Morgunblaðið - 15.09.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 21
LISTIR
Parker og Strayhorn
í stórsveitarflutningi
TONLIST
Ráöhús Reykjavíkur
STÓRSVEIT REYKJA-
VÍKUR
Stórsveit Reykjavíkur flutti þekkta
stórsveitartónlist á RúRek-djasshá-
tíðinni. 10. september 1994.
STORSVEIT Reykjavíkur hefur
um árabil starfað undir styrkri
stjórn Sæbjörns Jónssonar en að
þessu sinni naut sveitin einnig
krafta bandaríska stórsveitar-
trommarans Bobs Grauso sem lék
á trommurnar í þremur lögum.
Sveitin hóf leik sinn á Take The
„A“ Train hljómsveit Duke Elling-
ton gerði vinsælt en félagi hans og
útsetjari, Billy Strayhorn samdi.
Sagt er að þótt Strayhorn hefði
ekki gert annað en að semja Lush
Life og Take The „A“ Train hefði
hans samt vérið minnst um ókomna
tíð í djasssögunni. Stórsveitin fór
vel með lagið og sérstaklega voru
saxófóna- og trompetadeildirnar
drifmiklar. Veigar Margeirsson
trompetleikari sem hefur undanfar-
ið verið við frekara trompetnám í
Bandaríkjunum blés glæsilega
sólóa. Hann er kraftmikill og tekn-
ískur og spilar nógu sterkt til að
sólóið lifir sjálfstæðu lífi frá sveit-
inni. Sama verður ekki sagt um
Árna Elfar sem er rútíneraðasti
básúnuleikari landsins en hans sóló
heyrðist varla út í pakkfullan sal-
inn, en ef til vill má kenna hljóm-
burðinum eitthvað um það.
Næst var skipt yfir í Parker ár-
gerð 1947, Scrapple From the
Apple, hraðar bíbopplínur og ágæt
sóló hjá Veigari og Stefáni S. Stef-
ánssyni, hryndeildin þétt með Einar
Nýjar smásögur
Upplestur
í Norræna
húsinu
BÓKMENNTAUPPLESTUR undir
yfirskriftinni Nýjar smásögur verð-
ur í Norræna húsinu sunnudaginn
18. september og hefst hann kl. 16.
Að framtak-
inu stendur
óformlegur fé-
lagsskapur
sem hefur að
markmiði að
auka veg og
vanda smá-
sagnagerðar á
íslandi og
koma á fram-
færi smásögum
eftir þekkta
jafnt sem
óþekkta höf-
unda, segir í fréttatilkynningu.
Eftirtaldir höfundar lesa upp úr
verkum sínum: Ágúst Borgþór
Sverrisson, Kristín Ómarsdóttir,
Þórarinn Torfason, Stefanía Þor-
grímsdóttir, Bjarni Bjarnason og
Sigfús Bjartmarsson les eigin þýð-
ingu á smásögu eftir bandaríska
rithöfundinn Raymond Carver.
Kynnir er Kristján Franklín Magn-
ús. Aðgangseyrir er 300 krónur.
Ágúst Borgþór
Sverrisson
Val Scheving, stórsveitartrommara
af nýja skólanum í aðalhlutverki,
hæfilega dempaðan en þó með
sterkan púls. Opus One eftir Sy
Oliver, aðalútsetjara Jimmy Lunce-
ford stórsveitarinnar, svíngaði í
meðförum Stórsveitar Reykjavíkur.
Bob Grauso tók sæti Einars Vals
í Shoehorn Shuffle og Sæbjörn
bættist í trompetseksjónina. Grauso
er stórsveitartrommari af gamla
skólanum með mikinn slagkraft og
simbalaslátt. Stórsveitin er ef til
vill óvön svona ekta stórsveitart-
rommara, altént riðlaðist leikur
hennar og sóló urðu enn ógreini-
legri. Þrátt fyrir það sá Stórsveit
Reykjavikur fyrir prýðis skemmtun
og góðu innleggi í RúRek ’94.
Guðjón Guðmundsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BLÁSTURSDEILDIR Stórsveitar Reykjavíkur á útopnu í Ráðhúsinu.
Orka 113 kcal*
Orka 473 kj*
Ríbóflavín 27% (RDS)
Prótín 4 g*
Jám 58% (RDS)
Kolvetni 21,4 g*
Fita 2,1 g:
Natríum 314 mg*
Kalíum 105 mg:
A-vítamín 38% (RDS)
Píamín 27% (RDS)
Níasfn 27% (RDS)
Kalsíum 5% (RDS)
D-vítamín 10% (RDS)
B6-vítamín 25% (RDS)
C-vítamín 25% (RDS)
Fólínsýra 25% (RDS)
Cheerios
FÆÐUHRINGURINN
Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu.
Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að huga að samsetningu
fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur
sáralítið af sykri og fitu. í hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af
góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri.
1víaður Kaettir
Irekkioðborða^'"—
* 1 skammtur eöa 30 g.
RDS: Ráðlagður dagskammtur.
Cheerios - einfaldlega hollt!
YDDAF45.13/SfA