Morgunblaðið - 15.09.1994, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
czð þe/rn er
foen-t L mig,1
pao besta. i//ó s/ómenn-
/'ngance eru. hnetur/tar
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
„Ekki 17% kjara-
skerðing“
Grettir
Ljóska
Allt mitt líf hef ég verið að bíða Þegar hún svo kom, var hún með
eftir þessari „himnaböku". kókosmjöli ofan á...
mam
Frá Birni Arnórssyni:
FYRIRSÖGNIN hér að ofan er sú
sama og á bréfi sem Jón Erlingur
Þorláksson skrifar, vegna þeirra frá-
sagnar Morgunblaðsins að útilokun
nýrra starfsmanna frá Lífeyrissjóði
starfsmanna Vestmannaeyjabæjar
feli í sér 17% kjaraskerðingu. Svar
Jóns Erlings kallar frekar á athuga-
semdir, en að það hreki frásögn
Morgunblaðsins.
1. Það, að lífeyrisiðgjöld séu að-
eins greidd í 32 ár, hleypi .upp ið-
gjaldaþörf í prósentum séð er rétt,
nema útgjöldunum sé mætt á ein-
hvern annan hátt, eins og reyndar
gert er ráð fyrir í reglugerð sjóðsins.
Þetta er einmitt ein af þeim skerðing-
um, sem nýir starfsmenn munu
standa frammi fyrir ef einhliða
ákvörðun bæjarstjórnar í Vest-
mannaeyjum verður hrint í fram-
kvæmd.
2. Það er einnig rétt að þessi
skerðing kemur mismunandi við
starfsmenn eftir því hve mörg ár
þeir eiga inn í sjóðnum. Sumir skerð-
ast meir - aðrir minna. En fullyrð-
ingin snýst um meðaltalið en ekki
einstaklinga. Jón Erlingur gerir ekki
tilraun til að hrekja þá staðreynd.
3. Jón Erlingur klykkir síðan út
með eftirfarandi: „Vel má hugsa sér
að samið verði um að nýir starfs-
menn, sem ékki komast í gamla líf-
eyrissjóð bæjarins fái greiðslu í sér-
eignasjóð auk iðgjalds í almennan
lífeyrissjóð ...“ og í framhaldi af því
kemur síðan: „En ég er sannfærður
um að nýir starfsmenn, sem fengju
í séreignasjóð þó ekki væri nema
minnihluta af nefndum 17 prósentum
geta unað hag sínum bærilega."
Kjarni málsins er sá að hvorki
•Starfsmannafélag Vestmannaeyja-
bæjar eða BSRB hafa neitað rétti
bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum til
að fjalla um lífeyrissjóð starfsmanna
í kjarasamningum. Þvert á móti hef-
ur starfsmannafélagið boðist til að
taka þátt í að undirbúa slíka samn-
ingsgerð þannig að allur undirbún-
ingur sé tilbúinn áður en raunveru-
legar samningaviðræður hefjast.
Því hefur hins vegar eindregið
verið mótmælt að bæjaryfirvöld geti
einhliða hlaupið frá lífeyrisréttind-
um, sem samkvæmt yfirlýsingum
Jóns Erlings sjálfs kalla á greiðslur
sem svarar 25-27% af launum yfir
í lífeyrisréttindi sem kalla á 10%
greiðslu af sömu launum.
Ef/þegar nýr kjarasamningur,
sem m.a. mun taka til lífeyrismála
verður gerður í Vestmannaeyjum,
þá munu starfsmenn sjálfir í allsheij-
ar atkvæðagreiðslu um samninginn
kveða upp úr um hvort þeir uni hlut
sínum bærilega. Til þess þarf ekki
tryggingafræðilegt mat.
BJÖRN ARNÓRSSON,
hagfræðingur BSRB.
Áfengisvarnarráð
á krossgötum
Frá Magnúsi Gunnarssyni:
JÓN K. Guðbergsson, fulltrúi
Áfengisvarnarráðs, skrifar pistil í
Morgunblaðið 13. september sl. þar
sem hann ijallar um átak Kross-
gatna „Látum ekki í minni pokann
fyrir vímuefnum“, sem nú stendur
yfir.
Jón fer mikinn og nefnir Kross-
götur ítrekað sem hlutafélag. Hið
rétta er að Krossgötur er sjálfs-
eignarstofnun sem hefur samþykkta
skipulagsskrá af dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu.
Krossgötur hafa rekið áfanga-
heimili fyrir karlmenn frá því 1987.
Samhliða rekstri heimilisins höfum
við stundað útgáfustarfsemi ýmis-
konar og þar á meðal útgáfu er
tengist forvörnum.
Fagfólk að störfum
Starfsmenn Krossgatna hafa alla
tíð verið þess meðvitaðir að þeir eru
ekki þeir einu sem vinna að þessum
málum, hvort sem um er að ræða
hjálparstarf eða forvarnarstarf.
Hins vegar hafa Krossgötur fundið
fyrir því að brýn þörf er að efla
forvarnarstarf í skólum og á heimil-
um og menn hljóta að vera sam-
mála um að það beri að gera og Jón
verður að skilja að hann og hans
félagar eru ekki þeir einu sem kunna
að vara fólk við.
Jón spyr hvemig við ætlum að
byggja upp okkar forvarnarstarf.
Því er til að svara að við gerum það
með sama hætti og við höfum byggt
upp annað starf okkar. Við höfum
ieitað tii fagaðila á hverju sviði fyr-
ir sig, þannig höfum við unnið og
þannig ætlum við að vinna að for-
varnarmálum í framtíðinni.
Krossgötur vilja með starfi sínu
stuðla að uppbyggingu einstaklings-
ins, heilbrigðu gildismati og sjálfsör-
yggi sem byggir á kristnu siðferði.
Það er okkar trú að með öflugu
vönduðu forvarnarstarfi getum við
náð til einstaklingsins þannig að
hann standist þær freistingar sem
að honum steðja.
Krossgötur hafa í auglýsingaher-
ferðum sínum fyrst og fremst kom-
ið fram með upplýsingar og stað-
reyndir er varða vímuefni í forvarn-
arskyni.
Eins og áður hefur komið fram
hefur verið leitað til okkar af ljolda
einstaklinga, félaga og skóla. Með
átaki okkar sem nú stendur yfir
viljum við verða við beiðnum þess-
ara aðila. Við trúum því ekki að Jón
K. Guðbergsson, sem atvinnumaður
í forvarnarstarfi, vilji vinna gegn
átaki okkar sem unnið er af ein-
lægni og góðum huga. Ef það er
staðreynd þá er starfsmaður
Áfengisvarnarráðs sannarlega á
krossgötum.
MAGNÚS GUNNARSSON,
framkvæmdastjóri Krossgatna.