Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 17 "H ERLENT Sænska kosningabaráttan snýst um hörðu og mjúku málin Hart deilt um niður- skurð á velferðarkerfi Stokkhólmi. Morgunblaðið. HART er sótt að sænskum jafnað- armönnum þessa dagana og það eru einkum konur í hópi hugsan- legra kjósenda þeirra sem hafa brugðist ókvæða við hugmyndum um breytingar á greiðslum til for- eldra sem eru heima hjá börnum sínum. Skólamálin og aukið frelsi sem stjórnin hefur beitt sér fyrir á því sviði eru einnig rædd af ák- afa. Mona Sahlin, ritari Jafnað- armannaflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flokkur hennar væri best til þess fallin að leiða endurskoðun velferðarkerfis- ins serruhann hefur verið helsti höfundur að. Mona Sahlin hefur verið mjög undir smásjá sænskra fjölmiðla eftir að hún lagði til að þegar for- eldrar vildu vera heima hjá veiku barni fengju þeir ekki greitt fyrir fyrsta daginn, heldur væru í launa- lausu leyfi. Þetta er liður í sparnað- artillögum jafnaðarmanna sem undirstrika að efnahagsástandið sé svo slæmt að allir þurfi að herða beltisóiina. Þessi yfirlýsing varð til þess að konur risu unnvörpum upp til að mótmæla þessu, ekki síst einstæðar mæður. Sahlin hefur nú hopað tilbaka og lýst því yfir að tekið verði sérstakt tillit til ein- stæðra mæðra, auk þess sem hún hefur sagt að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu frekar. Þetta upphlaup í kringum Sahlin hefur komið sér illa fyrir flokkinn sem hefur ákaft biðlað til kvenna og þar hefur Sahlin verið í lykil- hlutverki. Hún hefur talað um að sem útivinnandi þriggja barna móðir hafi hún skilning á kjörum kvenna. Eftir að dagblaðið Ex- pressen stefndi henni á fund þriggja einstæðra mæðra varð hún þó að viðurkenna að líf herinar væri með öllu ólíkt lífi þeirra þó hún harmaði að þær skildu ekki alvöru ástandsins. Jafnframt lét hún í veðri vaka að hún væri und- ir meiri smásjá sem kona í stjórn- málum en karlkyns stjórnmála- menn. INGVAR Carlson, formaður Jafnaðarmanna og Mona Sahlin, ritari Jfiokksins, prýða kosningaspjöld víðs vegar um Svíþjóð. Kvennamálin hafa sett mjög svip sinn á kosningabaráttuna, sérstaklega framan af er rætt var um að Stofna einhvers konar kvennaflokk. Þær bollaleggingar urðu til þess að allir flokkar ruku upp til handa og fóta til að und- irbúa sig, einmitt á þeim vett- vangi, þó að ekkert hafi orðið úr stofnun kvennaflokksins. Velferðarkerfið undir hnlfinn í samtali við Morgunblaðið sagði Sahlin að vissulega væri erfitt að koma kjósendum í skilning um að velferðarkerfið gæti ekki staðið óhreyft þegar harðnaði á dalnum. Kerfið væri ekki á síðasta snúningi en það þyrfti að endurskipuleggja það til að tryggja að það gagnað- ist þeim sem á þyrftu að halda. Þetta væri sársaukafullt og snerti marga en jafnaðarmenn væru best til þess fallnir að leiða þessa endur- skipulagningu þar sem þeir væru höfundar kerfisins. Skólamálin í brennidepli Eftir endurskoðun skólakerfis- ins sem stjórnin hefur beitt sér fýrir hafa bæjarfélögin nú frjálsar hendur um rekstur skólanna á meðan ríkið leggur meginlfnurnar. Nýlega samþykkti stjórnin að hveijum nemanda í grunnskólan- Um tilheyri ákveðin upphæð, svo- kallaðir skólapeningar, sem renna til þess skóla sem hann ákveður að ganga í, hvort sem það er al- mennings- eða einkaskóli. í kjölfar þessa hafa um 230 nýir einkaskól- ar verið stofnaðir undanfarin miss- eri. Jafnaðarmenn halda því fram að þar með séu hverfaskólarnir ekki lengur spegilmynd þeirra hverfa sem þeir séu i og hætta sé á að skólaganga barna ráðist í æ ríkari mæli af fjárhag foreldranna. Ekki sé enn hægt að tala um stéttaskiptingu en fyrirkomulagið. stefni f það. Stefna þeirra er því að halda valfrelsi en að leggja skólapeningana í núverandi mynd niður. Hægriflokkur Carls Bildts hefur hamrað mjög á því að þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið sé stefnt í hættu ef jafnaðarmenn komist til valda, því í mörgum bæjarfélögum undir þeirra stjórn hafi allt verið gert til að koma í veg fyrir einkaskólana. Blomberq Frystiskápur sparar! Þú birgir þig upp af matvælum, þegar verðið er lægst, stórsparar í heimilisrekstrinum, svo maður tali nú ekki um þægindin að hafa sitt eigið forðabúr á heimilinu! Við bjóðum 4 gerðir af frystiskápum, sem henta öllum fjölskyldustærðum: FS 300 frystiskápur. PS 200 frystisHápur. VerS kr. 59.900 eða SG.900 stgr. 4 stjörnu frystir. 300 lítrar búttó. Umhverfisvænt kerfi (100% CFC frír). 5 frystiskúffur. 2 hillur með kuldaloki. Stútur fyrir afhrímingarvatn. Hraðfrysting 20 kg á sólarhring. Heldur djúpfrystingu í 20 klst. við straumrof. Vinstri eða hægri opnun. Stjórn- stillingar í topplista. Loftrist í sökkli. Litur: Hvltur. Straumnotkun aðeins 1,54 kWh á sólarhring. Mál: Hæð158 sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. verð kr. 09.600 eða 07.120 stgr. 4 stjörnu frystir. 200 lítrar brúttó. Umhverfivænt kerfi (100% CFC frír). 3 frystiskúffur. 2 hillur með kuldaloki. Stútur fyrir afhrfmingarvatn. Hraðfrysting 13 kg á sólarhring. Heldur djúpfrystingu t 19 klst. við straumrof. Vinstri eða hægri opnun Stjórnstillingar í topplista. Loftrist f sökkli. Litur: Hvítur. Straumnotkun aðeins 1.18 kWh á sólarhring. Mál: Hæð117sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. FS 2SO frystískápur. FS 122 frystiskápur. Iferð kr. S2.900 eða S0.2S0 stgr. 4 stjörnu frystir. 250 lítrar brúttó. Umhverfisvænt kerfi (100% CFC frír). 4 frystiskúffur. 2 hillur með kuldaloki, Stútur fyrir afhrímingarvatn. Hraðfrysting 16 kg ásólarhring. Heldur djúpfrystingu í 20 klst. við straumrof. Vinstri eða hægri opnun. Stjórnstillingar I topplista. Litur: Hvítur. Straumnotkun aðeins 1.36 kWh á sólarhring. Mál: Hæð 134 sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. verð kr. 00.900 eða 02.GS0 stgr. 4 stjörnu frystir. 120 lítrar brúttó. 4 frystiskúffur. Umhverfisvænt kerfi (100% CFC frír). Hraðfrysting 10 kg á sólarhring. Heldur djúpfrystu f 16 klukkustundir. Vinstri eða hægri opnun. Stjórnstillingar í topplista. Litur: Hvítur. Straumnotkun aðeins 0,90 kWh á sólarhring MSI: Hæð 85 sm, breidd 54,3 sm, dýpt 58 sm. Ktff Einar Mam Farestveit&Co.hf. - Borgartúni 28 S 622901 og 622900 orjpw bSi& .«44 Hvítlauks- eða ostabrauð frá Hatting Þau eru best w■■ * nýbökuð og ilmandi Ef þú átt Hatting brauð í frystinum þarftu lítið til viðbótar í Ijúffenga máltíð. -3 ^ ' f -alltaf fersk - alltaf nýbökuð 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.