Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐID
JOHANN PETUR SVEINSSON
+ Jóhann Pétur Sveinsson
héraðsdómslögmaður var
fæddur á Varmalæk í Lýtings-
staðahreppi 17. september
1959. Hann lést á Vífilsstöðum
mánudaginn 5. september síð-
astliðinn. Minningarathöfn um
Jóhann Pétur fór fram í Hall-
grímskirkju 13. september, en
útför hans fór fram frá Reykja-
kirkju 14. september.
MIKIL hetja er fallin í valinn, Jó-
hann Pétur Sveinsson lögfræðingur
er horfinn af heimi.
^ Jóhann Pétur var fæddur á
Varmalæk í Skagafirði 18. septem-
ber 1959. Hann var sonur hjónanna
Herdísar Björnsdóttur frá Stóru
Ökrum í Blönduhlíð og Sveins Jó-
hannssonar frá Mælifellsá. Hann
var þriðji í aldursröð 6 systkina á
Varmalæk. Það var og er höfðings-
heimili, þar sem ríkti frábær gest-
risni og glaðværð. Foreldrar hans
ráku búskap, verslun og þó sérstak-
lega hrossarækt og hrossaverslun.
Barn að aldri varð Jóhann Pétur
fyrir því óskaplega áfalli að vera
lostinn af liðagigt svo hatrammri
að síðan markaði þessi skæði sjúk-
dómur líf hans allt.
Vegna veikinda varð Jóhann Pét-
ur barn að aldri að dvelja langdvöl-
um í Reykjavík. Foreldrar hans
héldu uppi stórheimili á Varmalæk
og var óhægt að sinna um hann
sýðra. Jóhann Pétur átti þó fleiri
að. Afí hans og nafni, Jóhann Pétur
Magnússon, og amma hans, Lovísa
Sveinsdóttir á Mælifellsá, fluttu til
Reykjavíkur og hjá þeim átti hann
skjól er hann dvaldi utan sjúkra-
húsa. Þau voru bæði mikið ágætis-
fólk og Jóhann á Mælifellsá þjóð-
sagnapersóna, glaðsinna, úrræða-
*góður, skjótorður og garpur hinn
mesti. Hann var ákafur stuðnings-
maður Framsóknarflokksins og í
kosningum stóð honum enginn á
sporði að afla Framsóknarflokknum
fylgis.
Hjá afa sínum og ömmu í Reykja-
vík ólst Jóhann Pétur upp um
margra ára skeið. Líkami hans náði
ekki venjulegum þroska vegna sjúk-
dómsins og hann var bundinn hjóla-
stóli frá barnæsku, en kollurinn var
í góðu lagi. Jóhann Pétur dreif sig
til langskólanáms þrátt fyrir þessar
örðugu aðstæður. Stúdent frá MH
1978 og lögfræðiprófi lauk hann
1984. Þá nam hann félagsmálarétt
við Oslóarháskóla og lauk þaðan
■*—'prófi. Síðan starfaði hann sem lög-
fræðingur.
Jóhann Pétur var þeirrar gerðar
að hann hafði mannheill. Hann lét
baslið aldrei smækka sig. í ættar-
fylgju hafði hann glaðvært skap,
bjartsýni og ódrepandi áræði. Hann
var ákveðinn að lifa lífinu og taka
fullan þátt í því. Þetta tókst honum
aðdáanlega.
Jóhann Pétur yfirvann fötlun
sína með þeim hætti að hvarvetna
þar sem hann fór var hann í forystu-
sveit. Hann var formaður Sjálfs-
bjargar frá 1988 svo og Vinnu- og
dvalarheimilis Sjálfs-
bjargar og vann mál-
efnum fatlaðra á ís-
landi ómetanlegt starf.
Hann sat einnig í
stjórn Öryrkjabanda-
lags íslands og stjórn
Bandalags fatlaðra á
Norðurlöndum svo og
í formannsráði Al-
þjóðasambands fatl-
aðra.
Jóhann Pétur
Sveinsson var í forystu
Framsóknarflokksins,
bæði í miðstjóm
flokksins svo og land-
stjórn. Átti hann dijúgan hlut að
stefnumótun flokksins, ekki síst
hvað varðaði málefni fatlaðra. Hann
naut hins mesta trausts meðal
framsóknarmanna og var oftast
kjörinn með flestum atkvæðum
þeirra sem kosningu hlutu.
Jóhann Pétur var Skagfirðingur
alla tíð og var búinn þeim lyndisein-
kennum sem bestar einkenna Skag-
firðinga. Hann var gleðimaður og
gleðigjafi.
Jóhann Pétur var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Þórhildur Guðný
Jóhannesdóttir, en síðari kona Jón-
inna Harpa Ingólfsdóttir og með
henni öðlaðist hann mikla ham-
ingju.
Jóhann Pétur Sveinsson lést allt-
of snemma. Þó hafði hann afrekað
miklu í sínu stutta lífi. Hann gaf
öðrum fötluðum trú á lífið og mögu-
leika þess. Við samferðamenn hans
minnumst hans með virðingu, að-
dáun og þökk.
Við færum Hörpu og ástvinum
hans öðrum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigrún Magnúsdóttir,
Páll Pétursson.
Kveðja frá
Framsóknarflokknum
Það er mikil harmafregn þegar
ungir menn falla frá langt um aldur
fram. Jóhann Pétur fékk mörg við-
fangsefni á stuttri ævi og það var
meira á hann lagt en flesta aðra.
Með ótrúlegum dugnaði og þraut-
seigju fór hann með sigur af hólmi
í þeirri baráttu sem hann þurfti að
heyja til að lifa og starfa í samfélag-
inu. Sigrarnir veittu honum lífsfull-
nægingu og hann bar það með sér
að hann var hamingjusamur. Þegar
allt virtist ganga vel er hann kallað-
ur frá okkur í blóma lífsins.
Við félagar hans í Framsóknar-
flokknum kveðjum hann með sökn-
uði. Hann var sannur vinur og fé-
lagi og lagði flokknum lið með
óvenjulegum hætti. Á fundum lagði
hann gott til mála í stuttu og skýru
máli. Hann var alltaf fullur af bjart-
sýni og talaði vel um aðra og hafði
jákvæða afstöðu til lífsins og tilver-
unnar. Þrátt fyrir mikla fötlun og
erfiðleika sem henni fylgdu var
ekkert hik á Jóhanni Pétri. Hann
sýndi og sannaði að afstaðan í eig-
in huga skipti mestu máli hvað við
getum en ekki líkamlegir burðir.
Hann virkaði eins og
vítamín á aðra sem
gátu ekki annað en
dáðst að glaðværu yf-
irbragði og ótrúlegri
lífsorku.
Hann var virkur í
starfi Framsóknar-
flokksins og sótti fundi
af mikilli samvisku-
semi. Hann sat í mið-
stjórn flokksins frá
1988 og síðan lands-
stjórn hans frá 1989.
Hann var jafnframt
formaður Framsókn-
arfélags Seltjarnar-
ness frá 1990. Á glaðri stund var
Jóhann hrókur alls fagnaðar. Hann
tók þátt í öllu af innlifun þótt hann
væri bundinn við rammgerðan
hjólastólinn sinn. Hann var kátari
en flestir aðrir og kom öllum í gott
skap með kímni og skemmtilegum
athugasemdum.
Jóhann Pétur var óvenjulegur í
alla staði og ég á ekki von á að við
eigum eftir að kynnast manni sem
jafnast á við hann. Félagsmál áttu
allan hans hug. Þeir eru margir sem
eiga eftir að sakna hans á fundum
og ráðstefnum. Ég var svo lánsam-
ur að vera við setningu landsþings
Sjálfsbjargar fyrr á þessu sumri.
Það er eftirminnilegt, því Jóhann
Pétur stjórnaði því þingi af öryggi,
trú á framtíðina og baráttuhug fyr-
ir hönd fatlaðra. Hann gerði það
með þeim hætti sem eftir var tekið
og það var greinilegt að hann átti
traust allra sem þar voru inni.
Ég vil fyrir hönd Framsóknar-
flokksins þakka fórnfúst starf. Við
í flokknum munum reyna að halda
merki Jóhanns lifandi með því að
leggja áherslu á það sem hann barð-
ist fyrir. Hann hafði mikil áhrif á
stefnu og störf flokksins og okkur
ber skylda til að halda þeim störfum
áfram. Það verður aldrei endurtekið
með sama hætti og honum einum
var lagið, en hugsjónir hans lifa um
langa framtíð.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
Jóhanns Péturs, Hörpu Ingólfsdótt-
ur, innilega samúð okkar allra og
við biðjum góðan guð að styrkja
hana og ófætt barn þeirra um alla
framtíð.
Halldór Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokksins.
Það ryðjast fram minningar um
einn besta dreng, sem þessi þjóð
hefur alið, þegar óvænt fréttin um
dauða Jóhanns Péturs berst okkur.
Hann var farþegi okkar, en þó
miklu fremur góður félagi okkar.
Hann var alltaf reiðubúinn að að-
stoða okkur, ef á þurfti að halda,
og hann lagði metnað í það sem
hann tók sér fyrir hendur, að vera
vel undirbúinn var mikilvægara en
að mæta á mínútunni. „Þeir byija
varla án mín,“ sagði hann oft, án
alls yfirlætis og hroka. Og hann
komst upp með þetta á sinn við-
felldna hátt.
Stuttorður og gagnorður með
rökin á hreinu. Hann var réttsýnn,
sanngjarn og mannlegur. Hann var
gleðigjafi í leik og starfi og vinsæll.
Það er höggvið stórt skarð í rað-
ir þeirra félaga og samtaka sem
Jói P. var félagi og þátttakandi í.
Hann var félagslega þenkjandi og
mjög áfram um jafnrétti fyrir alla.
Eljan var mikil og aldrei hlífði hann
sér ef hagsmunir fatlaðra og þeirra
sem minna máttu sín voru í húfi.
Hann var ötull talsmaður fatlaðra
og oft mjög útsjónarsamur á ein-
faldar lausnir á vandamálum, sem
stjórnmálamenn og embættismenn
höfðu velt á milli sín og flækt. Þar
naut hann stuðnings eiginkonu
sinnar, sem stóð við hlið hans sem
klettur og fylgdi honum bæði á ferð-
um og fundum.
Jóhann Pétur Sveinsson hefði
orðið 35 ára gamall á sunnudag.
Minningin um þennan góða
dreng mun fylgja okkur og ylja
þegar fram líða stundir.
Við viljum senda eiginkonu, fjöl-
skyldu og samstarfsfólki Jóhanns
Péturs okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Elsku Harpa.
Sorg þín er mikil á þessum erfiðu
stundum, en Jói mun fylgja okkur
á sinn hátt í sinni nýju vist, og víst
er að gæfan mun fylgja þér og
ófæddu barni ykkar Jóa um ókomna
framtíð. Megi Guð fylgja ykkur.
Steindór Björnsson,
Hörður J. Oddfríðarson
og fjölskyldur.
Jóhann Pétur Sveinsson formað-
ur Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, er látinn. Það er hreint
ótrúlegt, eins og alltaf, þegar ungir
menn hverfa snögglega á braut frá
þessu jarðlífi. Jóhann Pétur var
ákaflega lífsglaður maður og kunni
að gleðjast með glöðum.
Eg kynntist honum fyrst, þegar
hann fluttist í Dvalarheimili Sjálfs-
bjargar í Hátúni 12, þá búinn að
búa lengi á Landspítalanum, þar
sem verið var að vinna bug á sjúk-
dómi hans, sem var liðagigt. Þessi
sjúkdómur, eða öllu heldur lyfin,
fóru mjög illa með líkama Jóhanns
Péturs, en hann lét það ekki aftra
sér frá því að njóta lífsins í fyllstu
merkingu þess orðs. Hann stundaði
nám þann tíma, sem hann var á
Landspítalanum, og þegar hann
kemur í Sjálfsbjargarhúsið fer hann
í menntaskólann og síðan í áfram-
haldandi nám í Háskóla íslands, þar
sem hann nam lögfræði. Það nám
hans hefur komið mörgum fötluðum
að gagni, því þau eru ófá málin,
sem hann hefur unnið að fyrir fatl-
aða og slasað fólk. Hann var lög-
fræðingur Öryrkjabandalags Is-
lands og hefur þar tekið að sér
ýmis mál fyrir fatlaða. Það er því
mikill missir fyrir þennan þjóðfé-
lagshóp að hann skyldi falla frá í
blóma lífsins. Það var fátt sem Jó-
hann Pétur lét fram hjá sér fara.
Hann var söngmaður góður, spilaði
brids áður fyrr, eða áður en hann
fór að hafa það mikið að gera,
bæði sem formaður Sjálfsbjargar,
landssambandsins, og svo vegna
starfa hans, sem lögfræðingur.
Ekki má gleyma því að hann var
Skagfirðingur í húð og hár, eins
og sagt er. Skagafjörður var hans
heimabyggð og honum mjög kær,
lét hann það líka óspart í ljós á
góðum stundum.
Á síðustu fimm árum hafa þrír
látist úr forystuliði Sjálfsbjargar,
landssambandi fatlaðra og er það
mikil blóðtaka fyrir samtökin.
Hafðu kæra þökk fyrir samstarf-
ið á liðnum árum og fyrir baráttu
þín í þágu fatlaðra.
Eiginkona hans, Harpa Ingólfs-
dóttir, á um sárt að binda og votta
ég henni og öðrum ættingjum sam-
úð mína vegna fráfalls Jóhanns
Péturs Sveinssonar.
Sigurrós M. Sigurjónsdótt-
ir, formaður Sjálfsbjargar
í Reykjavík og nágrenni
„Þegar þú ert ekki.“ Þetta heiti
á ljóðabók Guðrúnar Svövu Svav-
arsdóttur er alltaf að koma upp í
huga mér. Þó að ljóðabókin fjalli
ekki um aðskilnað vegna dauða þá
upplifi ég nú hvemig það er að
koma á skrifstofuna - þegar þú ert
ekki.
Ég þakka þér fyrir vináttuna,
fyrir einstakt skap og 20 ára kynni
full af gleði. Það voru forréttindi
að fá að kynnast þér.
Ef ég ætti að lýsa þinni und þá
varst þú annað hvort í góðu skapi
eða mjög góðu skapi. Fýlu eða
þunglyndi þekktir þú eingöngu af
afspurn. í þau rúm átta ár sem við
höfum rekið stofuna saman höfum
við aldrei rifist. Aldrei orðið sundur-
orða. Það er lundinni þinni að
þakka.
Veist þú hvernig ég sé þig oftast
fyrir mér? Hlæjandi í stólnum. Sér-
staklega þegar þú hristist af hlátri.
Ég hef aldrei séð neinn hristast
svona rosalega. Það er ég viss um
að þetta var þín helsta leikfimiæf-
ing. Þú áttir í mestum vandræðum
þegar við strákarnir vorum að gera
grín að „varginum" eins og við
kölluðum fólk í dreifbýli gagngert
þegar þú heyrðir til. Þig langaði til
að skellihlæja, en eitthvað innra
með þér bannaði það, líklega uppr-
uninn. Þá hristist þú í staðinn.
Ef ég á að hæla þér svolítið þá
ruddir þú brautir. Duglegur og
ákveðinn. Það stöðvaði þig ekkert
þegar sá var gállinn á þér. Af ver-
aldlegum markmiðum eru það að-
eins tvö, sem ég man að þú hafir
ekki náð. Þig skorti nokkra daga í
að flytja fyrsta málið fyrir Hæsta-
rétti íslands og þú varst ekki kom-
inn á þing! Ég skal taka á mig sök-
ina á þessu síðarnefnda. Það rann
upp fyrir þér ljós þegar ég bað þig
um að taka saman útgjöld þín á
mánaðarvísu og athuga hvort þing-
mannslaunin dygðu. Við urðum
sammála um að þingmannslaun
væru ekki nokkrum manni bjóð-
andi. En þig langaði mikið til þess
að sjá allar breytingarnar sem gera
yrði á þinghúsinu ef maður í hjóla-
stól kæmi þar til vinnu.
Ég bið guð um styrk til handa
þínum nánustu á þessum erfiðu
stundum, sérstaklega handa Hörpu,
mömmu þinni og systkinum. Ég
fullvissa þig um það að við Laufey
hugsum vel um Hörpu og síðan
barnið ykkar þegar það kemur í
heiminn.
Elsku Jói, ég þakka þér að lokum
fyrir allar þær skemmtilegu minn-
ingar sem ég á eftir vináttuna við
þig. Þær auðvelda mér að sætta
mig við staðreyndirnar. Ég á þessar
minningar. Það getur enginn tekið
þær frá mér.
Þinn vinur, _
Ólafur Garðarsson.
Þegar mér barst sú hörmulega
fregn að góður vinur minn og fé-
lagi Jóhann Pétur væri látinn var
eins og einhvers konar sambland
af tómleika og óraunveruleika hellt-
ist yfir.
Það er erfitt að meðtaka það að
þessi kyndilberi lífsorku, lífsgleði
og baráttukrafts sé fallinn frá ein-
mitt þegar lífið blasti með gjöfum
sínum og verkefnum sem aldrei
fyrr. Stundum skilur maður ekki
tilgang orðinna hluta.
Við Jói kynntumst fyrst fyrir
átján árum og fljótt kom í ljós að
sameiginleg áhugamál voru mörg.
Samverustundimar urðu margar og
fjölbreyttar. Jói var mjög félags-
lyndur og alltaf var líf og fjör í
kringum hann. Það var teflt, spilað
brids, farið í bíó og böll eða bara
rabbað um lífið og tilveruna.
Við fórum ungir að taka þátt í
starfi Sjálfsbjargar og tilheyrðum
þar hinum „órólega æskulýð". í
þeim hópi var oft mikið brallað og
margt sér til gamans gert. Ein-
hvern veginn var það ávallt svo að
Jói var leiðtogi í hópnum, átti gjarn-
an fmmkvæðið, hugmyndina,
lausnina á því sem gera skyldi.
Jóa var gefin mikil þrautsegja
og viljastyrkur. Hann ruddi hindr-
unum úr vegi sem margir hefðu
hrasað um. Menntaskólinn og lög-
fræðin voru verkefni sem leyst voru
af ákveðni og öryggi enda Jói mjög
góður námsmaður.
Samhliða náminu var hann á
kafi í málefnum fatlaðra, var kom-
inn í framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar landssambands fatlaðra 25
ára og var einn af stofnendum
æskulýðsdeildar bandalags fatlaðra
á Norðurlöndum um svipað leyti.
Stjórnmálin voru líka á dagskrá og
svo auðvitað söngurinn. Áhugamál-
in virtust nánast óþijótandi.
Þegar litið er til baka er svo
margs að minnast að fátt verður
nefnt. Þó eru sérlega minnisstæðar
margar ferðir sem farnar voru heim
til Jóa að Varmalæk í Skagafirði.
Þar var ævinlega tekið höfðinglega
á móti borgarbörnunum og ekki
vantaði glaum og gleði.
Ég vil nefna hér sérstaklega ferð
er farin var í Skagafjörðinn á vor-
dögum 1991 til að samfagna Jóa
og Hörpu á brúðkaupsdegi þeirra.
Sú hamingjustund var ljúf og þegar
ég hugsa til hennar rennur mér í
hug alþekkt sönglag sem Jói endaði
vanalega með eftirfarandi hætti:
„Ekkert er fegurra en vorkvöld í
Skagafirði."
t
Hjartkær maðurinn minn,
JÓN H. ÞORVALDSSON,
Grandavegi 47,
andaðist í Landspítalanum 13. september.
Fyrir mína hönd, barna hans og annarra vandamanna.
Guðrún S. Guðmundsdóttir.
t
Móðir mín,
MARÍA FRIÐLEIFSDÓTTIR,
Birkigrund 55, Kópavogi,
lést í Landakotsspítala að morgni mið-
vikudagsins 14. sept.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hjördis Jönasdóttir.