Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Opið bréf til einstaklinga
sem silja í háskólaráði og*
annarra sem telja sér málið skylt
FYRIR allmörgum árum tók ég
þá ákvörðun að reyna ekki að
bjarga heiminum. Það var þegar
ég sá að slíkt er ekki á nokkurs
manns færi. Síðan hef ég reyndar
verið önnum kafin við að „bjarga“
sjálfri mér. Og er enn að, því það
er ævistarf og rúmlega það. Þess
vegna.hef ég aldrei álitið það innan
míns verksviðs að reyna að koma
vitinu fyrir ókunnugt fólk. En nú
er svo komið að ég finn mig knúna
til þess að fara nokkrum orðum
um „hið heilaga vandlætihgarstríð
gegn tóbaki“ sem um skeið hefur
verið ofarlega á baugi. Myndin af
ljósritinu hér að ofan er eflaust
skref til sigurs í nefndu stríði, í
augum allmargra. Að baki slíkum
ákvörðunum sem þar gefur á að
líta, stendur fólk. Einstaklingar
sem hver fyrir sig hefur vegið og
metið þá tillögu sem seinna var
samþykkt. Þeir hafa síðan komist
að þeirri niðurstöðu að hún sé rétt-
lætanleg á einhveijum forsendum.
Nú, eins og öllum sem rennt hafa
augunum yfir plaggið er ljóst, þá
koma ástæður eða forsendur þess-
arar ákvörðunar hvergi fram.
Ég get mér þess til með nokk-
urri vissu að ástæðurnar séu eitt-
hvað í ætt við eftirfarandi staðhæf-
ingar:
En þótt áróður geti ver-
ið lævís og lipur, segir
Dóróthea J. Siglaugs-
dóttir, þá er samt ekki
til nein afsökun þess að
trúa staðhæfingum án
þess að kynna sér hvað
býr að baki þeim.
1. Tóbaksreykingar valda
heilsutjóni (þ.e. reykingamanna).
2. Tóbaksreykingar valda þeim
sem ekki reykja, en hætta sér í
návígi við reykingamenn, heilsu-
tjóni.
Ef grunur minn reynist réttur,
þ.e. að eitthvað þessu líkt standi
á bak við áðurnefnda ákvarðana-
töku, þá sýnir það fram á að um:
rætt fólk er ákaflega velviljað. í
fyrsta lagi auðvitað velviljað þeim
sem ekki reykja með því að vilja
Ijarlægja reykingamenn úr um-
hverfi þeirra. Með því að banna
reykingar innandyra tekst þeim
það göfuga ætlunarverk að mestu
leyti að því frátöldu að reyklaust
fólk þarf auðvitað að fara inn og
út úr byggingum skólans og enn
er reykingafólk friðlýst á lóðinni.
I öðru lagi hygg ég að velviljinn
nái jafnvel til óhreinu barnanna.
Ég held nefnilega að þetta góða
fólk vonist til þess að tóbaks-
nautnarseggir snúist til betri siðar
sé þeim gert mjög erfitt um vik
að stunda sína andstýggilegu iðju.
í mínum augum ber þess konar
óumflýjanleg og alítumfaðmandi
velvild sem vílar ekki fyrir sér vald-
beitingu nafnið forræðishyggja.
Þeir sem hafa forræðishyggju
að leiðarljósi vilja færa þá stóru
fórn, að taka á sig ábyrð fyrir
aðra. Með því, semsagt, að taka
ákvarðanir fyrir fólk og þar með
ábyrgðina á þeim, í stað þess að
láta því eftir þær sálarkvalir sem
fylgja því að taka ábyrgð á eigin
ákvörðunum og afleiðingum
þeirra. Ég lít svo á að skilyrði þess
að geta staðið undir nafni sem
manneskja sé einmitt að taka fulla
ábyrgð á sjálfum sér og gerðum
sínum. Þar af leiðandi get ég ekki
sætt mig við að ókunnugt fólk
taki ákvarðanir fyrir mig.
Hvað býr að baki
staðhæfingum?
Þá kem ég að því hvers eðlis
þessar staðhæfingar (sjá mynd)
um skaðsemi reykinga eru. Aðalat-
riðið er að þetta eru staðhæfingar
og sem siíkar skepnur hljóta þær
að byggjast á einhveiju. Þær geta
nefnilega verið hvort heldur er
sannar eða ósannar. Staðhæfingar
í þessa veru, þ.e. hótanir um heilsu-
tjón, hljóta að byggjast á læknis-
fræðilegum rannsóknum. Eftir því
sem ég best veit hafa rannsóknir
leitt í ljós að þeir sem reykja eigi
meiri hættu á því en aðrir að fá
ýmsa sjúkdóma sem hægt er að
rekja, að hluta a.m.k., til reykinga.
Með öðrum orðum eru reykingar
áhættuþáttur hvað varðar líkurnar
á því að fá ákveðna sjúkdóma. í
áróðrinum gegn reykingum hefur
krabbameinshættu verið haldið
mjög á lofti. En það má vera hveij-
um manni augljóst að sökudólgur-
inn er ekki einn heldur er um sam-
spil ólíkra og óskyldra þátta að
ræða. Sem dæmi má nefna að enn
hefur ekki tekist að finna út hvar
þáttur erfðafræði kemur við sögu
krabbameins.
Með þessu vil ég ekki gera lítið
úr skaðsemi reykinga fyrir heilsu
þeirra sem þær stunda. Ætlunin
er einungis að benda á að þrátt
fyrir að það væri ósköp indælt að
eiga eínn allsheijar blóraböggul,
þá er það því miður sjaldnast í
samræmi við sannleikann.
Við höfum þó einhveija vitn-
eskju um skaðsemi reykinga. Vit-
um semsagt að það er ekki beint
hollt að reykja! Með þá vitneskju
í fai'teskinu verðum við að taka
ákvörðun um það hvort við ætlum
að reykja eða ekki. Sú ákvörðun
hlýtur að vera einkamál okkar,
hvers um sig. Ég lít þannig á
málið að ókunnugu fólki komi mín-
ar ákvarðanir ekki við, svo framar-
lega sem afleiðingar þeirra valdi
því ekki beinum skaða. Og þá er
ég komin að staðhæfingu númer 2
sem er öllu alvarlegri en sú fyrri.
Það er afar alvarleg ásökun á
hendur mönnum að saka þá um
að valda öðrum vísvitandi heilsu-
tjóni. Að slíkum ásökunum verða
mjög sterk rök að hníga til þess
að þær verði annað en ærumeiðing-
ar. Einn hornsteina vestræns laga-
bókstafs hljóðar á þá leið að eng-
inn sé sekur uns sekt hans er sönn-
uð.
En er sekt reykingafólks sönn-
uð? Mér vitanlega hafa ekki verið
gerðar rannsóknir sem sýna fram
á það að skaðsemi óbeinna reyk-
inga sé slík að þeim sem ekki
reykja sé ekki óhætt að dvelja
undir sama þaki og reykingafólk.
Og það jafnvel þótt reykingar fari
fram í herbergjum sem hægt er
að loka. Aukinheldur leyfi ég mér
að benda á það að ef raunin væri
sú að reykingar 'væru svo bráð-
drepandi þá væri allt reykingafólk
fyrir löngu komið undir græna
torfu ásamt með íjölskyldum sín-
um og öllum bústofni.
Ég hef einkar takmarkaðan
áhuga á því að sitja hljóðalaust
undir ásökunum um að stofna lífi
annarra í þættu þegar engin rök
eru gefin fyrir þeim.
Minnihlutahópur í
útrýmingarhættu
í Ijósi þess sem ég veit, fyrir víst
um skaðsemi reykinga, í stuttu
máli að þær eru óhollar en ekki
þó beinlínis bráðdrepandi, finnst
mér það skjóta skökku við hvílíkur
Ijöldi manna hefur sameinast í
heift gegn tóbaki. Við þeirri rök-
leysu að fjöldi fylgjenda sýni fram
á gildi málstaðarins hef ég aðeins
eitt svar og það er stolið. Nefni-
lega, „að því verr gefast heimskra
manna ráð sem fleiri koma sam-
an“. (Laxdæla).
Fyrir mér er hér um fjölda-
móðursýki að ræða, sem snýst um
að útskúfa ákveðnum hópi fólks
úr mannlegu samfélagi innandyra.
Þ.e.a.s. í hvert skipti sem þörfin
fyrir rúmt millígramm af nikótíni
og vænan skammt af tjöru grípur
þennan htjáða flokk. Þetta eru
ofsóknir á hendur þessum minni-
hlutahópi. Það er kaldhæðnislegt
að á þessum tímum vegs og virð-
ingar til handa minnihlutahópum
ýmiss konar er minnihlutahópur
reykingamanna ofsóttur af fjölda
fólks með útrýmingarhugarfar.
Röklaus áróður
Aróður gegn reykingum byggist
aðallega á slagorðum og loðnum
tilvísunum til „heilsufarslegra yfir-
HANDSALtd
>
KTVSQNVH
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa
HANDSALtC
il>
Z
ö
t/i
>
r-1
Q
Z
<
KTVSQNVH
Skeljungur hf.
Einkaumboö fyrir Shell-vörur á Islandi
TILKYIMNIIMG UM SKRÁNINGU
Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS
HLUTABRÉF SKELJUNGS HF.
Félagið stofnað
Útgefið hlutafé
*Eigið fé
*Fjöldi hluthafa
*Eiginfjárhlutfal!
*Veltufjárhlutfall
*Fjöldi starfsmanna
Umsjón með skráningu
*m.v. 30. júní 1994
9. desember 1955
Kr. 514.948.840
Kr. 2.434.984.549
339
46%
1,4
258
Handsal hf.
Skráningarlýsing liggurframmi á skrifstofu Handsals hf. Engjateigi 9.
HANDSALŒ
>
Z
o
C/i
>
r-
Q
Z
<
tmVSGNVH
September 1994
HANDSALZ
------->
HANDSAL HF.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI. AÐILI AÐ VERÐBRÉFAFINGI ÍSLANDS
ENGJATEIGI 9.105 REYKJAVÍK . SÍMI 686111 . FAX 687611
Z
ö
C/1
>
æTVSONVH
leysir vandann
Heflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin.
_ BYQGINGAVÖRUVERSLUN
Atttat tll i lagar
P. ÞORGRIMSSON & CO
Ármúla 29, sími 38640