Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 19
_______________LISTiR
Guðrún Gunnarsdóttir
í Umbru
GUÐRÚN Gunnarsdóttir opnar sína
9. einkasýningu í Gallerí Úmbru,
Bernhöftstorfunni í dag, fimmtu-
dag. Á sýningunni verða þráðverk
unnin úr vír og gúmmíi.
Guðrún dvaldi á norrænu vinnu-
stofunni í Bergen fyrri hluta árs
1994, en hún hlaut 6 mánaða
starfslaun myndlistarmanna á
þessu ári. Þar vann hún úr hug-
myndum tengdum möguleikum
þráðarins og er sýningin í Úmbru
að hluta til afrakstur þeirrar vinnu.
Guðrún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis
og hefur jafnhliða starfað við textíl-
hönnun. Hún hefur verið valin sem
einn af þremur fulltrúum íslands
til þátttöku í 7. norræna textílþríær-
SÝNINGU á verkum eftir danska
myndhöggvarann Susanne Christ-
ensen, sem staðið hefur yfir í Gall-
erí Sævars Karls frá 26. ágúst sl.
lýkur í dag fimmtudag.
Verkin á sýningunni eru flest
unnin í íslenskan stein, en nokkur
eru úr kalksteini frá grísku eyjunni
EITT verka Guðrúnar í Gall-
erí Úmbru.
ingnum sem er norræn farandsýn-
ing og hefst í Finnlandi á næsta ári.
Sýningin stendur til 5. október.
Krít, þar sem hún bjó og stundaði
höggmyndagerð ásamt eiginmanni
sínum Einari Má Guðvarðarsyni
myndhöggvara. íslenski steinninn
sem Susanne notar í verkin á þess-
ari sýningu er rauður sandsteinn
og móberg.
Ný tímarit
■ Hausthefti Tímarits Máls og
menningar (3. 1994) er komið út.
Meginstef tímaritsins er að þessu
sinni svonefnd „gróteska" í bók-
menntum. Fjallað er um tvö verk
út frá þessum sjónarhóli, skáldsög-
una Önnu eftir Guðberg Bergsson
og leikritið Gandreiðina eftir Bene-
dikt Sveinbjarnarson Gröndal. Árni
Sigurjónsson birtir grein um Níels
skáld og leiðir að því líkur að Níels
hafi verið fyrsti íslenski bókmennta-
fræðingurinn. Kvikmyndun Sölku
Völku er viðfangsefni greinar eftir
írskan kennara og fræðimann, Neil
Mc Mahon, sem búsettur er hér á
landi. Loks má nefna grein um
Hringadróttinssögu Tolkiens og
tengls hennar við norrænar bók-
menntir. Að þessu sinni frumbirta
ljóð þeir Hannes Sigfússon, Böðvar
Guðmundsson og Haraldur Jónsson,
auk þess sem birt er eitt ljóð eftir
skáld frá Chile, Ariel Dorfmanh, í
þýðingu Sigurðar A. Magnússonar.
Fjórar smásögur eru í þessu hefti
TMM, þijár eftir íslenska, þá Bjama
Bjarnason, Stefán Steinsson og
ísak Harðarson og ein eftir Banda-
ríkjamanninn Charles Bukowski.
Verk á forsíðu er eftir Hönnu
Styrmisdóttur. TMM er 120 bls.,
unnið í Prentsmiðjunni Odda hf.
TMM kemur út fjórum sinnum á
ári og kostar ársáskrift 3.300 krón-
ur.
Blab allra landsmanna!
ptorgtmblabib
- kjami málsins!
Gallerí Sævars Karls
Sýningu Susanne Christ-
ensen að ljúka
Skyrtur, peysur, bolir og jakkar.
Einstakt tækifæri.
SSsUTiUFfmS
~ CLJOESfBÆ • SÍMI 812922
Mercedes-Benz
í 40 ár
á íslandi
Verið velkomin
á sýningu í tilefni afmælisins
laugardag 17.9.
eða sunnudag 18.9.
Opið kl. 12.00 - 16.00.
Mercedes-Benz