Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 35
+ Kjartan A.
Kristjánsson
fæddist í Reykjavík
19. apríl 1912. Hann
lést á Hrafnistu 7.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristján Kjart-
ansson, f. 5. maí
1881, d. 5. mars
1964, frá Efrihús-
um í Önundarfirði,
skipstjóri og út-
vegsbóndi, og Þóra
Björnsdóttir, f. 13.
júní 1885, d. 25.
desember 1948, frá
Þormóðsstöðum í Reykjavík.
Þau voru ávallt kennd við
Björnshús á Grímsstaðarholti.
Þeim varð tíu barna auðið, en
þrjú þeirra dóu í æsku. Upp
komust Magnús, f. 1. júní 1909,
d. 17. júní 1992, Björn, f. 10.
mars 1916, d. 5. janúar 1948,
Sveinn, f. 19. júní 1921, d. 9.
júní 1975, Kristján, f. 14. mars
1923, d. 19. apríl 1984, Bjóla,
f. 20. júní 1925, d. 21. apríl 1993,
og Finnborg, f. 9. júní 1928.
Kjartan vann við bústörf og sjó-
mennsku með föður sínum til
ársins 1938,' en síðan stundaði
hann leigubílaakstur fram til
FUNDUM okkar Kjartans bar fyrst
saman fyrir rúmum tveimur áratug-
um við stofnun venzlabanda fjöl-
skyldna okkar. Það, sem einkum
vakti athygli mína þá, var hversu
sjálfstæður Kjartan var í skoðunum
sínum. Þær voru auðheyrilega
myndaðar í hans eigin huga, en
ekki fengnar að láni. Ég held að
þessi hugsanaháttur hans hafi leitt
hann inn á brautir þær, sem hann
gat sem bezt ráðið sjálfur verklagi
sínu og vinnutíma. Segja má að alla
ævina hafi hann verið í eigin at-
vinnu og ekki sótzt eftir öðru. Kjart-
an ólst upp við Sketjafjörð, í Skild-
inganesi og í Bjömshúsi á Gríms-
staðaholtinu. Heimilið var mann-
margt. Systkinin voru sjö er náðu
fullorðins aldri. Sjór var sóttur og
stórt kúabú var rekið um árabil.
Grasnytjar voru ekki nægar heima
við, svo Þerney var tekin á leigu til
að afla heyja. Mikið erfiði fylgdi
þessum nytjum. Mjólkin var svo flutt
á hestvögnum eða sleðum að vetrar-
lagi til hvers og eins neytanda í
Reykjavík. Á unglingsárunum ann-
aðist Kjartan gjarnan þessa flutn-
inga, og hafði hann orð á við mig
að oft hafi gripið sig ótti, er hann
þurfti að bijótast áfram með steða-
hestinn í myrkri og hryðjum á leið
þeirra í bæinn.
Kjartan vann við búskap og sjó-
mennsku með föður sínum til tutt-
ugu og sex ára aldurs eða til ársins
1938. Bezt líkaði honum við útræð-
ið, sem stundað var vor og sumar.
Sama ár hófst aðalævistarf Kjart-
ans, sem var bifreiðaakstur, einkum
akstur fólksbifreiða er hann sjálfur
átti. Starf þetta stundaði hann ná-
kvæmlega í hálfa öld. Aldrei mun
honum hafa hlekkst á í starfi, þ.e.
aldrei valdið farþegum miska né
tjóni á bifreið þeirri, er hann stýrði.
Á unglingsárum sínum stundaði
Kjartan um hríð nám í Flensborgar-
skóla. Árið 1929 kom að skólanum
25 ára maður, sem sama ár hafði
lokið íþróttakennaraprófi í Kaup-
mannahöfn. Þetta var Halisteinn
Hinriksson, sem síðar átti eftir að
koma mjög við sögu íþrótta- og
menningarmála hér á landi. Sagt
hefur verið að Hallsteinn hafi flutt
handknattleikinn með sér til Islands.
Kjartan hreifst strax bæði af
manninum og þessari íþrótt, sem
hann tók að stunda af kappi. Síðan
urðu íþróttir, einkum handbolti og
knattspyrna, hans áhugamál og
ánægjuefni alla tíð.
Þau hjón, Þóra og Kjartan, voru
Vesturbæingar í húð og hár. Bjuggu
alltaf „vestast í vesturbænum". Fyr-
ir tæplega þremur áratugum reistu
þau sér myndarlegt hús við Frosta-
ársins 1988 eða til 76
ára aldurs. Eftirlif-
andi kona Kjartans
er Þóra Þórðardóttir,
f. 7. janúar 1917, frá
Miðhrauni á Snæfells-
nesi. Þau giftu sig 7.
júní 1941 og bjuggu í
Reykjavík alla tíð.
Eignuðust þau tvo
syni, Kristján Arn-
finn, f. 12. janúar
1944, og Ingþór, f. 20.
maí 1950. Krislján er
kvæntur Hrafnhildi
Guðmundsdóttur, f.
11. sept. 1947, og eigá
þau tvö börn, Guðmund Leif,
f. 19. nóvember 1969, unnusta
hans er Sólveig Einarsdóttir, f.
9. ágúst 1972, og eiga þau tvö
börn, Einar Kára, f. 21. nóvem-
ber 1992, og Þórhildi, f. 11.
september 1972, gift Kristjáni
Guðmundssyni, f. 16. október
1969. Áður átti Krislján Sigurð,
f. 12. september 1966. Ingþór
er kvæntur Elísabetu Guðnýju
Árnadóttur, f. 7. júlí 1950, og
eiga þau tvo syni, Kjartan Þór,
f. 6. desember 1982, og Árna
Gunnar, f. 11. maí 1984. Útför
Kjartans fer fram frá Neskirkju
í dag.
skjól innan steinsnars frá KR-heim-
ilinu. Hér gafst því gullið tækifæri
til að glæða íþróttaáhugann, enda
varð Kjartan þar tíður gestur.
Hjónaband Kjartans varð honum
til mestrar gleði í lífínu, enda hjónin
samheldin og ríkti ástríki og virðing
þeirra á millum. Fleira varð honum
til yndisauka. Honum þótti vænt um
æskustöðvar sínar við Skeijafjörð,
sundin og holtið, þar sem hann lék
sér í bollum og lautum við álfabörn
og huldufólk, sem hann sá með
barnsaugum sínum og dró ekki til-
vist þeirra í efa. Þá var Reykjanes-
skaginn framlenging á þessum un-
aðsvangi og þangað brá hann sér
oft með fjöskylduna á góðviðrisdög-
um og ekki sízt er barnabörnin
bættust í hópinn. Minningarnar
urðu ljóslifandi af vörum hans því
hann sagði vel frá.
Grímur Thomsen kvað svo: „Aldr-
ei deyr, þótt allt um þrotni/ endur-
minning þess, sem var.“
Sjálfsagt hefir Kjartan reynt
sannleiksgildi þessara orða. Og vin-
ir hans og kunningjar munu rifja
þau upp fyrir sér er þeir minnast
góðs og gengins drengs.
Árni Finnbjörnsson.
Afi Kjartan var alltaf góður við
okkur bræðurna. Hann gaf okkur
tjóma ef hann átti hann til. Hann
fór með mig á leikvöllinn og leyfði
mér að fá fótbolta til þess að kasta
í körfuna í Vesturbænum.
Hann fór líka með okkur í KR-
heimilið til þess að gefa okkur bræðr-
unum sælgæti hjá Þrándi vini okkar.
Þegar ég var lítill „steig hann oft
við stokkinn," sem var leikur.
Ég á eftir að sakna afa, sem dó
fyrir tveimur dögum. Síðustu árin
var afí mikið veikur eftir hjarta-
MINNINGAR
áfall. Þegar ég fór að kveðja afa,
gat hann veifað til mín og þykir
mér vænt um það.
Kjartan Þór.
Þegar við minnumst elskulegs afa
okkar, Kjartans Kristjánssonar, er
okkur efst í huga hversu umhyggju-
sámur og góður hann var við okk-
ur. Við bjuggum um tíma hjá honum
og ömmu okkar Þóru Þórðardóttur,
meðan foreldrar okkar voru að
byggja hús. Hann kom þá alltaf á
kvöldin og breiddi vel yfir okkur.
Afí var yfirleitt alvörugefinn maður,
en gat oft slegið á létta strengi og
tók þátt í leikjum okkar. Jólin heima
hjá afa og ömmu eru okkur minnis-
stæðust, pakkarnir voru alltaf stórir
frá þeim, og hvað afa tókst að halda
spennunni lengi við að útbýta jóla-
gjöfum, og hélst sá siður fram á
síðustu ár.
Á seinni árum áttum við góðar
stundir saman við kartöflu-upptöku,
og var hann mjög ötull, en hélt líka
upp miklu glensi og gríni.
Þegar íjölskyldan sameinaðist
undir sama þaki fyrir tæpum þrem-
ur árum, og skammtímaminnið hjá
honum var orðið gloppótt, gerði
hann mörg meinlaus prakkarastrik,
sem allir gátu brosað að eftir á.
Nú er komið að leiðarlokum, og
því viljum við þakka afa okkar allan
þann velvilja, umhyggju, og allar
góðu stundirnar, sem við áttum
saman. Blessuð sé minning Kjartans
A. Kristjánssonar.
Þórhildur og Guðmundur.
Eins og hafaldan fellur upp við
fjörunnar sand ein og ein þá gildir
það sama um jarðlífið, vinirnir
kveðja einn og einn. Nú er einn af
mínum gömlu kunningjum af
Grímsstaðaholtinu, Kjartan A.
Kristjánsson, farinn yfir móðuna
miklu. Þar sem Kjartan heitinn var
mun eldri maður en ég þá vorum
við ekki beint æskufélagar í þeim
skilningi séð, en í þau skipti sem
ég hitti hann á liðnum árum þá
varð ég þess var að hann hafði já-
kvæða afstöðu gagnvart mér og það
er einmitt það sem máli skiptir.
Hinar neikvæðu persónur eru út-
blásnar af yfirborðskennd og falskri
persónudýrkun og eiga það jafnvel
til að taka vissa einstaklinga fyrir
og sýna þeim fyrirlitningu. Það er
leiðinleg staðreynd að þessar
ómerkilegu persónur má finna innan
hinna kristilegu safnaða. Hvar er
trúin og hveiju á að trúa? Kjartan
hafði ekki þennan hugræna ókost,
en vissulega ef eitthvað er gert á
hlut annarra þá verður að bregðast
gegn því, annars getur verr farið.
Hvað ævistarfi Kjartans heitins
viðkemur þá var hann lengst af bíl-
stjóri, sennilega fyrst hjá Gasstöð-
inni og síðan á bifreiðastöðvunum
Heklu og Geysi. Eftir það keyrði
hann hjá Bifreiðastöð Hreyfils þang-
að til hann gerðist einn af stofnfé-
lögum Borgarbílastöðvarinnar og
þar mun hann hafa endað sinn síð-
asta vinnudag.
Ég sé ekki ástæðu til þess að
bæta meiru við þessi fáu kveðjuorð
og vil enda með því að votta eftirlif-
andi konu hans og öðru af hans
nánasta skyldfólki mína hluttekn-
ingu. Blessuð veri minning Kjartans
A. Kristjánssonar.
Þorgeir Kr. Magnússon.
t
Ástkær eiginkona min, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA HJARTARDÓTTIR
Laugarnesvegi 84,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
föstudaginn 16. september kl. 13.30.
Haraldur Steingrímsson,
Jóna Ólafsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson,
Ástrfður Haraldsdóttir, Árni Kristjánsson,
Steingrímur Haraldsson, Þóra Pétursdóttir,
Arnar, Ásta, Kristín, Anna María,
Haraldur, Sandra og Helena.
KJARTAN A.
KRISTJÁNSSON
ÁSTA KRISTÍN
DA VÍÐSDÓTTIR
+ Ásta Kristín Davíðsdóttir
fæddist 1. september 1912
að Litlu-Þúfu í Miklaholts-
hreppi. Hún lést 11. ágúst síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Kópavogskirkju 19.
ágúst.
ÞAÐ ríkti mikil tilhlökkun hjá
krökkunum í húsinu nr. 12 við Ný-
býlaveg vorið 1946. Undanfarna
mánuði höfðu menn verið að byggja
hús á lóðinni nr. 16 og innan
skamms yrði húsið tilbúið. Þetta var
fallegt hús með kjallara og risi.
Mamma og pabbi voru búin að kynn-
ast húsbóndanum á heimilinu, hon-
um Pétri, sem var svo hress og
skemmtilegur. Hann hafði oft litið
inn hjá okkur meðan á húsbygging-
unni stóð og hafði alltaf mikið að
segja. „Hann er krati,“ sagði
mamma og fannst heldur lítið leggj-
ast fyrir svo ágætan mann.
Aðrir heimilismenn voru okkur
ókunnir. Hvernig skyldi konan hans
Péturs vera? Hún hét svo róman-
tísku nafni, Ásta, eins og peróna í
sögu, en best af öllu var þó að þau
Pétur áttu þrjár stelpur og tvær
þeirra voru alveg eins. Það var líka
svo rómantískt og spennandi að eiga
tvíbura, engir aðrir sem við þekktum
gátu státað af slíku. Ásta hlaut að
vera alveg sérstök kona. Það var
víst líka einn strákur í hópnum, en
við stelpurnar vorum ekkert hrifnar
af því, áttum fullt í fangi með okk-
ar eina og strákar voru ekki efstir
á vinsældalistanum á þessum árum.
Einn góðan veðurdag var flutt í
húsið og auðvitað fóru litlir, forvitn-
ir nágrannar á stúfana að sjá nýja
fólkið. Og þama var hún Ásta Krist-
ín. Ég sé hana fyrir mér ennþá þar
sem hún stendur í sólskini á tröpp-
unum í nýja húsinu sínu. Stór kona,
falleg kona, í rósóttum sumarkjól
og brosir við okkur, feimnum og
uppburðarlitlum telpukornum sem
langar að sjá hana og kynnast telp-
unum hennar.
Og í hönd fóru mörg og góð ár
þar sem Ásta var miðpunkturinn
og sólargeislinn á nr. 16 ásamt Sig-
rúnu ömmu sem bjó í risinu. Þær
voru einráðar innan húss, mæðgur
og vinkonur sem hjálpuðust að við
hússtörfin og uppeldi barnanna. Á
góðviðrisdögum klæddu * þær sig
gjarnan upp á og fóru í bæinn, báð-
ar svo „dömuiegar" og fínar þar sem
þær ganga niður Nýbýlaveginn til
að taka Hafnarijarðarstrætó niðri á
Horni. Ásta í glæsilegri.sumarkápu
með hatt í stíl og veski á handlegg.
Sigrún á peysufötum, lítil kona,
grönn og beinvaxin og létt á fæti
eins og ung stúlka.
Svona liðu árin. Við krakkarnir á
báðum þessum heimilum urðum
leikfélagar og vinir. Við elskuðum
víðáttuna í Kópavogi og fundum
sárlega til með veslings börnunum
sem urðu að búa í Reykjavík. Hug-
myndaflugið var í góðu lagi þegar
þurfti að fínna upp á einhveiju
skemmtilegu. En ekki var fullorðna
fólkið þó ævinlega ánægt með gerð-
ir okkar og stundum byrstu sig reið-
ir feður þegar of langt þótti gengið.
En Ásta tók öllum okkar uppátækj-
um með jafnaðargeði. Aldrei sá ég
hana skipta skapi, ekki einu sinni
þegar við Jóna systir lékum drauga
og höfðum næstum hrætt líftóruna
úr tvíburunum._ Þá áttum við hirt-
ingu skilið en Ásta fyrirgaf okkur.
Hún skildi börn. Þannig var hún,
umburðarlynd, hlý og góð.
Eftir að Ásta flutti úr gamla
húsinu sínu, þegar það varð að víkja
fyrir „framförunum“ í Kópavogi,
hitti ég hana sjaldan. En þá sjaldan
það var, var eins og tíminn hefði
staðið í stað. Ásta breyttist aldrei
neitt. Nú er hún horfin, hún hefur
kvatt okkur eins og gamli tíminn
hefur kvatt okkur. Ásta var hluti
af lífi mínu árum saman, eins og
þær voru allar, mæður leiksystkina
minna. Hún Var ein þeirra kvenna
sem byggðu bæ í Kópavogi og lagði
með vinnu sinni og eignum grunninn
að Kópavogi nútímans. Hún setti
sterkt svipmót á mannlíf frumbýl-
ingsáranna í Kópavogi og verður
minnisstæð öllum sem kynntust
henni. En fyrst og fremst var hún
góð kona. Hún var góð móðir, góð
eiginkona, góð dóttir og góð ná-
grannakona sem í engu brást því
sem henni var trúað fyrir. Ég kveð
hana með þakklæti fyrir allt og allt.
Bömum hennar, barnabörnum og
öðrum vandamönnum votta ég inni-
lega samúð.
Helga Sigurjónsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föðursystur okkar,
INGIBJARGAR HELGADÓTTUR
frá Tungu.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðrún Árnadóttir,
Gréta Árnadóttir.
t
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓNS E. STEFÁNSSONAR
smiðs,
Hvoli, Dalvík.
Sérstakar þakkir til bæjarstjórnar Dalvíkur og starfsfólks Dalbæjar.
Elin Skarphéðinsdóttir, Gylfi Björnsson,
Jón E. Gylfason, Sigríður Kristinsdóttir,
María Sigurjónsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐARKÁRASONAR
fyrrverandi lögregluvarðstjóra,
Sundlaugavegi 28,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Lögreglukórs Reykjavíkur.
Elín Guðrún Gísladóttir,
Vilborg Þórðardóttir, Sigurjón Torfason,
Kári Þórðarson, Rósa V. Guðmundsdóttir,
Gísli Þórmar Þórðarson, Ulla Juul Jörgensen,
Elmar Þórðarson, Ólafía Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.