Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 5

Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ > > f í y V I 3 3 I . » , . 4- FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Kartöflur við Korpúlfsstaði BÆÐI smáir og stórir kartöflu- bændur hafa undanfarið verið ötulir við tínslu kartaflna, þessa helsta meðlætis á matborðum íslendinga. Sigurbjörn Sig- tryggsson og Alfreð Karlsson létu ekki sitt eftir liggja 1400 fermetra garði þess síðar- nefnda við Korpúlfsstaði og kærðu sig kollótta um fregnir sem borist hafa um svo mikla og góða karöfluuppskeru hér- lendis, að sumir hafa kosið að fleygja hluta hennar eða nýta á annan hátt en til manneldis. Alfreð hefur ræktað eigin kart- öflur í 12 ár en sá garður sém hann hóf ræktunina í, hvarf undir golfvöll fyrir tveimur árum. Gatnamót Suðurlandsvegar og Breiðumerkur við Hveragerði Endurbætur á áætlun 1996 BÆJARYFIRVÖLD í Hveragerði hafa í viðræðum við þingmenn Suðurlands og Vegagerð ríkisins ítrekað farið fram á vegabætur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Breiðumerkur. Svarið hefur ætíð, að sögn Guðmundar Baldurssonar bæjartæknifræðings, verið á þann veg að stefriugreind gatnamót væru á vegaáætlun árið 1996. Guðmundur býst við að eftir alvar- legt umferðarslys á sunnudag verði enn reynt að þrýsta á um að fram- kvæmdum verði flýtt. Guðmundur staðfesti að gatna- mótin væru hættuleg. Ökumenn væri oft á miklum hraða, hátt í 130 km á klukkustund, og slys tíð. Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu lengi þrýst á framkvæmdir til að minnka slysahættu. Svarið hefði hingað til verið að stefnugreind gatnamót væru á Vegaáætlun 1996. Stefnugreind gatnamót fela í sér að eyjum yrði komið fyrir á Suður- landsvegi. „Við þær yrðu biðreinar, svo bílar sem ætla sér að halda áfram geti keyrt framhjá hinum sem bíða. Síðan koma aukaakrein- ar, svo ökumenn sem ætla frá Hveragerði til Reykjavíkur þurfi ekki að bíða eftir að þeir sem ætli til Selfoss komist yfir,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að gert væri ráð fyrir götulýsingu í tengslum við framkvæmdirnar. Fleiri möguleikar Hvað fleiri möguleika varðaði sagði Guðmundur að komið gæti til greina að koma fyrir hraðahindmn í formi upphleyptra rása til að minnka hraðann að krossgötunum. Hann nefndi líka að horft væri til mislægra gatnamóta lengra fram í tímann. „Að brúað verði og umferð- in niður í Ölfus fari undir. Skilyrði eru ágæt. Vegurinn er byggður mik- ið upp þama,“ sagði Guðmundur. Aðspurður um gatnamót Suður- landsvegar og Grænumerkur sagði hann þau ekki jafn hættuleg og gatnamótin við Breiðumörk, ,því þau væru svokölluð T-gatnamót. Hann nefndi i því sambandi að komið gæti til greina að gera T- gatnamót úr gatnamótum Suður- landsvegar og Breiðumerkur með því að færa Ölfusveginn frá af- leggjaranum inn í bæinn. --------------- Glannaakst- ur í myrkri BIFHJÓL mældist á yfir 160 km hraða á Reykjanesbraut á þriðju- dagskvöld. Lögreglumenn gáfu stöðvunarmerki en ökumaður sinnti því engu. Var þá hafin eftirför en lögreglubíllinn hafði ekki við hjól- inu og ökuþórinn stakk af inn í nóttina. Haft var samband við lögregluna í Hafnarfirði sem hélt til móts við bifhjólið og stöðvaði það við Hval- eyrarholt. CÓPU KAUPIN í LITRA FERNUM MJOC LITIÐ SYRUMACN - SÝRA ER SLÆM FYRIR TANNCLERUNC ENGINN HVÍTUR SY.KUR, AÐEINS NÁTTÚRULEGUR AVAXTASYKUR OC ÞRÚGUSYKUR - MINNI HÆTTA Á TANNSKEMMPUM r HREINN ÁVAXTASAFI - MUN MEIRA EN ÁÐUR VITAMINRIKUR FYRIR BÖRN OC FULLORÐNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.