Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 9
Daufur
enda-
sprettur
NÚ LOKA árnar hver af annarri,
en í sumum þeirra hefur þó veiði-
tíminn verið framlengdur sam-
kvæmt nýrri reglugerð og sýnist
sitt hveijum um ágæti slíks, eink-
um í ám þar sem lítið er af laxi,
en af þeim er nóg hér á landi nú
enda að ljúka einu slakasta veiðis-
umri um nokkurra ára skeið.
Búið í Norðurá
og Þverá
Ánum, sem leitt hafa hópinn í
allt sumar, hefur nú verið lokað
og er verið að taka saman heildar-
veiði þeirra. Ekki munu öll kurl
komin til grafar í þeim efnum, en
útlit er fyrir að lokatalan úr Norð-
urá verði einhvers staðar á milli
1.630 og 1.640 laxar og eitthvað
um eða rétt undir 1.600 úr Þverá
ásamt Kjarrá. Skammt undan eru
að vanda Grímsá með vel á fimmt-
ánda hundrað fiska og sömu sögu
er að segja um Rangárnar, en
veiði stendur til 20. september í
Grímsá og enn lengur í Rangán-
um, enda fæst í þeim framlenging
út á sjóbirtingsgöngur.
Fleiri í fjóra stafi
Það verða ekki margar ár rneð
fjögurra stafa tölu eftir sumarið,
en Laxá í Aðaldal hefur gefið um
1.230 laxa, að mati Orra Vigfús-
sonar fórmanns Laxárfélagsins og
veiði er nú lokið þar. „Það var
mun meira af 20 punda laxi og
FRÉTTIR
RÚNAR Þór Björnsson var á Brúarflúð í Laxá í Aðaldal einn af
síðustu veiðidögunum og fékk þá sinn stærsta lax, 22 punda
hæng á fluguna Greifann, sem hnýtt er á túbu.
ÚR STRÆTINU
Ljóðabók mín ÚR STRÆTINU kemur út 22. september.
Listhafendur og aðdáendur hafi samband við Þorgrím
Guðmundsson skáld (Togga)
Leynimel 13
Hesthús - Haustbeit
Tekið verður á móti hrossum í haustbeitariönd
Fáks, fimmtud. 15. sept.
Hrossin verða í réttinni í Geldingarnesi kl. 18.00.
Bílar verða á Blikastöðum kl. 19.30.
Vegna aukinnar eftirspurnar í hesthús félagsins,
er þeim sem ætla að vera í vetur bent á að stað-
festa plássið með greiðslu sem fyrst.
Fákur.
h
þar yfir heldur en um langt árabil
og örugglega helmingsaukning í
tveggja ára fiski úr sjó. Stóri lax-
inn bjargaði sumrinu og við feng-
um athyglisverðar heimturt úr
sleppingu gönguseiða," sagði Orri.
Stærstu laxarnir úr ánni voru 27,
26 og að minnsta kosti tveir 25
punda auk nokkurra 22-24 punda.
Margir 20 og 21 punda fiskur
veiddust að auki.
Langá er komin yfir 1.000 laxa
eftir því sem næst verður komist
og er það aukning frá síðasta
sumri. Bæta má við þetta, að
skammt frá 1.000 laxa markinu
er Laxá í Leirársveit og er veitt
þar í nokkra daga enn. Eigi langt
frá þúsund löxum var og Laxá í
Kjós, en lítil sókn í hana seinni
hluta sumars hefur trúlega komið
í veg fyrir að takmarkið næðist.
Kalt, vatnslaust og
fisklítið
Um 630 laxar eru komnir úr
Miðfjarðará og það taldist til tíð-
inda að hópur með sex stangir
dagana 5.-8. september náði 40
löxum og var eitthvað af því nýleg-
ur smálax, en annað draugleginn
boltafiskur, löngu kominn í hrygn-
ingarklæðin. Hollið á eftir var full-
skipað, en þá skall á hin svalasta
norðanátt og veiði féll niður í 15
fiska. Voru menn sammála um að
lítið væri af laxi og vatnið í ánum
hefði ekki verið minna í manna
minnum. Athygli vakti einnig, að
tveir hængar sem veiddust voru
12 og 14 pund hvor, en báðir höfðu
lengd á við 18 til 20 punda fiska.
Að minnsta kosti annar hænganna
var búinn að ljúka hlutverki sínu
í ánni og var afar horaður og inn-
fallinn, lítið annað en roð og bein
og svo hrikalegur haus.
Stór fiskur úr
Haffjarðará
Víða hafa stórir laxar veiðst í
sumar og fyrir skömmu bættist
Haffjarðará í hóp þeirra áa sem
gefið hafa 20 punda fiska.
ELDU N ARTÆKI
FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI
DeLonghÍ innbyggingarofnar
Margar gerðir. Hvítir, svartir, stál, spegill.
„Venjuiegir" með yfir/undirhita og griili.
„Fjölvirkir" með yfir/undirhita, blæstri,
grilli, blástursgrilli o. fl. möguleikum.
VENJULEGIR frá 26.960,- til 28.990,-
FJÖLVIRKIR frá 33.990,- til 48.250,-
DeLonghi helluborð
„KERAMIK". Hvít, svört eða stál:
m/2 hraðhellum 31.560,-
m/4 hraðhellum 41.780,-
m/3 hrað + 1 halogen 47.990,-
m/2 hrað + 2 halogen 55.780,-
„VENJULEG". Hvíteðastál:
2ja eða 4ra hellu. Frá kr. 13.280,-
GAS og GAS+RAF Frá kr. 14.040,-
Ofangreint verð miðast við
staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör,
VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN
/rúnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
HAUSTVÖ
gardeur
Stakir jakkar
Vesti
Pils
Buxur margar gerðir
100% ull
Ull/terelene
Bómullarbuxur
Gallabuxur
Stretchbuxur
Dragtir
Stakir jakkar
Kápur
Einnig blússur, peysur
og samstæðufatnaður.
sokkabuxur
Opið daglega kl. 9-18,
laugardaga 10-14.
Qhmtu
GEISSLER
KUNERT
HF