Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 39

Morgunblaðið - 15.09.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 39 FRÉTTIR Snyrtistofa Halldóru flytur SNYRTISTOFA Halldóru hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt og betra húsnæði í Kringlunni 7, Húsi versl- unarinnar. Snyrtistofan býður AHA- ávaxtasýrumeðferðir, gegn hrukkuvandamálum, bóluvanda- málum, litamismun í húð og húð- þurrk. Þá býður snyrtistofan upp á flesta þá þjónustu sem þekkist á snyrtistofum. Af þessu tilefni verður veittur 15% afsláttur af allri þjónustu til 1. nóvember. HALLDÓRA María Steingrímsdóttir snyrtifræðingur (t.v.) og Sigríður Árnadóttir fótaaðgerðafræðingur. Vetrarstarf í Grensáskirkju VETRARSTARFIÐ hefst í Grens- áskirkju nk. sunnudag, 18. september, en þá byijar barna- starfið kl. 11. Þá breytist líka tími aðal guðsþjónustunnar og verður kl. 14. Eins og áður verður barna- starfið tvískipt, yngri og eldri deild, og verður mikill söngur, sögur og leikrit. TTT-deildin heldur áfram, en það eru tíu til tólf ára börn og hefur það starf alltaf verið vin- sælt. Barnakórinn er að byrja æfingar og æskulýðsfélagið tekur til starfa síðar í haust. Opið hús fyrir eldri borgara hefst 4. október og verður alla þriðjudaga kl. 14-16. Þar verður biblíulestur og bænastund, einnig önnur fræðsla, tónlist og sálmar, og að sjálfsögðu veitingar. Skráning fermingarbarna fer fram mánudaginn 19. septmber í safnaðarheimilinu kl. 16-18 og kennslan væntanlega viku seinna. Kvenfélagið verður með fundi sína annað mánudagskvöld í hveijum mánuði og kirkjukórinn æfir alla miðvikudaga kl. 18. Bygging kirkjunnar gengur vel og nú er unnið að því að ganga frá þakinu og loka húsinu. Þegar því er lokið er ætlunin að messa í nýju kirkjunni og hafa fjársöfn- unardag með kaffisölu í safnaðar- heimilinu. Vetrar- bæklingur Utsýnar VETRARSÓLAR-bæklingur _ Ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn . er kominn út. Að þessu sinni er áhersla í vetrarsól lögð á ferðir til Kanaríeyja, Orlando og Ft. Laud- ardale í Flórída, skemmtisiglingar í Karíbahafi með Norweigian Cru- ise Line auk ferða til Aruba. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lensk ferðaskrifstofa býður upp á skipulagðar ferðir til eyjarinnar Aurba í Karíbahafi, en hún tilheyr- ir Hollensku Vestur-Indíum og er skammt undan strönd Venesúela. Flogið er í gegnum New York eða Ft. Lauderdale, en meðan á dvöl á Aurba stendur er m.a. boðið upp á ferðir til Curacao og Caracas í Venesúela. Á Kanaríeyjum er boðið upp á aukið úrval góðra gististaða á Ensku ströndinni, en auk þess býð- ur Úrval-Útsýn dvöl á Maspalom- as og í Puerto Rico á Gran Canaria. -----» ♦ ♦--- Heimspeki- fyrirlestur í Odda JEREMY Bowman kennari í heim- speki við University College í Cork flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands og Félags áhugamanna um heim- speki laugardaginn 17. september kl. 14 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefndist The Sacrífice of the Innocent (Að fórna saklausum) og verður fluttur á ensku. Jeremy Bowman dvelst hér á landi í septembermánuði sem Erasmus-skiptikennari og kennir námskeið í heimspekiskor þar sem fjallað er um „veraldlega þekking- arfræði“ (naturalised epistemo- logy) og einkum og sér í lagi um hugmyndir Quines. Meðal annarra áhugasviða Bowmans innan heim- spekinnar er nytjastefnan, og í fyrirlestrunum gerir hann grein fyrir sértakri tegund nytjastefn- unnar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. -------------- ■ Hádegisfundur félags sagn- fræðinema verður í Odda 15. september kl. 12. Fundarefni er Gildi sjálfstæðisins fyrir Islend- inga. Framsögumaður verður Sig- urður Líndal lagaprófessor og verður framsaga hans í um 20-30 mínútur en svo taka við umræður um hana þar sem taka þátt þeir Guðmundur Hálfdanarson dós- ent, Svavar Gestsson alþingis- maður og Jóhannes Karlsson nemi í sagnfræði. /V(Aij. 'l Á meSaii^ííírgoír^éii^ást Leirvörur mm Tekatlar 10 cm 199, - kr. stk. Ond 9 cm kr. Fíll 9 cm kr. AGKAUP SKEMJMI, AKUREYRK AJARÐVÍK Tilboðið gildir aðeins í viku, eða á meðan birgðir endast. Grænt iiumcr póstverslunar er 996680 Pottur m/loki 20 cm kr. 459,- Kanna 30 cm kr. 2.295,- m Verðdœmi: Blómavasi 30 cm kr. 995,- Blómavasi 40 cm kr. 1.495,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.