Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 2

Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Formannsstaða Alþýðubandalagsins ______________________________FRÉTTIR_______________ Þorskafli krókabáta jókst um 42% milli fiskveiðiára Úthafskarfaaflinn nú rúmlega tvöfalt meiri en í fyrra ÞORSKAFLINN nýliðið fiskveiðiár varð alls tæplega 195.600 tonn, sem er um 40.000 tonnum meira en gefið var út í aflakvóta. Munurinn ligg- ur fyrst og fremst í afla krókaveiðibáta, sem á þessu tímabili tóku alls 31.300 tonn af þorski, sem er mikil aukning milli fiskveiðiára, um 10.000 tonnum meira en tvö þau síðustu eða rúmlega 42% aukning. Maður á fertugsaldri í gæsluvarðhaldi Grunaður um 40 millj. vsk.-svik MAÐUR á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu RLR vegna gruns um allt að 40 milljóna króna virðisaukaskatts- svik sem framin hafi verið í nafni tveggja fyrirtækja. Maðurinn var handtekinn eftir að RLR gerði húsleit á heimili hans og konu hans, þar sem jafnframt er starfsstöð fyrirtækjanna tveggja, sem voru stofnuð til að stunda framleiðslu og útflutningsviðskipti, að sögn RLR. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að svikin nái til alls starfstíma fyrirtækjanna eða aftur til ársins 1992 og nemi ná- lægt 40 milljónum króna á þeim tíma eða um það bil þeirri upphæð sem fyrirtæki fólksins hafi fengið endurgreidda af útlögðum umfram innheimtan virðisaukaskatt. Talið er að bókhald fyrirtækj- anna hafi verið rangfært og rangar skýrslur gerðar vegna virðisauka- skattskila og þannig hafi þau kom- ið sér undan því að skila verulegum hluta innheimts virðisaukaskatts eða fengið ranglega endurgreiddan virðisaukaskatt úr ríkissjóði. Héraðsdómur hefur að kröfu RLR gert manninum að sæta gæsluvarðhaldi til 23. september vegna rannsóknar málsins. Þá var heimil aukning frá útgefn- um aflakvóta um 10.800 tonn af þorski vegna tvöföldunar á línu, undirmálsfískur utan kvóta var 3.500 tonn, en á móti kemur um 1.100 tonna frádráttur vegna út- flutningsálags. Því er aflinn nálægt því, sem heimilt var í kvóta og utan hans. Þetta eru bráðabirgðatölur frá Fiskistofu og er þorskafli úr Barentshafi ekki meðtalinn. Afli af úthafskarfa varð nú rúm 45.000 tonn, sem er rúmlega tvö- falt meira en síðastliðið fiskiveiðiár og nærri þrefalt meira en fyrir þremur árum. Heildarkvóti á út- hafskarfanum er um 160.000 tonn og eru í raun engar hömlur á þeim veiðum enn sem komið er. Tvöþúsund tonna þorskkvéti Aflaheimildir innan kvóta á þorski voru betur nýttar en flest undanfarin ár. Úthlutaðar afla- heimildir námu 136.100 tonnum, á milli ára voru færð 10.800 tonn og frá Hagræðingarsjóði komu um 6.500 tonn. Nú standa eftir, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- stofu, um 2.000 tonn af þorski, en líklegt er að endanleg tala verði Iægri. Því er ekki að vænta þess að jafnmikið verði flutt á milli ára af þorskveiðiheimildum og undan- farin ár. Ýsuaflinn nú varð ails 55.515 tonn, en útgefnar aflaheimildir í kvóta námu alls um 75.000 tonnum. Afli til kvóta varð alls rúmlega 52.000 tonn og því standa eftir af aflaheimildum á ýsu um 23.000 tonn. Heimilt er að flytja hluta þess milli ára, en Ijóst er að mikið fellur ónýtt milli fiskveiðiára. Mikill ufsi óveiddur Svipaða sögu er að segja af ufsa. Þar varð heildarafli nýlíðið fisk- veiðiár 66.149 tonn, en heimill afli um 100.000 tonn. Því er mikið óveitt af ufsa þetta fiskiveiðiár og vantar mikið upp á að hægt aé að flytja það allt milli ára. Af karfa veiddust um 92.000 tonn og standa eftir um 7.000 tonn, sem að mestu næst að flytja milli ára. Alls veidd- ust nú um 532.000 tonn af botn- físki. Síldarafli varð rúm 103.000 tonn, en leyfilegur afli um 110.000. Af loðnu veiddust 923.516 tonn af heildarkvóta upp á 1.072.000 tonn. Úthafsrækjan skilaði 53.000 tonn- um, en heimildir voru til veiða á tæpum 56.000 tonnum. Afli af inn- fjarðarrækju varð tæp 8.000 tonn, sem er í samræmi við heimildir og afli á humri og hörpuskel var einn- ig í samræmi við heimildir. Ekki má fiytja veiðiheimildir á loðnu, innfjarðarrælq'u og skel miHi ára. Skorað á Ragnar og Margréti RAGNAR Amalds, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, og Mar- grét Frímannsdóttir alþingismaður hafa bæði fengið áskoranir um að gefa kost á sér til formennsku í Al- þýðubandalaginu. Hvorugt þeirra hefur þó tekið ákvörðun um framboð. „Það er þó nokkuð síðan menn fóru að tala um það við mig hvort ég mundi hugsanlega gefa kost á mér í þetta en ég hef ekki hugsað það af neinni alvöru. Mér finnst tíminn nægur og við höfum allt ann- að með hann að gera núna en að velta okkur upp úr hver verður for- maður Alþýðubandalagsins. Það hlýtur að skipta verulegu máli hver útkoman verður í kosningum hver það verður sem stýrir Alþýðubanda- laginu,“ sagði Margrét. „Mér finnst þessi umræða ótíma- baar því það er heilt ár þangað til landsfundurinn verður haldinn," sagði Ragnar Amalds. Aðspurður hvort hann hefði fengið áskoranir um að gefa kost á sér sagði Ragn- an „Vissulega hafa sumir nefnt það við mig en ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það og hef síður reikn- að með því.“ Ragnar sér ýmis tormerki á að flýta landsfundi og formannskjöri en hugmyndir um það hafa komið upp ínnan flokksins. Skv. gildandi reglum væri nokkurra mánaða langur að- dragandi að formannskjöri og sagð- ist hann telja ákaflega ólíklegt að af því yrði. Engum tilboðum tekið í ríkisbréf Ekki skýrt frá upplýsingum um ávöxtunarkröfu LÁNASÝSLA ríkisins tók engum tilboðum sem bárust í tveggja ára óverðtryggð ríkisbréf í gær og er það annað útboðið í röð þar sem eng- um tilboðum er tekið. Ríkisbréf seldust síðast í júlímánuði og þá hækk- aði ávöxtunarkrafa þeirra mikið frá útboðinu á undan eða um 1,27 prósentustig, úr 5,97% ársávöxtun í 7,24%. Lánasýslan gefur ekki upp- lýsingar um ávöxtunarkröfu tilboða sem ekki er tekið, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir tilboðum sem voru á bilinu 7,5 til 8,5%. Góð karfa- veiði a Reykjanes- hrygg TOGARINN Ólafur Jónsson GK kom til hafnar I Sandgerði í nótt með fullfermi af úthafskarfa eftir átta sólarhringa veiðiferð. Vel hefur afl- ast á úthafskarfamiðunum.á Reykja- neshrygg undahfarið. Flugvél Land- helgisgæslunnár flaug þar yfir í gær og vóru þá 15 togarar af ýmsum þjóðemum að veiðum en enginn ís- lenskur. M sögn Efnvarðs Albertssonar útgerðarstjóra Mjðness hf. í Sand- gerðh sem gerir Ólaf Jónsson út, eru allaflestar sneisafuilar ’af ísuðum karfa. Skiþið var að veiðum í fimm sólarhringá og úthafskarfmn gefur sig’ bara í björtu svo aflinn gafst á skömmum tíma. í sfðasta haiinu náð- ust 50 tonn. Litháíski togarinn Vyd- unas mun einnig vera á léið af miðun- um. með fullfermi. Alls bárust tuttugu gild tilboð í ríkisbréf að upphæð 365 milljónir króna og var þeim öllum hafnað. Engar upplýsingar eru gefnar um ávöxtunarkröfu þeirra tilboða sem hafnað var og sama gilti um útboð tveggja ára ríkisbréfa f ágústmán- uði, en þá var einnig öllum tilboðum hafnað. Pétur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Þjónustustofnunar ríkisverðbréfa, sagði aðspurður um hvers vegna ekki væru gefnar upp- lýsingar um ávöxtunarkröfu tilboða sem hafnað væri að sú vinnuregla hefði verið mótuð árið 1992 þegar farið héfði verið af stað með útboð ríkisverðbréfa að birta einungis hæsta, ’ lægsta og vegið meðaltal tekinng. tilboða. Ríkisvíxlar fyrir tæpan milljarð Þriggja. mánaða ríkisvíxlar voru einnig boðnir út í gær og bárust 15 tilboð í rfkisvíxla að fjárhæð 1.903 miHjónir króna. Tekið var tilboðum í víxla áð Qáfhæfh963 milljónir króna og var meðalávöxtuhin 4,91% sem er 0,02 þrósentustigum hærra en í síðasta útboði ríkisvíxla fyrir hálfum mánuði. Þar af átti Seðlabanki ís- lands tilboð í 300 milljónir króna á meðalvérði samþýkktra tilboða. LEIKARARNIR í Ófælnu stúlkunm sögðust hafa haft mikið gagn af því að ræða við unglingana. WÁ ÆÉL* Qfli iii i ,r . 2 ÆFINGAR standa nú yfir á leikritinu Ófælnu stúlkunni eft- ir Anton Helga Jónsson. Leik- ritið fjallar um ungt fólk, of- beldij fíknief ni, ástir og ævin- týrt. í gær fengu höfundurinn ogleikátjóri sýningarinpar, Hlín Agnarsdóttír, stiirfsmenn UtídeUdar og nokkra unglinga tíl að mæta á æfingu til að spjalla um heim unglinganna. Eftír helgina ætla lðgreglu- menn að koma á æfíngu og spjalla um unglingafrá sínum sjónarhóli. Hlín sagði að þessi hcimsókn Útídeildar hefði veriðmjög gagnleg. Raunar væri útílokað að setja upp svona verk án þess að kynna sér umfjöHunarefnið þeir erusvo slepjulegir,“ sagði eins og það birtist á götum ein stúlkan. Umræðurnar sner- Reykjavíkur í dag. Hún sagði ust einnig talsvert um hópinn að leikverkið væri raunar unnið og hvernig er fyrir unglinga í náinni samvinnu við unglinga. að skera sig úr hópnum. Ungmenni úr 8. bekk í skóla í „Við viljum velya unglinga Kópavogi hefðu starfað meo tíl umhngsunar, “ sagði Anton leikhópnum á fyrri stigum að Helgi um leikritið. Hann sagðist undirbúningi sýningarinnar. vilja koma ákveðnum boðskap Á æfíngu I gær komu ungl- á framfæri, en þetta væri fyrst ingarnir með ábendingar um og fremst leikverk sem lyti lög- hvernig parti fara fram, hvern- málum lcikhússins. „Ég vann ig lífið gengur fyrir sig niður dálítið með unglingum hér á í miðbæ um helgar, hvernig árum áður. Eg þekki því bak- viðskipti fara fram með fíkni- grunninn. Það sem drífur mig efni og landa og hveraig menn, áfram við þessi skrif er ekki sem bjóða ungum stúlkumfar síst sú staðreynd að ég er faðir niðri í bæ, haga sér. „Maður og mér er umhugað um velferð þekkir þessa kalla á röddinni; barnaminna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.