Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Uppskriftirnar Berjatíðin er á næsta leiti BERJAVINIR eru nú, ef að líkum lætur, farnir á stjá þó sprettan sé misjöfn eftir landshlutum, eins og lesa hefur mátt um í Morgunblaðinu síðustu daga. Gera má fastlega ráð fyrir því að ungir sem aldnir kíki í berjamó um helgina og næstu helgar og er þá eins gott að eiga í handrað- anum gómsætar beijauppskriftir. Ber, sem ekki eru borðuð fersk með ijóma eða skyri eða notuð í saft eða sultur, eru gjarnan fryst og gripið til þeirra síðar í bökur, kökur eða ábætisrétti. Geymsluþol betja er um ár í frosti. Sé sykur á beijunum, skal láta þau þiðna hægt í lokuðu íláti og nota þau rétt áður en þau eru fullþídd. Ef berin eru í sykur- legi, eiga þau að þiðna hægt í kæli- skáp. Hér á eftir fylgja uppskriftir af blábeijapæi og köku, sem fengnar voru hjá dyggum lesanda neytendas- íðunnar. Hinsvegar höfðum við sam- band við Leiðbeiningaþjónustu heim- ilanna, sem lét í té uppskriftir af krækibeijasaft og krækibeijamauki. Bláberjapæ 1 'Abolli brauðmylsna eða tvíbökur ‘A bolli hakkaðar hnetur 'A bolli sykur ‘Abolli smjör 1 msk. sýrður rjómi Smjör brætt og öllu hinu blandað saman við. Deiginu þrýst niður í ósm- urt mót svo það verði fastara í sér og bakað í 10 mínútur í miðjum ofni við 200 gráður á Celsíus. Kælt. (At- hugið: Takið 2-4 msk. frá deiginu áður en restin er sett í formið til brúks síðar í ferlinum). Fylling 'h bolli sýrður rjómi 400 g rjómaostur 2 eggjarauður 1 'h bolli fryst blóber ___________1 bolli sykur_______ Eggjarauður þeyttar og ijómaosti síðan blandað saman við og loks sýrðum ijóma, sykri og bláberjum. Sett ofan á pæ-botninn og þá af- gangurinn af deginu milin yfir. Marengs 2 eggjahvítur 2 msk. salthnetur 4 msk. sykur vanilludropar Egg og sykur stífþeytt og salt- hnetum og vanilludropum blandað saman við. Marengsinum smurt yfir fyllinguna og pæið bakað í ofni í 10 mínótur. um í og látið sjóða í tvær mínútur. Dragið pottinn af hitanum, blandið vínsýrunni í og hrærið vel saman. Hellið maukinu á hrein og soðin glös, lokið strax. Krækiberjasaft 3 kg krækiber_____ 2 lítrar vatn 40 g vínsýra 250-500 g sykur í hvern lítra Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða meijið í beijapressu. Leysið vínsýruna upp í vatninu og blandið upplausninni í beijamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síga vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað. Bláberjakaka ___________200 g smjör________ ___________200 g sykur________ _____________2egg______________ ___________1 'h dl mjólk_____________ ___________250 g hveiti______________ ___________2 tsk. lyftiduft__ ___________3 dl bláber ________ Smjör og sykur hrært saman. Eitt og eitt egg hrært út í í einu. Sigtið þurrefnin út í og bætið svo mjólkinni við. Að lokum eru bláberin sett úr í. Nota má fryst ber. Notið hringlaga form, um 24 cm í þvermál. Bakið í ofni í klukkutíma við 175 gráður. Kökuna er hægt að eiga í frysti, en þá er gott að hita hana örlítið í ofni við 150 gráður áður en hún er borin fram með ijóma. ■ BERJAKAKA með rjóma. Krækiberjamauk 2 lítrar krækiberjasaft 2 kg sykur 3 pakkar hleypir (Melafin/Pektinal) _________ 1 tsk. vínsýra_____________ _________safi úr 1 sítrónu___________ Hakkið berin og síið þau eða not- ið beijapressu. Hellið saftinni í pott, blandið hleypiefninu út í og látið suðuna koma vel upp. Blandið sykrin- Nú þarf að sanna að vara sé umhverfisvæn Áletrun sem gefur til kynna að vara sé umhverfis- væn má ekki lengur vera merkingarlaus, segir Brynja Tomer og vitnar í nýjar reglur þar að lútandi. Tekið hefur verið í notkun norrænt umhverfismerki sem heitir Svanurinn og er eina opinbera umhverfismerkið hér á landi. FRAMLEIÐENDUR geta ekki lengur sagt að vörur þeirra séu umhverf- isvænar, vistvænar eða visthollar nema þeir hafi undir höndum ná- kvæma skýrslu um öll umhverfis- áhrif sem viðkomandi vara hefur frá upphafí til enda. Þá er átt við vöruna á framleiðslústigi, í notkun og eftir að hún er lögð til hliðar. Annað getur flokkast undir óréttmæta viðskipta- hætti. Þetta kemur fram í leiðbeinandi reglum sem fulltrúar samkeppnis- stofnunar og umboðsmenn neytenda á Norðulöndum hafa útbúið til að „koma í veg fyrir að upplýsingar séu villandi eða óhæfílegar gagnvart neytendum,“ eins og segir í frétt frá samkeppnisstofnun. Öðru hvoru undanfarin ár hafa vaknað spurningar um hvað sé um- hverfisvænt og hvað ekki. Þessum spurningum hefur meðal annars verið varpað fram á síðum Morgunblaðsins og hefur niðurstaðan oft verið sú að „umhverfisvænt" hafi hingað til aðal- lega snúist um jákvæða ímynd fyrir- tækja. Að þau hafí fært sér í nyt áhuga almennings á umhverfisvernd og því markaðssett alls kyns vörur sem umhverfisvænar. Dæmi eru um að stór og áberandi „umhverfisvæn" merki hafi ekki vísað til annars en að pappi í umbúðum væri endurvinn- anlegur, ef hann kæmist inn í fyrir- tæki sem endurvinnur pappír. Svanurinn er kominn „Fullyrðingar framieiðenda hafa ekki alltaf átt við rök að styðjast," segir Sigrún Kristmannsdóttir hjá samkeppnisstofnun. „Nú hefur verið tekið í notkun norrænt umhverfís- merki, sem heitir Svanurinn og er það eina opinbera umhverfismerkið á Islandi. Til að fá svansmerkið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem eru staðfest af hagsmunaaðilum og sam- þykkt af samráðshópi sem starfar á vegum norrænu ráðherranefndarinn- ar.“ JSkl MSTIHÆIT MERKINGAR af þessu tagi eru ekki aðeins merkingar- lausar, heldur barmaðar. Bannað að plata Nú er til dæmis bannað að til- greina að vara innihaldi ekki tiltekin efni ef notkun þeirra er hvort sem er bönnuð. Sömuleiðis er bannað að taka fram að vara sé laus við efni eða eiginleika sem eru henni óvið- komandi. Þá hvflir sú almenna skylda á þeim sem selja og auglýsa vörur, að geta sannað fullyrðingar sem koma fram í auglýsingum. „Upplýs- ingar til neytenda verða að byggjast á niðurstöðum viðurkenndra rann- SVANURINN er eina opin- bera umhverfismerkið hér á landi. Til að nota það, þarf viðkomandi vara að uppfylla ákveðin skilyrði. sókna. Heimildir fyrir fullyrðingum eða ályktunum verða að vera fyrir hendi áður en sölustarfsemi hefst,“ segir í hinum nýju reglum. Þegar framleiðendur nota hugtök eins og „endurvinnsla" eða „endur- nýtanlegar umbúðir" þarf núna að tilgreina nákvæmlega hvort þau eiga við um vöru, umbúðir eða hráefni. Einnig þarf að taka fram hvort neyt- endur geta skilað umbúðum eftir notkun til endurvinnslu eða endur- notkunar. r UTSALA10-60! • Barnadlpur - verð kr. 3.490 (áður kr. 6.490) 'h AFSLATTUR • Fullorðinsdúnúlpur - verð kr. 4.990 (áður kr. 10.750) • Barnaíþráttagallar - verð frá kr. 2.990 • Fullorðinsíþróttagallar - verð frá kr. 3.990 »hummél é • Regnfatnaðir, íþróttaskír, bolir á nijðg gáðu verði SPORTBÚÐIN Opið laugardag kl. 10-16. Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.