myndu fáir fagna því meir, ef flokkurinn klofnaði. Þeir ættu hins vegar að reyna að koma böndum á ýmsa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, því reynsla þessa kjörtímabils er sýnir að þar fara flestir sínar eigin leiðir og taka ekkert mark á vilja flokksforyst- unnar. Veikleiki stjórnarinnar ligg- ur Jjví í Sjálfstæðisflokknum. I helgri bók stendur „sá ykkar er syndlaus er kasti fyrsta steinin- um“. Mér var hugsað til þeirra orða, er ég las um vandlætingu Árna Mathiesen á ýmsum gjörðum ráðherra Alþýðuflokksins. Þar sýn- ist sjálfsagt sitt hverjum, en úr því að Árni Mathiesen veit svona mik- ið um þessi mál, þá skora ég á hann, að segja lesendum Morgun- blaðsins hverjit' hafi skipað í stöður sýslumanna og bæjarfógeta síð- ustu árin og hvernig það megi vera, að flestir ef ekki allir, eru annað tveggja sjálfstæðis- eða framsóknarmenn. Björn Bjarnason reynir að breiða Forystusveitir Sjálf- stæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Kvenna- lista eru svo steinrunn- ar, segir Guðmundur Oddsson, að á þeim bæjum er ESB ekki á dagskrá. yfir haustkosningaruglið með því að ræða um sameiningu vinstri aflanna í pólitíkinni og síðan um ágreining stjórnarflokkanna í Evr- ópumálum. Hver er staðan í ESB? Það skyldi þá aldrei vera, að Davíð og Björn hafi viljað láta fara fram kosningar hér á landi, áður en úrslit liggja fyrir um vilja hinna Norðurlandanna varðandi inn- göngu í ESB? Þeir hafa reynt að sannfæra þjóðina um að þessi mál séu alls ekki á dagskrá. Við íslend- ingar eigum bara ekki að hugsa um þessi mál fyrr en á næstu öld. Þetta er stefna stærsta stjórnmála- flokks á íslandi, varðandi mesta hagsmunamál okkar í dag. Jón Baldvin, formaður Alþýðu- flokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að til þess að fá úr því skor- ið, hverra kosta er völ, þá eigum við að sækja um aðild að ESB fyr- ir áramót. Margir forsvarsmenn í fjármála- og atvinnumálum eru sömu skoðunar. Unga fólkið í land- inu krefst þess að við höldum tengslum okkar við Evrópu og lát- um reyna á hvað fæst í samning- um. Allir sem hafa einhveija fram- MIRIAM BAT JOSEF Að virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi. Ferðaþjónusta bænda, sími 623640/42/43. Guðmundur Oddsson sækna framtíðarsýn eru eindregið fylgjandi því að láta reyna á þessa hluti, því það verður enginn samn- ingur gerður nema eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Forystusveitir Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista eru svo steinrunnar að á þeim bæjum er ESB bara ekki á dag- skrá. Það liggur við að í þeirra hugum sé það landráð að kanna hverra kosta er völ. Ólíkt hafast þeir að Sú niðurstaða Árna Mathiesens, að Davíð hafi sýnt Jóni Baldvin ólíkt meiri drengskap með því að blása haustkosningar af heldur en Jón sýndi Þorsteini forðum daga er auðvitað brosleg. Drengskapur Davíðs snerist nákvæmlega um það að bjarga sínu klúðri og þar með eigin skinni. Jón Baldvin var hins vegar að bjarga þjóðarhag þegar hann sleit ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar forðum daga. Hvort er geðslegra, Árni? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. ★ f^CROPRIIMT TIME RECOBDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútfð og framtið OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 FLISAPRAR OG FLISASAGIR i Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 r Ný myndbönd: Öryggi barna utan dyra - fyrir skóla, leikskóla, heilsugæslustöðvar og félagasamtök. Öryggi við skurdgröft og gryfjur - fyrir verktaka, vinnuvélaeigendur og sveitarfélög. Að eldast með reisn - fyrir félagasamtök, heilsugæslustöðvar ^ og sveitarfélög. SuðurlandsDraut 20, símar 35150 og 31920, símbréf 688408.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.