Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Heimskauta
bóndinn
HANN á óneitanlega svolítið sér-
kennilega sögu að baki af bónda
að vera, því að bóndasonur er hann
ekki. Hann hóf reyndar búskapinn
á bókasöfnum í Ameríku af fræði-
legum áhuga fyrst og fremst. Þar
las hann lærðar ritgerðir um alls
kyns búnaðarmál, þar á meðal
nokkrar um kuldaþol kúa. Þá komst
hann að því, að kýr eru þannig
gerðar, Slésvíkur-Holsteinkynið að
minnsta kosti, að þær þola kulda
aldeilis ágætlega, jafnvel bruna-
frost. Hann komst líka að því, að
kúm líður yfirleitt ekki vel, ef þær
eru bundnar, ekki frekar en öðrum
skepnum. Vanlíðan kemur niður á
nytinni.
Til að sannreyna kenningamar
úr búnaðarblöðunum keypti hann
sér búgarð að loknum lestri nálægt
heimahögum við heimskautsbaug,
nyrzt í Svíþjóð. Hann byggði mynd-
arlegt fjós, sem stendur kúnum
opið árið um kring, óhitað. Hann
samdi tölvuforrit til að halda utan
um fóðurkaup handa búpeningnum,
fóðurblöndun og fóðurgjöf. Forritið
fór smám saman að seljast eins og
heitar lummur. Hann sýndi mér
þetta allt saman sjálfur.
Hann kynnti sér rekstrarhag-
fræði og komst þá að því, að það
er óhagkvæmt að kreista sem mesta
nyt úr kúm, því að hámarksnyt
útheimtir of mikla fóðurgjöf. Minni
nyt og minna fóður skila meiri
hagnaði. Kýmar hans gefa um 7
þúsund lítra mjólkur af sér á ári
hver um sig eða um 20 lítra á dag,
Skynsamlegur bú-
skapur borgar sig án
styrkja, segir Þorvald-
ur Gylfason, jafnvel á
nyrztu slóðum, sé til
hans stofnað af þekk-
ingu og dug.
en hámarksnytin í sveitinni mun
vera nálægt 8 þúsund lítrum að
jafnaði. íslenzkar kýr í funheitum
fjósum mjalta rösklega 4 þúsund
lítra á ári að jafnaði til samanburð-
ar. Ekki nóg með þetta: bóhdinn í
sögunni neitaði að taka við búnað-
arstyrkjum af ríkinu, þótt hann
hafí að vísu ekki komizt hjá því að
njóta góðs af niðurgreiðslu mjólkur
og kjöts eins og aðrir bændur.
Hann ætlaði að standa á eigin fót-
um.
Honum var ekki vel tekið í sveit-
inni. Allir sveitungar hans töldu
búskaparáform hans dauðadæmd.
Þeir höfðu aldrei heyrt aðra eins
fásinnu eins og að ætla að láta
beljumar ganga lausar allan ársins
hring og hita fjósið ekki yfir hávet-
urinn. Og hann var órólegur sjálfur
og þau hjónin bæði. Hvemig skyldi
kúnum vegna í vetrarhörkunum?
Kýrverð er í kringum 150 þúsund
krónur á þessum slóðum. Það væri
ekkert grín að missa
eina eða jafnvel allar
kýmar úr kulda.
En kýmar lifðu
fyrsta veturinn af þrátt
fyrir 30-40 stiga fróst.
Og þær lifa góðu lífí
ennþá eftir fimm ár,
hraustar og heilbrigðar
og alsælar að sjá. Þær
hafa graðnaut í girð-
ingunni hjá sér árið um
kring. Þær hafa aldrei
séð búfræðing með
sprautu. Þær era fóðr-
aðar með sjálfvirku
tölvukerfi, sem bónd-
inn bjó til sjálfur. Hver
kýr ber sérstakt einkennisnúmer,
sem tölvan les við fóðurgjöfína.
Þegar beljan er búin með kvótann
sinn, stöðvast fóðurgjöfín sjálf-
krafa, án þess að nokkur maður
þurfí að koma nærri. Hey fá þær
eftir vild. Tveir strákar sjá um
mjaltimar tvisvar á dag. Það era
fín hljómburðartæki í fjósinu. Þau
era reyndar fyrir mjaltastrákana,
því að nú er tónlist víst ekki talin
auka nytina að neinu ráði; bóndinn
var auðvitað búinn að lesa sér til
um það líka.
Og nú er hann kominn með 100
kýr eftir fímm ára búskap og stefnir
á 140 fljótlega. Kúabú hans er lang-
stærst I öllum Norðurbotni, sem
þekur um þriðjung af flatarmáli
Svíþjóðar, svipað svasði og ísland
allt. Til samanburðar er meðalbú-
stærð um 25 kýr í landinu öllu og
í Evrópusambandinu líka. Kúabú-
skapur er langmikilvægasta tegund
landbúnaðar í Svíþjóð; annað er
óvera.
Stórbúskapurinn borgar sig.
Stofnkostnaður bóndans okkár er á
bilinu 50 til 100 þúsund krónur á
kú, en stofnkostnaður annarra
bænda í sveitinni er nálægt 900
þúsund krónum á hverja kú með
gamla búskaparlaginu. Hann telur,
Þorvaldur Gylfason
SERHÆFT
• Oc
•'•^í^SSSgSS1* •
RRIFSTOFUTÆKNINAM
Fjárfesting í sjálfum þér!
114 klst. starfsmenntunaraámskeið
með áherslu á alhliða undirbúning
fyrir skrifstofustörf.
Verð aðeins 75.800 •”kr. stgr.
Afb.verð 79.800 kr.
eða 5.043 kr. á mánuði!
Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið.
KENNSLU GREINAR:
- Almenn tölvufræði
- Wlndows gluggakerflð og MS-DOS
- Rltvinnsla
- Töflureiknar og áætlanagerð
- Glærugerð og auglýsingar
- Umbrotstækni
- Bókfærsla
- Verslunarreikningur
- Tölvuflarskipti
Guðný Jóna Guðnadáttir
Skrifsto/um. hjá Reytgamkurhöjh:
Ég tel námið vera mjög hagrtýtt og
skipulagt og það hefur aukið
þekkingu mina á skrifstojiistöijum
og hinum tjmsu sviðum
tðlvunotkunar. Ég get þvi hiklaust
mælt með námi hjá Tölvuskólá
Réylgamfcur sem einní bestu
Jjárfestingu sem völer á.
Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan
bækling eða fcáktu til okkar í kaffi.
Tölvuskóli Reykiavíkur
B0RGARTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK, sími 616699. fax 616696
að lágmarksstærð hag-
kvæms bús sé um 80
kýr; minni bú geti ekki
borið sig. Hann er einn
yfir þeim mörkum
ásamt einum bónda
öðram í öllum Norður-
botni. Margir hokra
með innan við 10 kýr
og tapa á tá og fingri,
enda hefur bændum
þama norður frá fækk-
að úr 1.000 niður í 500
síðan 1980. Þeir fyár-
magna tapreksturinn ^
með því að ganga á
arfleifð foreldra sinna
og bera lítið úr býtum.
Kúastofninn í Norðurbotni er nú
um 12‘A þúsund.
Hver skyldi hagkvæmasta bú-.
stærðin vera? Bóndinn hefur reikn-'
að það út, að hún sé líklega nálægt
800-1.000 kúm. Ef það er rétt hjá .
honum, gætu tólf til fímmtán bænd-
ur séð um alla mjólkur- og kjöt-
framleiðslu, sem þörf er á þama
norður frá. Þetta er ekki þægilegur
boðskapur handa bændum. Sjó-
mönnum og útvegsmönnum fínnst
það ekki heldur þægileg tilhugsun,
að fáeinir frystitogarar gætu ef til
vill leyst næstum allan fískiskipa-
flota okkar íslendinga af hólmi meðu
tímanum. En þannig er lífíð. Síma-
meyjum fundust sjálfvirkar sím-
stöðvar líka heldur óskemmtilegar
fyrr á öldinni, en þær létu sig hafa
það og fundu sér önnur verk að
vinna sem betur fer í friði og spekt.
Búskapur bóndans við heim-
skautsbaug skilar honum dijúgum
tekjum og hagnaði, þótt hann sé
að vísu háskólakennari að aðal-
starfí. Hann er lifandi sönnun þess,
að skynsamlegur búskapur getur
borgað sig án styrkja, jafnvel á
nyrztu slóðum, sé stofnað til hans
af þekkingu, dirfsku og dug. Hann
hefiir líka fært okkur heim sanninn
um það, að þekking, tækni og
þrautseigja geta valdið sams konar
straumhvörfum í landbúnaði eins
og í sjávarútvegi. Því ekki það?
Höfundur er prófessor.
Þjóðmála-
umræða
I MORGUNBLAÐ-
INU, sjávarútvegsblaði
20. nóvember 1991, birti
ég grein um fískveiðar
og útgerð.
Þetta var fyrsta
greinin sem ég skrifaði
um þessi atriði, enda hef
ég aldrei verið álitinn
hafa vit á þessum mál-
um. Ýmislegt hafði flog-
ið um huga minn og sér-
staklega þegar ég hugs-
aði um sívaxandi at-
vinnuleysi. Mér fannst
það vera algjörlega til
skammar.
Úrræðin um nýtingu
bjargræðis og varðveislu lífríkis
hafsins era ekki aðeins í seljanlegu
formi til erlendra þjóða, heldur einn-
ig í samskiptum við mold og mið í
eigin landi. Ég veit að víðsýni og
fíjóar hugmyndir ieysa allan vanda
sem að höndum ber, því vilji er allt
sem þarf. Snúa verður tómlæti í
tilfínningu. Hættan sem vofír þó
yfir er í ijármálaöflum, þar sem
storkið ál er undir höfuðskeljum,
sem skilja ekki að þungamiðja allr-
ar viðleitni í viðfangsefnum er at-
vinna. Lífsbjörg fyrir fólk, ekki fjár-
magn. Þess vegna er þungamiðjan
hugarfar, sem skiiur að ekkert er
svo smátt að um það muni ekki.
Allur úrgangur er í raun einhvers
virði.
í fyrmefndri grein í Morgunblað-
inu er birt mynd og þar vitnað í
með feitu letri eftirfarandi:
„Hneykslið um 100 þúsund tonn,
sem getið var til að hent væri fyrir
borð, hefði átt að duga til að taka
þá sjálfsögðu ákvörðun að allt sem
í veiðarfæri kemur, skuli koma í
land.“
Eftirfarandi lífssýn brennur í vit-
und minni:
1. Allur afli í sjávardýrum, fiski
og öðrum tegundum, sé færður
á land f hvaða formi og tegund
sem er. Aldrei neinu af lífrænum
toga varpað fyrir borð.
2. Öllu úrgangsmjöli og öllu þyj
mjöli sem vinna þarf til að gjör-
nýta allan úrgang sjávarafla,
s.s. rælguskel, verði blandað í
áburðarmjöl.
3. Með stórfelldu átaki í mjöl-
vinnslu alls úrgangs sjávarafl-
ans til nota í hijógturblettum og
í búskap, sérstaklega í sauðQár-
búskap, væri rennt stoðunum,
undir náttúrulegt ástand ís-
lenskra kjötvara. Ólífrænn
áburður þarf að hverfa úr notk-
un úthaga. Notkun mjöls á þenn-
an hátt bætir jörð við meiri eða
Jónas Pétursson
minni beitamotkun.
Jafnvægi skapast.
4. Gleymum ekki úr-
gangslýsi eða físklifr-
arúrgangi. Það nýtist
til dreifíngar á sanda
til að stöðva, eða
a.m.k. draga úr sand-
foki.
5. í beinu framhaldi
af ofansögðu kemur
vinnsla sjávargróðurs
í stórauknum mæli til
uppgræðslu, til auk-
ins beitarþols, auk-
inna nytja í sam-
stæðri framkvæmd
náttúralegra gilda í
Nú reynir á þjóðhollustu
sjómanna, segir Jónas
Pétursson, og vilji fólks
í heild til samnýtingar á
lífbeltunum tveimur.
lífbeltunum tveimur. í samstarfí
7 bama á sjó og 7 á landi.
6. Gleymum svo ekki öllum úrgangi
sláturhúsa og vinnsiustöðva.
Hættum að jarða úrgang í stór-
um stíl. Allt skal þurrkað til
samskonar nota, til gróðurauka,
til bættra vaxtarskilyrða um
móa og mela.
7. Hrossabein, sérstaklega útlima,
á að vinna til fóðurmjöls, örygg-
is í fóðri mjólkurkúa sérstak-
lega. Einnig til heilsubótar fólki,
sem trygging í snefilefnum en
, þó einkum fosfórkalki.
8. Inntakið í ofansögðu er í fyrsta
lagi skynsamleg nýting til hins
ýtrasta í matvæli. í öðm lagi sem
stórkostlegt viðfangsefni að
græða landið, að auka nytjar til
búskapar, að skapa störf og við-
fangsefni syeitafólks í dreifðum
byggðum. í þessu öllu er það
megin þáttur að afmá smán at-
vinnuleysis, skort á störfum í
landi þar sem um allar byggðir
skortir fólk til að prýða ásýnd
umhverfís. Það nsæt aðeins með
icrafti kennda sannra náttúr-
bama. í allri íslands byggð.
Nú reynir á þjóðhollustu sjó-
manna og vilja fólks í heild til sam-
nýtingar á lífbeltunum tveimur.
Höfundur erfyrrvemndi
aiþingismttður.