Morgunblaðið - 15.09.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SBPTEMBER 1994 37
FRÍMERKJASÖFNUN
SKÁKMÓT í SVISS
Frímerkjasöfnun
er skemmtileg’
FRÍMERKI
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!
Lciöbciningar um
frímcrkjasöfnun
Útgefandi: Póst- og símamálastofnun
gaf út bækling um frímerkjasöfnun.
Umsjón og texti: Garðar Jóhann
Guðmundarson.
UM ÞESSAR mundir er að koma
á markað stuttur og handhægur
leiðarvísir um frímerkjasöfnun.
Hefur honum verið valið heitið:
Frímerkjasöfnun er skemmtileg.
Áður hafa komið út bæklingar á
íslenzku um frímerkjasöfnun, en
þeir eru löngu horfnir af markaði.
Var þess vegna orðin veruleg þörf
á nýjum og handhægum leiðarvísi
um þetta útbreiddasta tómstunda-
gaman veraldar.
Svo seorðum þessa þáttar, er
það Póstur og sími, sem gefur
þennan leiðarvísi út. Hins vegar
er það Garðar Jóhann Guðmundar-
son, sem er ekki fyrir löngu kom-
inn í raðir frímerkjasafnara, sem
á allan heiður af þessu merka
framtaki. Hann er gjaldkeri Félags
frímerkjasafnara, en hefur jafn-
framt sem stjórnarmaður endur-
lífgað Safnið, sem er lítið frétta-
og fræðslublað félagsins og kom
út nokkuð reglulega fyrir mörgum
árum. Um leið hefur Garðar Jó-
hann haft allan veg og vanda af
þessu litla blaði.
Lengi hefur verið þörf á leiðar-
vísi um frímerkjasöfnun í líkingu
við þá þá leiðarvísa, sem bæði
danska og sænska póststjórnin
hefur sent frá sér og margir safn-
arar hér heima kannast við. Vissu-
lega hefur á stundum verið rætt
um að þýða þessa leiðarvísa á ís-
lenzku og laga um leið að íslenzk-
um aðstæðum. En það er fyrst nú,
sem þetta kemst í framkvæmd
fyrir tilstuðlan áðurnefndra aðila.
Enda þótt sjón sé sögu ríkari,
vil ég rekja stu'ttlega örfá atriði
þessa bæklings, svo að lesendur
fái svolitla hugmynd um, hvað í
honum er og eftir hveiju er að
slægjast fyrir nýliða í frímerkja-
söfnun.
Fyrst er greint frá því, að saga
frímerkjanna hefst í Bretlandi árið
1840 eða fyrir rúmum 150 árum,
þegar út kom svonefnt „One penny
black“. Þess er svo getið, hvenæ'r
fyrstu íslenzku frímerkin, skild-
ingafrímerkin, komu út, en það var
1873. Fyrstu frímerki voru svoköll-
uð almenn frímerki, sem báru ann-
aðhvort mynd þjóðhöfðingja síns
lands eða tölustaf, svo sem fyrst
var gert á íslenzku merkjunum og
hélzt óbreytt fram yfir aldamót.
Árið 1871 kom svo út fyrsta sérfrí-
merkið, en það var í Perú í Suður-
Ameríku. Hjá okkur gerðist það
fyrst 1925, þegar frímerki með
myndum af brimlendingu við Vik
í Mýrdal, umhverfi Tjarnarinnar í
Reykjavík og Safnahúsinu við
Hverfisgötu voru gefin út. Fljót-
lega tóku menn að safna þessum
litlu myndum, og þá leið ekki held-
ur á löngu, að verðlistar yfir frí-
merki kæmu út. Er nú svo komið,
að á þessum 150 árum hafa verið
gefin út meira en 300 þúsund mis-
munandi frímerki í rúmlega 200
löndum eða landshlutum.
í næsta kafla er rætt um það,
hvers.vegna menn safna frímerkj-
um og hvað það er, sem gerir þessa
söfnun skemmtilega. Er í því sam-
bandi varpað fram ýmsum spurn-
ingum til lesenda bæklingsins. Þá
er bent á þá staðreynd, að frímerk-
in sjálf geti svalað foi’vitni manna
um margvísleg efni. Islenzk frí-
merki geta t. d. frætt menn um
land og þjóð. Eins er bent á, að
hið bezta við frímerkjasöfnun sé
Áhugasamir safnarar.
það, að sérhver getur safnað á sinn
eigin hátt og valið sjálfur það söfn-
unarsvið, sem hann hefur mestan
áhuga á.
í sérstökum kafla er rætt um
margar mismunandi leiðir til að
safna frímerkjum. Svo er fjallað
um það, hvort menn vilji safna
óstimpluðum frímerkjum eða
stimpluðum. Um stimpluð frímerki
er það að segja, að fallegir og sjald-
gæfir stimplar geta aukið gildi
þeirra. Þess vegna þarf að vanda
val stimplanna og vera yfirleitt
vandlátur um útlit frímerkjanna. I
bæklingnum er kennt að nota frí-
merkjalista, enda eru þeir mikil-
vægustu hjálpartækin við að
greina í sundur frímerki eftir söfn-
unarsviðum og eins til að verðmeta
þau.
Eins og gefur að skilja, er þessi
bæklingur fyrst og fremst ætlaður
unglingum, sem eru að heíja frí-
merkjasöfnun. Af því leiðir þá
m. a., að sérstakur kafli er um
það, á hvern hátt megi eignast
frímerki. I því sambandi er m. a.
bent á, að það auðveldi söfnunina
að ganga í frímerkjafélög og kynn-
ast þar öðrum söfnurum og áhuga-
sviðum þeirra. í þessum félögum
liggja oft frammi listar og blöð um
frímerki. í þessum kafla er tvennt,
sem ég vil hér nota tækifærið og
benda á, enda þótt ég hafi ein-
hvern tímann áður minnzt á þetta
hér í Morgunblaðinu. I fyrsta lagi
er það, að menn skyldu aldrei rífa
frímerki af gömlum umslögum eða
kortum, enda getur ótrúlega mikið
verðmæti fólgizt í slíkum hlutum.
Um það hef ég sjálfur nýlega sögu,
þótt hún verði ekki sögð að sinni.
I öðru lagi skyldu safnarar varast
fölsuð frímerki og jafnvel fölsuð
umslög með frímerkjum. Að vísu
snertir þetta síður unga safnara,
því að þessi iðja, sem óprúttnir
menn hafa leiðzt út í, er einkum
bundin við svonefnd klassísk frí-
merki frá síðustu öld, enda fram-
boð þeirra í ekta standi miklu
minna en eftirspurnin.
Þessi bæklingur mun verða víða
fáanlegur með haustinu og það
vonandi ókeypis eða við mjög vægu
verði. Hvet ég jafnt unga sem
aldna safnara til þess að eignast
hann og kynna sér rækilega efni
hans. Eg er sannfærður um, að
hann á eftir að koma mörgum að
notum og sanna fyrir þeim, að
„Frímerkjasöfnun er skemmtileg".
Eins og fram kemur í öðrum
frímerkjaþætti, verður haldin sér-
stök unglingasýning eftir nokkra
daga. Þar á póststjórnin að sjálf-
sögðu að nota gullið tækifæri til
að kynna þennan ágæta og fallega
bækling og dreifa honum meðal
íslenzkra unglinga, sem sækja
munu sýninguna.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Kasparov burstaði Shirov
SKAK
Stórmót Crcdit
Suissc í Ilorgen,
S v i s s
GARY Kasparov, heimsmeistari
atvinnumannasambandsins PCA,
tók einn forystuna á stórmótinu
í Horgen með glæsilegum sigri á
Lettanum Aleksei Shirov á þriðju-
dag. Lettinn gekk beinustu leið í
gildru sem Kasparov hafði undir-
búið og heimsmeistarinn þurfti
aðeins að nota rúma klukkustund
til að tryggja sér sigur. Það sem
Shirov yfirsást var að Kasparov
gat fórnað hrók fyrir riddara og
gersamlega lamað allt samspil
svörtu mannanna.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Aleksei Shirov
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4
- cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3
- Rc6, 6. Rdb5 - d6, 7. Bf4 -
e5, 8. Bg5 - a6, 9. Ra3 - b5,
10. Rd5 - Be7, 11. Bxf6 - Bxf6,
12. c3 - Bb7
Kramnik hrókaði á svart í þess-
ari stöðu gegn Kasparov í Novg-
orod í ágúst, en eftir 12. - 0-0,
13. Rc2 - Hb8,14. h4 náði heims-
meistarinn sóknarfærum og vann
glæsilega.
13. Rc2 - Rb8, 14. a4 - bxa4,
15. Hxa4 - Rd7, 16. Hb4!
Nýr leikur í stöðunni sem Kasp-
arov undirbjó fyrir þessa skák.
Shirov sér ekki hugmyndina með
leiknum og svarar með afleik sem
Kasparov vonaðist eftir. Rétt er
16. - Ha7!
• b e d e « B •»
16. - Rc5?, 17. Hxb7!!
Eftir skákina voru Kasparov
og Shirov sammála um að þessi
skiptamunsfórn leiddi til vinn-
ingsstöðu á hvítt. Riddarinn á b7
verður alveg úr leik og hvítur
hefur afar sterk tök á hvítu reit-
unum.
17. - Rxb7, 18. b4 - Bg5, 19.
Ra3 - 0-0, 20. Rc4 - a5, 21.
Bd3 - axb4, 22. axb4 - Db8,
23. h4 - Bh6, 24. Rcb6 - Ha2,
25. 0-0 - Hd2, 26. Df3 - Da7,
27. Rd7 - Rd8.
Gefur skiptamuninn til baka
og tapar strax. Reynandi var 27.
- Ha8, því eftir 28. Re7+ - Kh8,
29. Dxf7? - Hxd3, 30. Rf8 á
svartur vörnina 30. - Da2
28. Rxf8 - Kxf8 29. b5 - Da3,
30. Df5!
Lokaatlagan er glæsileg. 30. -
Hxd3 er nú svarað með 31. Dd7
30. - Ke8, 31. Bc4 - Hc2, 32.
Dxh7! - Hxc4, 33. Dg8+ -
Kd7, 34. Rb6+ - Ke7, 35. Rxc4
- Dc5, 36. Hal! - Dd4, 37. Ha3
- Bcl, 38. Re3! og Shirov gafst
upp, því 38. - Bxa3 er auðvitað
svarað með 39. Rf5+.
Margeir Pétursson
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. ágúst sl. í Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Fr.
Sigurgeirssyni Harpa
Björg Hjálmtýsdóttir og
Einar Bjarki Hróbjarts-
son. Heimili þeirra er í Mið-
húsum 4, Reykjavík.
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. ágúst sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Jóni Þor-
steinssyni Sylvía Þórar-
insdóttir og Steingrímur
Bragason. Heimili þeirra
er á Reykjavíkurvegi 22,
Hafnarfirði.
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Hjalta Guð-
múndssyni Katrín Magnús-
son Ross og Georg Ross.
Heimili þeirra er í Banda-
ríkjunum.
Ljósmyndastofa Kópavogs
BRÚÐKAUP. Gefin
voru saman í Hallgríms-
kirkju þau Hrafnhildur
Birgisdóttir og Hafþór
Vatnes Sævarsson af
séra Ægi Fr. Sigurgeirs-
syni. Þau eru til heimilis
í Laufengi 25, Reykjavík.
Ljósmyndastofa Kópavogs
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Skálholtskirkju
27. ágúst þau Erla Þor-
steinsdóttir og Pálmi
Hilmarsson af séra Sig-
rúnu Óskarsdóttur. Þau
eru til heimilis í Hlíð,
Laugarvatni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 23. júlí sl. í Húsavík-
urkirkju af sr. Sighvati
Karlssyni Elísa Björk Elm-
arsdóttir og Fannar Helgi
Þorvaldsson. Heimili
þeirra er á Stórhóli 45,
Húsavík.
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefln voru
saman 15. ágúst sl. í Árbæ-
jarkirkju af sr. Þór Háuks-
syni Camilla Utne og
Kristján Sigtryggsson.
Heimili þeirra er í Kaup-
mannahöfn.
Ljósmyndastofan Nærmynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. ágúst sl. í Víði-
staðakirkju af sr. Braga
Skúlasyni Halldóra Kristj-
ánsdóttir og Þórður
Helgason. Heimili þeirra
er í Köldukinn 1, Hafnar-
firði.
Arnað heiila